Fálkinn


Fálkinn - 10.03.1944, Blaðsíða 8

Fálkinn - 10.03.1944, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N FREDRIK NEBEIj: Ei tt 11101*41 — tvær játning:ar fiTTA er nærri því eins og i gamla daga, sagöi Van Wert, fulltrúinn lijá opinbera ákærandan- um, háðslega. Bent Grove var ekki fyllilega vaknaður ennþá. „Það er víst um ]jað,“ sagði liann. „Það er víst um það.“ Fyrir tveimur árum hafði hann sjálfur verið fulltrúi opin- hera ákærandans, ungur maður, sem framtíðin blasti við. Eftir að hann hafði uppgötvað ýmiskonar spillingu og svik þar á skrifstof- unni spáðu allir honum glæsilegri framtið. En svo varð hann allt í einu að biðjast lausnar frá starf- inu og nú var hann málaflutnings- maður og varð að liafa sig allan við að hafa í sig og á. „Annars er það ekki alveg eins og í gamla daga,“ sagði Van Wert. „Þá voruð það þjer, sem voruð að kryfja mig, en nú er það jeg, sem ber upp spurningarnar. Við meg- úm víst koma inn?“ Grove leit framlijá honum og á tvo .lögreglpþjóna, sem stóðu á hak við liann úti á ganginum. Hann þekti annan þeirra, það var Adler sakalögreglumaður. „Mjer þykir leitt að þurfa að vekja yður svona,“ sagði Wert háðs- lega. Grove settist upp og svaraði engu. Hann horfði á lögreglumennina tvo, sem löhh'uðu um svefnherbergið og inn baðklefann, gægðust inn i klæðaskápinn og undir rúmið. Síðan ransökuðu þeir stofuna, eld- húsið og búrið. „Þetta er gott,“ sagði Van Wert við þá. „Þið getið heðið niðri.“ Adler leit kuldalega á húshónda sinn. Svo sagði hann: „Afsakið ó- næðið herra Grove,“ og gekk hægt úf úr herberginu á eftir stallhróð- ur sínum. Van Wert rendi augunum yfir dökkgrænan gólfdúkinn, heygði sig og tók upp hvítt tuskuslitur og lagði það í öskubakkann. „Þjer skiljið víst ekki að hverju jeg er að gá,“ sagði hann. Svo settist hann og tók upp vindlingaöskju. „Nei,“ sagði Grove. Van Wert bauð honum. „Vind- ling?“ spurði hann. En Grove hristi höfuðið. Van Wert kveikti i vind- lingi. „Jeg er að gá að Júliu Glif- ford,“ sagði hann. „Hafið þjer sjcð hana nýlega?“ „Nei.“ „Hvenær sáuð þjer hana síðast?“ „Fyrir nálægt mánuði síðan.“ Van Wert hugsaði sig um sem snöggvast. „Hafið þjer sjeð mann- inn sem hún er skilin frá, nýlega?“ „Nei.“ „Vitið þjer að' hann er kominn i bæinn?“ „Nei.“ „En það er hann nú,“ sagði Van Wert. „Og jeg get líka sagt yður að hann er dauður.“ Grove horfði á hann. Fyrir tveim- ur árum hafði Osvald Glifford ver- ið rekinn af skrifstofu Grove vegna drykkjuskapar. ,-,Hversvegna sögðuð þjer mjer þetta ekki strax?“ „Maður reynir að segja sorg- arfrjettir sem gætilegast.“ „Mjer er þetta engin sorgarfrjett,“ svaraði Grove. „Er það ekki?“ spurði Van Wert með hlíðri langlundarrödd. „Eruð þjer viss um það. Það ætti þó svo að vera. Hann fanst dauður á heim- ili Juliu Glifford.“ Grove hallaði sjer aftur á bak og andaði djúpt að sjer. Hann var allt í einu orðinn glaðvakandi. — „Hversvegna hjelduð þjer að hún væri hjerna?“ „Hún leitaði húsaskjóls hjá yður eitt kvöld fyrir tveiinur árum?“ Grove horfði fast í augun á hon- um. „Gerið þjer svo vel og talið dálítið skýrar!