Fálkinn


Fálkinn - 17.09.1943, Blaðsíða 6

Fálkinn - 17.09.1943, Blaðsíða 6
6 F Á L K I N N - LiTLfí sfiBnn - Fredéric Boatet: Eftir harmleikinn EI, jeg afber þetta ekki lengur, — það verður að taka enda . .. sagði Hughues Lacy. — Nú, þá er hann byrjaður aftur, hugsaði Beatrice og varð gröm. Þau sátu lilið við hlið í rauða flau- elissófanum á skemtilega, litla gilda- skálanum, og Beatrice var að enda við að" taka upp spegilinn, til þess að farða á sjer nefið og hressa upp litinn á vörunum. Þetta var rjett áður en hún ællaði að fara. Hughues sat og horfði á hana, með djúpa hrukku milli augnanna. Beatrice fanst lítið samræmi á milli um- hverfisins og alvörunnar á andlit- inu á honum. En þetta var venjan. ÖIl stefnu- mótin þeirra byrjuðu svo skemtilega og innilega, en enduðu með afbrýði- semiskasti. Svona var það altaf. Hughues var sannarlega farinn að verða erfiður. Nú sagði hann bitur: „Þjer finst auðvitað . ekkert atliugavert við að fara frá mjer — vegna annars manns?“ Beatrice ypti fallegu öxlunum. — „Já, en heyrðu nú, góði Hughues, hinn maðurinn er í raun og sann- leika eiginmaðurinn minn. Og þú veist vel, að milli hans og mín ..“ „Jeg veit ekkert. Ekkert nema það, að jeg elska þig og að þú seg- ist elska mig-------“ „Hvers vegna heldurðu, að jeg væri að hitta þig, ef jeg elskaði þig eklci?“ spurði Beatrice óþolinmóð. „Það geta verið dutlungar — eða vegna þess að þjer leiðist. Jeg veit það ekki. Jeg veit bara að jeg af- ber ekki að þetta haldi áfram svona. Það getur vel verið að jeg sje gamal- dags, en þú ert eina manneskjan, sem jeg hefi elskað á æfi minni og inun nokkurn tíma elska. Jeg kvelst þegar þú ferð frá mjer. En þú setur ofboð rólega á þig haltinn og ferð að farða á þjer nefið — og gengur svo, ljett i spori, heim til mannins þíns. En jeg aðvara þig, Beatrice — einn góðan veðurdag gerir þú mig brjálaðann!“ „Ertu að hóta mjer?“ sagði Bea- trice glottandi. „Nei, jeg er að aðvara þig. Þol- inmæði mín er þrotin. Ef þú færð ekki skiloað þá ........“ „Þú veisl að það er ómögulegt, Hughues. Það yrði opinbert hneyksli að þ'ví. Fjölskyldan mín ....“ „Altaf sama staglið, Beatrice. En ef að þetta er úrslitasvar þitt þá hefi jeg ekki meira að lifa fyrir.“ „Þelta er ekkert nema orðagjálf- ur. í raun rjettri dettur þjer alls ekki i liug að granda þjer,“ sagði Beatrice ergilega. „Við sjáum nú hvað reynist,“ sagði Hughues. Rödd hans lýsti einbeitni, en Beatrice tók það ekki hátíðlega. Hann liafði sagt þetta sama oft og mörgum sinnum, og enn mundi hann láta sitja við hót- unina eina. „Jæja, vertu nú sæll, Hughues, og Í jeg vona að þú verðir i betra skapi í næsta skiftið, sem við hittumst,“ sagði hún og stóð upp. „Beatrice .......“ sagði hann í bænarróm. En hún hjelt áfram til dyra, án þess svo mikið sem líta við. EGER Beatrice og maðurinn hennar, Blaise Lablance forstjóri sátu við borðið morguninn eftir, sagði hann:, „Hefir þú heyrt að Hughues Lacy hefir skotið sig?“ Hann grúfði sig ofan í blaðið aft- ur, án þess að bíða eftir svari; þess vegna sá hann ekki hve föl Beatrice varð. „Er — er hann dáinn?