Fálkinn


Fálkinn - 10.03.1944, Blaðsíða 10

Fálkinn - 10.03.1944, Blaðsíða 10
10 F Á L K I N N YNG/fll US&NbURNÍft Alfurinn sem ekki gat falið sig ÍGAMLA DAGA var krökl af alls- konar kynjaverum lijerna í ver- öldinni, — eins og þú veist, risum og dvergum, tröllum og nornum, jólasveinum og úlfum og margskon- ar öSrum iýÖ. En nú er allt þetta horfiö e'ða aö minsta kosli hefir lryskið falið sig svo vel, að það er skélfing erfitt að finna það. En stundum frjettist þó eitthvað af því, og hjerna skal jeg segja ykkur söguna af álfinum sem ekki gat týnst. Hann hjet Hopsi og var kátur, feitur og hnellinn álfastrákur, sem var eins og aðrir álfar og gat gerl galdra og sjónhverfingar ekki síður en þeir. — Já, og svo er hann líka svo duglegur að hjálpa okkur i skógin- um sögðu skógarálfarnir. — Hann hýr svo vel um litlu laufblöðin á haustin í brúnu hnúðunum, að það er hœgt að geyma þau þangað til að vori, og liann hjálpar blómunum til þess að vaxa upp úr moldinni. — Og hann kennir gauknum að gala og næturgalanum að syngja, — sagði lítil og lagleg álfamær, — já, hann Hopsi er duglegur. — En hann getur bara ekki falið sig, sögðu þeir svo allir og' hristu höfuðið. — Það er merkilegt, hvað skyidi koma til þess? Nú veistu það líklega að álfar og huldufólk og þesskonar verur geta falið sig undireins og mannlegt auga lítur á þá. Þess vegna er það, sem fullorðið fólk segir, að huldufólk og álfar sjeu ekki til — það sjer það nefnilega ekki. En það er oft, sem álfarnir eru ekkert liræddir við börn, svo að þeir flýta sjer ekki að gera sig ósýnilega þó að litill dreng ur eða telpa kom auga á þá. Þess- vegna vita börnin oft ofurvel, að þau hafa sjeð álf, jafnvel þó að þeir fullorðnu segi, að þetla hafi ekki verið annað en steinn, sem birtan hafi fallið einkennilega á En að álfur geti alls ekki gerl sig ósýnilegan — það tók tngu tali. Hugsum okkur ef einhver maður finndi svoleiðis álf, og vildi ekki sleppa honum aftur. — Það er nokkuð sem heitir gripa- safn, sagði gamall og vitur jóla- sveinn, sem hafði verið i bænum í mörg ár. — Þar raða mennirnir allskonar skritnum hlutum, sem þeim finnst vera skritnir — þar eru bæði steinar og gömul vopn, kistur og bátaj-, drykkjarhorn úr gulli og silfurker — liugsum okkur ef þeir næðu í hann Hops og settu hann innan um allt þetta. Hopsi skalf af hræðslu við til- hugsunina — liann vildi heldur vera frjáls og leika sjer i skóginum við kunningja sína. Svo flýtti liann sjer að lítilli tjörn, skamt frá og fór að æfa sig i að gera sig ósýni- legan; en hann varð sí og æ vand- ræðalegri því að hann sá alltai' spegilmynd sína í tjörninni — og þá var hann ekki horfinn á meðan. 1V"J 'J VAR konungur í landinu í þá ' daga, og hann átti litla dóttur sem liafði alist up'p við mikið eftir- læti. Annars var þetta allra besta skinn, og það gerir ekki svo mikið til jjó maður alist upp við dálæti ef maður er góður og vel innrættur. Hana tangaði svo skelfing mikið til þess að sjá álf, og hún sagði föð- ur sínum frá þessu — það var það eina sem liana langaði í í afmælis- gjöf. — Þessa ósk skalt þú fá uppfyllta svo framariega sem jeg get, sagði kongurinn. Og svo Ijet liann undir- eins auglýsa, að sá, sem gæti sýnt prinsessunni reglulegan lifandi álf, skyldi fá glæsileg verðlaun. Nú komu skilaboð til álfakonungs- ins, að mannakonungurinn hefði lofað háum verðlaunum hverjum þeim, sem gæti sýnt dóttur lians reglulegan álf. En álfakongurinn og ráðgjafar lians góndu liver á annan og SÖgðll — Kanske mannakongurinn vilji gefa okkur engið stóra, mýrina og skóginn fyrir handan fjallið? Það yæri inndæll staður ef að við fengj- um að eiga hann í friði svo að eng- inn týndi blóm þar eða færi á veið- ar, eða kæmi þangað syngjandi og trallandi — ef að við fengjum að hafa þennan stað fyrir okkur sjálfa þá væri það ljómandi gott. — Við skulum senda álf undir eins, svo að prinsessan geti sjeð hann, sagði kongurinn. Og svo var það gert. En þvi miður liurfu álfarnir, sem sendir voru, svo fljótt — þeir gátu blátt áfram