Fálkinn


Fálkinn - 10.03.1944, Blaðsíða 6

Fálkinn - 10.03.1944, Blaðsíða 6
6 F Á L K I N N - LITLfl SflGfln - Hið besta Barnaskólinn stóö í útjaðri bæjar- ins, byggingin var stór og fögur. — Þetta var nýtísku 'skólahús. í einni kennslustofunni stóð kenn- arinn ennþá við borð sitt. Hann hristi höfuðið gremjulega. Gráa, síða liárið á liöfði hans fauk til, gleraugun lioppuðu á nefinu. Hann kastaði stílabókabunka niður í skúff- una. Kennarinn leit hvössum, rannsak- andi augum yfir nemendahópinn. „Lárus er sá eini sem hefir reikn- að eins og maður. Þið liinir — 28 — eruð meiri og minni — þorsk- liausar. Óánægjusuða heyrðist um allan bekkinn, suða eins og i hundum Jvegar einum úr hundahópnum er gefið kjötbein. Kennarinn tók ekki eftir urrinu. Hann gekk áleiðis til dyranna. En liann staðnæmdist á miðri leið, leit yfir hópinn. „Notið timann vel börnin góð. Það er nauðsynlegt," sagði hann. Svo snjeri hann sjer að dreng i fyrstu röð og mælti: „Hjerna er bókin J)ín, Lárus. Þú hefir fengið hæstu einkunn, sem gefin er. Þú skalt fara heim með bókina. — Klukka hringdi. Skólatíminn þennan dag, var liðinn. Nemendurn- ir fóru út og lijeldu heimleiðis. Lárus hjelt bókinni i hendinni ósegjanlega ánægður og friður fyllti hjarta hans. Hann var duglegasti nemandinn. Fyrir skömmu hafði kennarinn hans sagt við móður Lárusar. „Lárus skilur vel, hugsar fljótt, er næmur og minnisgóður. Hann er besti nemandinn minn.‘ Móðirinn liafði Jjá grátið af gleði. Móðir Lárusar grjet oft af sorg- um sinum. Og Lárus átti ekki æðra mið en að gleðja mömmu sína. Lárus var lítill, grannvaxinn og blóðlítill níu ára snáði nieð litlar kinnar, en langan liáls. Augun voru skær og gáfuleg. Hann var látlaus, næstum feiminn. Hann var í bláum, hreinum bætt- um fötum, með trjeskó á fótunum. Hann var i hálfsokkum og á leik- fimisskóm. Úti var himininn heiður og hæg- ur andvari. Trjen höfðu fellt lauf sin. Lágu laufhrúgur víða. — Lárus tölti heim á leið með reiknings- bókina sína. Hann gekk sem oftast einn sins liðs. Strákarnir stríddu honum svo oft. Þcim var flestum illa við hann vegna liess að liann var efstur í bekknum. Og Jveir fyrir- litu hann fyrir kraftleysi hans. Svo þótti Jæim Lárus huglaus. Hann vildi aldrei berjast við þá. Þeir nefndu hann bleyðu — Lárus leit í kringum sig. Allt sýndist hættulaust. Hann fór aftur að hugsa um móður sína. Hann fór að hlaupa. Hann dansaði af gleði yfir stokk og steina. Nú var liann kominn að veginum sem Já lieirn til hans. En á miðri götunni var stóri hundurinn hans Frans. I.árus Jrekkti Hektor. Eigandi hans liafði ofl verið sektaður fyrir liundinn. En hann ljet þrátt fyrir Jrað liund- inn ganga lausan. Lárus Jrorði ekki að ganga fram lijá Hektor. Hann var svo lirædur við seppa. Lárus stóð á horninu og horfði á hundinn lrar sem liann lá. Að hvaða gagni kom honum nú að vera efstur i bekknum. Þar sem hann var huglaus og hræddur við einn bund. Líklega væri betra að vera stór og sterkur en gáfaður. Yegurinn var mannlaus. Það var komið rökkur. Stormurinn hafði auk ist, og laufið Jjeyttist um allt. — Lárusi leið illa. Hann vissi að móð- ir hans mundi verða hrædd um drenginn sinn. Hann var líka orð- inn svangur. Lárus gekk að planka- girðingu og brast í grát. Hann ætl- aði að lesa Faðirvor og Trúarjátn- inguna, en kunni J>að ekki vel. Og tárin runnu niður kinnarnar. — Lárus leit upp. Hann sá frú Schröd- er hina feitu. Hún var nágranna- kona lians. Hún bar marga bögla og töskur. Vindurinn gerði frúnni örðugt um gang. Hún virtist