“ stamaði hún. „Nei, ekki enn þá,“ sagði maður hennar. „Hann er alvarlega særður. Hann skildi eftir brjef þar sem seg- ir, að lífið sje alveg tilgangslaust fyrir hann, úr því sem komið sje. Hver skyldi hafa trúað um hann. sem var svo kátur og lifsglaður? Að vísu var hann talsvert alvarleg- ur síðast, þegar hann kom hingað, en samt —. Annars var hann lagður inn á einkaspítalann rjett hjerna hjá. Og mjer finst, að við, sem þekkjum hann svo vel, ættum að skreppa og spyrja um hann. Getur þú ekki skroppið, Beatrice? Jeg hefi ekki tíma til þess í dag.“ Beatrice kinkaði kolli. Hún gal ekki komið upp nokkru orði. Og þegar maður hennar var nýslopp- inn út úr dyrunum fleygði hún sjer fram á borðið og fór að gráta. Nú ásakaði hún sig harðlega fyrir það, að hún skyldi ekki liafa trúað honum, en jafnframt fanst henni vegur að þvi, að Hugliues skyldi hafa elskað hana svona> heitt, að hann fórnaði lífinu fyrir -hana. Og skritnast var, að nú þega." hann var við dauðans dyr, skildi hún fyrst hve heitt hún elskaði hann. Hún brann af þrá til þess að hann kæmist lifs af, svo að hún gæti sýnt honum, hve mikils virði liann væri henni. En að þvi er lækniríun sagði þá var ekki mikil von um það. Hughues Lacy var milli lifs og dauða í marga daga. Beatrice kom að staðaldri á spitalann til þess að spyrja um hann, og daginn sem hún frjetti, að hann væri úr hættu, grjet hún af gleði. Hann var lengi að ná sjer, og undir eins og hann hafði heilsu til fór hann upp í sveit til foreldra sinna. Og Beatrice fjekk hvorki að skrifa. honum nje heimsækja hann áður en liann fór. En liún símaði daglega til hús- varðarins þar sem hann átti heima, og spurði hann hvenær hans væri von. Loks var henni svarað því, að hann væri væntanlegur á morgun. Hún sendi honum ilmandi brjef og þar stóð: „.. Jeg kem ldukkan fjögur. Þin elskandi Beatrice.“ Og þann dag gekk hún um eins og i svefni. Daginn eftir, klukkan nákvæmlega fjögur hringdi hún að dyrum hjá honum, og þegar hann opnaði fleygði hún sjer í fangið á honum og sagði: „Hughues, elsku Hughues, nú elska jeg þig eins og þú elskar mig. Nú ætla jeg að fá skilnað, og . . . .“ En, Hughues losaði sig úr faðm- lögunum og svaraði brosandi: „Það var fallegt af þjer að koma og heimsækja mig, Beatrice, en eig- um við ekki að koma okkur saman Hver samdi leikinn, og hvert er efni hans? \JJ. ShakzspeaPE Hamlet Leikurinn var fyrst sýndur i London á leikárinu 1600—01. Hann gerist við konungshirð- ina í Danmörku. r"P ÆPUM tveimur mánuðum eftir dauða Hamlets Danakonungs, giftist Geirþrúður drotning, ekkja hans, Claudiusi bróður hans. Þetta kvonfang verður til þess að rikis- erfingjann, Hamlet prins, fer að gruna hvort Claudius muni ekki hafa myrt föður sinn. Hamlet verður harmi lostinn yfir föðurmissinum og jafnframt bakar það lionum sál- arkvöl, að móðir hans muni jafnvel hafa verið í vitorði með Claudiusi. Liggur Hamlet nú við vitfirringu. í einu þunglyndiskastinu birtist hon- um svipur föður sins. Faðirinn lýs- ir því fyrir honum hvernig Claudi- us hafi farið að, er hann myrti liann, og biður hann að liefna sin. Hamlet komst að þeirri