Fálkinn - 07.01.1944, Blaðsíða 6
6
F Á L K I N N
- LITLfl 5flBfln -
Perlufestin sem hvarf
Ensk saga
Hr. Jolin Thompson kom til bað-
staðarins um miSja haðvertíSina.
Hann var á þrítugsaldri, laglegur
og vel klæddur. Þó ekki eftir ný-
tisku. Thompson var hæglátur og
ljet lítiS á sjer bera. Hann fór inn
í gistilmsiS, sem var hiS eina á
staSnum. Þjónn, mjög drembilegur,
ýtti gestabókinni til lians og fjekk
honum pennastöng. Hann leit yfir
gestalistann og brá nokkuS. Hann
ritaSi nafn sitt i bókina meS smárri
ljómandi fallegri stafagerS og mælti:
,Þjer liafiS tigna gesti aS þessu
sinniJ*
„ViS höfum ekki aSeins lir. Thomp-
son frá London hjerna. ViS höfum
gesti eins og lafSi Billingham og
dóttur hennar og hinn fræga rit-
höfund King Stratton.“
„Jeg sje þaS,“ sagSi Thompson
hæglátlega, eins og hann findi til
smæSar innan um þetta stórmenni.
„LátiS mig fá herhergi á efstu hæS.“
Þjónninn leit á hann meö fyrir-
litningu. En benti þó drengstaula
(piccolo) aS koma.
Herbergin voru ódýrust á efstu
hæS.ÞangaS var Thompson fylgt.
ViS miSdegismatinn tóku fáir
eftir Thompson. En hann athugaSi
gestina gaumgæfilega.
LafSi Billingham var tiguleg kona
og auösjáanlega hafSi veriS dyttaS
aS fegurS hennar á snyrtistofum.
Hún var gift þektum stjórnmála-
manni. Og dóttir hennar, lafSi ísa-
bella, virtist Jolin Thompson feg-
ursta kona er til mundi vera þó
leitaS væri um heim allan. Hún var
rúmlega tvítug, hraustleg og yndis-
leg, bláeyg meS drengjakoll. ViS borS
þeirra mæSgna sat hinn frægi rit-
höfundur og var þangaS kominn
samkvæmt vilja lafði Bellingham
hinnar eldri.
SkáldiS og frúin töluSu mikiS
saman. Rithöfundurinn frægi, King
Stralton, var hár vexti, svarthærS-
ur, fríSur sýnum og kunni sig vel.
Thompson tók eftir því aS Stratt-
on reyndi aS koma sjer í mjúkinn
hjá ísabellu. En lmn virtist ekki
mjög lirifin af því og gladdi þaS
Thompson mjög.
Hann fór aS hugsa um hvort ást
viö fyrsfu sýn yrSi varanleg.
Næsta dag tókst Thompson, þótt
hljedrægur væri, aS kynnast ísabellu.
Hann fann að hann elskaði hana.
Þau kyntust af tilviljun.
Snemma morguns hittust þau í
klettunum viS sjóinn. Þau voru bæSi
göngugarpar, og ísabellu leist strax
vel á þennan prúSa, fríSa mann.
ÞaS varS svo aS samkomulagi, aS
þau fóru saman langar gönguferSir
umhverfis eSa i grend við baSstaS-
inn. í einni ferSinni bar King Stratt-
on á góma.
„Mamma hefir gaman af skáld-
skap,“ sagSi unga stúlkan hlæjandi.
»Og þegar hún vissi að þessi mikli
rithöfundur bjó hjer á gistihúsinu
drógst það ekki lengi aS þau kynt-
ust. En mjer líst einhvernveginn
hálf illa á liann. Jeg hefi lesiS bæk-
ur hans. Þær eru ágætar. En mann-
inum geSjast mjer ekki að.“
„Hamingjunni sje lof,“ hraut fram
úr Thompson.
„Hver er meining yðar, hr. Tliomp-
son?“
„Ó, þaS hefði ekki verið álitlegt
fyrir mig, ef þjer liefðuð verið hrif-
in af honum.
„ÁlitiS þjer að móður yðar mundi
geðjast að því, ef hún vissi að við
erum lengi saman dag hvern?“
„Jeg býst við að hún yrði ekki
hrifin af þvi,“ sagði ísabella. „En
sem betur fer rís hún seint úr
rekkju.“
„Sem betur fer, sögðuð þjer.
Hafið þjer nokkra ánægju af að
vera með mjer?“
Unga stúlkan kinkaði kolli. „Já,“
sagði hún. „Mjer geðjast að yður.
