Fálkinn


Fálkinn - 14.05.1943, Blaðsíða 3

Fálkinn - 14.05.1943, Blaðsíða 3
!>' A L K 1 N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM fíitsljóri: Skúli Skúlason. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrijstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 Blaðið kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðist fyrirfram HERBERTSprent. Síðasta vika hefir vakið upp ó- þægilegar endurminningar um það, sem einu sinni var. Eftir margra ára hagstæða veðráttu og hagsæld hefir á ný brugðið svo við, að nokkru eftir sumarmál kemur grimd- arkuldi undir lokin með foráttubyi víðast um norðurlánd. Og þá kemur gamla sagan: yfirvofandi hallæri og fyrirsjáanlegur lambadauði: Fellir! Það þótli einu sinni ekki neinn ósómi að vera horkonungur. Þá var það skoðun, að það borgaði sig að fella úr hor, svona við og við. Ef ekki mætti selja fleiri á, en hús og fóður væri fyrir, yrði að draga svo saman bústofninn, að hann yrði ekki nema svipur lijá sjón. Síðar fóru ýmsir góðir menn að komast að raun um, að jiað væri ekki höfða- talan ein á bústofninum, sem rjeði um notagildi lians heldur gæðin Þeir fóru að leggja stund á að eign- ast góðar mjólkurkýr en drápu strytlurnar, sem ekki mjólkuðu fyr- ir fóðrinu. Og þeir leituðust við að koma sjer upp vænu fje í stað kval- inna rýrðarskjátna. Og á öðru leyt- inu gerði mannúðartilfinning vart við sig — menn fóru að finna að það væri ósæmilegt og ekki betra en glæpur að kvelja skepnurnar sínar. Menn hættu að drepa úr hor — Nú hefir ekki verið minst á hor- dauða og felli i mörg ár. Einmitt um það leyti, sem liorkongarnir fóru að skammast sín fór löggjafarvaldið og einstakir menn að skerast í leik- inn. Þá var löggjöf sett um bjarg- ráðasjóði og heyforðabúr og ýrnis- legt þessu áþekt og liinn framsýni maður Guðmundur Björnson iand- læknir skrifaði litla bók en góða um „Næstu harðindin". En þá vildi svo til að mildu veturnir gengu í garð. Alþingi hætti að setja örygglslög gegn fellinum — og liefir þó við marga ónauðsynlegri löggjöí ícng- ist síðan — og menn fóru að gleyma að harðir vetur gætu komið. Það sannaðist enn sem fyr, aö „dárinn er djarfur Qg ugglaus." Það gæti komið á daginn núna, að ástæða yrði til að athuga livern- ig lögunum, sem áttu að fyrirbyggja fellishættuna, eða að minsta kosti draga úr henni, hefir verið fram- fylgt. Hvar eru forðabúrin? Hvar er eftirlitið með ásetningu á heyja- forðana? Eru þau eklci dauður bók- stafur, eins og svo mörg önnur? — En vist er það, að í liarðindavori er ekki hægt að bjarga skepnunum með þvi að gefa þeim Alþingis- eða Stjórnartíðindi í fóðurbæti. Noregur lifi! Á mánudaginn kemur lifir Noregur fjórða þjóðardag sinn undir hernámi kúgara sinna, sem fyrir rúmuin þremur árum rjeðust inn í landið, eins og þjófur á nóttu og báru vopn á þjóð, sem aldrei hafði gert neitt á hlut höðlanna og átti þá ósk eina, að lifa í friði við allar þjóðir og einstaklinga. Á einni morgunstund gerbreyttist hag- ur þjóðarinnar og eftir hundr- að tuttugu og fimm ára frið fjekk hún að reyna hvað stríð var — stríð við margfalt ofur- efli manna, sem svífast einskis og ekkert lögmál þekkja nema það, sem ofbeldið og drotnun- argirnin setur. Eftir tveggja mánaðar baráttu, dýrar mann- fórnir og undanhald gegn ofur- magninu, sem fyrst og fremst þráði að ná konungi Noregs á sitt vald, dauðum eða lifandi og Ijet kúlnahríð vjelbyssanna í flugvjelum sínum dynja á honum og stjórn hans, hættu Norðmenn vopnavörninni á vígslóðum Noregs. En konungurinn og stjórn hans komust undan til vinveittr- ar þjóðar og hafa síðan haldið uppi baráttunni gegn kúgurun- um, bæði undir