niður- stöðu, að hann mundi verða örugg- ari um líf sitt fyrir Claudiusi, ef hann gerði sjer upp sinnisveiki. — Hann verður sannfærður um að lýs- ing sú, er svipurinn gaf á morðinu sje rjett, og styðst sú skoðun hans við það, að Claudiusi verður mikið um, er hann sjer leik, þar sem lýst er konungsmorðinu. En Claudius fer að gruna, að Hamlet sje ekki all- ur þar sem hann sje sjeður, og ekki eins vitlaus og hann lætur, og bið- ur drotninguna um að tala við hann. Og af því að hann grunar drotn- inguna um að hún muni máske ekki herma rjett frá þvi, sem fer á milli hennar og Hamlets, lætur liann hinn prettvísa ráðgjafa sinn, Polonius, fela sig og hlera samtalið, sem fer fram í dyngju drotningarinnar. — Meðan Hamlet og móðir hans eru að tala saman verður liann þess visari, að þriðji maður hefir falið sig í herberginu. Hann Iieldur að þetta sje Claudius konungur og rekur hann i gegn, en uppgötvar eftir á, að hann hefir drepið Polon- ius, sem er faðir Ofeliu, stúlkunn- ar, sem Hamlet ann. um að strika yfir stóru orðin. Jeg hefi verið erkiflón, að gera mjer svona miklar liugmyndir um ástina, Jeg var vist orðinn nokkuð þreyt- andi undir lokin, var ekki svo? En nú hefi jeg, sem betur fer, fengið lækningu. Þú mátt ekki hugsa þjer að skilja við þinn ágæta mann min vegna ....“ Beatrice átti bágt með að verjast tárum, þarna sem hún stóð og starði á hann. „Þú elskar mig ekki framar,“ muldraði hún. En Hughues svaraði brosandi: „Jú, víst geri jeg það, Beatrice. En jeg ætla ekki að fórna lifinu fyrir þig í annað skifti.“ heldur gólfum hreinum cgbragg legum. V VIM hreinsar feiti fljót- lega. VIM geiir gler krisfals- lært. VI M genr hníía fægða og blettlausa VIM er orugt, fljót- ,virkt hremsiduft X-V 408 4-786 A LEVER PRODUCT r~ Drekkið Egils -61 j Eftir þetta sendir Caludius Ham- let til Englands og ber því við, að lífi lians muni vera betur borgið þar en í Danmörku. En á leiðinni ráðast sjóræningjar á skipið, taka Ilamlet höndum og setja liann á land aftur í Danmörku. Kemur hann aftur til hirðarinnar, • þegar verið er að jarða Ofeliu, en hún hafði brjálast og dáið af harmi, er faö’ hennar dó fyrir hendi elskhuga hennar. Þegar Claudiusi hafði brugðisl fyrsta bogalistin til þess að losna við Hamlet leggur hann ný ráð á. Læt- ur hann Laertes, bróður Ofeu i, heyja einvígi við Hamlet og fæv hann til að nota sverð, sem roð í hefir verið eitri i oddinn og var auk þess oddlivasst. Hamlet hafði notað sljógt sverð, svo sem lög stóðu til. Þegar hann verður þess var, að Leartes notar hvast sverð, þrífur hann það af honum og særir hann svöðusári. Þegar Leartes sjer að hann er að deyja játar hann alt og segir Hamlet, að hann muni sjálfur eiga skamt eftir ólifað, þvi að liann liafði fengið rispu af sverðsoddinum. En ineðan þessu fór fram liafði drotn- ingin drukkið eitrað vín, sem Claud- ius hafði byrlað handa Hamlet til vonar og vara. Dettur hún niður dauð. Hamlet þrífur sverðið og rek- ur Claudius i gegn og deyr siðan sjálfur. Þannig hefndi hann dauða föður síns. Frh. á bli. 11. j

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.