Fálkinn


Fálkinn - 12.11.1943, Blaðsíða 3

Fálkinn - 12.11.1943, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDU3I Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Simi 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 Blaðið kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðist fyrirfram HERBERTSprenf. Það var dálitið lilálegt, að það skyldi ske sömu dagana, svo að segja, að blöðin i Reykjavík skyldu fá jafn alhliða fræðslu og á varð um það mikilsverða mál, hvernig fara má með íslenskan mat. í byrj- un vikunnar sem ieið fanst ketnám- an fræga í Hafnarfjarðarhrauni og mætti kalla það mál neikvæða með- ferð matvæla. Fálkinn leiðir hjá sjer að sinni að fara út i þá sálma, því að þeir eru flóknir og þar eru lieldur ekki öll kurl komin til graf- ar. En á fimtudaginn fengu blaða- menn annaö efni til að skrifa um, og liafa lika gert það á þann hátt, seni vera liar. Þar var um að ræða jákvæða meðferð islenskra matvæla — ]iá meðferð, sem matreiðslukenn- arar Húsmæðraskóla Reykjavíkur kenna nemnedum sinum. í raun og sánnleika var það gleði- leg sjón, sem þar har fyrir augu, og gíeðileg tilfinning, sem barst frá gómnum til meðvitundarinnar. — Þarna var alislenskur matur i ótelj- andi myndum, bæði gomsætur og fallegur. Sumir telja það nú barna- skap, að leggja mikið upp úr útliti matarins, en þetta er lierfilegasti misskilningur. Það er sannað, með ítarlegum tilraunum vísindamanna, að manninum verður betra af fall- egum mat en illa framreidduin, þó að næringargildið sje nákvæmlega það sama. Og þess vegna verður kunnátta ungu stúlknanna, sem verja fje og tima til þess að mentast í þessum greinum, til eigi lítilla bú- drýginda, þegar þær fara sjálfar að stjórna heimili. Bæði læra þær að láta ekkert fara í súginn, eins og oft vill verða hjá vankunnandi fólki, og svo búa þær til betri mat og fall- egri mat, en hinar húsmæðurnar, sem ekki hafa vandað sem skyldi til undirbúnings mikilsverðasta starfsins i hverju þjóðfjelagi. — En svo er liitt, sem eigi er minna um vert: þetta var íslenskur matur, sem gladdi góm og lijarta blaðamannanna, sem sóttu boð for- stöðukonunnar, frú Huldu Stefáns- dóttur. Löngum hefir það legið i landi, að liafa skömm á því, sem ís- lenskl er, livort það er matur eða annað. Það innlenda þykir ekki nógu fínt, svo að þegar fólk vill vanda vel til krása, þá sækist það eftir því sém útlent er, og borgar fyrir það hvað sem það kostar — bara ef það er hægt að ná i það. Húsmæðraskóli Reykjavikur þarf meira rðm. Á fimtudaginn var bauð forstöðu- kona Húsmæðraskóla Reykjavíkur, frú Hulda Stefánsdóttir, blaðamönn- uni og fleiri gestum til borðhalds í skólanum, og bar flestum saman um, að þar befðu þeir setið við þjóð- legasta og skemtilegasta matborðið á æfi sinni. Þetta var i sláturtiðinni, en þá er það — til sveita og viða í kaup- tiinum — sem heimilin tilreiða flest- ar afUrðir til alls ársins. Og það var lærdómsríkt að sjá, hve stór- kostlega mikla fjölbreytni er hægt að liafa í meðferð bins ágæta is- lenska matar, þegar kunnátta nútlm- ans sameinast þekkingunni á göml- um og góðum ]>jóðlegum rjettum íslenskum, sem jafnan voru til á hverju myndarheimili hjer á landi og eru það að vísu sumstaðar enn, þó að þvi miður hafi orðið aftur- för í því tilliti i sumum landsfjórð- ungum, eftir að samgöngiir bötnuðu í landinu, og liúsfreyjurnaf fóru að gera búrið háðara kaupstaðnum en áður var. Þá urðu flest sveitalieimili að bjarga sjer með saltmeti og súr- meti og reykt matvæli, og var þetta alt kostamatur, ef vel var til vandað og' rjettilega. Þarna á borðunum kendi „margra