Þjer eruð hreinskilnir, heiðarlegur
og dettur svo margt skemtilegt í hug.
Jeg mun sakna yðar afskaplega þeg-
ar við förum hjeðan.“
„Ef þaS væri King Stratton, sem
þjer væruð með, en ekki jeg, mundi
móðir yðar ekki vera því mótfall-
in,“ sagði John með hægð. „Jeg
þyrfti að vera frægur rithöfundur.“
Þennan dag gerðist nokkuð óvænt
á gistihúsinu. En það var ekki fyrr
en næsta morgun að Thompson
frjetti þetta. ísabella sagði honum
það er þau voru á morgungöngu.
„ÞaS var stolið frá mömmu í
gær,“ mælti hún.
John varð undrandi.
„Hvað segið þér? Hverju var
stolið?“
„Mjög dýrri hálsfesti. Mamma er
líka ógætin með skartgripina. Hún
hafði festina i kápuvasa sínum. Hún
ætlaði með liana til gullsmiðs og
láta gera við hana. Læsingin hafði
bilað En hún gleymdi festinni í
vasanum. Og er hún ætlaði að taka
hana var hún horfin.“
Tliompson varð æstur. „Þetta er of
mikið af þvi góða,“ sagði hann og
brosti kuldalega. „Þjónarnir horfðu
tortryggnum augum á mig í gær. Jeg
er ekki einn af fínu gestunum.“
ísabella snart handlegg lians. „Jeg
veit að þjer eruð heiðarlegur maður,
þessvegna sagði jeg yður þetta. Það
er rjett athugað lijá yður. Grunur
fjell strax á yður. Og vitið þjer
hver kom fyrst með þá vitleysu?"
„Nei.“ „Það var King Stratton. Hann
sagðist liafa sjeð yður í nánd við
stólinn, sem kápan lá á meðan
mamma borðaði.“
Thompson hló hjartanlega. „Dæma-
laust sniðugt. Mennirnir eru nú ekki
eins og þeir ættu að vera. Jeg hafði
annars álitið — Nú, það kemur ekki
málinu við. En viljið þjer gera bón
mina, ungfrú ísabella? Bjóðið King
Stratton til morgunverðar með yð-
ur í herbergjum yðar.
Unga stúlkan horfði forviða á
hann. En samþykti að verða við
beiðni hans.
Skömmu síðar skildu þau. En er
ísabella var k'omin úr augsýn flýtti
Thompson sjer til þorpsins og fór
beint á lögreglustöðina.
Morgunverðinum í herbergjum
lafði Bellingliam var lokið og King
Stratton var nýbúinn að kveikja i
vindli með leyfi hefðarkvennanna.
Þá var barið að dyrum og þær
opnaðar eftir augnablik. Inn gengu
tveir menn. Það var Thompson og
annar sterklegur maður.
Er Stratton sá mann þenna spratt
hann upp úr sæti sínu. En fyrr en
SMÆSTU HERSKIPIN.
Ilreyfilknúnum tundurbátum fjölgar óðum hjá Bandamönn-
um og jiykja þeir koma að einkar góðu haldi við að granda
ovinaskipum, sem sigla með ströndum fram. Hjer sjest einn
þessara báta.
hann kæmist tvö skref var maður-
inn kominn fast að honum. Það
heyrðist smellur. Maðurinn liafði
sett handjárn á Stratton.
„Svo þú ert orðinn ritliöfundur,
Bill,“ mælti sterki maðurinn með
hægð. „Það er síðasta bragð þitt.
Hvar er perlufestin?"
Fanginn bölvaði í sand og ösku.
„Já, við finnum hana,“ sagði vörð-
ur laganna og var nú ómýkri í máli.
„Komdu!“ Hann togaði í fangann.
„Hvað eiga þessi ósköp að þýða?“
spurði lafði Bellingham lafhrædd.
„Hvað hefir King Stratton aðhafst?"
Thompson hneigði sig kurteislega:
„Leyfið mjer að skýra þetta mál.
Þessi herra hefir stolið perlufesti
yðar.“
„Guð minn góður! Þessi frægi rit-
liöfundur, er hann stelsjúkur?“
„Hann er ekki frægur rithöfund-
ur.heldur alræmdur svikari og gisti-
húsþjófur. Lögreglan þekkir hann
vel. Jeg vissi strax fyrsta daginn að
hann væri falsari. En jeg ætlaði að
láta hann afskiftalausan, ef hann
aðliefðist ekkert ólöglegt. En hann
gat ekki setið á sjer. 1 gær stal liann
hálsfesti yðar, lafði Bellingham, og
samstundis livarf meðaumkun mín
með lionum. Einkum vegna þess að
hann reyndi að gera mig tortryggi-
legan.“
ísabella þaut á fætur og lagði
hendur um liáls Thompsons. Og hann
faðmaði hana.
