Fálkinn


Fálkinn - 20.08.1943, Blaðsíða 8

Fálkinn - 20.08.1943, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N fiage Baríord: HÚN LAGÐI SIG AÐ VEÐI SAGAN gerist í fransk-þýska stríð- inu 1878—71. Einn kílómetra frá þorpinu var stórt óðalssetur, eign fjöiskyldunnar la Tour. Gamli greif- inn, Berlram la Tour var látinn fyrir nokkrum árum, en i höllinni áttu nú heima greifaekkjan og Vict- or, einkasonur hennar, sem hafði erft óðalið. Þegar stríðið skall á var Victor skipaður í höfuðsmannsstöðu í hern- um, þótt ungur væri, en skírteini hans voru mjög góð: hann hafði gengið í herskólann í Saint Cyr. Ást lians til ættjarðarinnar virtist vega á móti þeirri raun að verða að skilja við móður sína. Hann skildi við ættaróðai sitt fullur af trú og von, en greifaekkjan varð ein eftir, harmandi en sterk, kviðafull en j)ó róleg, og stjórnaði búinu og vann myrkranna á milli. Hún og vinnu- fólk hennar var önnum kafið við að sjá fyrir hjúkrunargögnum, hjálpa sjúkum og særðum. Alt virtist kyrt og liljótt í la Tour-höllinni, en þó hafði aldrei verið unnið kappsam- legar jjar en einmitt um j)essar mundir. Síðasta kveðja Victors, er hann veifaði til móður sinnar þegar hann reið út um hliðið, var til Alaine de Courveneur, sem hann liafði ætlað að kvongast tveimur mánuðum síð- ar, ef stríðið hefði ekki skollið á. Alaine de Courveneur var dóttir Gustave de Courveneur haróns, of- ursta í varðliðinu og eiganda óð- als, sem var fáeinar mílur frá la Tour. Einu missiri eftir stríðsbyrjun fjekk Victor heimfararleyfi til að njóta livildar eftir skotsár, sem liann hafði fengið. Hann var álta daga heima. Þremur dögum áður en hann gaf sig fram aftur við herdeildina, kom ung kona, svartklædd inn í liallargarðinn í la Tour. Fatnaður hennar var rykfallinn, andlitið fölt — en þrátt fyrir þreytuna var lima- burður hennar höfðinglegur og ó- beygjanlegur. Þetta var Alaine de Cotirveneur. Þarna urðu óvæntir en dapurlegir samfundir milli elskendanna. Meðan Alaine sat úti á stjettinni sagði hún skýrt og rólega frá því, sem á dagana h.afði drifið. Hún Ijet ckki bugast, þrátt fyrir harm og þreytu •— en rödd hennar gat ekki leynt því, að hún var í mikilli geðshræringu. „Pabbi er dáinn! Hraðboði kom með þessa orðsending. Allir vopn- færir menn hafa verið kvaddir í her- inn. Við eiguni ekki liest undir her- mann. Jeg hefi aflient Rauða Kross- inum hallarbygginguna . . . .“ Greifaekkjan tók um höndina á Alaine. „Þú átt heimili hjerna Al- aine,“ sagði hún. „Þakka yður fyrir, greifafrú. Þjer eruð min önnur móðir!“ Victor tók um báðar hendur lienn- ar og kysti þær. „Alaine, hvílíkt þrek hefir þú ekki til að hera!“ sagði hann. Alein horfði í augu vinar síns og milt bros færðist yfir föll og þreytt andlitið. „Við eigum hvort annað, Victor!“ Ilún þagnaði og þau fundu öll þrjú, að sama hræðilega hugsun- in bærðist í þeim öllum — en ekk- erl þeirra mælti liið örlagaþrungna orð til viðbótar: Ennþú! Alaine leit upp. „Mjer datt í hug, að jeg gæti gert eittlivað gagn hjerna, greifafrú, núna eftir að þjer eruð orðin ein.“ „Já, AIaine,“ sagði Victor ákaf- ur, „þakak þjer innilega fyrir. Mamma er alein um jjetta alt — jeg á að fara aftur í herdeildina daginn eftir á morgunn.