Fálkinn


Fálkinn - 26.05.1944, Blaðsíða 4

Fálkinn - 26.05.1944, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN Á auffum lóðum inni i stórborgunum eru bijggö stórhýsi fyrir sambýli. Þessi mynd er af tiltölulega nýrri íbúðarbyggingu í London. Stór garffur er á milli húsálmanna, í stað hinna þröngu bakhúsagarða, sem áður tíðkuðust. Húsagerð í Bretlandi 1 eftirfarandi grein skrifar Elizabeth Denby um ýmsar nýjar stefn- ur, sem komið hafa fram í húsagerð í Bretlandi á síðari árum. Og þrátt fyrir stríðið er nú meira rætt um þessi mál í Bretlandi en nokkru sinni fyrr. Því að undireins og ófriðnum lýkur, bíður þjóð- arinnar eigi aðeins það verkefni að byggja upp hús í stað allra þeirra, sem lögð hafa verið í rúst, heldur einnig að byggja ný hús í stað óhollra og úreltra. Síðustu tuttugu árin hafa meira en 4 y2 miljón íbúðir verið byggðar í Bretlandi, eða helmingur af því, sem til var i öllu landinu árið 1911, og um fjórðungur landsbúa hefir á þann hátt fengið nýtt þak yfir höfuðið á þessu tímabili. Það eru byggingafjelögin, sem hafa lagt fram fje til þess að byggja meira en 2 miljónir af þessum íbúðum. Hafa þau lánað fje með lágum vöxtum, þegar fólk eigi hafði handbært fje til þess að byggja sjer þak yfir höfuöið. En nær tvær .miljónir íbúðir af afganginum hafa verið byggðar af bæjar- og borgarstjórnum með beinum styrk frá ríkinu, svo að hægt væri að leigja hús- in við vægri leigu, fólki, sem bjó í ljelegum íbúðum og við slæman leigumála, eða átti heima í yfir- fullum íbúðum iðnborganna, og ekki var þess umkomið að eign- ast hús sjálft. Dálítið af þessum nýju hús- um var byggt inni í stóru borg- unum, sem sambýlishús og sam- byggð, eins og víðast tiðkast enn í Evrópu. Langsamlegur meiri hluti húsanna var reist í útjöðr- um borganna með þeim hætti, sem mjög hefir tiðkast i Bret- landi — það er að segja: sem einbýlishús með garði í kring — eða sem garðhúsahverfi. Stjórn- in tók mjög ákveðna stefnu í þessu máli. Hún hefir haldið fram einbýlishúsafyi’irkomulag- inu og krafist þess að rúmt væri um húsin, en einbeitt sjer gegn þvi að kakka saman fólki í háum húsum og þröngum götum, eins og fyr var siður í iðnaðai’borgum. Svo að síðustu tuttugu árin liefir það verið sjaldgæft, að leyft hafi verið að byggja meira en tólf íbúðir á einni ekru lands (0,4 liektara) jafnvel í helstu vei-ksmiðjubæj- um, eða meira en átta íbúðir í þorþum, á ekru hverri, en með því móti er talið, að hvert heim- ili geti ræktað handa sjer nægi- legt grænmeti og eitthvað af blómum. Þá er þess einnig vandlega gætt að hver fjölskylda njóti eigi aðeins nægilegrar birtu í íbúð sinni og að loftgott sje kringum húsið, heldur og að eigi sje of þröngt^um fóllcið í íbúðinni. — Samkvæmt lögum verður hverri íbúð að fylgja setustofa og svo nægilegt af svefnherbergjum, þannig að eigi þurfi að kássa fólkinu saman. Einnig eldhús hæfilega stórt, baðklefi og snyrtiklefi, þvotta- hús og1 eldiviðargeymsla, þvotta- ura herbergja íbúð — en það er venjulegast um einbýlshús — eru eigi minni en 86 fermetrar að grunnfleti, en þriggja her- bergja liús 73 fermetrar, en þess má geta til skýringar, að þegar talað er um þriggja eða fjögra herbergja íbúð eru að- eins talin íbúðarherbergin; for- stofa, eldhús og baðherbergi eru ekki talin með, því að þau eru talin fylgja hverri ibúð, hvort sem hún er stór eða lítil. Það er vert að taka það fram, að Bretar hafa ávalt lagt mikið upp úr því að hafa sæmilegt olnbogarúm í heimahúsum, enda eru þeir heimakærir. Skýrslur, sem Breska stjórnin Ijet gera árið 1936 um ofþrengsli í íbúð- um sýndi að þau voru eigi nema 3,8% af öllum íbúðum í land- inu, sem voru raunverulega of- setnar, og að lielmingur af allri verkamannastjett Breta bjuggu í svo rúmgóðum íbúðum, að fjölga hefði mátt um helming án þess að farið hefði fram úr hámarki því, sem með lögum er sett um þjettbýli í íbúðum. í rauninni háttar húsnæðis- málum i Bretlandi allt öðru- vísi en tíðast er um önnur lönd i Evrópu. Þetta á rót sína að rekja til iðnaðarbyltingarinnar fyrir liundrað og fimtíu árum, þegar ágætar vísindalegar upp- götvanir koinu til sögunnar, er ollu því að fólkið dróst saman í þjettbýli og nýjar borgir mynd- uðust kringum verksmiðjurnar, námurnar og járnbrautarstöðv- arnar. Þessu fylgdi og mikil mannfjölgun, því að frá árinu 1821 til 1936 fjölgaði fólkinu úr fjórtán miljónum lijip i fjöru tíu og sjö. f raun rjettri er England nú þjettbýlasta landið i Evrópu. Þegar liinar miklu iðnaðar- borgir risu upp var engin reynsla fyrir hendi, sem hægt væri að byggja á fyrirkomulag slíkra borga eða liafa til leið- beiningar, þegar sjá átti fyrir aðbúð þeirra hundraða þús- unda, sem fóru að starfa í iðn- aðinum. Síðan varð að fara að setja lög um verksmiðjur og koma á sæmilegri tilhögun verksmiðjuborganna. Það varð að sjá fyrir vatnsveitum, frá- rensli flutningum, löggæslu Ijósi og liita og fyrir liollri meðferð matvæla — óteljandi voru þau verkefni, sem biðu úrlausnar. Breskir liúsameistarar og bæjar- skipuleggjendui' eru enn að glima við þau viðfangsefni, er iðnaðarbyltingin hafði i för með sjer forðum daga. Til þessa telst til dæmis það, að ráða bót á óhreinindunum og kolareykj- um, sem þeir bSejir þekkja varla til, sem byggja iðnað sinn Hjer. er sýnd svonefnd „einsherbergjaibúð“, ætluð fyrir ein- hleypt fólk. Rúmið.er í útskoti við vængjahurð út á svalirnar og má aðskilja svefnherbergið frá stofunni með tjaldi. — Á daginn nýtur stofan birtu úr báðum áttum. <

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.