Fálkinn - 07.01.1944, Síða 12
12
F Á L Ií I N N
1 5EDRBE5 SIMEHDn i
4 Flæmska BÚÐIN
Þetta gekk alveg fram af lækninum og
hann baðaði út öllum öngum.
„Kvenmaður? .... Góði herra. Dettur yð-
ur í liug að kvenmaður gæti fengið af sjer
að ....?“
„Eruð þjer ekkjumaður, lierra Van de
Weert?“
„Jeg hefi .verið ekkill í tuttugu ár. En sem
betur fer er dóttir mín . . . . “
„Hvaða álit hafið þjer á Josepli Peetej's?"
„Hvað ætti jeg að segja? Þetta er ágætis-
piltur .... Mjer hefði sannarlega þótt vænna
um, að hann liefði lagt fyrir sig læknisfræði,
því að þá hefði hann getað tekið við af mjer
. . . .En svona er það. Hann virðist vera gef-
inn fyrir lög. Og það er gott framtíðarstarf.“
„Hvernig er heilsa hans?“
„Hún er ágæt. Hann hefir að visu orðið
að leggja mikið á sig, og það getur verið að
hann sje dálitið dasaður. Svo er hann svo
skelfing langur. Hann hefir ef til vill verið
of bráðþroska.“
„Það eru engin veikindi i Peetersættinni?“
„Veikindi?“
„Hann lagði svo furðulega áherslu á orðið,
að maður skyldi hafa haldið, að liann hefði
aldrei heyrt arfgenga sjúkdóma nefnda á
nafn.
„Svei mjer, herra fulltrúi, ef jeg er ekki
síeinhissa á þessari spurningu. Þjer hafið
sjeð hana frænku mína, frú Peeters. Ef jeg
væri spurður þá mundi jeg svara að hún yrði
hundrað ára.“
„Og dóttir yðar?“
„Hún er viðkvæmari. Hún hefir það af
henni móður sinni .... Má jeg hjóða yður
vindil?“ ,
Þetta var hreinræktaður Flæmingi. Það
var eins og liann væri kliptur út úr auglýs-
ingamynd fyrir einhvert brennivínsmerkið.
Þykkar, ljósraðuar varir og blá augu, sem
einlægnin og sakleysið skein út úr.
„Og ungfrú Marguerite ætlaði að giftast
Joseph ?“
Svipinn á lækninum þyngdi ofurlítið.
„Já. Við gerðum ráð fyrir að þau giftust
þá og þegar. Ef að ekki þetta .... þetta
óheillavænlega . . . . “
Hann gat ekki fundið rjetta orðið. En
honum fanst þetta einmitt óheillavænlegt.
„Það er einkennilegt, finst yður ekki?“
hjelt hann áfram. „Þau gátu ómögulega skil-
ið hve miklu betra það hefði verið fyrir alla
hlutaðeigendur að stúlkan hefði þegið dálít-
inn lífeyri fyrir sig og barnið, og flutt svo
í annan bæ, ef unt hefði verið .... Sannast
að segja held jeg að það liafi verið bróðir
hennar, sem -var potturinn og pannan í allri
þessari óbilgirni.“
Maigret hafið ekki brjóst í sjer til að for-
dæma liann. Honum var svo bersýnilega
alvara, liann liafði gert þessi boð af góðum
hug. Sakleysi hans hafði gert hann blindan
á liina harðskeyttu raunveru lífsins.
„Að maður nú ekki minnist á, að það varð
aldrei sannað, að Joseph ætti barnið .... Ef
við hefðum getað fundið gott heimili handa
lienni og barninu .. . . “
„Þá hefði dóttir yðar heðið, þangað til
þetta var gengið um garð?“
Van de Weert brosti.
„Hún hefir verið ástfangin af honum síð-
an hún var fjórtán ára. Finst yður það
ekki dásamlegt? .... Og' ekki datt rnjer í
hug að amast við þessu ........ Hafið þjer
fengið eldspítu? .... Ef þjer viljið vit‘
mína einlægu skoðun á málinu, þá lield
jeg að lijer hafi alls ekki verið um glæp að
ræða. Þessi stúlka liefir altaf verið mesta
strákaglenna, og nú mun liún hafa horfið
á brott með einhverjum þeirra. Og svo ger-
ir bróðir hennar sem mest liann getur úr
hvarfinu, í þeirri von að liann geti haft
peninga upp úr því . . . .“
Honum liugkvæmdist ekki að spyrja um
skoðun Maigrets á málinu. Hann þóttist viss
um, að sín skoðun væri rjett. Hann sperti
eyrun þegar hann lieyrði liljóð framan úr
biðslofunni. Sjúklingarnir mundu eflaust
vera farnir að gerast óþolinmóðir.
Og með jafn sakleysislegu augnaráði og
læknisins spurði Maigret síðustu spurning-
arinnar:
„Ilaldið þjer að ungfrú Marguerite sje
fylgikona Josephs?“
Það lá við að Van de Weert yrði reiður.