“ Greifafrúin ljet þau ein eftir mið- degisverðinn. Þau gengu um garð- inn. — Þetta var kyrt og bjarl kvöld, sem andaði friði og sam- ræmi — eilífð. Fuglakvak heyrðist við og við. Ekkert virtist minna' á að aðeins fáa kílómetra burtu hafði kvöldmyndin annað yfirbragð, liræðilegt og svo dýrslegt, sem mönnunum einum tekst að gera það. Úr friðu andliti Victors, sem var spegill göfugrar ættar og menning- ar, mátti lesa óró, ákefð, sem hlaut að eiga sjerstakar ástæður að baki sier, því að hann reyndi hvað eftir unnað að taka til máls, en gat þó ■ ekki komið orðum að því, sem lion- um var í liug. Alaine var jafn háreist og áður, fögur, grönn — liugprúð og sterk. Hún liafði beðið þess lengi að Vict- or tæki til máls. Þau liöfðu sest á steinbekk en þaðan var útsýni yfir víða velli. Hún liallaði sjer að Vict- or og horfði í augu honum bros- andi — brosi, sem aðeins innileg, kvíðandi, angurvær ást á til. Victor var svo snortinn af þessu augnaráði að hann sagði: „Alaine, ef.......“ En Alaine tók um munninn á lion- um. „Þvi þá að segja nokkuð, Victor?“ Victor var ákafamaður og skap- bráður. „Jeg verð að tala við þig, þú ert sú eina, sem jeg get talað við. Og þetta varðar aðeins þig og mig.“ Aleine fann að hún vissi alt, sem hann ætlaði að segja, en hún vissi lika, að liún hjálpaði honum með þvi að inna alt af ljetta, og hún sagði — og horfði í sífellu á hann á meðan: „Talaður þá, Victor!“ Victor spratt upp og stóð kyr nokkur augnablik og horfði yfir ná- grennið. Svo leit hann til Alaine og settist fast við hliðina á henni. „Alaine----ef svo fer að það skeð- ur . . . .“ Hann jiagnaði og Alaine hjelt hugsun lians áfram og horfði óbifanlega róleg í augu honum: „Að þú kemur ekki aftur.!“ Hann hrökk við. Svo vafði hann hana örmum. „Alaine, ætlarðu að lofa mjer einu —?“ Hún tók fram i: „Jeg hefi lofað þjer öllu!“ „Eins og' jeg þjer .... Jeg geng' i dauðann í trúnni á þig!“ „Þá get jeg ekki sjeð að þú þurf- ir að biðja mig um meira!“ „En ef jeg dey . . .“ Alaine þrýsti höndunum fast að brjósti hans, eins og liún vildi sýna honum hve sterk liún væri. ,.Að biðja um meira en alt er að biðja um hið fráleita og ómögulega (aftur brosti liún sama alvarlega, rólega brosinu). Og þeirri bón neita jeg fyrirfram.“ Victor lag'ðist á hnjen. „Þú erl sterk, Alaine! En einmitt þessvegna — vegna þess að þú ert þessi dá- samlega, undursamlega manneskja, máttu ekki láta líf j)itt verða að ösku, þó að j)ú missir mig.“ Alaine misti stjórnina á sjer rjetl í svip. Hún virtist hrista á honum axlirnar. „Þegi þú, Victor!“ Victor settist bijúgur við hliðina á henni: „Þú hefir sjálf hugsað um þetta sama.“ „En á annan liátt en þú!“ Varir unga mannsins litruðu: „Jeg tala af ást.“ „Jeg veit það! Það er af ást, sem þú ætlar að segja við mig: „Þú ert frjáls þegar jeg er dáinn! Taktu ann- an! Gleymdu mjer og lifðu nýju lifi!“ .... Hver veit nema jeg mundi líka segja eitthvað þessu likt við þig -— en mundi hinn aðilinn þá taka við þessari fórn og segja já? Nei, aldrei, Victor — aldrei!