Fálkinn


Fálkinn - 12.11.1943, Blaðsíða 2

Fálkinn - 12.11.1943, Blaðsíða 2
2 FÁLKINN -T WALTERSKEPPNIN Á 30 ára afmæli Knattspyrnufje- lagsins Víkingur 1938 gaf frú Helga Sigurðsson fjelaginu bikar til minn- ingar um mann sinn, Walter sál. Sigurösson, sem var fjelagi Víkings. Nefndi hún bikarinn Waltersbik- arinn og var kept um hann i fyrsta sinn haustið 1939. Er svo ákveðið í reglugerð bikarsins, að kepnin er úrslitakepni, það er að það fjelag, sem tapar einum leik er úr mótinu. Til að vinna bikarinn til eignar, þarf að vinna liann þrisvar í röð, eða fjórum sinnum alls. Árin 1939 og 1940 sigraði K.R. Árin 1941 og 1942 sigraði Valur og svo nú 1943 K.R. Sigurvegararnir í Walterskepn- inni 1943, aftari röð frá vinstri: Matthías Jónsson, Hafliði Guðmunds- son, Kjartan Einarsson, Jón Jón- asson, Birgir Guðjónsson, Óli B. Jónsson, Þórður Pjetursson, Hörð- ur Óskarsson, Ólafur Hannesson. Fremri röð írá vinstri: Karl Karls- son, Sigurður Jónsson, Guðbjörn Jónsson. Þvi miður vantar á myndina hinn vinsæla l)jálfara flokksins Sigurjón Jónsson, sem um áraraðir liefur ver- ið einn af bestu knattspyrnumönn- um K.R. Handknattleiksmót kvenna. Herra Jón Matthiesen kaupmaður í Hafnarfirði gaf Handknattleiksráði Hafnarfjarðar bikar. — Enn er ekki ákveðið hvernig keppa skal um bik- arinn i framtíðinni, cn í þetta sinn var hjeraðakepni og „úrsláttur". Tóku 3 fjelög þátt í mótinu, sem fram fór í Hafnarfirði. Úrslit urðu þau að K.R. vann Hauka með 1:0 og K.R. vann F.H. með 1:0. Hlaut K.R. því bikarinn að þessu sinni. Handknattleiksflokkur kvenna úr K.R. 1943, aftari röð frá vinstri: Grjeta Jóhannsdóttir, Nína Niéljohn- iusdóttir, Jóhanna Tryggvadóttir, Elly Maace, Helga Arason. — Fremri röð frá vinstri: Auðbjörg Björns- dóttir, Helga Helgadóttir Þóra Har- aldsdóttir. Jón Hermannsson, úrsmiðameistari Hringbrant 77, varð 75 ára 11. þ.m. DAGUR I BJARNARDAL Sagan um Bjarnardalsmenn er eitthvert stórbrotnasta listaverk, sem þýtt hefur verið á íslensku. Viðburðarík og áhrifamikil lýsing á norsku dalafólki, daglegu lífi þess, gleði og sorgum. Hetjudáð Norðmanna í baráttu fyrir frelsi vekur alheims athygli. Hvað- an kemur Norðmönnum sá reginkraftur er einkennir þá í þessari baráttu? Dalir Noregs hafa alið upp hrausta syni og dætur, kynslóð eftir kynslóð, karla og konur af traustum stofni, sem aldrei ljetu bugast er syrti að. í þessu snildar riti gefst okkur ísJendingum kostur á að kynnast hin- um trausta stofni Norðmanna — viðburðaríkri sögu, þar sem hver per- sóna er heilsteypt og stórfengleg. DAGUR í BJARNARDAL vakti óvenju mikla athygli, þcgar ritið kom fyrst út í Noregi. — Seldist bókin betur en öll önnur ritverk samtíðarhöfunda norskra. Síð- an hefir bókin verið þýdd á fjölda tungumála og hvarvetna hlotið mikið lof rit- dómenda. — „Bók þessi er heillandi í orðsins fylstu merkingu. — Hún hefir töfr- að mig. Gagnvart henni kemst engin gágnrýni að. — Eiginleikar bókarinnar virð- ast mjer vera: Styrkur, fegurð, samhengi, tilgangur, jafnvægi, hraði og ekki síst reglulegt söguefni.Höfundur þessarar bókar er skáld, ef nokkur maður er það“, segir ritdómari enska stórblaðsins Daily Telegraph. Söguþættir < ► j landpóstanna o Vegna fjölda áskorana hvaðanæfa sáu út- !! gefendur sjer ekki annað fært en að gefa <> þetta rit út að nýju, — en fyrri útgáfan < > seldist upp á svipstundu, eins og kunnugt er. II Hetjusagnir íslensku landpóstanna ættu að ! I vtra til á hverju íslensku heimili, og mættu o vera til brýningar þeirri kynslóð, sem nú <> vex upp við mildari kjör og sú hætta vofir o yfir að verða lingerðari og sjerhlífnari en ] [ þessir menn. ii Látið æsku íslands n kynnast hetjnm örœíanna

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.