Fálkinn


Fálkinn - 26.05.1944, Blaðsíða 7

Fálkinn - 26.05.1944, Blaðsíða 7
F Á L K I N N 7 « Svona lita ensku pranunaskurðirnir út Þarna er einni ferjunni hnýtt aftan i aðra, eins og hestum i heybandslest. Sumir prammakarlarnir eiga börn sin og bú um borð. Hjer er kona eins þeirra. Hún hefir tekið við st ýrinu af karlinum sínum. Síkjaprammar, sem biða eftir farmi við enska verksmiðju. Myndin sýnir uppskipun matvæla úr síkjapramma i Englandi. Vatnaleiðir Bretlands t Eftir John Marsh Það fara fóar sögur af skipaskur'ð- um í Bretlandi, en þó hafa þeir gert ómetanlegt gagn undanfarin ófrið- arár. Þegar minnst er á skipaskurði inni í landi dettur .flestum i hug hestur, sem fetar sig eftir skurð- bakkanum og dregur á eftir sjer sökkhlaðinn pramma, en á honum situr sifjaður karl við stýrið. En þetta er úrelt hugmynd. Nú, siðan stjórnin tók að sjer samgöngurnar á síkjunum 1. júlí í fyrra, er nýr hraði kominn á þær, að sínu leyti eins og á járnbrautirnar. Siðan ófriðurinn liófst hefir flutn- ingamagn vatnaleiðanna aðallega ver- ið komið undir þvi ,hye jafnt vör- urnar, sem - skipasamflotin flytja yfir hafið, berast reglulega að. — Þegar aðflutningar eru jafnir hafa skipaskurðirnir fleytt þeim greið- lega áfram á áfangastaðinn. En þeg- ar skipalestirnar verða fyrir töfum verða prammarnir á skurðunum að liggja aðgerðalausir, því að eigi þykir rjett að taka þá til annara flutninga, Þannig. að þeir verði ef skipalestirnar kynnu að koma. fjarverandi og við annað bundnir, Því að þær þurfa fljóta afgreiðslu. Það er ein vörutegund, sem pramm- arnir flytja öllum öðrum fremur; kolin. Skurðaprammarnir eru eink- ar hentugir til þess að annast þá mikilsverðu flutninga. Síðan striðið hófst hafa kolaflutningar aukist hröðum skrefum á vatnaleiðunum. Og þetta er engi furða, þegar þess er gætt, að 3-4 nýtisku prammar geta borið eins mikið af kolum og fullhlaðin járnbrautarlest. En kolin, og matvæli þau, sem frá öðrum löndum koma, eru ekki það eina, sem sikjaprammarnir flytja. Skriðdrekar og fíugvjelahlutar hafa líka farið síðasta áfangann vatna- leiðina, og það hefir ljett á þjóð- vegunum og járnbrautunum. Áður voru prammarnir úr trje, en nú nær eingöngu úr stáli, þó að erfiðleikum sje bundið vegna stál- eklu þeirrar, sem leiðir af hergagna- iðnaðinum. Trjeprammar eru enn smiðaðir, þó að þeir sjeu óhentugri einkum þar sem flóðs og fjöru gætir i síkjunum. , Nú eru Dieselvjélar mest notaðar til þess að knýja prammana ófram, i stað hesta óður; er þeim komið fyrir í skutnum, og þar voru til skamms tima klefar áhafnarinnar. En nú hefir íbúð formanns og að- stoðarmanna verið flutt fram á. Það hefir torveldað mjög þessar samgöngur, landsfjórðunga á milli, hve skurðirnir og flóðgáttirnar eru misjafnlega breið. Sumsstaðar, t. d. i „The Midlands“ eru flóðgáttirna aðeins 7 feta breiðar. Þesvegna geta breiðir prammar ekki farið þar um, og hver stærð verður að hafa sína ákveðnu samgönguleið. Það sýnir álit sjórnarinnar á þýð- ingu vatnaleiðanna fyrir þjóðina, að starfsmenn við þær eru undanþegn- ir herskyldu, ef þeir eru eldri en 25 óra, enda þótt stjórnin hafi skor- að á starfsmenn prammanna að gefa sig fram i sjóherinn. Þessir menn fá gott kaup, eftir þvi sem gerist i Eng- landi nfl. 80-84 sh. á viku. Sumir kjósa fremur að taka kaup fyrir hverja ferð, eða miða kaupið við verðmæti þess farms, sem fluttur er i ferðinni.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.