ætla að missa jafnvægið annað slagið. Lárus var orðinn máttlaus af sulti og ótta. Honum kom til hugar að líklega inundi Ifektor frekar bíta í fætur frú Schröder en hans. -— Fótleggir hans voru berir, en frú- in var í lieilsokkum, svo bil hunds- ins yrði ekki eins sár. Lárus lyfti lnifunni og bauð frú Schröder að hera töskur fyrir hana. Frúin varð fegin og brosti vin- gjarnlega. Lárus hafði alltaf augun á Hektor. Hann gat tæplega geng- ið fyrir hræðslu. Hundurinn kom á móti þeim. — Hann kom nær. — Síðast greip Lárus í pils frúarinnar. Hann svim- aði og það leið yfir hann. Um kvöldið lá Lárus í rúniinu með bakstra við höfuðverknum. — Hann var nokkurnveginn kominn til sjálfs sín. Hann var búinn að borða. Frú Schröder hafði sent Lárusi sælgæti. Það var hann líka búinn með. Er móðir hans kom að rúmi hans spurði liann: „Beit Hoktor frú Schröder?“ „Nei, drengur minn. Hvernig kom þjer það til hugar?“ „Mamma, jeg óskaði að hann biti frúna en ekki mig.“ Móðurinn horfði óttasleginn á hann og lagfærði baksturinn. „Þú ert varla búinn að ná þjer eftir yfirliðið, auminginn.“ „Mammal Álitur þú það ekki allra best að vera góður maður?“ Augu móðurinnar urðu vot af undrun og aðdáun. — „Jú það er rjett Lárus minn, en þú mátt ekki hugsa mikið nú.“ — Vindurinn hvein úti. Lárus breiddi yfirsængina upp yfir höfuð. Hann var ánægður yfir Jivi að Hektor beit ekki frúna. ■— Hann bað guð að gefa sjer æfin- lega góða samvisku. Bað hann að forða sjer að gera öðrum illt. Lárus skildi að gáfur og þrek voru góðar gjafir. En Jiað, að vera góður maður, væri Jió liið besta. Lárus sofnaði með Jiessi orð á vörunum. „Góði guð verndaðu mig frá synd og sorg. Láttu engla þína gæta min.“ Jáh. Scheving þýddi. Hver samdi leikinn, oq hvert er efni hans? Joseph Addison. Dáinn 1719 í Kensington, Englandi. Fæddur 1672 í Milford, Wiltshire á Englandi. JOSEPH ADDISON er kunnugastur nú á tímum fyrir hina ágætu pisla sína um ímyndaða persónu, sem hann nefndi Roger de Cover- ley, en hinsvegar má heita, að eina leikritið sem hann samdi, Cato, sje gleymt af öllum Jiorra manna. Enda er það svo að leik þennan skortir all tilfinnanlega allan dramatískan þunga, svo að nútímamönnum finst einkennilegt, að hann skyldi hljóta jafn mikið lof og varanlegar vin- sældir og raun bar vitni, eftir að hann kom fram í lok 18. aldar. — Þar eru að visu margar fallegar setn- ingar og atriði, sem lirífa hugann, og skapgerðareinkenni, sem lieldra fók þeirra tíma mat mikils. Og Addi- son hafði lag á að haga orðum sín- um þannig í riti, að báðir stjórn- málaflokkar Englands i þá daga töldu leikinn sjer til inntekta og reyndu að lesa úr honum meining- ar, sem þeir gætu notað i áróðurs- skini. Leiknum var tekið með niikl- um fögnuði og var hann þýddur a tungur ýmsra lijóða á meginlandinu. Addison, liinn ágæti blaðamaður, skáld og leikritahöfundur frá 1713 (það ár var Cato sýndur í fyrsta skifti) var allur annar maður en Addison hinn ungi skólapiltur. — Addison stúdent frá Queen College í Oxford og síðar frá Magdalen College var óvenjulega óframfærinn piltur, en eftirtekt vakti liann Jieg- ar í fyrstu fyrir dugnað sinn við námið. Það var ef til vill ófram- færni hans að kenna, samfara fá- tækt og trúhneigð hans, að faðir hans sem sjálfur var prestur, vildi láta hann gerast prest er hann hafði lokið guðfræðiprófi. En l>að vakti athygli á hinum unga manni hve vel liann orkti á latinu, og jók það honum álit heldri manna og varð til þess að hann fjekk styrk af opinberu fje, sem gerði honum kleyft