Fálkinn


Fálkinn - 12.11.1943, Blaðsíða 9

Fálkinn - 12.11.1943, Blaðsíða 9
F Á L K I N N 9 ^6' í i FLUGVALLARGERÐ í FLYTI. I>a<) er ekki allsstaðar, sem liœgt er að láta (lugvallargerð taka marga mánuði og vanda vel til verksins. Þar sem inn- rásarherir koma að landi er mikið undir ]>vi komið, að flug- vjelar liðsins fái að kalla samtímis einhverja bækistöð. Nú er sjávarströndin víða nokkurnveginn sljett, svo að ekki þarj annað en að rgðja btirl hnullungagrjóti og hinsvegar afstýra því, að vjelarnar sökkvi of djúpt niður í sandinii, vegna þess hve gljúpur hann er eða smágerður og Ijettur. Til þessa nota fíandamenn þá aðferð í stríði, að leggja virnet ofan á sandinn, og gefst þetta mætavet. Vjelarnar sökkva ekki í, og jafnvel þó að sandnrinn sje. laus í sjer. —- Itjer sjásl hermenn við þess konar flugvallargerð i fjörunni við C.ape Passero á Sikilég. Það hitnaði meir og meir í ykk- ans elskan mín, að vera hjá mjer í nótt. Það er hvort sem er orðið svo framorðið, að okk- ur er hvílclin fyrir bestu.“ Þáð varð þögn. Jeg gnísti tönnum. Ilvað átti jeg til bragðs að talca? Bara að hún ljeti nú ekki eftir þjer og bölvaðri frekj- unni í þjer, þá gæti jeg komið með afsökun. En ef hún ljefi nú eftir þjer, þá var jeg illa stadd- ur! Kossarnir smullu. Þeir fóru að lála i eyrum mjer, eins og marglileypuskothvelUr. Jeg vissi það vel, að þú ætlaðir þjer að vinna hána með ástaratlotun- um. „Þú ert sniðugur, karl minn,“ hugsaði jeg', „en jeg vona að hún sjái við þjer.“ ,Svona nú, töfradísin mín. Farðu nú úr kápunni og konidu inn með mjer,“ sagðir þú svo fleðulega, að jeg beit á jaxlinn. „Já, þetta er rjett. Nú skal jeg hengja hana hjerna á stól- inn,“ heyrði jeg þig segja, kunn'- ingi. „Svona, komdu nú inn í svefnherbergið, ástin mín.“ Hverl þó í ....... Jeg lientist fram af legubekknum og þreif húfuna. Hjer voru góð ráð dýi'. Að stökkva út um gluggan var ómögulegt. Þetta var á annari hæð og gangstjett undir. Jeg hefði steindrepið mig, hefði jeg stokkið! En ráðinu var eins og hvíslað að mjer: Þú skríður undir legubekkinn og bíður þar, þangað til þau eru sofnuð, þá læðist þú út. Og jeg fram- kvæmdi þessa bansettu vitleýsu. Jeg skreið eins innarlega og jcg komst, breiddi ábreiðuna vel fyrir framan bekkinn, setti húf- una undir höfcjðið og beið svo átelcta. Það mátti ekki tæpara standa! Jeg heyrði ykkur ganga inn. Þið voruð þögul, eins og þið væruð að ganga til hinstu hvílu! Það færi nú fallega, ef jeg alt í einu færi að hnerra af þessn djeskotans ryki, sem safn- ast hafði undir bekkinn án hindrunar frá kerlingunni, sem tók til í herberginu þínu. Jeg luigsaði ekki hlýtt til liennar og kæmist jeg lifandi — ja, eða dauður — úr þessu horngrýti, skyldi jeg tala nokkur vel val- in orð við liana! Skór ykkar skullu tómir á gólfið — 1 —2 — 3 —4. Svo heyrði jeg fataþyt. Þið genguð sæmilega rösklega fram í því að afklæða ykkur. „Viltu ekki slökkva ljósið, vinur?“ sagði unnustan blíðlega. „Ertu feimin!“ svaraðir þú gletnislega. „Já,“ svaraði liún og þið bló- uð bæði. En jeg varð þess þó var að þú slöktir. Nú fanst mjer heldur vænkast ráðið. Þið fær- uð varla að vaka lengi í myrkr- inu. — Hana, þar fór annað upp í rúmið; það brakaði í gormunum. Svona, nú þar bylt- isl liill upp i. Þið hagræduð ykkur. Kossar og auðvitað faðm- lög. - Nú Jdutuð þið hjúin, að sofna bráðlega i saklausri ást- arsælu. Nei -— ekki alveg. Nú fyrst virtist tungan losna við öll ást- arböiul. Ykkur virlist vist ekki ástin vera nógu yndisleg, nema hún líka brytist fram í allskon- ar ástarorðum, sem full væru af ljómandi líkingum um blóm, engla og annað þess konar. - Þessu lijelduð þið áfram, — að því er mjer virtist — óratíma. En svo þótti mjer lieldur fara að brenna við þessi ástarorð- grautur ykkar, þegar unnustan fór að tala um mömmu sína og öll þau ósköp, sem hún myndi segja. í fyrstu voru sam- ræðurnar mjög blátt áfram, en jeg