Fálkinn


Fálkinn - 20.08.1943, Blaðsíða 6

Fálkinn - 20.08.1943, Blaðsíða 6
ö F Á L K I N N - litlo 5nBnn Húfan Arabans Eflir Bernard Doumens Hvort var þetta tilviljun eða dularfult fjTÍrbrigði, sem gerist í þessari sögu? LANGUR og slánalegur Arabi i síðuin og skítugum slopp og berfættur, en þóttalegur á svipinn, strunsaði mcð virðuleik fram bjá stjettinni fyrir neðan enska klúbb- inn. „Æ, Maurice!" kallaði Daisy Morg- en og setti strút á rauðu varirnar, utan um stráið, sem hún notaði við að sötra í sig þriðja cocktailinn. „Sjáðu þessa skrítnu húfu, sem hann beldur á í liendinni. Jeg vildi óska nð hann setli hana á hausinn á sjer.!“ Og hún skellihló að þessari tilhugsun. En Arabinn leit ósjálfrátt við og leit á liana. Filmdísin Daisy Morgan setti á sig sólgleraugun til að draga úr ofbirtunni, svo að hún gæti sjeð manninn betur. Þessi sólgleraugu í skjaldbökuskeljarumgerðinni var hún vön að nota í myndartökusaln- um til þess að hlífa augunum við of- birtunni frá kvikasilfurlömpunum þar. Tvö stóru, grænu augun í umgerð dökkleitrar skeijarinnar voru líkust hófblöðku, sem syndir á lygnu vatni. Maurice Randier starði hugfang- inn á hana og gat aldrei fengið sig fullnægðan á þvi að horfa á hve í'ndlifsdrættir hennar voru fallegir. Hann hafði kynst Daisy fyrir þrem mánuðum, af einberri tilviljun. Hann liafði sjeð hana í fjörunni — luin lá og sólbakaði’ sig í sandinum nokkur skref frá lionum, í fjeleg- ustu stuttbuxunum, sem hann hafði nokkurntima augum litið. Rauðgullna hárið var eins og geislabaugur um höfuðið. Hann gat ekki litið af henni margar mínútur í einu og liann þráði óstjórnlega að fá að kynnast þessari opinberun fegurðarinnar. En hvernig sem hann lagði sig í bleyti gat hann ómögulega fundið neina nýtilega átyllu til að kynna sig fyrir henni. Hann varð því bæði forviða og glaður er hann komst að raun um, að hún sat við hliðina á honum við matborðið á gistihúsinu um kvöldið. Og síðan hafði hann elt hana á röndum a hvern þann stað, sem hún átti að leika í kvikmynd á, ....... og nú voru þau bæði komin til Zues. „Elskan mín,“ hvíslaði Randier, , farðu varlega! Þú mátt ekki gant- ast að honum. Þessi veslingur á ekki annað en sitt eigið stolt; liann lifir sennilega miklu meira hunda- lífi en þú getur ímyndað þjer. Iíúfan, sem liann er með í hendinni er áreiðanlega ekki venjulegt fata- plagg. Það mun vera „töfrahúfa“, sem þeir kalla, Arabarnir.“ „Segirðu þetta salt, Mauriee! Mik- ið ansi væri jiað gaman! Þá húfu vil jeg kaupa!“ brópaði liin fagra leikkona, sem liafði va'iist því að fá alt sem henni datt í liug. „Það er ómögulegt. Þú skalt ekki láta þjer detta í liug að reyna það,“ livíslaði Randier og varð liræddur. „Jeg hefi lifað innan um þetta fólk árum saman og þekki skapferli þess og venjur. Þeir telja þessa húfu, sem þú segist vilja kaupa, lielgan dóm. Þegar þeir setja hana upp og muldra nokkur ákveðin orð úr Kór- aninum þá verður liún ósýnileg.“ „Altaf batnar það! Jeg býð hon- um þúsund dollara fyrir þessa töfra- húfu.“ jDANDIER vissi að lnin stofnaði sjer í mikla hætlu með þessu, og liann var hræddur um að Arab- inn, sem einblíndi á hana, gæti ef til vill heyrt til hennar. Hann lægði röddina eins og liann gat og út- skýrði fyrir henni að liúfan væri gerð úr skinni af froskum, sem væru drepnir að viðhöfðum ýmis- konar bænalestri og særingum. Það var skilyrði, að froskarnir væru skornir á liáls á miðnætti um jafn- dægur, meðan klukkan væri að slá tólf, og skera varð með hníf úr nýju stáli. Þegar húfan hafði verið saumuð átti að lita hana með svört- um lit frá Ispalian, hlöndúðum stein- salti. Silkiskúfurinn, sem var fesTur við toppinn á húfunni gaf dulsæringun- um fullgild áhrif. Daisy hlustaði ekki nema með öðru eyranu á þessar skýringar lians, — henni fanst þær vera flókn- ar og leiðinlegar. En hún hafði ekki augun af Arabanum; hann stóð skamt frá borðinu þeirra og hallaði sjer upp að múrnum. Áður en Randier gat varnað lienni þess liafði hún stiklað á sjö senti- metra háum hælunum Jiangað sem umrenningurinn stóð og einblíndi á hana án afláts. Það eina með lífs- marki í hinu sviplausa, steingerða andliti hans voru tinnusvört augun brennandi, en af smá viprum í munn- vikunum mátti marka hve æstur hann var. Daisy bað hann tvisvar að setja upp húfuna, en það reyndist árang- urslaust. Þá þreif hún liana af hon- um og keyrði liana ofan á nauð- rakað höfuð hans og hló ertnis- hlátri. Arabinn skalf en svo rjetti hann úr sjer. Það var eins og hann hækk- aði þegar hann greip um silkiskúf- inn og muldraði nokkur óskiljanleg crð. í sama vetfangi rak Daisy upp ó]i og tók báðum höndum um höf- uðið á sjer. „Æ, Maurice! — Hversvegna kem- ur þú ekki? Flýttu lijer!