“ Victor liorfði á liana. Það ljóm- aði úr augum lians ást þess manns, sem gleymir sjálfum sjer. Alaine tók þögul báðum höndum um höf- uð hans. „Jeg les það úr augum þjer, Vict- or — j)ú fyrilítur sjálfur svona hugleiðingar." Victor bærði ekki á sjer. Hugur hans var liafinn yfir stríð, eymd og dauða, en hvíldi í þeim friði, sem ástin ein getur skapað. Alaine brosti. „Þesvegna neita jeg því, sem þú luður mig um. Við höfum sett okk- ur sjálf að veði, hvort gagnvart öðru ....“ Þau sátu lengi. Ekkert raul' frið ■kvöldkyrðarinnar. Þegar Victor ók út úr hallargarð- Inum snemma morguns, tveimur dögum síðar, stóðu greifaekkjan og Alaine við hliðið og veifuðu til hans. Mánuði síðar tóku Þjóðverjar þorpið. Daginn eftir kom Gradowitz höfuðsmaður í liöllina með sveit sína og tók la Tour hernámi, sem hústað handa sjálfum sjer. Von Gradowitz var heiðursmaður. Hann ljet greifaekkjuna vera húsmóður og æðstu persónu heimilisins — á yf- irborðinu. Bæði henni og Alaine Courveneur var sýnd hin mesta kurteisi. En þessi kurteisi varð brátt ann- ars eðlis en venjuleg prúðmenska í framkomu. Von Gradowilz höfuðs- maður leitaðist öllum stundum við að vera nálægl kvenfólkinu. Fram- ferði hans var óaðfinnanlegt, en ást- fanginn maður kemur jafnan upp um sig gagnvart j)eirri konu, sem luigur hans beinist að, jafnvel þó að hann gæti allrar varúðar. Greifaekkjan og Alaine ljeku einn- ig hlutverk sín óaðfinnanlega. Þær gættu skyldu sinnar með sterkri árvekni. Þær gerðu það sem gera þurfti og þær gerðu ])að þann- ig, að jafnvel hinn kröfuharðasli óvinur gat ekkert út á það sett, en þó þannig, að hver og einn ldaut að finna hvílíkt hyldýpi var milli þess- ara tveggja varnarlausu kvenna og allra þeirra ókunnu karlmanna, sem i raun rjettri rjeðu lögum og lofum á heimilinu nú. Áslæðan lil hinnar nákvæmu framkomu liinna tveggja kvenna var ekki aðeins ættjarðarást þeirra — þar var og persónuleg hvöt að baki, von um hefnd, eftirvænting frelsun- arinnar, óbifanleg trú á að hinu óþol- andi ástandi lilyti að linna. Og von- ir sínar .bundu þær við Trésor, hinn ágæta reiðhest Victors. Meðal fjölmenns vinnufólks i la Tour-höllinni var gamall þjónn, er hjet Robin Perrot. Ilann var einn þeirar manna, sem virðast hafa tam- ið sjer þá lífsskoðun, að gleyma sjálfum sjer. Hann þekti alla sögu la Tour-fjölskyldunnar og hvers ein- slaklings liennar. Hann var þögull eins og gröfin. Hann gekk óboðinn um allar stofur — enginn gat sagt með vissu hvort hann færi lika ó- boðinn ofan i skúffurnar, en svo mikið er víst, að þó að hann liefði verið staðinn að því, mundi enginn úr fjölskyldunni liafa fett fingur út i það, þvi að alt sem Robin Perrot gerði, gerði hann i góðum tilgangi. Hann var orðinn svo gamall, að allir lijeldu að hann gæti ekki dáið. Hann var samgróinn höllinni eins og skuggi hennar — svalandi, mild- andi og friðandi skuggi — hann var þúsund þjala smiðurinn, sem allir treystu. Morguninn eftir að herliðið sett- ist að í höllinni kom Robin Perrot inn í búningsherbergi Alaine Cour- veneur. Hún liafði þekt hann síðan hún var barn. llobin lokaði hurð- inni á eftir sjer og studdi gótnnum á vörina. Alaine varð ósjálfrátl á að hvísla: „Hvað er að, Robin?“ „Trésor er í hesthúsinu!“ „Það er ómögulegt!“ „Það er satt!“ Og vitanlega var það satt úr því að Robin sagði það. Alaine hljóp fram að dyrunum. „Nei, standið ])jer kyrr,“ ságði

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.