lieyrði það þó, að það fór að síga í þig, kunningi. — Þú fórst að spyrja hana, hvort liún elskaði þig ekki meira en svo, að hún þyldi ekki nokkur ávit- unarorð fyrir það, að liafa not- ið nokkurra stunda í næði með þjer. Þetta sagðir þú mjög ró- lega. Hún svaraði þvi, að mamma sín vissi enn þá ekki fyrir vist, að liún ætlaði að gift- ast þjer. Þá fórst þú drengur minn, að derra þig og tala um tómlæti unnustu þinnar, að vera nú að tala um þessa smámuni. ur. Og skollakorninu sem jeg var nokkuð kaldari! Mig lang- aði lielst til þess að kasla legu- bekknum af mjer og skamma ykkur rækilega og skipa ykkui að þegja. Rimman barðnaði. Þið fóruð að byltast í rúminu, svo að gormarnir veinuðu ang- istarlega undan misþyrming- unni. Alt í einu lieyrði jeg að annað vkkar stökk fram úr rúminu og ædcli að slökkvaran- um. Það var liún. „Mjer dettur ekki i hug að vera lengur hjá þjer. Þú erl dóni! Þú elskar mig eklci. Þú vilt aðeins njóta blíðu minnar! Þú vilt bara fullnægja þínum dýrslegu Iivötum,* sagði hún reiðilega, en þó snöktandi. Þú þagðir. Bölvuð gungan! Hvort jeg hefði ekki svarað henni, el' jeg befði verið í þínuni sporum! Hún fór að klæða sig. Þú þagð- ir, já og jeg varð ekki var við að þú hreyfðir þjg. Svitinn bog- aði af mjer. Þetta ætlaði að verða skemtilegf! Ó, þú veslings aumi maður! Þú ætlaðir víst ekki fleiri tilraunir að gera til þess að fá liana til að vera hjá þjer. Jú, bíðum við! „Imma, ætlarðu að gera — þetta?“ — O-o-nú kannaðist jeg við stúlkuna! — „Imnia mín elsku bjartað mitt, þú inátt eklci fara frá mjer svona,“ sagðir þú aumingjalega. En sú karl- menska. Þú áttir að rjúka fram úr rúminu, þrifa liana i faðm þjer, lcyssa Iiana karlmannlega og vita livort þú ekki gætir með því móti sannfært hana. Nú, þú varst rola og lásl rólegur ja, það er nú reyndar ekki vísl. Hversu innilega æstur var jeg ekki. Nú opnaði liún hurðma og fór fram. — Hana nú! Þar vissirðu loks af því að þú liafð- ir lappir, drengur! Þú slöksl fram úr rúminu og æddir á eftir henni. En það var um seinan. Jeg heyrði að hún skclti aftur ytri liurðinni. Þú komst inn aftur, gekkst nokkra slund fram og aftur um gólfið og það, sem þú tautaðir var lílt skilj- anlegt. En ]iað, sem jeg skildi af því, vil jeg ekki niðast á ])renlurunum með að „setja“. Loks slöktir þú ljósið og kastað- ir þjer stynjandi upp í rúmið. Þar byltirðu þjer, eins og við- ])olslaus sængurkona. Þjer leið heldur báglega. Okkur leið báð- um þrælslega illa — þú bafðir að vísu betri hvilu en jeg. Þú vissir ekkert af því, að undir legubeknum þínum lá góðkunn- ingi þinn endilangur og leið lík- amlegar pínslir. Þetta var nú i raun og veru broslegt. Við vöktum lengi. Loks varð jeg þess þó var, að þú varst sofnaður. Jeg reyndi limina. Allir voru þeir meira og minna sáraumir. Jeg mjakaði mjer hægt undan bekknum og skreið fram i dagstofuna. Þar stóð jeg snögt á fætur, þrýsti luifunni á höfuðið, þreif siðan um luirðar- húninn og opnaði. Um leið óg jeg lokaði hurðinni nokkuð harkalega, heyrði jeg þig kalla: „Imma!“ Auminginn, þú hjelsl víst að unnustan hefði sjeð sig um liönd og væri komin aftur! Hvört þú hefir sofið mikiö það sem eftir var nælurinnar, skal jeg láta ósagt. Jeg flýtti mjer heim, fokvondur vfir því að hafa eytt kvöldinu svona ómannlega. Síðan hefir þetta atvik legið þungt á samvisku minni og er þess valdandi, og jeg liefi ekki látið þig sjá mig síðan, kunningi. En nú hið jeg afsökunar á þvi, að jeg hafi ef til vill með mínum illu liugs- unum — þar sem jeg lá liálf- kraminn undir leguhekknum — orðið þess valdandi, að þið komust í þessa illkynjuðu mis- vægis hugar-„stemningu“. Jeg vonast til þess að jeg fái fyrir- gefninguna skriflega á morgun. Jeg óska ykkur innilega til ham- ingju og vona það fastlega, að þið i framtíðinni lifið aldrei slíka óróanótt, það er að segja ósamlvndisnótt.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.