grasa“, þó að eigi væru þar önnur ,,grös“ en fjallagrös, en þau komu þar fram bæði i búðingslíki og mjað- ar. Þar var vitanlega liangiket, feitt og' magurt, þar voru ný svið og sviðasulta, þarna var kæfa, magálar, bringukollar upp úr súru, og fleira var þar úr ætt sauðkindarinnar. Og úr ríki fiskanna má nefna reyktan ál og steiktan, sundmaga súran, rikl- ing, hákarl og æðsta spendýr lagar- ins: lival. Bjargvætlur íslands, sem nefnist síld, kom þarna fram í tíu lostætum myndum, þó að svo virðist, sem það sje ekki nema allra hug- vitssömustu húsmæður, sem finna al- menna saltsíld i búðunum í Reykja- vík. Fuglaríkið bafði lagt til kjúkl- inga. Og brauðmaturinn, seiu að visu var úr útlendu korni, kom þarna fram í ýmsum niyndum, svo sem pottbrauð, flatbrauð (sem kallað er kökur á Suðurlandi — rúgkökur, liveitikökur) og laufabrauð, sein nú er að ganga fyrir ætternisstapa víð- ast í landinu. Og það var ekki boðið En er þetta ekki vegna þess, að mat- urinn er, sökum kunnáttuleysis, liafður einhæfari cn þarf? Vissulega. Þess vegna er Hús- mæðraskólinn að vinna þjóðnytja- starf. smjörlíki með brauðinu, lieldur gott, íslenskt smjer. Þetta er aðeins hrafl af því, sem boðið var upp á, svo að ekki þótti tiltökumál, þó að margir tækju liraustlega til matar síns, og lofuðu með matfullum munni handa- verk matreiðslukennarans, Ingibjarg- ar Ingimundardóttur, sem hafði veg og vanda af þessum krásum, ásamt lærimeyjum sinum. Húsmóðirin — eða forstöðukonan —, frú Hulda ávarpaði gestina og gerði grein fyrir starfsemi skólans, það sem af er. Hjer skal sú ræða ekki rakin, en aðeins drepið á nokk- ur atriði, sem eru svo mikilsverð að hæði landstjórn, bæjarvöld og einstaklingar mega ekki gleyma þeim heldur ráða úr þeim. Húsnæði skól- ans, sem keypt var lianda lionum í öndverðu, er þegar orðið svo litið, að ekki kemst að nema nokkur hluti þeirra námsmeyja, sem um skólann sækja. Meirihlutanum verður að neita um inntöku vegna plássleysis. Og þess vegna liggja nú þegar fyrir umsóknir um inntöku í skólann á komandi árum, jafnvel til ársins 1947! Af 100 stúlkúm, sem sóttu um heimavist fyrir yfirstandandi skóla- ár, varð ekki liægt að taka nema 31. En auk heimavistarskólans er haldinn dagskóli, þar sem eru 24 stúlkur, en 16 eru á kvöldnám- skeiði skólans, svo að alls eru nem- endur 71, auk þess sem skólinn heldur stutt sýningarnámsskeið fyr- ir húsmæður. En það er fleira, en matseld, sem liúsmóðirin þarf að kimna. Þarna er og kendur saumaskapur og liann- yrðir, meðferð þvotta og margt fleira. Og húsakynnin lýstu sjálf, steinþegjandi', einum mikilsverðum Jiætli í starfi hverrar húsmóður: umgengninni. Alt var þarna hreint og' fágað og öllu smekkvíslega fyrir komið. Þarna töluðu verkin. Húsmæðraskóli Reykjavíkur hefir vissulega verið heppinn, að eign- ast í upphafi jafn fjölhæfa forstöðu- konu og raun varð á. Frú Hulda ólst upp á fyrirmyndarlieimili, slundaði nám sitt með mikilli alúð við ágæta skóla erlendis og tók síðar .við liús- móðurstörfum á einu af stærstu sveitaheimilum landsins. Alt er það skóli. Og Húsmæðraskóli Reykjavíkur liefir farið svo vel af stað, að það er vissulega ábyrgðarhluti, að skera lionum svo ])röngan stakk, að liann fái ekki að njóta þess vaxtar, sem hann verðslculdar. Sigurgeir Gíslason, fyrv. vegaverk- sljóri Ilafnarfirði, varð 75 úra 9. þ.m. J. M. jonULansson, skósmíðameist- ari á Akureyri', varð 60 ára 11. þ.m. Finnur Thorlacius, húsameistari Vonarslrœli 19, verðar 60 ára 16. þ. m. Hannes Jónsson, fyrv. Alþingismað- ttr, verður .50 ára 17. þ. m.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.