Fálkinn


Fálkinn - 10.03.1944, Blaðsíða 4

Fálkinn - 10.03.1944, Blaðsíða 4
4 F Á L K I N N LANGFLUGIN YFIR ÚTHðFIN. KRINGUM HNÖTTINN Á 80 DÖGUM ÁriS 1872 skrifáöi franska skáld- ið Jules Verne, sem dó tveimur árum áður en Wlrightbræðurnir komust á loft í fyrsta sinn, bók sem lijet Kringum hnöttinn á 80 dög- um Þetta var liugmyndaflugsæfin- týri, sem iengi var eftirlætisbók lesenda viða um lieim, en fæstir sem lásu bókina á síðustu öld og fyrstu árin á þessari ljetu sig dreyma um, að innan sextíu ára eftir að bókin er komin út mundi reynast liægt að komast kringum hnöttinn á átta dögum. Og margir sem lásu þessa bók i barnæsku njeru sjer um augun þegar þeir sáu í búðarglugga bók sem hjet Kringum )örðina á átta dögum. Wiley Post, sem flaug kringum hnöttinn á 8 dögum. KRINGUM HNÖTTINN Á ÁTTA DÖGUM. Það var engin skáldsaga heldur staðreynd. Bókin sagði frá hinu að- dáanlega flugi Wiley Post og Harold Gatty, sem tókst að komast í kring- um jörðina á rúmri viku. Þetta flug var framkvæmt sjö árum eftir að ftogið var kringum linöttinn í fyrsta skifti, en það flug niuna menn Jijer á landi, því að flugmennirnir stóðu hjer við í 19 (taga. Sá leiðangur var gerður út af sjóher Bandaríkjanna og lögðu fjórar vjelar af stað frá Seattle i Washingtonfylki 1G. april 1924 og komu þangað aftur 28. september, eða eftir 175 daga. Vjelarnar, sem notaðar voru, voru frá Douglas Air- eraft Company, vógu fjórar smá- lestir, voru 50 feta breiðar og höfðu einn 450 ha. Libertyhreyfil. Foringi leiðangursins, Martin majór, rakst á fjall í Alaslca og braut vjelina og önnur hrapaði i sjóinn skamt fyrir sunnan Færeyjar. Tvær komust til Reykjavíkur og þaðan aíla leið vest- ur. Voru það vjelar þeirra Smiths og Erics Nelson, en hann var sænskur að ætt. Wiley Post og fjelagi hans kusu sjer Lockheed-Vega flugvjel í ferðina með 525 lia. Pratt & Whilney hreyfli Þeir kölluðu vjelina Winnie Mae, eft- ir dóttur mannsins, sem Iagði þeim farareyri. Lagt var upp frá Roosevelt-flug- vellinum í New York 24. júni 1931. Flugleiðin öll var 24758 kilómetrar og flugtíminn varð 107 stundir, eða að meðaltali 234 km. á klukkustund, en alls voru þeir 207 tíma 51 min. i ferðinni (átta daga 15 tima og 51 mín.). Þeir styttu flugtímann lcring- um linöttinn um fimtán daga og voru þrettán dögum fljótari en loft- skipið Graf Zeppelin liafði flogið leiðina fljótast> Þessir eru áfangar ieiðarinnar, taldir í enskum milum: New York - Harbor Grace . . 1.132 Harbor Grace - Cliester .... 2.195 Chester - Hannover ............ 534 Hannover - Berlín ............. 154 Berlín. - Moskva .............. 991 Moskva - Novro Sibirsk .... 1.579 Novro Sibirsk - Irkutsk .... 1.055 Irkutsk - Blagovestchensk.. 1.099 Blagovestchdnsk - Khabarovsk 3G1 Khabarovsk - Solomon Beacli 2.500 Solomon Beach - Fairbanks. . 520 Fairbanks - Edmonton .... 1.450 Edmonton - Cleveland........ 1.600 Cleveland - New York .... 394 Howard Hughes flaug kringum hnöttinn vorið 1938, með boðsbréf- in á heimssýningnna í New York. En þessi eineygði fluggarpur, — Wilney Posl var ekki ánægður með þetta afrek sitt og ákvað nú að fljúga kringum hnöttinn einn, og setja nýtt met. Keypti hann nú Winnie Mae og breytti vjelinni og lagði upp frá Bennettvellinum við New York 15. júlí 1933. Hann flaug viðstöðulaust til Berlínar, G300 km. á 25% tíma og var það óviðjafnan- legt afrek. Lcíðin sem hann flaug i þetta sinn var heldur lengri en í fyrra skiftið en til New York kom hann eftir sjö daga, 18 tima og 50 mín. Hann hafði bætt metið um 21 klukkustund. Fyrir þetta fjekk hann gullheiðurspening Al- þjóðaflugfjelagsins. Post þakkaði þennan órangur þvi að liann hafði sjálfvirkan stýrisút- búnað svo að hann gat hvilt sig við og við. En samt var þétta óviðjafn- anlegt afrek, sem Iengi mun verða minst. Árið 1934 komst hann í sömu flugvjel upp i 4.000 feta hæð og var það nýtt hæðarmet. En liæðar- mælirinn bilaði á leiðinni, svo að met þetta var aldrei viðurkennt. Eitt af áhugamálum lians var að fljúga í háloftunum og ná meiri hraða en nær jörðinni. En ekki gengu tilraunir hans í þessa átt að óskum. 