Fálkinn


Fálkinn - 26.05.1944, Blaðsíða 6

Fálkinn - 26.05.1944, Blaðsíða 6
6 F Á L K I N N - LITLfi - Kringum jorðina einn í seglbáti. Tomerson og konu hans fanst þetta beinlínis fáránlegt. Smásaga eftir Hor. Winslow HENRY Tomerson forstjóri sat við skrifborðið með stóran vindil í trantinum. Svo var barið og hann urraði: — Kom inn. . " Ungur maður kom inn. — Nú eruð það þjer, Carr? Komið þjer nær. — Þjer vilduð tala við mig, hr. Tomerson? — Já, fáið þjer yður sæti, Carr. Carr settist — ekki á stólbríkina heldur hagræddi hann sjer í stóln- um. Hann var ungur og þróttmikill og auðsjeð á honum, að hann skorti ekki sjálfstraust. Tomerson var um það bil tvöfalt eldri, með poka undir augunum, undirhöku og ístru. En samt var eitthvað líkt með þeim — skær, blá augu og sterklegar hend- ur. . . . — Heyrið þjer, Carr. Þegar ein- hver segir upp vistinni hjá okkur eftir margra ára starf, erum við vanir að, hm.... að tala við þá. Er yður um geð að segja mjer hv.ers- vegna þjer ætlið að fara frá okkur? — Nei, herra Tomerson. Jeg ætla að fara kringum jörðina á seglbát. — Hvað verðið þjer margir í ferð- inni? spurði Tomerson forviða. — Jeg ætla að fara einn. — Hvað segið þjer? Eruð þjer vit- laus. Aleinn á seglbáti. Og hver kostar þetta. Hafið þjer fengið arf? spurði Tomerson og spratt upp. — Nei, en jeg hefi dregið saman 3000 krónur síðustu átta árin. Mig hefir alltaf iangað til þess að sjá heiminn. Tomerson lagði frá sjer vindilinn og fór út að glugga. Skömmu síðar tók hann vindilinn aftur, tottaði hann rösklega og settist í stólinn sinn...... — Hm.... þjer eruð tuttugu og fjögra. Jafngamall og jeg var þegar jeg giftist.... og byrjaði hjerna í fyrirtækinu. Nú er jeg öllu ráðandi hjer. Jeg ætlaði mjer að verða það, Carr. Jeg vissi, að jeg mundi enda í þessum stól, og ljet enga örðug- leika fá á mig. — Jeg get ekki hugsað mjer að lifa alla æfina í kyrrsetum á skrif- stofu, svaraði Carr. — Mig hefir allt- af langað til þess að ferðast. — Jeg hefi heyrt talað um bjálfa eins og yður, en aldrei sjeð þá fyrr. Kringum jörðina á smákænu. Það er sjálfsmorð, skiljið þjer það, mað- ur? Kunnið þjer að haga seglum á bát? — Já, dálitið kann jeg. — Dálitið, dæsti Tomerson með fyrirlitningu, -r En reynsla yðar á ólgandi sjó er sennilega miðuð við stöðupoll eða baðker. Ungi maðurinn brosti kurteislega. — Jæja, ekki er hún nú alveg svo lítil, hr. Tomerson. — Jeg hefi siglt á Michiganvatni i sumarleyfinu minu síðustu árin, á smábát, og á Hvítar- vatni...... — Þjer haldið þá að þjer sjeuð sjóinaður, sagði Tomerson og varð allt í einu ákafur. — Þjer haldið að gutl á stöðuvatni geti kennt yður að sigla um höf. Er yður ljóst, að þjer ætlið að farga 10 skemtilegustu árum yðar? Þjer eruð vitlaus. Carr varð hissa er liann sá hve húsbóndi hans varð ákafur. En hann hjelt áfram hinn rólegasti: — Nei, fyrstu þrjá mánuðina ^ptla jeg að slaga fram og aftur með Ný-Eng- landsströnd til þess að venjast sjón- um. Svo ætla jeg að fá vanan mann til þess að hjálpa mjer til þess að smíða nýjan bát. — Þetta skal allt takast. — En þjer getið ekki komist kring- um linöttinn án þess að vita eitthvað í siglingarfræði og þessháttar. — Siglingarfræði og allt þess- háttar getur maður lært á þurru landi, svaraði Carr. — Jeg tók eins- konar stýrimannspróf