Fálkinn - 17.09.1943, Blaðsíða 4
4
F Á L K I N N
Líf og dauði Fasismans
Eftir Wickham Steed
f grein þessari rekur fyrverandi ritstjóri „THE TIMES“
sögu Mussolinis í 25 ár og lýsir hinu raunverulega ástandi
í Ítalíu undir harðstjórn Mussolinis.
"þ ETTA er ákæra á Benito
Mussolini og ýmsa aðra,
sem áttu þátt í glæpum hans
eða liðu þá. Jeg hefi heimild
til að skrifa hana, af þvi að
jeg sá að hann var glæpamaður
í fyrsta og eina skiftið, sem
jeg hitti hann, fjóru og háll'u
ári áður en Victor konungui'
Emanuel skipaði liann forsætis-
ráðherra ítala, í» október 1922.
Jeg hefi ekki beðið með að vega
að honum þangað til hann var
dottinn upp fyrir. Jeg hefi veg-
ið að honum hvar og livenær
sem jeg hefi getað, áður en
hann komst til valda og meðan
hann sat að völdum. Jeg hefi
skoðað hann sem ímynd hins
versta, sem koinið getur fram í
ítölsku skaplyndi, sem hinn illa
anda Ítalíu, sem safnaði að sjer
illum öndum, svipuðum sjálf-
um sjer, og gat ekki komist lijá
að steypa Ítalíu í glötun.
Hvernig komst je,g að raun
um, að Mussolini var glæpa-
maður, munu menn spurja. —
Það vildi svona til: í mars 1918
var jeg sendur til ítölsku víg-
stöðvanna sem formaður áróð-
ursnefndar frá Samherjum. —
Tilgangur hennar var sá að af-
stýra því, ef unt væri, að Aust-
urríkismenn og Þjóðverjar hæfi
nýja sókn gegn ítölsku herlín-
unni við ána Piave, en þeirri
víglínu höfðu ítalir haldið éftir
hinar válegu ófarir við Capo-
retto i október 1917. Gætu Ital-
ir ekki varið þessa viglínu með
aðstoð þriggja breskra og 3ja
franskra herdeilda, voru horfur
á, að óvinirnir gætu þeyst vest-
ur yfir Norður-ítalíu og ógnað
suðvestur-landamærum Frakk-
lands, samtímis því a, Luden-
dorf beitti allri orku til þess
að rjúfa víglinu Bandamanna
í Norðaustur-Frakklandi. Og þá
yrðu horfurnar geigvænlegar.
Áróður gelur því aðeins kom-
ið að gagni að hann tákni á-
kveðna stefnu. Fram að óförun-
um við Caporetto hafði Ítalía
enga stefnu aðra 'en þá, að eign-
ast nokkra skika af Austurnki,
sem Bretar, Frakkar og Rúss-
ar höfðu lofað Þjóðverjum með
leynisamningi, er gerður var í
London í april 1915, og áttu að
vera sigurlaun ítala. Á sumum
þessum skikum áttu Jugoslavar
heima. Þegar Jugoslavarnir í
Austurríki og Ungverjalandi
fengu veður af þessu loforði
snerust þeir öndverðir gegn
Bandamönnum. Varð nauðsyn-
legt að hæta úr þessu og lcoma
á sáttum milli Itala og Jugo-
slava og Ieggja grundvöll að
meiri og betri stefnu hvað ítali
snerti, svo að þeir fengi vegleg-
an sess við friðarborðið og ýms
stjórnmálaleg og fjárliagsleg
hlunnindi.
1 lok desember 1917 höfðu
Victor Emmanuel ítalíukonungur,
nokkrir breskir vinir mínir og
jeg talað máli sátta og sam-
lyndis milli ítala og Jugoslava
í London. Snemma ársins 1918
voru þessar uppástungur gerðar
ar að grundvelli á fundi i Paris
milli allra þeirra íbúa Habs-
borgarkeisaradæmisins, sem
voru Germanar eða Maygarar,
en þráðu frelsi. Þeir ákváðu
þar að lialda fund í Róm og
lýsa yfir samvinnu og sjálfstæði
allra þessara undirokuðu þjóð-
ílokka. Jafnframt fjekk jeg
samþykki ítalska forsætisráð-
herrans, Orlando, til þessarar
nýju stefnu. Þannig hafði þessi
ráðstefna, innan Bandamanna-
þjóðanna grundvöll að hyggja
á. Var send nefnd til Ítalíu til
þess að vinna málinu fylgi
meðal pólskra, tjekkóslóvak-
iskra, jugoslaviskra og rúm-
enskra hermanna í her Austur-
ríkis og Ungverjalands.
