Fálkinn


Fálkinn - 12.11.1943, Blaðsíða 6

Fálkinn - 12.11.1943, Blaðsíða 6
F Á L K I N N 6 - LilTLR SRBfln - Páskaliljur Jóliann Scheving þýddi. Nancy Patmore stóð með fullar liendur af páskaliljum. og liorfði á veginn, sem liggur frá Nottingham. Það var heimskulegt að hugsa uni hávaxna, unga manninn bláeyga, með hrokkna og fallega hárið. — En hún hafði nú liugsað um hann í marga mánuði. Alt af síðan hann keypti hlóm af henni i fyrsta sinn. Nancy ræktaði blóm og seldi til þess að auka með því tekjur þeirra mæðgnanna, þar til þær fengju sell liúsið og landspilduna, er þær áttu. Faðir liennar var dáinn fyrir tveimur árum, Nancy áleit að hún gæti grætt mikið á blómasölunni. En reynslan varð önnur. Viðskifta- mönnunum fækkaði stöðugt. Svo að mæðgurnar sáu að sala eignarinn- ar var óumflýjanleg. Þær ætluðu svo að flytja til lítils þorps, þar sem Nancy ætlaði að ráða sig sem rit- vjelarstúlku. Málafærslumaður þeirra hr. Forst- er, hafði ekki haft trú á blómaversí- uninni, en vildi koma Nancy að i fastri atvinnu. Og Nancy gramdist að verða að iáta í minni pokann i þessu máli. Hún leit yfir blóma- beð sitt. Túlípanar, páskaliljur, nellikur, rósir og fleiri blóm blöstu þar við sjónum hennar. Hún gat ékki hugsað til þess að vera án bióma. Mollulegt loft í skrifstofu var miklu verra en þessi vinna. Nancy mundi þegar „liann“ kom í fyrsta sinn. Hann hafði spurt hana hvort lienni þætti vænt um blóm. „Jeg elska þau,“ hafði hún svarað. „þau eru mjer meira virði en alt heimsins'gull,“ bætti hún við. Hann liafði spurt hvernig verslunin gengi. „Ilta,“ 'sagði hún. Hann kvað staðinn of afskektan og Ijet i tjós á skoðun, að tæp- lega væri hægt að lifa á blómarækt • eingöngu. Hann liafði þó hughreyst liana með vingjarnleik sínum. Hún óskaði eftir því að þessi maður vildi kaupa húsið. Hann hafði spurt live mikið það ætti að kosta. Hann hafði oft komið og keypt blóm. Og hvað sem þau töluðu um, þá kom liann altaf að væntanlegri sölu á éigninni. En síðast, er hann kom ráðlagði hann henni að selja ekki strax, bíða lieldur og vita hvort að blómavershiin dafnaði ekki betur. Nancy var á sama máli. Hún kveið fyrir að ýfirgefa þennan stað, sem henni þótli svo vænt um. Einn dag hafði Nancy gefið Rob- ert Norton, því svo lijet hann, kaffi. Það var þá svo mikil rígning, að honum þótti gott að sitja af sjer mestu dembuna. Nú hafði hann ekki komið í langan tíiha.. ög Nancy fann nú hve mjög Iiún saknaði hans. Ef til vill kæmi hann aldrei framar. Það væri trúlegt. Ean hún átti bágt með að sætta sig við það. Um eitt skeið Iiafði hann komið hvern þriðjudag og föstudag. Nú sá hún mann á veginum. Ætli það sje Norton? Nei. Þetta var Kemp póstur. Hún beið. Pósturinn kom. Hann leitaði í töskunni sinni. Tók þar tvö- brjef og rjetti henni. „Hafið þjer, ungfrú Patmore, heyrl hinar miklu frjettir?“ Hún hristi höfuðið. „Þá skal jeg segja yður jiær, því þær flytja yður von um gróða. Fjelag nokkurt í London hefir keypt allar jarðir hjer umhverfis og ætlar að byggja garð- ræklarþorp. Þetta er geysimikið land sem fjelagið hefir þegar náð i. Það hefir keypt báðar jarðirnar, sem liggja að landareign yðar. Þeir koma því bráðlega til þess að fala yðar spildu. En þjer skuluð ekki selja ödýrt. Þessir karlar eiga nóga pen- inga!