í Chicago i sumar. rT,3MERSON stóð upp. Tottaði vind- ilinn og þrammaði um gálfið. Þjer ætlið vist að leggja á Atlants- hafið fyrst? — Nei, jeg ætla að fara mjer liægt. Sigla fyrst suður með Flor- ída og um Mexicoflóa og vestur um Panamaskurðinn. Þá mun jeg hafa kynnst bátnum minum svo vel að jeg get hætt mjer út á Kyrrahaf, og tekið stefnu á Ástraliu. Reyndar veit jeg ekki hvort jeg geri það. Það kvað vera afar fallegt á Suðurhafs- eyjunum: Havaij, Marshalleyjum, Karólínu og hvað þær nú heita, allar þessar eyjar. Og svo að slaga þaðan upp til Filippseyja, Kina, Indo-Kína og til Singayore, — það- an vestur með Indlandsströndum, um Rauðahaf, Sues og Miðjarðarhaf, og vestur yfir Atlantshaf. Eða þá að jeg fer gömlu leiðina, suður fyrir Góðrarvonarhöfða og þaðan til Argentínu. Tomerson dæsti, rjetti úr sjer og sagði: — Hafið jjjer athugað, að svona ferð tekur mörg ár? — Jeg geri ráð fyrir tíu árum, svaraði Carr rólega. —Og þjér munuð hafa keypt yður sjókort, siglingartöflur, sex- tant, kompás og annað? — Já, jeg hefi það allt. Tomson færði stólinn sinn nær Carr, studdi höndunum á hnjen, horfði fast á unga manninn og sagði: — Heyrið þjer mig Carr. Jeg er svo gamall að jeg gæti verið faðir yðar, og mig langar til þess að gefa yður góð ráð. Látið þjer yður ekki detti þessi vitleysa í hug. Hrúgið saman þessu dóti, sem þjer hafið keypt, hellið yfir það steinolíu og brennið það. Hafið þjer aldrei heyrt talað um skýstróka og taifuna. Carr kinkaði kolli og brosti. En Tomerson hjelt áfram: — Það þarf ekki nema einn til þess að gera út /af við yður. Og vitið þjer um blóð- kreppusóttina á Kínaströndum? Vit- ið þjer að enn eru sjóræningjar þar? Hafið þjer nokkurntíma heyrt hvað það er að koma inn í þúsundmílna langa ládeyðu á hafinu og eiga ekki vatn um borð — deyja úr þorsta? Carr kinkaði enn kolli og brosti. Tomerson hristi höfuðið og hjelt áfram: — Jæja, segjum nú að ferð- in takist. En er yður ljóst, að þá hafið þjer sólundað tíu bestu ár- unum af æfi yðar? Að þjer siðar getið aldrei unað við að halda kyrru fyrir, heldur verðið þjer alltaf að leita að nýjum æfintýrum. — Já, jeg hefi hugleitt þetta, sagði Carr alvarlegur. — En jeg ætla að hætta á það samt. Nú fór að síga í Tomerson. — Heyrið þjer Carr — okkur líkar vel við yður hjerna í versluninni. Hætt- ið nú við þetta heimsklega áform og þá skal jeg sjá um, að þjer fáið betri stöðu hjerna. Jeg skal hækka kaupið yðar um 25% strax í dag. — Því miður, herra Tomerson, jeg get ekki.... — Heyrið mig, Carr. Simpson er forstöðumaður deildarinnar, sem þje vinnið í, og hann hættir, með full- um launum eftir þrjú ár. Ijf þjer verðið hjer áfram, fáið þjer stöð- una hans. — Þakka yður fyrir, en jeg get ekki sagt já. — Jæja Carr. Þjer hafið afráðið og ákvörðun yðar verður ekki aftur tekin. En þá verð jeg að segja yður eitt enn. Bak við djörf áform hvers manns eru áhrif frá góðri konu. Carr kinkaði kolli. — Jeg veit að jeg er kallaður „non-stop Tomerson“ vegna þess að jeg læt aldrei nokkurn mann stöðva áform mín. Og jeg ætla að trúa yður fyrir því, að allt, sem mjer hefir vel tekist, á jeg kon- unni minni að þakka. Það er liún, sem hefir knúð mig áfram. — Hún hlýtur að vera yndisleg kona. Tomerson ljet sem hann heyrði þetta ekki, en hjelt áfram: — Nú hafið þjer ákveðið