1 ógúst 1935 lagði hann upp í flug frá San Francisco ásamt gam- anleikaranum Will Rogers og var ferðinni heitið til Síberiu.. En þeir komust aldrei alla leið. Vjelin hrap- aði og brotnaði í spón skamt frá Point Barrow i Alaska og fórust báðir flugmennirnir. Þetta var 15. ágúst. Þannig lauk einn vaskasti flugmaður veraldarinnar lífi sinu. Point Barrow er á norðurströnd Alaska, fyrir norðan heimsskauta- baug. Var sá staður á allra vörum er Amundsen flaug þar yfir á loft- skipinu Norge er hann var að koma úr fluginu yfir Norðurpólinn I mai 192G. Komu þeir frá Ny Aalesund á Spitzbergen og lentu í Teller á Alaska eftir 71 tima flug. Með Amundsen voru m. a. í ferðinni Umberto Nobile, Lincoln Ellsworth og Riiser Larsen, núverandi yfir- maður norska flughersins. Þeir flugu þessa leið dagana 14.-16. mai. Flugvjelar yfir ð norurpöilf amf g FLUGVJELAR YFIR NORÐURPÓLINN. Fyrsti maðuriiin til þess að fljúga yfir norðurpólinn var R. E. Byrd kapteinn og flugstjóri hans, Floyd Bennet. Þetta gerðu þeir 9. maí Umberto Nobile. aðeins tveimur dögum áður en þeir Amundsen fóru yfir heimskautið á Norge. Tveimur árum síðar ætlaði No- bile að fara samskonar ferð á loft- farinu Italia. Hann var yfir heims- skautinu 28. maí 1928 en daginn eftir rakst loftfarið á ísbreiðuna. — Loftbelgurinn hófst svo til flugs aftur með sjö af áhöfninni og sást aldrei framar, nje þeir sem með honum hurfu. Hálfur mánuður leið þangað til Nobile og fjelagar hans, sem orðið höfðu eftir á ísnum gátu komist í loftskeytasamband við umheiminn. Undireins og frjettist til þeirra brá Amundsen við til að koma keppi- naut sínum til hjálpar og fjekk franska flugvjel til þess að fara með sig norður í höf. Ilann fór fra Bergen 17. júní 1928, en eftir það spurðist ekki til hans. En sænsk ftugvjel bjargaði Nobile og nokkr- um mönnum hans. Hinn 20. júní 1937 koniu þrir rússneskir flugmenn út úr flugvjel á Piersonvelli í Vancouver Barracks í Wasliingtonfylki. Enginn átti von á þeim; þeir liöfðu ætlað sjer til San Francisco en neyðst lil þess að lenda um 900 km. norðar vegna þess að skygni var ekkert. En þeir höfðu flogið 8.480 km. í einni lotu, á 63 tímum og 7 mínútum. Að vísu liöfðu þeir ekki rutt gildandi langflugsmcti, sem Frakk- arnir Codos og Rossi liöfðu sett árið 1933, er þei.r flugu frá New York til Sýrlands, en samt var flug þetta bið merkilegasta í sögunni, jiví að þeir böfðu lagt leið sína frá Moskva yfir norðurheimsskautið og yfir hjarnbreiður norðurhafsins. Á VERÐI í 63 TÍMA. Þetta flug var ítarlega undirbúið. Sovjetstjórnin liafði lengi haft i huga að freista að koma á flugsamgöng- um yfir norðurhöfin, milli Rúss- lands og Bandaríkjanna. í ]iessu augnamiði höfðu veðurfræðingar verið látnir setja upp stöðvar víðs- vegar norður í höfum, og þegar flugmennirnir lögðu upp, í júní, voru þeir allvel fróðir um, livers- konar veðráttu þeir mættu eigu von á. Án þessarar vitneskju liefði flug- ið alls ekki getað tekist, vegna þess að veðurskilvrði i norðurhöfum eru gerólík því, sem pcrist annarsstað- ar ó hnettinum. Flug þetta reyndi mjög á Jirek flugmannanna, því að þeir urðu að vera á varðbergi i sífellu þessa 63 tíma, sem þeir voru á fhiginu. En flugstjórnin tókst svo vel, að flug- mennirnir voru aldrei í minsta vafa um hvar þeir voru staddir. Vjel þeirra liafði aðeins einn lireyfil, 9G0ha., og vóg 11% smálest með fullfermi. Vjelin gat lent bæði á ísi, vatni og velli. Lincoln Ellsworth, stuðningsmaður Amundsehs og samferða honum yf■ ir Norðurpólinn. FRÁ RÚSSLANDI TIL KALIFORNIU Naumast hafði umheiinurinn ver- ið liættur að tala uin þeta flug þeg- ar það var tilkynt, 14. júlí 1937, að önnur sovjetflugvjel liafði lent í San Jacinto í Californiu, eftir að liafa flogið i áfanga frá Moskva á 62 tímum. Hún hafði flogið söniu leið og komist 10.780 km. eða yfir 1600 km. lengra en heimsmet þeirra

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.