Fálkinn


Fálkinn - 17.09.1943, Blaðsíða 5

Fálkinn - 17.09.1943, Blaðsíða 5
I F Á L K I N N 5 Mussolini fyrir fjórum árum síðan, og bætti við: „iVjí er jeg samþykkur yður. Hann er glæpamaður.“ Jeg skal taka fram, að þessi vinur minn var í stjórn stofnunar, sem leit eftir hagsmunum blaða og blaða- manna i Norður-ltalíu. „Hjerna um daginn,“ hjelt hann áfram, „kom aðstoðarritstjóri Musso- linis liláupandi inn til okkar og hrópaði: „Bjargið mjer! Jeg er saklaus eins og ófætf barn!“ — Svo sagði hann okkur, að Mussolini hefði kallað á sig og skipað sjer að skrifa með gremi legri rithönd ntan á böggtd til kardinálans, erkibiskuþsins i Milano, sem lá á skrifborðinu hans. Hann gerði það og Musso- lini þurkaði áritunina með hreinu þerriblaði. Blað Musso- lini hafði í nokkra mánuði ver- ið að ófrægja kardínálann; en nú sagðist Mussolini vilja kom- ast að sættum í þeirri deilu og hefði þess vegna keypt dálitla gjöf handa honum, og hún mundi jafna málin, sagðist hann vona. Síðan fjekk aðstoð- arritstjórinn sendil úti á götu til þess að fara með böggulinn. „Tveimur tímum siðar varð uppi fótur og fit út af þeirri frjett, að ritari kardínálans hefði verið að opna böggul, og fundið í bonum sprengju. Ilann hafði hent henni út um glugg- ann. Hún sprakk í húsagarðin- um og gluggar brotnuðu, en enginn fórst, þvi að mannlaust var þarna. Lögreglan náði sendl inum, en liann gat ekki sagt hver hefði beðið hann fyrir sprengjuna. „Síðan,“ lijelt að- stoðarritstjórinn áfram, „flvtti jeg mjer inn til Mussolini, og spurði hann hvort þetta hefði verið gjöfin til kardínálans. — . Hann dró út skúffu, sýndi mjer j>erriblaðið með rithönd minni og sagði mjer að þegja. Jeg get ekki unnið fyrir hann framar; og þið verðið að vernda mig, ef Jögreglan nær til mín.“ „Nú sjáið þjer,“ sagði hirin ít- alski vinur minn að lokum, hversvegna jeg er yður sam- mála. Vitanlega höldum við hlífisskildi yfir manninum, en liitt er annað mál, livort við get- um komið Mussolini í tugthúsið. Það ber margt skiátið við í ítaliu.“ Þetta skeði 6 mánuðum fyrir „gönguna til Róm“. Síðar fjekk jeg tækifæri til að sanna sögu vinar míns og fregnir af því hvernig Mussolini slapp. Hann vissi of mikið og liafði verið verkfæri háttsettra manna, svo iiáttsettra að ekki var liægt að komast í færi við þá. Hvernig Fascisminn komst á.. . Meðan á fyrri heimsstyrjöld- inni stóð lofaði ílalska stjórnin jiví þráfaldlega að gefa land- lausum bændum jarðnæði. Eft- ir stríðið var þetta mál rifjað upp og bændur mögluðu. — Kenningar kommúnista breidd- ust út meðal þeirra og sömu- leiðis meðal verkamanna í stóru verksmiðjunum í Turin og Mil- ano. Þúsundir ungra liðsfor- ingja og úrvalshermanna, sem kallaðir voru arditi eða ,hraust- menni“ fengu enga atvinnu eft- ir að vopnaldjeð komst á. Einn- ig stafaði óánægja af því að því var lialdið fram á friðar- ráðstefnunni að ftalir hefði ver- ið sviknir um landskika þá, er þeim hafði verið lofað með leynisamning mum í London. Þó að ítalir væru meðal sigur- vegaranna var þjóðin þó í raun inni gripin örvæntingu, og Mussolini sparaði ekki að ala á vonleysi hennai’. Afleiðing þessa varð sú að alt lenti í