Fálkinn


Fálkinn - 26.05.1944, Blaðsíða 5

Fálkinn - 26.05.1944, Blaðsíða 5
F Á L K I N N 5 i — Herra Jón, spurði maður einn klæSskerann sinn. — Hvernig stend- ur á þvi, að þjer hafið ekki rukkað mig um þetta, sem jeg skulda yður? — Jeg rukka aldrei hei.ðarlegá menn um skuld. svaraði hinn. — Er það satt? En hvcvnig fer þá ef maður horgar ekki? — Þá fer það svo og eftir hæfi- lega iangan tíma ákveð jeg, livort maðurinn er heiðarlegur eða ekki, svaraði skraddarinn. Virkjamikil kona var stödd á útsölu í kvennabúð og ljet sýna sjer allt, en ekkert var við hennar hæfi. Og vesalings afgreiðslustúlkan var í standandi vandræðum með hana, og vissi ekki hvað hún átti af sjer að gera. — Hafið þjer þá ekkert hjerna, sem passar mjer? sagði feita frúin. — Jú, ef þjer vilduð gera svo vei að fara í hina deildina. Þar eru seldar regnhlífar og vasaklútar. Þeir læra það, seirw þá lystir. MijntJin er úr lestrarsal í enskum unglingaskóla. Jafnframt skyldunámsgreinum er drengjunum gefinn kostur á að leggja stund á einhverja þá námsgrein, sem þeir hafa sjerstakan áhuga á, og getur komið þeim að gagni í því, sem þeir œtla að gera sjer að lífsstarfi. Þarna hafa þeir gott bókasafn til afnota og ennfremur leiðbeinanda, sem gefur þeim skýringu á því, sem þeim þykir torskilið. Þessi hiuti námsins miðar að þvt að veita þeim undirslöðumenntun i ákveðinni grein, áður en þeir fara úr skólanum. Frá innrásinni í Ítalíu. * * Myndin er af einum flugvellinum i ítaliu skömmu eftir inn- rásina. — Svona leit flugvölluri.nn út eftir að sveit úr 8. hernum hafði náð honum á sitt vald. Það er flugvöllur við Reggio, sem sýndur er á miyndinni. Tvibýlishús og (t.v.) fleirbýlishús í „garðabæ“ í úthverfi enskrar verksmiðju- borgar. Trjágróðurinn er skammt á veg kominn því að húsin eru ný. á rafmagninu sem orkulind i stað kola og gufuvjela. Breskir verksmiðjubæir eru yfirleitt mjög stórir, og nú hafa íbúðar- hverfin yfirleitt verið byggð i útjöðrum þeirra, í stórum garða hverfum, sem rúma allt að 5000 íbúðir og hafa sína eigin skóla, verslanir, kirkjur, kvikmynda- hús og leikhús og því um likt. 0g nú er næst fyrir liendi að notfæra sjer þá reynslu, sem fengist hefir og endurbyggja samkvæmt henni þannig að not- færar verði nýjustu uppgötvan- ir á þessu sviði. Húsagerðar- meistararnir og skipulagsfræð- ingarnir starfa að kappi að því að þaulhugsa það besta, sem liægt sje að framkvæma í þá átt að gera heimilin enn vist- legri og hollari en .þau hafa hingað til verið. „Garðabær“ með röð af eiitbylishusum. Þessi h-ús hafa ölt meira en fjögra herbergja ibúðir. Baltimore-vjel í árásarferð. Viðureignin á Italiu gengur hœgt og seint, svo að varla getur heitið að nokkrar breytingar hafi orðið á vigstöðvunum þar i nokkra mánuði. En þó fer fjarri því, að þar sje ekkert að- hafst. Einn aðal liðurinn í aðgerðum bandamanria cr sá að reyna að eyðiteggja samgöngukerfi Þjóðverja og torvelda þann- ig aðflutninga þeirra að norðan. Til þessa eru notaðar flug- vjelar, sem varpa sprengjum á vegamót, brýr og flutningamið- stöðvar. Hjer á myndinni sjest Baltimore-flugvjet, og undir henni er sprengja að falla á þjóðbrautinu milli Róm ag Pescara, milli staðanna Avezzano og Popoli.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.