Fálkinn


Fálkinn - 20.08.1943, Blaðsíða 2

Fálkinn - 20.08.1943, Blaðsíða 2
2 F Á L K I N N Nýtt: Q H Gashitarinn ER Á VIÐ HITAVEITU SEM BORGAR SIG NIÐUR Á EINU ÁRI. GH-GASHITARINN vinnur hita, sem ella tapast með útblástursgasi Dieselvjela og sem nemur um þriðjungi þeirrar olíu sem vjelin fcrennir. GH-GASHITARINN hitar upp vatn, sem nota má til upphitunar eða neyslu. - GH-GASHITARINN var smíðaður í fyrsta skifti fyrir sundlaugina á Siglufirði — 1940 — og hefir reynst svo vel, að nú nýverið hafa borist pant- anir frá ýmsum stöðum á landinu. GH-GASHITARINN sparar sig í mörgum tilfellum upp á einu ári — miðað við kolakyndingu sem þyrfti til framleiðslu sama hita. GH-GASHITARINN er bygður' eftir flóknum og ná- kvæmum útreikningum fyrir mismunandi vjela- stærðir. G H-GASHITARINN á heima víðast hvar þar sem Dies- elvjelar eru starfræktar — svo sem Diesel-raf- stöðvar — í hraðfrystihúsum — mótorskipum — verksmiðjum og víðar. Vjer eigum enn efni í nokkra GH-GASHITARA og getum tekið að oss smíði þeirra ef samið er strax. Vjelsmiðjan Jötunn H.f. Hringbraut. — Sími 5761. ACT WHY WE BOMB THE RUHR' VALLEY 3TEEL ; ^ l HVERSVEGNA AUSA BANDAMANNAÞJÓÐIRNAR SPRENGJUM YFIR RUHRDALINN ? Myndin suarai- þessari spurningu. Þar er efst til hægri upp- dráttur af Þýskalandi, en Ruhrdalurinn sýndur meö skástryk- um. Af þessum litla bietti kemur 65% allrar kolaframleiösiu Þýskalands en 70% af allri járn- og stálframleiðslunni. RÁNDÝR leita sjer sjaldnast bráðar nálægl eigin bústað sínum, emla segir mál- tækið „sjaldan bítur refur nærri greni“. Þannig eru þess dæmi, að ernir, sem hafa átt hreiður sitt rjett fyrir ofan steindepilshreiður, hafa ekki gert þeim neitt mein nje ungum þeirra. Merkilegra er þó atvik, sem skógarvörður einn tók eftir. Hann fann önd, sem verpti fremst í greni tófu. Virtist sambúð- in vera hin ágætasta. Frú% Ingibjörg Jónsdóltir, Óðinsgötu 4, varð 60 ára 12, þ. m. Lee (Gween le Pinski), Karl Dane (Rasmus Rarl Therkelsen Gottlieb), Samuel Goidwyn (Samuel Goldfish), Ramon Novarro (Ramon S.amaneigo) Gilda Gray (Marianna Micholska), Douglas Fairbanks (Douglas Ull- man). KVIKMYNDASTJÖRNURNAR tuka sjer að jafnaði listamannanafn, sem er fallið tii þess að vekja at- hygli og er stutt og þægilegt í vöf- um. Hjerna fara á eftir listamanna nöfn nokkur, sem allir kannast við, en í svigum stendur rjetta nafnið, sem fáir kannast við: Greta Garbo (Greta Gustavson), Gary Cooper (Frank J. Cooper), Dolores del Rio (Lolita Dolores Asunsolo de Mar- tinez) Richard Dix (Ernest Brim- mer), Ricliardo Cortes (Jack Krantz) Billie Dove (Lillian Rohny), Mont Banks (Mario Bianchi), Mae Mur- ray (Marie Koenig), Renée Adorée (Jeanne de la Fonte), Lila Lee (Augusta Appel), Claire Windsor (Oiga Cronk), Anita Page (Anita Pomeres), Ricþard Arlen (Ric- hard von Mattimore), Nancy Caroll (Nancy la Hiff), Gwen DÝRIR KOSTGANGARAR. Það er dýrt að hafa dýragarða. Þó ekki sje talið annað en matur inn, sem fer í dýrin dags daglega, þá verður um stórar upphæðir að ræða. Litlir apar geta að vísu lifað fyrir 3 krónur á dag, en ljónið jet- ur eins mikið af keti á dag og full- orðinn maður þarf á viku. NAGLALAUST HÚS. Það mun þykja lygilegt, að hægl sje að smíða naglalaust liús, ep svona hús er þó til og það va^ sjálfur George Washington, sem ijet byggja það, árið 1790. Spottiswoode hershöfðingi, frændi forsetans, hafði lagt honum mikið lið og nú vildi forsetinn iauna honum liðveislunö með óvenjulegri gjöf. Ljet habn reisa húsið úr grjóti, en þiljurnar að innan voru festar með trjefleyg- um og hurðir og gluggar geirneglt. VENJULEG PÓSTKORT að því er stærðina snerti, en óvenju- legt að efni, var sýnt fyrir nokkr- um árum í London. Voru skrifuð á það 30.000 orð. Vitaniega var ógern- ingur að lesa nokkurn staf i brjef- spjalinu nema með stærsta stækk- unargleri, en þó hafði skrifarinn skrifað á spjaldið stækkunarglers- laust og með venjulegum penna. — En þó hefir verið skrifað enn smærra. Þannig skrifaði maður einn Faðirvorið á brjefræmu, sem var svo mjó, að hægt var að þræða hana gegnum nálarauga. Söguþættir Landpóstanna eru nú komnir út í annari útgáfu. Fyrri útgáfuna höfðu Akureyringar og Reykvíkingar keypt til þrota, áður enn pantanir víðsvegaí af landinnu komu í hendur útgefanda. » Nú fæst ritið í hverri bókabúð.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.