Fálkinn


Fálkinn - 10.03.1944, Blaðsíða 7

Fálkinn - 10.03.1944, Blaðsíða 7
F Á L K I N N 7 PISTILL FRÁ HOLYWOOD Margir útlendir flóttameiui voru viðstaddir frumsýninguna á ,,This is the Army“ sem I aul Lukas og Betly Davis leika áðalhlutverkið í. Hjer á myndinni sjest Paul Lukas, til hœgri, vera að tala við j>ýska skáldið Thomas Mann og frú hans. Ofar l. h. : Við frumsýninguna á ,,This is the Army“ voru staddir margir hermenn og horfðu á myndina, sem gerð var um j)á sjálfa. -— Neðar t. h.: Nancy Colenan, viðstödd frumsýninguna á ,,This is the Army“ ásamt tveimur foringjum ár hernum. Þegar írumsýningarkyndlarnir i Hollywood voru kveiktir i tilefni at' sýningu á myndinni „This is the Army“ var munurinn á klæöa- huröi fólksins mikill frá því, sent gerðist á frumsýningum fyrir styrj- öldina. Engin hogaljós frá leikhúsunum vörpuðu hirtufló'öi yfir Hollywood Boulevard. Hvítu hálsbindin og hermelínkragarnir sáust hvergi, það var liorfið eins og margt annað glys fyrri daga. Meiri hluti gesta var i einkennisbúningum, þar á meðal fjöldi l'y.rverandi kvikmyndaleiík- ara og leikstjóra, sem voru staddir ekki langt frá Hollywood. Þarna var Ronald Reagan, með höfuðsmannsmerki á öxlunum, og Jane Wyman i göngufötum, hros- andi og berliöfðuð. Eddy Cantor og Denis Morgan komu í dökkleitum göngufötum. Og þar var líka Jack Warner, maðurinn sem liafði sjeð um töku myndarinnar. Hermanna- hljómsveit ljek fyrir utan Holly- wood Teater, vopnaðar sveitir gengu framhjá og flugvjelar dunuðu í loftinu. Frægt fólk hjelt útvarps- ræður, sem heyrðust um göturnar, og ræðurnar snjerust allar um strið- ið, sigurinn og friðinn. Fyrir striðið voru Hollywood-fje- lögin farin að halda frumsýningar á nýjum kvikmyndum á þeim stað, sem kvikmyndin átti að gerast á, svo framarlega sem liann var innan Bandaríkjanna. Þannig var frum- sýningin á „Gone with the Wind“ höfð í Atlanda í Suður-rikjunum og helstu leikarar, svo sem Vivian Leigh og Clark Gable flugu þangað ásamt David Selznick leikstjóra, til þess að vera viðstödd. Þegar mynd- in „Union Pacific“ var frumsýnd í San Francisco var sjerstök járn- brautarlest leigð til að flytja þang- að leikstjóra, leikara, leikritahöf- unda, teiknara og blaðamenn frá Hollywood.. En vegna striðsins eru frumsýningar nú aðeins í Holly- wood eða New York. Á friðartímum er það siður að setja upp áhorfendapalla meðfram aðalgötunum, svo að áliugafólk geti horft á hina frægu gesti, sem koma á frumsýningarnar. Þá var ávalt hrópað liúrra fyrir Joan Crawford, er lnin kom í minkaloðkápu og með orkídeur, — sömuleiðis fyrir Norma Shearer, sem var með brillí- anta í hárinu, en menn svo sem Peter Lorre og James Cagney komu i sömu fötunum og þeir voru vanir að leika í, en með pípuhatt á höfð- inu. Öll venjuleg gönguumferð var stöðvuð að kveldinu, þar sem frum- sýningin átli að fara fram. Frumsýningarleikhúsin tóku upp á ýmsu til ]>ess að vekja atygli á frumsýningunum. — í: Grauman Chinese-kvikmyndahúsinu, sem er frægast allra kvikmyndahúsa, var óþornuð sementshræra sett i and- dyrið og i hana mótuðu leikarar, sem ljeku í frumsýningarmyndinni för af höndum sínum og fótum i sementið. Djúp liola í einni plöt- unni hjá Grauman kvað vera eftir nefið á John Barrymore. Við frumsýninguna á „This is the Army“ sem er úr hermannalífinu, var ekki að sjá að gestir söknuðu neins af glysinu, sem einkenndi frumsýningarnar i Hollywood fyrir stríðið. Hollywood er stjórnað af heiminum sem þessi staður skemt- ir. Kvikmyndaborgin er í styrjöld og verður það uns yfir lýkur. Striðstímafrumsýningar í Holly- wood eru til þess gerðar a'ð safna fje til ákveðinna þarfa. Frumsýn- ingin á „This is the Army“ hafði sama tilgang og myndin sjálf — að safna fje til ættingja fjærstaddra hermanna. En eftir stríð munu bogaljósin á ný varpa ljóma á himininn yfir VENUS SVARTKLÆDD. Þessi Hotlywood-mynd er af film- stjörnunni Marilyn Maxvell, sem „svartklæddi Venus,“ standandi fyrir framan. hvítabjarnarfeld. .Myndin talar fyrir sjer sjálf. Hollywood Boulevard, frægar hljóm- sveitir munu leika og skrautbúið fólk safnast á frumsýningarnar. TILUAUN MEÐ SATÍN. Lynn fíari leikkona sýnir sig hjer i svörtum satínkjót, einföld- nm að gerð, en þó einkar áferða- fallegum. — Tiskan vestan hafs er nú miklu óbrotnari en áðar. — Stöðvaðist úrið þitt þegar það datt á gólfið? —- Auðvitað. Hjelstu a'ð það mundi halda áfram i gegn? — Jeg liefi aldrei heyrt sagt mis- jafnt orð um þennan bæ. — Jeg býst við þvi að það sje af þvi, að það þykir ljótt að tala um dauða.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.