Fálkinn


Fálkinn - 03.09.1943, Blaðsíða 8

Fálkinn - 03.09.1943, Blaðsíða 8
8 F A L K I N N Thomas Radaall: Indíánablóð A ÐEINS fáum árum eftir gullfundinn mikla spýtti Klondike fiestum æfintýra- mönnunum út úr sjer aftur. Jim Sarker var einn af þeim fáu, sem sluppu þaðan með fjármuni. En engum var eigin- lega ljóst hvernig hann hafði farið að því að græða pening- ana. Sumir töldu, að hann væri * heiðarlegur gullgrafari, en aðrir að hann hefði rekið danskrá í Dawson City. Og enn aðrir sögðu að liann væri falsspilari, sem liefði grafið gull — úr vösum annara. En þó var eitt vist. Þegar hann fór frá Klondike þá vildi liann komast sem lengst — helst til austurstrandar Canada. Hann hafði með sjer konuna sína, sem %'ar Indiáni af siwash-ættbálk- inum, og hörundsbrúna dóttur, sem hafði augun hennar móður sinnar en andlitsfall föður síns, og hafði litið Ijós þessa heims uppi í snæriki Yukon-dalsins. Enginn vissi hvað Indíána- konan hjet, því að Sarker nefndi aldrei nafn hennar þegar hann talaði við hana. Hún klæddist eins og hvít kona, en fötin fóru henni svo skringilega, og hún virt ist ekki kunna vel við sig í þeim heldur. Enginn gat giskað á ald- ur hénnar, tuttugu og fimm eða fjörutíu og fimm, andlitið var klunnalegt, hárið strítt eins og hrosstagl, og líkamsvöxturinn eins og mjelpoki. Það eina, sem ráðið varð af dimmuin og fá- skiftnum svip hennar var það, að henni leiddist óumræðilega mikið. Sarker mun • hafa verið um þrjátíu og fimm ára, stór og sterkur með blá augu af tví- ræðri gerð — þau fengu á sig fjólubláan lit þegar hann reidd- ist. Andlitið var skarpt og beina mikið, svipurinn bar vott um að maðurinn ætti þau hyggindi, sem í liag koma. Dóttirin hjet Bonanza, en sjer til liægðar- auka kallaði Sarker hana altaf Nancy. Sarker rjeð til sín trjesmiði frá Halifax og Port Stewart. Þeir settust að milli skjóllítilla trjáa við Foxfjörðinn og bygðu þetta býli, sem fólk síðar nefndi „vitfirringahæli Sarkers“. Þar var bæði bókasafn og billiard- stofa, stór anddyrissalur með frönskum myndavefnaði, sem síðar vitnaðist um, að hefði verið ofinn í New Jersey, þegar hann lenti á nauðungaruppboð- inu. I húsinu voru tiu stór svefnherbergi á .annari hæð. Þjónustufólkið var framandi, komið langa leið að. Þurra- drumbslegur og fáskiftinn mað- ur, sem hjet Thrale, og tvær magrar miðaldra konur. Þau sváfu í litlu húsi út af fyrir sig, einu af þessum smáhýsum, sem löldust til eignarinar. Klukkan átta á hverju kvöldi fór vinnu- fólkið út til sín, en Jim, kona hans og Nancy urðu ein eftir í aðalliúsinu. Nancy Sarker óx og dafnaði og varð skankalöng stelpa, gædd óbilandi atorku föður síns og þögli móður sinnar. Hún kall- aði föður sinn .Tim. En enginn vissi hvað hún kallaði móðui sina. Hún reikaði á daginn nið- ur í i'jöru og fór í könnunar- í'erðir inn i innstu afkima í firðinum, á eintriáningsbáln- um sínum. Hún kunni að lialda á byssu, ekki miður en faðir hennar, var synd eins og selur, og sigldi vjelbát betur en Thrale. EGAR hún varð fimhin ára fór Sarker að tala um að menta hana. Hún átti að verða mentuð dama. Hún átti að um- gangast fyrirfólk, og hann von- aði að með tímanum mundi hún ná í finan mann og eign- ast fín börn, verða ættmóðir þeirra, sem sætu eignina á kom- andi tímum. Hann liafði sjálfur kent henni að Iesa og skrifa, cn hann þekti sín eigin tak- mörk. Hann reyndi að fá kenslu- fóstru handa lienni, en engin fjekst til að fara þarna út á lijara veraldar. Svo lauk þessu þannig, að þrátt fyrir þó að liann liefði ýmislegt við það að atliuga, sendi hann hana í stúlknaskóla í Montreal. Mánuði síðar kom hún aftur með harðort brjef frá skólanum. Sarker sendi liana i annan skóla og þar var hún í þrjá mánuði. Skólastýran skrifaði reiðiþrungið brjef og sagði, að hún liefði hagað sjer prýðilega þrjá fjórðu hluta skólatímans, en síðan eins og vitlaus ótemja. Þessi frjett fjell Sarker illa. Hann sendi Indíánakonu sína burt, borgaði farið undir hana með skipi og járnbraut til Skagway og gaf henni stóra fjárhæð. Þar með hvarf konan hans í gröf gleymsku og þagn- ar, eitthvað vestur í óbygðir. Ætt hennar