Fálkinn


Fálkinn - 17.09.1943, Blaðsíða 2

Fálkinn - 17.09.1943, Blaðsíða 2
2 F Á L K I N N Hjálparstarfsemi Svía meðal margra þjóða Svíar sjá fyrir þúsundum af bág- stöddum finskum og norskum börnum. Ennfremur halda þeir uppi hjáiparstarfsemi í Grikk- landi, Belgíu og Frakklandi. Þrátt fyrir erfiða aðstöðu Svía, að því er snertir mutvæli og aðrar nauðsynjar, reyna þeir eftir megni að halda uppi ýmiskonar hjálpar- starfsemi við saklaus fórnarlömh slyrjaldarinnar í ýmsum löndum. Eðlilega hefir þessari sturfsemi fyrst og fremst verið haldið uppi meðal hinna norðlægu nágranna, en einnig hefir öðrum þjóðum verið veitt hjálp í all verulegum mæli. Sam- kvæmt könnun, sem sænska Gallup- stofnunin gerði i vor hafa 76% af sænsku þjóðinni stutt þessa starf- semi beinlinis eða óbeinlinis. Af þessum fjölda hafa 62% lagt fram peninga, en gefið vörur, eftir- vinnu o. s. frv. Sænska hjálparstarf- semin beinist nú einkum að því að hjálpa börnum, sem liða neyð. Alls njóta nú um 50.000 finsk og norsk börn hjálpar frá Sviþjóð, en auk þess er frönskum og belgiskum börnum hjálpað. Ennfremur liafa Svíar með þvi að leggja fram flutn- ingaskip og flytja matvæli til Grikk- lands, átt þátt í því að bæta úr neyðinni þar. Á fyrra skeið styrjaldarinnar beind- ist sœnska hjálparstarfsemin eink- um að Finnlandi, sem fjekk lijálp i ýmsum myndum bæði i fyrra og síðara striðinu. Meðal almennings var safnað miklu fje og sömuleiðis allmiklu af fatnaði og öðrum nauð- synjum, sem Finnar fengu. Til þess að íjetta undir endurreisninni við ófriðinn við Rússa voru og gefin áhöid og vjelar, en margir sænskir menn buðu sig fram i sjálfboða- vinnu í Finnlandi. Einnig fengu Finnar að gjöf frá Svíum nokkur liúsund af tilhöggnum timburhús- um, sem voru sett upp í þeim hjer- uðum, sem voru verst útleikin eftir Bókaverslnn Sig. Kristjánssonar Bankastræti 3 styrjöldina, og reyndist þetta góður stuðningur til þess að bæta úr hús- næðisleysinu. Bændur, sem fluttust frá Karelen, sem Finnar mistu í greipar Rússa ,fengu landbúnaðar- vjelar, áhöld og útsæði frá Svíþjóð. 30.000 finsk börn á sænskum heimilum. Eins og sakir standa beinist sænska hjálparstarfsemin við Finna nær eingöngu að börnunum. Alls hafa um 30.000 fátæk börn í neyð verið tekin í fóstur til Svíþjóðar, og þar hefir þeim ýmist verið kom- ið fyrir á heimilum eða á sjerstök- stökum barnahælum. í vor voru um 20.000 finsk börn í Svíþjóð. Enn- fremur hefir. verið komið á sænsk- um mötuneytum fyrir börn víðs- vegar í Finnlandi, þar sem um 10.000 börn fá kjarngóða máltíð á hverjum degi. Mikil hjálp hefir börnum verið veitt fyrir tilstilli fjelagsins „Bjargið börnunum“, sern starfar samkvæmt hinu svonefnda Godchild-skipulagi. Með því að greiða ákveðna uppliæð á mánuði hverjum liafa einstaklingar, stofn- anir og fjelög veitt inikla hjálp fyr- ir milligöngu áðurnefnds fjelags- skapar, og hefir sú hjálp náð til 12.500 barna alls. Ennfremur liefir fjöldi veikra barna verið fluttur til Svíþjóðar til lækninga. Vaxandi hjálparstarfsemi í Noregi. Norðmenn liafa og fengið tals- verða hjálp frá Sviþjóð. Með því að skortur matvæla og annara nauð- synja hefir farið mjög vaxandi í Noregi liafa Svíar eftir megni reynt að bæta úr þeim þörfum, sem bráð- ast knýja á. Og fyrst og fremst er þessari starfsemi beint að börnun- um, eins. og í Finnlandi. Undir eins og vopaviðskifti hættu í Noregi, vorið 1940, varð það kleift, fyrir milligöngu Rauða krossins og margra lijálparstofnana, að senda fatnað, meðul og matvæli i þau hjeruð, sem harðast voru leikin eftir striðið. Þangað voru líka send til- höggvin timburhús, svo þúsundúm skifli. Eins og nú standa sakir er hjálparstarfsemi Svía i Noregi aðal- iega í því fólgin að iialda uppi ná- lægt fimtán barnamötuneytum á- samt allmörgum „dagheimilum“ og sjúkrahúsum fyrir börn, í bæjum þeim, sem verst er ástatt í. Ennfrem- ur liefir verið leitast við að auka matgjafir til barna með þvi að gefa hádegisverð í skólum víðsvegar um landið. Fram til þessa (þetta er skrifað i vor sem leið) nemur kostnaður- inn við starfsemina í Noregi um 14 miljónum króna. Hefir verið efnt til alþjóðarsamskota í Svíþjóð í þessu augnamiði og það gefið góðan ár- angur. Á sama hátt og gagnvart Finnlandi, meðan þeir áttu í stríði við Rússa, og það erfiða tímabil, sem kom eftir það stríð, hafa sænsk- ir verkamenn unnið marga helgi- daga og aðra frídaga í þágu Nor- egs. Alt kaup þessara manna fyrir þá vinnu hefir runnið í sjóð hinna sænsku lijálparstofnana, og þær sjálfar getað lagt fram álíka upphæð ALMENNAR TRYGGINGAR H.F. AUSTURSTRÆTI 10 Símar: 2704 og 5693. - Símnefni: Altrygging Leitið upplýsinga um tryggingar hjá þessu nýstofnaða íslenska vátryggingafjelagi ALMENNAR TRYGGINGAR H.F. AUSTURSTRÆTI 10 Símar: 2704 og 5693. - Símnefni: Altrygging Frú Margrjet Geirsdóttir, Kárastíg 6, varð 70 ára 16. þ. m. á móti í þágu sama málsstaðar. Sænska fjelagið „Bjargið börnun- um“ ber einnig umhyggju fyrir (5000 —7000 norskum börnum, með að- ferðum Godchildskipulagsins. Hins vegar hefir það ekki tekisl, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir við norsku yfirvöldin, að fá leyfi til þess að taka norsk börn í fóstur til Sví- þjóðar. -— Fjölskyldur norskra sjó- manna, þar sem fyrirvinnan starf- ar fyrir handan bannsvæðið, og sem þess vegna eiga við bág kjör að búa, fá lijálp frá sænskum stofn- unum. En það er ekki nerna lítið brot af því, senr með þarf, sem Svíar geta miðlað. Annað dæmi um það hvernig Svíar reyna að miðla bágstöddum nágrönnum lijálp, má Framhald á bls. 15. Jón S. Bjarnason kaupmaður á Bíldu- dal i verður sextugur 22. þ. m. Pálína Jónsdóttir, Hverfisgötu 89, verður 85 ára 21. þ. m.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.