“. sagði liann. Van Wert hló: „Gott og vel, herra málaflutningsmaður. Osvald Glif- ford fanst myrtur í ihúð fyrverandi konu sinnar fyrir tveimur tímum, nálægt klukkan hálf tólf. Fólkið í íbúðinni á hæðinni fyrir ofan heyrði að eitthvað var mölvað niðri — síðan kom á daginn að það voru diskar — nálægt klukkan ellefu. En svo liðu tuttugu minutur þang- að til að því skildist að eitthvað alvarlegt væri á seiði. Það vakti húsvörðinn og hann fann Glifford liggjandi á eldhúsgólfinu. Adler og Hanson komu á vettvang og Adler símaði lieim til mín. Einn leigjand- inn í húsinu, sem kom heim ná- lægt klukkan ellefu, rakst á Júliu Glifford og var hún þá að fara út úr dyrunum hjá sjer. Getið þjer nú gert yður hugmynd um aðstæðurn- ar?“ Grove horfði á liann og síðan út um gluggann. Hjartað harðist i hrjósti hans. „Jeg liefi þegar komist að raun um,“ Jijelt Van We.rt áfram, „að þjer komuð heim stupdarfjórðungi fyrir ellefu, svo að þjer hafið sönn- un fyrir sýkn yðar. Getið þjer gisk- að á hvar Julia Gliffonl muni vera?“ Grove hristi höfuðið án þess að líla á hann. „Jæja, einhvernvegi nn höfum við upp á henni.“ sagði Van Wert og stóð upp og hneppti að sjer frakk- anum. Hann gekk liægt og hugsandi fram að dyrunum og opnaði. „Ef þjer viljið þiggja heilræði, þá skuluð þjer ekki hlanda yður í þetta mál,“ sagði hann. „Frúin hefir komið yður nægilega í bohba einu sinni.‘ Svo fór hann út og skellti hurðinni. Hálftíma síðar fór Grove inn á veitingahús, sem var opið alla nótt- ina og leit á klukkuna yfir fram- reiðsluhorðinu. Hún var ííu mín- útuf gengin i þrjú. Hann hað uiii kaffiholla og drakk liann sykur- og rjómalausan. Svo fór hann inn í símaklefann á horninu á veitingá- salnum og símaði til Edvards, hróð- ur Júliu. Þar var ekki svarað og símaði hann þá í Park 1892. „Greta — er Júlia þarna?“ spurði hann óðamála. „Júlia — hvernig |>að? Nei hvern tala jeg við?“ „Bent Grove.“ „Greta, lieyrðu er Júlia ekki hjá þjer? Þjer er óhælt að svara. Jeg hringi úr sjálfsala." „Bent, jeg sagði að — jeg var að enda við að segja að — “ „Jeg kem til þín að vörmu spori,“ sagði hann og lagði tólið á. Hann flýtti sjer út á götuna og náði í bifreið. Greta Lindberg, eldri systir Júliu opnaði dyrnar þegar hann hringdi bjöllunni, og hann gat sjeð á andliti hennar að hann liafði getið sjer rjett til. „Hvar er liún?“ sagði hann. „Bent, liún — liún grátbændi mig um að segja ekki að hún væri hjerná.“ „Hvar er hún?“ "LJÖN sat inn i stofunni —• hún var enn fölari en hún átli vanda til, fanst honum. Grove heils- aði henni rólega og ljct eins og ekkert væri um að vera. Hún livisl- aði er liún spurði: „Hvernig hefir ]iú komist að því?“ „Van Wert sagði mjer það.“ Það heyrðist ekki nokkurt hljóð frá Júliu, en liún tók háðum liönd- um fyrir augun. Greta settist þegj- andi, eins og liún væri hrædd um að trufla einhvern. „Hvað sagði hann?“ „Að einn al' leigendunum hefði sjeð Júliu koma út úr íbúðinni í sömu svifum og Osvald var myrtur.“ Júlia starði út í bláinn. „Þú hefð- ir ekki átt að koma hingað, Bent. Þú mátt ekki blanda þjer i þetta inál.