“ Nancy varð alveg utan við sig við að lieyra þetta. Iiún liafði heyrL þessu fleýgt, en vissi ekki hvort það var satt fyrr en nú. Ef þær gætu selt háu verði, þá væri fátæktin þar mcð úr sögunni hjá þeim mæðgun- um. Hún þakkaði póstinum fyrir gleði- tiðindin og hljóp ipn til móður sinnar til þess að segja henni þess- ar góðu frjettir. Annað brjefanna var reikningur, hitt var frá Forster. Hann skýrði frá að kauptilboð liefði verið sent til sín. Hann hafði sett mjög hátt verð á eignina, þar sem hann vissi að þær upp á síðlcastið væru eltki óðfúsar að selja. Hann bað Nancy að mæta á skrifstofu sinni daginn eftir og undirrita samninginn, því að ekkert vit væri í að hafna þessu tilboði. Næsta dag fór Nancy í besta kjól- inn sinn. Móðir hennar gekk með henni lit að hliðinu, og veifaði í kveðjuskyni. Dóltir hennar var falleg stúlka. Rauði hatturinn fór henni vel. Sú aldraða var ánægð. Hr. Forster var á skrifstofunní, er Nancy kom þangað. Og kaupandinn stóð úti í horni eins og í hálfgerð- um felum. En Nancy þekti hann strax. Það var Roger! „Má jeg leyfa mjer að kynna ykk- ur,‘ mælti Forster. Herra Norton, hluthafi í fjelaginu og ungfrú Nancy Pátmore.“ Nancy hneigði sig, en lienni kólnaði um hjartarætur. „Hann“ hafði þá verið á veiðum eftir land- eignum fyrir fjelagiö. Hafði svo af meðaumkvun ráðlagt henni að selja ekki strax. Hún þurfti ekki á meðaukvun hans að halda. Hún ósk- aði, jafnvel, að hún hefði selt fyrir lágt verð sem henni fyr var boðið. Og hún hafði álitið hann fákænan og einmana, eins og hún var sjálf. Norton sá svip hennar og talað. fált. Nancy undirritaði samninginn, þakkaði hr. Foster, kinkaði kolli til Nortons og hraðaði sjer út á göt- una og gekk í áttina til áætlunar- bílsins. Alt í einu var Roger kominn að hlið hennar og sagði: „Eruð þjer mjög reiðar við mig?“ „Já,“ svaraði Nancy kuldalega. „Eruð þjer vissar um að jeg eigi það skilið? — Jeg hefði getað spar- að fjelaginu peninga, ef jeg hefði ekki viljað koma drengilega fram við yður. Jeg mátti ekki segja yðut sannleikann, vegna hinna hluthaf- anna. En jeg mátti gefa yður góð ráð.“ Hann var svo aumingjalegur, að hún fyrirgaf honum. Hann sagði satt. Og hann var ábyggilega góður drengur. En húh at ekki gleymt því, að hann var ekki fátækur, lieldur forstjóri mikils fyrirtækis, sem gat ausið fje í allar áttir, keypt jarð- eignir og bygt hundruð húsa. „Keyptuð þjer blóm mín af með- aukvun með mjer?“ „Jeg ætlaði að minnast á það, En megið þjer eyða fimm mínútum, þá skal jeg sýna yður hvers vegna jég keypti blómin.“ Nancy fylgdi honum undrandi að gömlu húsi, sem lá í útjaðri bæjar- ins. Hann opnaði garðhliðið og fór með hana bak við húsið, en þar lá blómagarðurinn. Þarna sá Nancy öll sín blöm skinandi fögur í sól- skininu. „Hjer sjáið þjer, mælli hann,“ að jeg keypti ekki blðm yðar af með- aukvitn, heldur til þess að láta þau lifa. Jeg hefi kontið mjer hjer upp blómagarði handa einu konunni i heiminum, sem jeg hefi augastað á. Iíf hún aðeins fengist til þess að setjast ltjer að. Þetta er í nágrenrii við lieimkynni hennar og vina og ættingja. Hvað segið þjer uni þetta mál? Þjer eruð þessi eina kona, sem mig langar til að setjist lijerna að?