uppnámi. Sósíalistar og kommúnistar hrópuðu bylt- ingarslagorð og komu á verk- íöllum, en hinir atvinnulausu arditi fylktu sjer ýmist undir merki þeirra eða skrumarans og skáldsins D’Annunzio, sem gerði út herferðina til Fiume, eða þá að þeir söfnuust utan um Mussolini sem skipaði þeim í flokka er hann nefndi Fasci (,,vendir“) og færði þá í svart- ar skyrtur. I seplember 1920 náði ringulreiðin hámarki. Ó- ánægðir bændur böfðu tekið land með valdi af landeigend- um og kváðust eiga það. I Turin @g Milano tóku verkamenn- irnir verksmiðjurnar og ráku eigendurna á burt. Þetta lík- aði Mussolini vel og nú bauðst hann lil að senda „svartstakka“ sína og hjálpa verkamönnun- um að verja verksmiðjurnar. Verkamenn höfnuðu þessu boði en þegar þeir komust að raun að þeir fengu ekkert kaup, skil- uðu þeir . eigenduniun verk- smiðjunum aftur. Framhald i næsta blaði. Notið einusinni Ozolo furunálaolíu í baðið - og þjer aukið líðan og heilnæmi yðar stórlega. Ozolo iregst engum. Heildsölubirgðir: Agnar Norðfjörð & Co. h.f. Sími 3183. LÁTIÐ RINSO YÐAIÍ ENDAST LENGUR SSEfe*- Til þess að hjálpa Rinso- notendum til þess að láta Rinso endast betur, hafa þvotta-tilraunastöðvar Rinso fundið upp nýja þvotta- aðferð. Með þessu móti getið þjer sparað að minsta kosti þriðjung af þvi Rinso, sem þjer notuðuð venjulega aður og þvotturinn verður prýðilegur. Þjer hrærið fyrst þvottalög úr Rinso og heitu vatni beint úr krananum. Hafið eigi meiri lög en svo, að hann rjett nái yfir þvottinn þegar honum er þjappað saman. Því minna vatn sepi þjer notið, því minna þurfið þjer af Rinso. Leggið svo hvita þvottinn í balann í 12 mínútur. Þó að Rinso j s CÖ Gamli Mátinn 5 L Nýi Mátinn lögurinn sje ekki meiri en þetta, þá verður þvotturinn skínandi hvítur. Þegar þier hafið þvegið hvita þvöttinn leggið þjer þann mislita í þvottalöginn í 12 mínútur. Hitinn (handvolgur) er alveg hsofilegur fyrir hann. Þegar þjer lítið á árangurinn —hvíta þvottinn mjall-hvítan og þann mislita tandurlireinan —munuð þjer ekki láta á yður standa að viðurkenna, að þessi Rinso-sparandi aðferð hrífur í raun og veru. Auð- vitað s]er Rinso fyrir öllum þvottinum yðar og hreirigern- mgunum líka. Engin suha- gerir þvotunn hreinan x-RZoa/i-isi MESTA LOFTÁRÁSIN Á DÚSSELDORF. Pað var í vor sem leið, er tíretar gerðu út stœrsta loftflot- ann, sem nokkurntima hafði farið til Þýskalands, i þeim er- indum að eyðileggja verksmiðjur í Diisseldorf, sem er ein mesta hergagnaiðnaðarborg Þýskalands. Höfðu flugvjelarnar meira en 2000 smálcstir af sprengjum meðferðis, enda var eyðileggingin hrœðileg. Flugsveitarforingi einn, sem sá yfir svæðið, er sprengjunum hafði verið varpað á, sagði, að „þarna varð okkur endcmlega ágengl i sókninni í Ruhr-hjeraði". — Reykina af eldunum lagði meira en 6000 metra i loft upp, og eldarnir svo magnaðir, að flugmennirnir fundu hitann af þeim uppi í loftinu. Er talið að á miðju sumri hafi meira en þriðj- ungur af öllum verksmiðjum Þjóðverja í Ruhr verið eyðilagður. Hjer er teikning, sem á að sýna fjögra hreyfla sprengjuflug- vjelar fljúga inn yfir iðnhverfin i Diisseldorf. t

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.