“ Hreimurinn í rödd hennar var svo vonlans að honum rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Hann hugsaði: Ef hún hefði gifst mjer, ef hún liefði viljað falla frá þeirri hugsun að hún hafði eyðilagt fram- tíð mína með því, þá hefði þetta aldrei komið fyrir. „Það stoðar ekki hvað þú segir, Júlia. Jeg verð hjerna.“ Hann færði stól til hennar, settist og tók uin báðar hendur liennar. „Þeir koma og rannsaka hvort þú sjert hjerna,“ sagði hann ró- lega. „Þú verður að vera við því húin. Segðu mjer, Júlía. Opnaðir þú fyrir honum?“ Hún liristi höfuðið. „Hvernig komst hann þá inn?“ „Hann hlýtur að liafa haft lykil — síðan við bjuggum saman.“ „Hann hafði engan rjett lil að nota hann. Hvað gerði hann? Kjeðist hann á þig?“ Varir hennar titruðu, svo leiftr- aði skelfingin úr augunum á henni og hún stóð upp og gekk út að dyrunum. Greta stöðvaði haiia og' lijelt henni. „Júlia — Júlia! sagði hún hiðjandi. „Slepptu mjer!“ hrópaði Júlía. „Jeg vil ekki tala um það. Jeg get ekki talað um það. Jeg átti hendur mínar að verja. Hann hafði engan rjett til þess að koma. Hann....“ Nú var hringt. Grove leit upp. „Það er best að þú opnir, Greta, sagði liann. AJLER sakamálafulltrúi kom inn í stofuna. Hann var mjög alvar- legur. Leit snöggvast á Grove án þess að breyta um svip, svo snjeri hann sjer að Júliu. „Frú Glifford?" spurði hann. Hún kinkaði kolli. Stóð kyrr og' heit á vörina. „Lögregluna langar lil ]>ess að leggja fyrir yður nokkrar spurn- ingar á stöðinni." „Ekki annað, Adler?“ — spurði Grove. „Nei, ekki annað. Við höfum náð í bróður hennar og hann hefir með-. gengið að hafa myrt Glil'ford.“ Greta fór að gráta. En augu Júliu skutu gneistum. „Hann segir það ósatt. Það var jeg sem myrti hann. Hann braust inn til mín og jeg drap liánn.” Adler horfði alvarlega á hana. „Gáfuð |ijer honuní glóðarauga fyrst frú? Og eru þeir eftir yður mar- hlettirnir sem cru á kinnunum og kjálkunum á honum?“ Hann færði sig nær henni, tók um hendurnar á henni og horfði á þær. „Nei, frú, það er ekki hægt með þessum hönd- nm.“ Hún kipti að sjer höndunum i ákafa. „Jeg veit hest hvað jeg geri sjálf,“ sagði hún reið. „Vitaníega," sagði Adler kurteis- lega. „Kvikmyndahúsið þarna rjett lijá yður lauk sýningu rjettum fiuim minútum yfir klukkan ellefu, og dyravörðurinn sá yður fara út af sýningunni ])á. Hávaðinn heima hjá yður heyrðist ldukkan ellefu. Það er ekki minna en fimm mín- útna gangur heim lil yðar. Svo að þjer hafið fullkomna fjarverusönn- un. Viljið þjer nú ná i kápuna yðar, frú Glifford?“ Grove fór með Júlíu fr’am í and- dyrið. „Hvað hefir gerst?“ spurði liann. „Edvard hróðir minn kom heim lil mín og bað mig um að mega nota ritvjelina mína dálitla stund, og svo fór jeg í kvikmyndalnisið. — • Þegar jeg kom heim lá Osvald á gólfinu frami i eldhúsi með gal- opin, starandi augu. Edvard var farinn. Jeg reyndi að sima lil hans en fjekk ekki neitt svar.“ Hún þreif í handlegginn á Grove. „Bent, það er liklegt að jeg sleppi betur en hann, heldur þú l>að ekki?“ „Svo það er þessvegna, sem þú tókst á þig sökina?“ sagði liann. A JLER fór með Grove inn í litla •**■ skrifstofu og sagði :■ „Við getum heðið hjérna inni meðan fulltrúinn yfirheyrir liana. Fáið

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.