“ Nancy hugsaði nú ekki um að Roger var ríkur, hún' horfði aðeins á blómin, sem hún unni meira en öllu öðru. „Hvað jeg segi?“ ansaði hún. „Jeg' segi þetta, jeg vil gefa besta viðskiftavini mínttm öll min blóm, sjálfa mig — alt.“ Enginn var í garðinum, sem sá hin hamingjusömu hjónaefni, nema fuglarnir. En þeir sögðu ekki frá þessari trúlofun. Það ltafa einhverjir aðrir gert. eyðír óhretn- tndum íljótt og vel heldur timbri blettalausu v IM hremsar án þess að rispa VIM VIM hreinsar best eld- húsgogn ier orugi Iljot- wirkthremsiduftj um getur veuö erlitt 1 Vim svo vert er að i það. X V 410, 4-786 A LF.VER PRODUCT i ThEDdúr ArnasDn: TÓNSNILLINGAR LÍFS OG LIÐNIR Scharu/enka 1850—1874 Hann hjet fullu riál'hi Franz Xttver Scharwenku og var fæddur í Sám ter (skamt frá Posen) i Austnr- Prússlandi 6. janúar 1850, þár séiri faðir lians var byggingameistarj. Snémma bar á lónlistargáfu hjá hon- um, en í Samter voru lítil skilyrði til að þroska þá gáfu, að minsta kosti ekki á þarin liátt, serii þessit snillingsefni var þörf. Þó mun ha’rtn hafa fengið sæmilega undirstöðtí- tilsögn í pianóíeik þar. Én árið 1802 flutti Scharwenka-fjÖlskyldan til Ber- linar og var honum (og Ludwig bróður lians) veitt inntaka í „Kuí- laks Akademí“ þar sétri hann naut tilsagnar ágætra kennara, fyrst og frémst í píanóleik, svó og i ýmsrim öðrum greinum. Hann tók svó Öruní framförum, að löngu áður en hárin hafði lokið nánií í þessum tónlistar- skóla var Iiann orðinn kunriur rrieð- al tónlistarunnenda í Bérliri, fyrir pianó-leik 'sinn, og jafnvel tórismiðár lik'a. Hann köm fráiri í fyrstá sinri á opinberum hljómleikum i'Berlin 1809. Að loknu námi. var hann ririi liríð kennari við KuIIáks-skólariri, eða til ársins 1873, en þá var hann kallaður til .herþjónustu. Að lokinni , herþjónustunni lágði liann upp í hljómleikaferðálág 'og. var brátt viðurkendur seiri ágætur. píanóleikari, og til þess tekið, hvérsu fáguð væri leikni lians. Tónsmíðar lians hlutu einníg mjög vinsamlegar dóma — og enn var Scharwenka ungur maður. Árið 1877 .fiutti hann liinn fyrsta píanó-„konsert“ sirin (i b-moll óp. 32) á móti þýskra tóri- listarmanna í Hanover. Þessi kon- sert var leiltinn í Krystaí-höllinni í Lundúnum 27. okt. sama. ár (Ed- ward Dannreuther), — og sjálfur flutti hann verið þar 1879. Scliarwenka var á sífeldum ferða- lögum til ársins 1881 og óx hróðrir hans með liverju ári bæði fyrir tóri- smiðarnar og þó sjerstaklega fýrir hínn snildarlega píanóleik. í oktö- ber 1881 stofnaði hann svo tónlist- arskóla og hafði ráðið til hans Valið kennaralið, þar á meðal bróðör sinn, jiann sem fyrr ér nefndur. En, árið 1893 sameinaðist þessi skóli tónlistarskóla Klindworlhs, og var sú nýja stofnun síðar nefnd „Klírid- worth-Scharwenka Konservatorium“ og voru Scharwenka bræðurnir stjórnendur, Robitschek hljómsveit- arstjóri var framlcvæmdarstjóri en Xaver Scharwenka rektor eða aðal- kennari. Árið 1891 var þess farið á leít við Scharwenka að hann stofnaðí eins- konar útbú af skóla sínum í New, York, og hefðí .persónulega eftírlít Frh. d bls. 11.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.