„Hvernig vissurðu að hann var
ekki rithöfundurinn King Stratton,
kæri John.“ spuröi hún.
,Elsku vina mín,“ svaraði Jolin
Thompson. „Það var ekki svo erfitt.
Jeg er nefnilega sjálfur rithöfund-
urinn King Stratton. Þetta nafn er
aðeins felunafn, sem jeg nota, vegna
þess að jeg var skírður þessu al-
genga nafni sem jeg ber.“
Og að svo mæltu kysti hann ísa-
bellu beint á munninn i fyrsta —
en ekki síðasta sinn.
Jóh. Scheving þýddi.
Þeir, sem lialda að baráttukjark-
ur Þjóðverja sje á þrotum og að
þjóðin sje að falla samana fá slæman
löðrung er þeir tala við þýska her-
fanga. Flestir af þýsku föngunum,
sem teknir voru i Afríku og nú liafa
verið fluttir til Ameríku, höfðu bar-
ist í Rússlandi áður en þeir voru
fluttir til Afríku og sumir liöfðu
jafnvel barist í Frakklandi líka.
Þeir þykjast allir fullvissir um, að
stríðið muni standa lengi enn og að
ÞjóSverjar muni bera sigur úr být-
um, þó að sumir láti hinsvegar í
ljós, að Bandarikin muni ekki biða
ósigur. „England hefir þegar tapað
stríðinu,“ segja þeir. „Bandaríkin
taka við breska heimsveldinu. Við
Þjóðverjar höfum aldrei kært okkur
um það.“
Þeir neita því afdráttarlaust að
Þjóðverjar hafi átt upptökin að styrj-
öldinni. „Pólverjar rjeðust á Þýska-
land,“ segja þeir og í rauninni trúa
þeir þessu. Þeir hafa til. að segja
manni hinar ferlegustu tröllasögur
og halda að þær sjeu heilagur sann-
leikur. Þeir segja, að nazistaliermað-
urinn geti ekki dáið eins og aðrir
menn; hann berst til þrautar. Með-
an Þjóðverjar berjast til síðasta
manns á öllum vígstöðvum mun all-
ur heimurinn trúa á ósigranleik
Þýskalands. Það eina nauðsynlega
er að lialda þessari trú við.
Þýsku hermennirnir vita sáralítið
um Gyðingamálin. Þeim er mörgum
ekkert illa við Gyðinga, af þeirri
eiriföldu ástæðu, að þeir liafa aldrei
þekt neina Gyðinga. Þeir lialda að
þeir búi við venjuleg lifskjör á stöð-
um þeim, sem þeir liafa verið flutt-
ir í útlegð á. — Ef einhver minnist
á það, að Bandamenn liafi ráðagerð-
ir um að kenna Þjóðverjum betri
siði eftir stríðið, þá sveia þeir og
fussa. Þegar minst er á að Þjóðverj-
ar falli saman núna, eins og þeir
gerðu 1918, þá hlæja fangarnir:
kjarkurinn er meiri í Þjóðverjum
núna, en hann hefir nokkurntíma
áður verið, segja þeir. Að vísu geta
loftárásir Bandamanna eyðilagt borg-
ir og „drepið nokkrar manneskjur“,
en loftárásirnar stappa stálinu i
Þjóðverja.
Fangarnir eru fálátir hverir við
aðra og sýna litla samúð i sinn hóp;
allir tortryggja þeir granna sína.
Austurrikismaður sagði frá þvi í
mesta sakleysi, að liann liefði stutt
Alþýðuflokkinn að málum árið 1934
og liefði orðið að sitja i fangelsi i
eilt og liálft ár eflir að Þjóðverjar
innlimuðu Austurríki. Þá svaraði
prússneskur fangi, sem á hlýddi.
„Það er ekki furða þó að fýla sje
hjerna siðan þú bættist i hópinn.“
Fangarnir lesa amerísku blöðin,
sem jieir ná i, en þeir trúa ekki einu
orði af því sem i þeim stendur.
Þeir lesa ekki blöðin vegna frjett-
anna, heldur til þess að læra ensku,
eða svo segja þeir að minsta kosti.
En enginn Þjóðverji segir það, sem
honum býr í brjósti. Ef til vill hugs-
ar liann aldrei neitt; það kann að
vera að Hitler hafi rænt liann mögu-
leikanum til að gera það.