“ lirópaði luin. „Sást þú ekki Arabann, sem stóð lijerna fyrir nokkrum sekúnd- um? Sástu hann ekki? En nú er hann horfinn. Getur þú sjeð hann?“ Hún gaf sjer ekki tíma til að bíða svars, en óstöðvandi orðaflaumur rann upp úr henni. Loks hækkaði röddin svo að hún varð að orgi. „Hjálpaðu mjer’, elskan mín! Hvers- vegna hjálpar þú mjer ekki? Hvar ertu?“ Svo varð röddin veikari, smátt og smátt — og loksins stundi hi’m; „Nú sje jeg ekkert framar .... ekkert nema rauða lioku alt í kring- um mig!“ Randier og læknirinn á staðnum, sem sat þarna skamt frá, brugðu við og gátu gripið hana áður en hún valt um þar sem hún stóð. Randier bar hana burt. Sonur Islams stóð enn í sömu sporum. I.ann hjelt á húfuni í hendinni, al- veg eins og hann hafði gert áður. Eitt augnablik hafði hann rekið upp lágan, storkandi hlátur — það var þegar unga stúlkan æpti. Ni stóð liann þarna eins og þetta kæmi honum ekkert við, og enginn drátt- ur bærðist í andliti hans, en aðeins svörtu augun fylgdu hinum þremur eftir, og þau voru hörð og ógn- andi, cn Jió dapurleg um leið. „Hún hefir fengið snögga blindu,“ sagði læknirinn er þeir flýttu sjer með liana á sjúkrahúsið. „Unnusta yðar hefir ákaflega viðkvæm augu. Við verðum að láta liapa vera í myrkri og hafa fullkomna ró í nokkrar vikur.“ Randier svaraði engu. Hann hugs- aði með skelfingu til þeirrar hótun- ar, sem Arabinn hafði látið fylgja Daisy um leið og þeir báru liana á burt: „Lát hinn almáttuga þrýsta hinu leynda innsigji sínu á augu hennar og hjarta!“ » ALBINOAR eru þeir menn kallaðir, sem vantar litarefni (pigmentkorn) í innri liúð- ina og’ verða liessvegna hvitir, bæði á hörund, hár og meira að segja augu. Skritnast liykir þegar svert- ingjar fæðast með Jiessum ósköp- um, eða Eskimóar. En Jietta kemuc líka stundum fyrir í dýraríkinu. Þannig eru þess dæmi, að hvít ljón hafa verið sýnd á fjölleikahúsum. Og flestir islendingar munu hafa sjeð alhvíta liesta, sem eru liá jafn- an glaseygðir um leið. PERSNESKIR DÚKAR geta verið ótrúlega endingargóðir. Sjahinn af Persíú á t. d. gólfdúk, sem er yfir 200 ára gamall. Hann er á gólfi anddyrsins mikla í höll lians i Teheran, og sjer ekkert á litum lians og hvergi slit á honum, frem- ur en hann væri nýr. STÆRSTA JURT sem menn vita um í lieiminum, er þarategund ein, sem vex í höfunum í hitabeltinu. Sir Ernest Shackleton fann þennan jötunjiara á einni ferð sinni suður í höf, skamt fyrir sunn- an miðjarðarbauginn. Stóð toppur- inn á liaranum upp úr sjónum, en þegar liann var mældur reyndisl hann vera 152 nietrar á liæð. Til sam- anburðar má nefna, að hæsta trjfc sem menn vita um, ástralskur eucal- yptus, getur orðið 120 metra liár. MISSISSIPPI er lengst fljót jarðarinar, Jiegar kvíslin Missouri er talin með. F.r lengdin frá upptökum Missouri til ósa Missisippi 6530 kílómetrar, eða fimm sinum meiri en áin Rin. HÖRUND YÐAR Í>ARFNAST FILMSTJÖRNU FEGRUNAR-SNYRTINGAR Ef hárguil verður á Lux handsápunni um stundarsakir I nágrenni við yður, þá skuluð þjer ekki láta hug- fallast fyiir það. Þjer getið látið sápustykkið endast miklu lengur en áður. Því að Lux handsápan gefur svo rikulegt löður, að aðeins lítið af henni getur gert mikil ahrif. Þaö er eyðsla, til dæmis, að dýfa sápunm í vatnið, eða lála liana liggja í því. Vætið hendurnar eða þvottaklútinn og strjúkið svo sápustykkinu einu sinni um, og þá fáið þjer nægilegt sápulöður. Frægar kvikmyndadísir og aðrar fagrar konur un allan heim liafa komist að raun um, að besta ráðið til þess aö lialda hörundinu unglegu og mjúku, er að nöta Lux handsápuna að staðaldri. LUX HANDSÁPAN Paramount- stjárnan DOROTHY LAMOUR

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.