að takast ferð á hendur til meginlandsins. Skömmu eftir að hann kom heim úr þeirri ferð vann Churchill, síðar hertogi af Marlborough hinn minnisverða sigur við Blenheim. Enska klerka- stjettin vildi minnast Jiessa sigurs með ljóði og fól Addison að semja ]>að. Áður en Addison hafði lokið við kvæði J>etta, sem nefnist ,,Tlie Campaign,“ hafði hann lilotið svo mikla frægð fyrir það, að liann fjekk hátt embætti og var síðar skipaður vara-utanríkismálaráðherra. Þurfti hann nú ekki að hafa á- hyggjur af afkomu sinni eftir þetta og fjekk meiri tíma til ritstarfa en áður. í samvinnu við sir Richard Steele fór hann að gefa út tímarit, sem Tatler nefndist. Skömmu eftir að þetta timarit hætti að koma út lióf liann útgáfu annars tímarits, sem varð miklu víðkunnara og nefndist The Spectator. Það var þar, sem Jiessi fræga gerfipersóna Roger de Coverley kom fram á sjón- arsviðið. Jafnframt gaf Addison úl I'jölda smárita um stjórnmál, enn- fremur huganir og kvæði, og svo reit liann einnig þessi árin harm- leik sinn um Calo. Þrátt fyrir þessi störf öll gafst honum tækifæri til þess að taka Jiátt í samkvæmislíf- inu og árið 1716, Jirem árum fyrir dauða sinn kvæntist liann Charlotte greifinju af Warwick. En talið er að J>að lijónaband hafi ekki verið farsælt. Eftirtíð Addisons taldi, að liann hefði gert meira en nokkur annar samtíðarmaður hans lil þess að auka áliuga almennings fyir bókmennt- um. C ATO. Sýndur i London 13. apríl 1713 og var sýndur 35 sinnum í röð. Gerist í JJtiku þar sem Cato gngri hafði bækislöð sina er hann gerði siðustu tilraun sina til þess að hamia gegn Cæsar. RÓMVERSKI öldungaráðsmaðurinn ■ Sempronius er orðinn sann- færður um, að árangurslaust sje að sporna við uppgangi Júlíusar Cæsar. Eigi að síður lofar hann mjög á öldungaráðsfundi þann á- setning Catós hins yngra að verj- ast Cæsari Jiangað til yfir ljúki. . Hefir hann talið ýmsum rómversk- um hermönnum hughvarf og l>eir lofa að styðja liann í uppreistninni. Hann hefir einnig fengið Sypliax, foringja leiguhersins frá Núnidiu, til Jiess að lykja herbúðir Catos inni. En nú liagar svo til, að Júba, hertogi af Marciu, virðir Cato mikils, sem læriföður og kennara. Einnig er Júba ástfanginn af Marciu, dóttur Catos, svo að fortölur Sypliaxar um að Júba hætti stuðningi við Cato, hafa engin áhrif. Til þess að gera allt flóknara, J>á er máluin svo liáttað að Marcus og Portius, synir Catos, eru báðir ástfangnir af Lucíu dóttur Luciusar öldungaráðsmanns, sem er trúr Cató. ITún J>ykist ekki mega særa Marcus með því að taka Portíusi, og hafnar báðum. Cæsar liggur í herbúðum skamt frá Utíku og gerir úl sendiboða ti! Catos og býður honum grið og marg- víslegar sæindir, ef liann leggi niður vopn og gangi svo í lið með sjer. Cato hafnar boðinu og kýs heldur dauða on uppgjöf. En Sampronius hefir, þagar hjer er komið sögu, afráðið að ganga í lið með Cæsari. Hann liefir beðið Marciu dóttur Catos en ekki fengið áheyrn og afræður því að rrena lienni, áður en liann fari í hernaðinn. Með að- stoð Syphaxar dulbýr hann sig i gerfi Júba liertoga, l'ær lífvörð lians að láni hjá Syphax og tekst að kom- ast inn til Marciu. Ilefði ráðagerð hans tekist ef að Júba liefði ekki borið þarna að í sömu svifum. — Júba drepur Sempronius í einvígi og fer síðan til Catos til Jiess að skýra lionuni frá Iivað gerst hafi. Þegar Marcia kemur inn og sjer likið, sem hún heldur að sje lik Júba, verður hún harini lostin. Hún Framhald á bls. 11.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.