ekki verið sýni- legir nema augnablik. Og þá fór hún að gráta og sagði: — Það var ekki svona, sem jeg vildi sjá þá — jeg kæri mig ekkert um það. Jeg vil sjá álfinn almenni- lega, en ekki í svip. — Já, þið fáið ekki engið og mýr- ina og skóginn nema þið gerið eins og dóttir min segir. sagði maniia- konungurinn, og það þótti áfunum ekki gaman. Hopsi vissi ekkert um þetta, því að hann var atllaf að æfa sig í að hverfa, en loksins kom einhver og sagði honum livað var á seiði. Og nú flýtti Hopsi sjer til konungsins og ráðgjafanna. — Herra konungur! kallaði Hopsi. — Jeg get gert það. Jeg get sýnt mig prin^essunni eins Jengi og hver vill. —AJveg rjett, sagði kongurinn, . það getur þú. Farðu þá og gerðu það. Ef þú færð engið. mýrina og skóginn fyrir, ])á skal jeg gera þig að ridara af skjaldbökuorðunni og þú mátt ríða henni hvert sem þú vilt. Hopsi hljóp af stað og þegar að prinsessan sá hann varð luin svo hrifin, að kongurinn gaf álfunum ailt, sem þeir báðu hann um. Hopsi varð líka að lofa prinsessunni að koma ol't og heimsækja hana, og það gerði liann. Upp l'rá þeim degi var Hopsi altaf á þönum milli fólks, sem lang- aði til þess að sjá álfa. Og þess- vegna er það trúlegt, að ýmsir seg- ist hafa sjeð álfa. — En þegar spurt er livar hann sje þá er hann liorf- inn aftur. Því að Hopsi verður að hlaupa lieimsendanna á milli - allsstaðar eru börn, sem langar til að sjú hann, og altaf er Hopsi í góðu skapi því að hann er eini álfurinn, sem aldrei hverfur. — Hvað ertu búinn að veiða marga? spurði ungur maður svert- ingja, sem stóð á árbakkanum með veiðistöng. Svertinginn svaraði: — Ef jeg næ í þennan, sem jeg er að eltast við núna, og svo tvo í viðbót, er jeg búinn að fá þrjá. S k r í 11 u r. _______________________i — Mikið á melurinn leiðinlega daga. Hann er í loðkápum allt sum- arið, en á baðfötum á vetrum. - Hvernig fór með manninn, sem reyndi að falsa nafnið þitt á ávísun? — Hann var sendur í skoðun til geðveikralæknis. o — Er óliætt að trúa þjer fyrir leyndarmáli? — Vissulega. Jeg er þögull eins og gröfinn. — Jæja, mjer bráðliggur á tuttugu krónum. — Vertu rólegur. Jeg skai táta eins og jeg hafi ekki heyrt það. Ef eg' gæti bara gifst ein- hverri ríkri stúlku, mundi jeg ekki hafa neinar peningaáhyggjur fram- vegis. —Hversvegna gerir þú það þá ekki? - Af því að konan mín mundi setja allt á annan endan ef jeg gerði það. — Þú.þekkir hann stóra Brand slátrara. Hvað heldur þú að liann vegi? — Það get jeg ekki giskað á. — Segðu mjer það! — Hann vegur kel. —■ Hvernig fór hann Friggi að tapa öllum peningunum sínum. Á forgangshlutabrjefum? — Nei, á forgangshlutastúlkum. —Þegar jeg fæ inflúensu kaupi jeg flösku af wisky við henni, og eftir klukkutíma er hún farin. —. Það er stuttur tími til að losna við inflúensu á. — Nei, ekki inflúensan. Það er flaskan sem er farin. Jeg á afar sjafdgæfa byssu, sem einu sini var i eigu Snorra Sturlusonar. — En það voru engar byssur til i tíð Snorra Sturlusonar. — Þessvegna er hún líka svo sjaldgæf. — Hvgð Ijet hann Pjetur ríki mikið eftir sig þegar hann dó? — Allt sem hann átti. Hann tók ekkert með sjer. — Svo að þjer hafið unnið yður neðan frá og upp úr. — Já, jeg byrjaði sem skóburst- ari en er nú hárgreiðslumaður. — Hversvegna er það ómögu- legt fyrir konur að verða Band- aríkjaforseti? — Vegna þess að til l>ess að verða forseti verður maður að vera rninst þrjátíu og fimm ára gamall. — Þú segir að liann liafi afar mikið sjálfstraust? — Já, liann leysir ineira að segja krossgáturnar með jienna og lileki. Haltó Nonni. Ertu að veiða? Nei, jeg er að drekkja maðki. „Þjer ljúgið svo klaufalega,“ sagði dómarinn við ákærða, “að jeg ráð- legg yður í mestu einlægni, að fá vður lögfræðing til aðstoðar." Skrambi er jeg nú illa staddur. Mig vantar tilfinnanlega fimtíu krón- ur og jeg get ekki lnigsað mjer hvar jeg eigi að fá þær. — Það þykir mjer vænt um að lieyra. Jeg var hræddur um að þú hefðir hugsað þjer að fá þær hjá mjer.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.