Blóðið kom fram í æðarnar á enninu. En
sú tilfinning, sem náði yfirliendinni, var
mæðutilfinning yfir því, að nokkur maður
skyldi geta verið svona skilningslaus.
„Marguerite? .... Eruð þjer brjálaður?
.... Hver gæti nokkurntíma liafa getað
látið sjer detta slíkt i hug? .... Að Margue
rite ... .“
Maigret hafði tekið liendinni um hurðar-
húninn, og nú lcvaddi liann án þess svo
mikið sem að brosa og fór út. í húsinu var
sambland lyktar af mat og meðulum. —
Slúlkan, sem skundaði fram til þess að opna
ytri dyrnar var hressileg og sælleg eins og
hún væri nýstigin upp úr baði.
Þegar út kom tók undir eins við rigning
og svað. Flutningabifreiðarnar, sem óku hjá
skvettu for á gangandi fólkið.
Þetta var laugardagur. Það var von á
Joseph Peeters síðdegis, og liann mundi
verða í Givet í kvöld og þangað til annað
kvöld. f Café des Mariniers var rætt af
miklu kappi, þvi að frjettir höfðu borist
um það, frá brúa- og vegamálastjórninni,
að nú væru siglingar leyfðar um ána, frá
landamærunum og alla leið suður til Maas-
tricht.
En einn böggull fylgdi skammrifi: Vegna
þess að straumþunginn var enn svo mikill
i ánni tóku dráttarbátarnir fimtán franka
á tonnið fyrir livern kílómetra, í staðinn
fyrir tíu.
Þarna voru þeir að tala um pramma
með grjótfarmi, sem liafði slitnað upp frá
bakkanum og rekist á einn stöjwlinn undir
Namurbrúnni og sokkið og þvergirt eina
rásina.
„Urðu nokur sljrs?“ spurði Maigret.
„Pranunastjórinn var í laildi, en konan
lians og sonur druknuðu. Hann var að fá
sjer í staupinu, þegar þeir drógu hann út
af kránni. Hann hljóp niður á hakkann, en
það var of seint að gera nokkuð, því að
konan var komin í strenginn . . . . “
Gérard Piedmont kom við leiðinni heim
í matinn. Hann var á hjóli í þetta sinn.
Einni eða tveimur mínútum síðar kom
Macliére, í balcaleið frá flæmsku búðinni,
en þar hafði liann vitanlega ekki sagt frjett-
irnar. Þegar hann gekk fyrir liornið hringdi
hann dyrabjöllunni hjá Piedbæuf. Yfir-
setukonan opnaði, og tók honum með engri
blíðu.
„Svo að þjer liafið setið í fangelsi fyrir
að beita ofbeldi við stúlkur? .... Segið þjer
mjer betur frá því!“
í flestum prömmum á Meuse er lireinlæti
og þrifnaður i íbúðarklefunum eigi minna
en á góðum lieimilum í landi. En þessu var
ekki þannig varið um Etoile Polaire.
Gustave Cassin var ókvæntur, og Jiað
lítið, sem Jirifað var til, annaðist tvítugur
piltur um borð, slagaveikur og ekki með
fullu viti.
Þarna í klefanum var líkt umliorfs eins
og í svínastíu. Gassin var að háma i sig
brauðsneið og kaldan sperðil, sem hann
skolaði niður með flösku af rauðvíni.
Hann var ófyllri en liann átti vanda til,
og liafði nánar gætur á Maigret, og var tals-
verða stund að liugsa sig um hvort hann
ætti að svara.
„í rauninni var alls ekki um ofbeldi að
ræða. Jeg liafði sofið hjá stelpunni tvisvar
eða þrisvar sinnum áður .... Eitt kvöldið
þegar jeg mætti henni á förnum vegi vildi
hún ekki sinna mjer neitt, og sagði að jeg'
væri fullur. Jeg gerði nú ekki annað en að
taka um úlfliðinn á lienni og halda Iienni,
en Jiá æpti hún eins og jeg væri að drepa
hana. Það vildi svo til að nokkrir lögreglu-
Jijónar gengu hjá, og mjer varð Jiað á að
reka einum þeirra utanundir með lmefan-
um og velta lionum upp úr götunni.“
„Fenguð Jijer fimm ár fyrir Jietta?“
„Jeg hjóst við að fá Jiað. Bjeuð stelpu-
tæfan sór að hún liefði aldrei liafl neitt
saman við mig að sælda áður. Sem betur
fór gat jeg leitt nokkuð vitni, og þó að
dómarinn virtist ekki trúa öllu Jiví sem
Jiau sögðu Jiá var mjer stoð í þeim. í raun-
inni mundi jeg ekki liafa fengið nema eilt
ár, ef ekki hefði verið lögreglujijónninn.
Hann lá á spítala í hálfan mánuð . .. .“
«