vopnum og á annan liátt -— eigi síst með skipaflota sínum, best búna kaupflotanum í veröldinni. Enskur maður herfróður hefir sagt, að starf norska kaupflot- ans i stríði jafngildi eigi minna en miljón manna vopnuðum her. Og norsk tankskip liafa flutt um 40% af þeim hernað- ar nauðsynjum, sem mest er vert um, til Bretlands: olíu og bensíni. Það sýndi sig þegar, sumarið 1940, þegar „orustan um England“ var háð hve mik- ils virð það var. Og ekki mundu þær húsifjar,1 sem hinar sam- einuðu þjóðir hafa gert mönd- ulveldunum, með loftárásum sínum á þýskar og ítalskar borg- ir hafa orðið mögulegar án nægilegs aðdráttar eldsneytis. Það var aðeins fámennur her, sem komst frá Noregi, er bar- áttunni beima fyrir lauk, 7. júní 1940. En síðan hafa norskir menn og konur flúið land sitt liópum saman til þess að taka þátt í hinni virku baráttu fyrir endurheimt frelsis fósturjarðar- innar. Og Norðmenn búsettir erlendis, liafa skipað sjer undir gunfána Noregs, hvalveiðamenn irnir norsku, sem staddir voru á hvalveiðaskipum við suður- isa röðuðu sjer í fylkinguna og skipshafnir, sem björguðust af norskum skipum, er óvinirnir grönduðu, eru þar líka. Allir Norðmenn meta frelsið meira en nokkuð annað, og enginn Norðmaður getur liugsað sjer „Slella Folai'is“, eitt af fegurstu farþegaskipum norska kaupflotans. Noreg undir valdi nokkurrar þjóðar. Noregur á að vera frjáls, sem „hugur manns“, segja þeir. En barátta Norðmanna, sem erlendis búa, er aðeins annar þáttur málsins. Hinn þátturinn er liin óvirka barátta Norð- manna heima. „Óvirk“ er i rauninni ekki rjett orð, því að þessi barátta er í sannleika virk, þó að hún noti ekki eld- vopn. Barátta einstaklinganna, sem ofsóttir liafa verið og líf- látnir, barátta heilla stjetta, svo sem prestastjettarinnar og kenn- arastjettarinnar, verkalýðssam- takanna, iþróttamannanna og þar fram eftir götunum, er i sannleika ekki minna virði. Hún hefir sýnt, að hvorki fá blóðs- úthellingar, sveltifangelsi nje misþyrmingar áorkað'því að fá Norðmenn til að svíkja þjóð- erni sitt nje frelsisþrá.--- Við íslendingar erum skyld- astir Norðmönnum allra þjóða. — En íslenskt tómlæti get- ur stundum verið grátlegt. 1 fvrra um þetta leyti var liafin fjársöfnun til þess að geta gert eitthvað ofurlítið gott af okkur, þó ekki yrði það meira en svo, að einn smábæ í Noregi, eða nokkur hundruð börn munaði um það. Þessi söfnun komst upp i 300—400 þús. krónur. Það er ekki hægt að telja það til al- mennrar fjársöfnunar, þó að hið opinhera forðaði þjóðinni frá smán með því að hæta nær- felt annari eins upphæð við. En betur má ef duga skal. Annað- hvort verður nú Noregssam- skotanefndin að hefjast handa á nýjan leik og halda samskot- unum áfram nú þegar, eða að sú stjórn sem nú situr, og er ekki flokksbundin á sama hátt og aðrar, verður að reka af þjóðinni slyðruorðið og hæta við samskotin annari eins upp- Iræð og fvrverandi ríkisstjórn gerði. Hún getur gert þetta upp á sitt eigið umdæmi. En jafn- framt gæti hún með bráða- birgðalögum þvergirt fyrir inn- flutning ýmislegs óþarfa, sem nú skolast inn í landið á öld- um peningabrjálæðisins, og sem nemur tugum og hundruðum sinnum meiru en sú uppliæð, sem hjer er um að ræða. Með þessu mundi liún forða þjdðinni frá hneisu — á tvenn- um meiði. En æskilegasl væri að þjóðin gerði þetta sjálf. Að hún vildi muna, að það er ekki neitt farnaðargaman að jeta yf- ir sig þegar aði’ir svelta. Að það er lrættulegt að nenna ekki að skilja, að það er ávalt gott að gera vel og hitta sjálfan sig fyrir. — Því að einhverntíma kemur að erfiðum árum á ís- landi.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.