mun eflaust liafa tekið henni opnum örmum, úr þvi að hún átti peninga. Nancy virtist láta sjer standa á sama um móðurmissinn og þótti Sarker vænt um það í fyrstu. En siðar fór það að valda hon- um áhygna. Hann mintist þess, sem skólastýran liafði skrifað. En þriðja tilraun hans með skólamentun Nancy tókst. Nan- cy varð þar áfram og lærði ensku til fullnustu og að tala frönsku gegnum nefið. Píanó- kennarinn skrifaði að liún væri fæddur píanóleikari. Og þegar hún kom heim i leyfinu næst, hafði Jim keypt flygil handa henni til þess að gleðja hana. En þá vildi Nancy hvorki heyra hljóðfærið nje sjá. „Jeg á frí, Jim,“ sagði hún og ypti öxlum. Tveimur árum síðar kom Nancy heim til veru. Hún var átján ára. Sarker var hrifin í fyrstu. Hann hafði dirfst að vona, að hún hefði eignast ýms- ar fínar vinkonur, en það hafði hún ekki. Hún sagði honum alveg umsvifalaust, að hún gæti ekki felt sig við neina af þess- um stelpum, og væri guðsfegin að vera laus við þær. Eina fólk- ið, sem lienni hefði líkað vel við i skólanum, var eldhúsfólk- ið. Og nú fór Jim að hafa ú- hyggjur af framtíð Nancy. Til þessa hafði heimili Jims verið algjörlega skilið frá um- heiminum. En svo var það einn morgun í maí að grámálaður togari kom í augsýn og varpaði akkerum úti á firði. Bátur kom í land með tollara í skutnum. Höfðu farið sögur af þessu merkilega húsi þarna norður- frá, og yfirvöldin hafði farið að gruna, að það stæði í sam- bandi við smyglanirnar, sem svo mikið kvað að þarna við ströndina. Þetta var ef til vill ekki láandi, því að Sarker átti besta vjelbátinn á þessum slóð- um, keypti mikið af bensíni og olíu og setti upp auglýsinga- spjöld alt í kringum landareign sína, með orðunum: „Aðgangur bannaður!“ Já, hann skaut meira að segja á ókunnuga, sem hættu sjer inn á landar- eignina hans. Tollarinn hjet Tercel, lagleg- ur, greindur, ungur maður. Það sópaði að horium í ein- kennisbúningnum þegar hann steig úr bátnum upp á granít- bryggjuna og heilsaði Jim Sark- er, sem kom á móti honum. Tercel var öllu frekar forvit- inn en að hann hefði grun á Sarker, en skipun var skipun. Hann svaraði þóttafullum spurn ingum Sarkers með því, að skýra stuttlega frá erindi sínu. Sarker bölvaði. En svo fór hann að skellihlæja. Tercel liló lika. Það var óhugsandi, að smyglun væri rekin á þessum stað. „Þeir háu herrar hefðu fyrst átt að athuga landsuppdráttinn svoIítið,“ sagði hann. „Komið þjer inn með mjer og fáið yður glas,“ sagði Sarker. Það er sjaldgæft að tollem- bættismenn lendi á svona stöð- um, en upp frá þessu bar það ekki sjaldan við, að fiskimenn frá Port Stewart sæi togara liggja fyrir festum á firðinum, og tollfulltrúann ganga í land til þess að fá sjer glas með Sarker. Eða þeir sáu liann í eintrjáningi Sarkers, með eina af byssum hans, að skjóta stokkendur, og' oft var Nancj" dóttir Sarkers með í þeim ferð- um. Hann fnrðaði hve Nancy kunni vel að fara með byssu og haga seglum, en annars var hann ekki hrifinn af henni. Honum leist miklu betur á stúlkurnar í IJalifax. Og því varð hann eigi lítið forviða, þeg- ar Sarker bauð honum að ger- ast tengdasonur og erfingi, eitl sinn er þeir sátu yfir whisky- glösum, kvöld eitt í október. „Svo er mál með vexti, að bjartað í mjer er bilað, Tercel,“ sagði liann. „Einn góðan veð- urdag fer það líklega í baklás, svona —“. Hann smelti fingr- um. „Einn læknirinn hefir sagt að jeg geti lifað eitt missiri, annar vonar að liann geti grætt á mjer peninga eitt eða tvö ár enn. Það getur verið að jeg gabbi ylckur alla, liver veit? En hvað sem öðru líður þá langar mig að koma Nancy á vísan samastað áður en það er orðið of seint. Hún er allra besta stúlka, Tercel, og liún hefir fengið gott uppeldi. Jeg liefi skjöl og skilríki fyrir því. Hún hefir skapið mitt, og er þar með ekki lítið sagt. En ætli hún sefist ekki þegar hún eignast noklcra króa sjálf, til ' að stjana við, og svo mann, sem veit hvað hann vill. Mjer skilst að þjer sjeuð sá rjetti. Þjer tal- ið eins og heiðursmaður. Hvort sem um skip eða konur er að ræða þá er alt komið undir

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.