að sigla kringum hnöttinn, Carr. Jeg hefi tekið eftir að þjer leikið oft tennis, og eruð með Ethel Laughlin, dóttur aðal- bókarans hjerna. — Já, sagði Carr. — Oft. — Ethel er yndisleg stúlka, íþrótta- kona, leikur tennis og syndir ágæt- lega. Dansar eins og engill. Þykir yður vænt um hana, Carr? — Já, afar vænt. — Giftist henni þá og takið hana með í ferðina. Hún styður yður. Hún tekur stýrið þegar þjer eruð þreyttur. Og ef yður lendir saman við mannætur á Nýju-Guineu, þá P R T T I 1843 - 1919. ítalska söngkonan Adeline Patti (Adela Juana María) var ein ai hinum glæsilegu söngkonum 19. ald- arinniar, síðust í röðinni en frægust þeirra allra, þó að erfitt sje að vísu að dæma á milli þeirra, því að þær eru hver annari frægari og feg- urri, og glæsilegri söngkonur. tekur hún aðra byssuna og notar hana. Ungi máðurinn hnykklaði brún- irnar. — Jeg þakka yður ráðið, hr. Tomerson, en — þetta er ekki hægt. Jeg get það ekki. — Þjer meinið að þjer viljið það ekki, sagði forstjórinn. —- Jeg álít að það sje öruggast að fara einn. — Jæja, Carr, ráðið þjer sjálfur, þverhausinn. Jeg skal ekki reyna frekar að fá yður ofan af þessari vitleysu. Farið þjer bara — druknið þjer eða deyið úr hungri. Farið þjer hvert á land sem er, fyrir mjer. En stigið aldrei framar fæti yðar inn fyrir þessar dyr. Klukkan hálfþrjú um nóttina vakti frú Tomerson manninn sinn. — Hvað gengur að þjer, Henry, spurði liún ergileg. — Má maður ekki sofa í friði. Þú stynur og dæsir og byltir þjer fram og aftur. Hefirðu tapað fje, eða hefirðu tapað í golf á móti honum Smith? Tomerson sneri sjer á hliðina og muldraði. — Bull. — Nei, Henry, þjer tekst ekki að leika á mig Jeg hefi ekki sjeð þig svona æstan siðan sumarið sem við giftumst — þegar jeg fjekk þig til þess að brenna sjókortin og allt hitt dótið. — Hvað ertu að blaðra? — Þú veist það vel. Reyndu ekki að telja mjer trú um, að þú hafir gleymt því, sem skeði í júní þá, þegar við hittumst í fjörunni við Cape Cod. Þá hefir þú látið þjer detta í liug það hrjálæði að sigla kringum hnöttinn á smákænu. — Og eftir að við giftumst léstu þjer detta í hug að tæla mig í þessa ferð með þjer. Drottinn minn.... hvað jeg get hlegið að þessu eftirá. — Þú sagðir ekki einu sinni, heldur margoft, að þú ætlaðir að koma með mjer. Það væri svo æfin- týralegt, tók Tomerson fram í og var gramur. — Ef ung stúlka á að komast í hjónabandið, góði Henry, þá verð- ur hún að lofa öllu hugsanlegu, sagði frú omerson. — Annars hefir þú enga ástæðu til að kvarta yfir, að jeg fjekk þig til þess að staðfesta ráð þitt — í fleiri merkingu en einni. Jeg þykist geta gortað af því, að jeg liafi alltaf brugðið heil- hrigðri skynsemi fyrir mig.......... Tomerson andvarpaði — — — og dró yfirsængina upp yfir höfuð. Adeline Patti var dóttir ítalsks söngvara, Salvatore Patti (1800-’69) og kounn hans Caterina Barilli, sem var þekkt söngkona á Ítaliu, — og l'æddist Adeline i Madríd 19. febr. 1843. Hún var kornung þegar farið var að veita henni tilsögn i söng, og aðeins sjö ára gömul, þegar hún söng fyrst opinberlega, með hljóm- sveit, i New York, en þar í borg stjórnaði faðir hennar um nokkurt skeið hinni ítölsku óperu. Frá því Frh. á bls. 11. Thzadór fírnasDn: Merkir tónsnillingar /

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.