Fálkinn


Fálkinn - 26.05.1944, Blaðsíða 3

Fálkinn - 26.05.1944, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavik. Simi 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 BlaðiS kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðis fyrirfram HERBERTSprent. SKRADDARAÞANKAR „Hvar þú hittir fátækan, á förn- um vegi,“ segir skáldið gamla. — „Gerðu ’onum gott en grætt’an eigi. Gpð mun launa á efsta degi“. Það var nú ekki i sambandi við fátæklinga og ölmusuit}enn — en þeir voru margir á dögum Hallgríms Passiusálmaskálds — sem mjer duttu i hug þessi orð. Það var í sambandi við annað. í sambandi við „íþrótt” svokallaða, sem ýmsir ungir gikkir hafa tamið sjer nú um allmörg ár, en liún er sú að koma hræsnandi á tal við geðbilaða menn, „rekja úr þeim garnirnar“ og hlægja að til- svörum þeirra, og glæpa þá siðan til að setja á prent ýiniskonar vit- leysu, sem að svo má nota sem sönnunargagn fyrir því, hvert sje andlegt ástand sjúklingsins. Fyrir mörgum árum hvað svo rammt að þessu, að maður, sem alls eigi var talinn fullvita, var gerð- ur að ritstjóra málgagns eins, sem notað var til pólitisks áróðurs. — Ritstjórinn kunni ekki að skrifa nafnið sitt, og var þetta sannað svart á hvítu, þegar blaðið var notað til áróðurs ákveðinna spell- gerða, innan stjórnmálaflokks eins í Reykjavík. En þar vissu allir þetta — og þessvegna sálgaðist þetta veg- lega fyrirtæki. Maður skyldi halda, að svona til- felli skrílmenningar kæmi ekki fyrir hjá neinni þjóð, sem menntaða telur sig, — sjerstaklega ef þjóðin er smá. En nú hefir slikt gerst í annað sinn. Hjer á i hlut einstaklega prúður og hægur sjúklingur, sem ætti að vera i góðra manna lióp eingöngu. En hann hefir lent í þorparahóp — i sjálfum höfuðstað landsins. Honum eru skrifuð fölsuð brjef, það er log- ið að lionum, honum er talin trú um að liann sje allt annar maður en hann er. Og, vegna þess að hann er veiklaður á sálinni, þá trúir hann þorpurunum. ——-i — Einu sinni missti maður unga telpu, sem lianh unni. Það fór með hann. Man nokkur eftir Gunnari, syni „majorskan11 í en „Herrgárds- historia“. Sagan hefir verið hjer á bió og ætti að sýnast á hverju ári, þessum uppvaxandi andans mönn- um, sem liafa gaman af, að gantast og gabba manninn, sem misti dóm- greind á þorpurum þegar hann varð fyrir sorg. Glæsileg þjóðaratkæða- greiðsla 20. - 23. maí 97-98°|0 íslensku þjóðar- innar gengur að kjörborði öldruð kona greiðir atkvæði. Þessa dagana eru að verða mikilsvei’ð þáttaskifti í sögu ís- lensku þjóðarinnar. Þann 17. júní n. k. verður stofnað lýð- veldi á íslandi og fullveldið, sem ísiendingar afsöluðu sjer 1262 að fullu endurlieimt. Þjóðaratkvæðagreiðslan, sem fram fór um sambandsslit við Danmörku og lýðveldisstjórn- arskrána dagana 20.—23. maí s.l., bar vott um sterkan og ein- dregin sjálfstæðisvilja þjóðar- innar. Þátttakan varð svo góð, að einsdæmi mun vera í lýð- frjálsu landi. í tveimur kjör- dæmum, Seyðisfirði og Vestur- Skaftafellssýslu, varð þátttakan 100%, — allir atkvæðisbærir menn kusu. Og í þriðja kjör- dæminu, Dalasýslu, hinu gamla kjördæmi Bjarna frá Vogi, vantaði aðeins einn kjósanda til þess, að kjörsóknin yrði 100%. Fjöldi hreppa, víðsveg- ar á landinu, náðu hinu eftir- sótta takmarki, 100% kjörsókn. Þjóðaratkvæðagreiðslan setti mjög blæ sinn á byggðir og bæi landsins þessa daga. Állir töl- uðu um kosningarnar, spáðu og bollalögðu, og mörgum brann kapp í kinn og vildu, að vegur síns kjördæmis yrði sem mestur í kjörsókninni. Hér í höfuðstaðnum var allt á ferð og flugi. Kosið var í Mið- bæjarbarnaskólanum, svo sein venja er til, en kosningaskrif- stofan var í Listamannaskálan- um. Aragrúi bifreiða var í þjón- ustu kosninganna til að flytja fólk á kjörstað, einkum þá, sem gamlir voru og lasburða. Gamla fólkið ljet ekki sitt eftir tiggja, enda greiddu 96% at- kvæði i Reykjavik, og er það prýðileg þátttaka í slíku fjöl- menni. Eftir þvi, sem á leið atkvæða- greiðsluna, fjölgaði bjarkarlauf- unum á brjóstum manna, og var auðsjeð, að mörgum var á- nægja að því að bera þetta smekklega merki lýðveldiskosn- inganna. Það setti mjög svip á Reykja- víkurborg kosningadagana, og svo mun hafa verið annarsstað- ar á landinu, að fánar sáust ó- venju víða. Allir bílar liöfðu lít- inn fána á lítilli stöng og fjöldi húseigenda og húsráðenda setti fánastengur á hús sín, og þar sem ekki voru stengur á húsum, Frh. á bls. H. T. v.: Regkvikingar ganga að kjörborði. — T. h.: Gajnall mtaður kýs heima hjá sjer.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.