Að þessu var unnið frá því
síðla i mars og allan apríl 1918.
Var búist við að Austurríkis-
menn og Þjóðverjar hæfi nýja
sókn í apríl. Hinn 21. marz
hafði Ludendorrf brotist gegn-
um víglínur Bandamanna í
Norðaustur-Frakklandi. En
snemma í apríl var þingið um
Habsborgarþegnana lialdið i
Róm og tókst ágætlega. Yfir-
lýsingar og samþyktir þess
fundar veiktu samheldnina í
óvinahernum í Ítalíu. Og eng-
in ný sókn varð í apríl.
Tveggja stunda tal við Mussölini.
Þegar jeg fór um Milano und-
ir lók aprílmánaðar 1918, livatti
Badoglio marskálkur
ítalskur vinur minn mig til að
liafa lal af Mussölini og vinna
hann lil fylgis við hina nýju
stefnu. Hann sagði mjer að
Mussolini væri byltingarsinn-
aður sósíalisti og hefði stofn-
að dagblað, Popolo d’Itcilia,
með miklum framlögum frá
franska utanrikisráðuneytinu,
einnig liafði liann fengið styrk
frá vopnasmiðjum í Genúa og
einhverja slatta frá bresku
sendisveitinni í Róm, sem sir
Samuel Hoare stýrði þá. Vinur
minn sagði að Mussolini væri
orðinn allmikill áhrifamður
Síðan álti jeg tveggja stunda
tal við Mussolini. Hann hafði
talsverð áhrif á mig, þó að mjer
þætti allmikið óðagot á lionum.
Hánn þóttist skilja á svipstundu
þýðingu hinnar nýju stefnu og
að hún mundi hafa í för með
sjer að Ítalía kæmist í öndvegi
Balbo flugmarskálkur, hætulegasti
keppinautur Mussolini. Hann fórst
meö þeim hætti, aö vítisvjel sprakk
i flugvjelflians, nálægt Tobriik, sum-
ariö 1940. Skyldi hún liafa komiö
úr sama staðnum og gjöf Mussolini
til kardínálans. 6
meðal þjóða Mið-Evrópu og
Suðaustur-Evrópu og gera hana
óháða Þýskalandi og Frakk-
Jandi. Svo lagði hann til, með
illyrmislegu augnaráði, að und-
ir eins og Italir hefíju fengið
töglin og hagldirnar lijá þess-
um undirokuðu þjóðum, gæti
hún leikið sjer að þeim, útskúf-
að sumum en att sumum hverri
á móti annari. Honum leist
mjög vel á þá hugmynd. Mjer
fanst hún smánarleg.
,Þegar ítalski vinurinn minn
spurði mig hvernig mjer hefði
litist á Mussolini. sagði jeg:
„Jeg kyntist aldrei Charles
Peace (sem var helsti morðingi
í Englandi á 19. öld), en jeg'
geri ráð fyrir, að liann mundi
hafa haft lík áhrif á mig og
Mussolini. Þessi Mussolini ykk-
ar er glæpamaður. Ef til vill
stórglæpamaður, en undir öll-
um kringumstæðum glæpamað-
ur.“
„Jeg met dómgreind yðar mik
ils,“ svaraði hann, „en jeg held
hvorlci að Mussolini sje glæpa-
maður eða eins mikill og bjer
haldið.“ Meira var ekki sagt.
Dæmi um svik Mussolini.
Nákvæmlega fjórum árum
síðar, í apríllok 1922 þegar jeg
var staddur á alþjóða viðskifta-
ráðstefnunni í Genúa skrapp
vinur minn þangað frá Milano
til þess að liitta mig. Hann minti
mig á livað jeg hafði sagt um