Fálkinn


Fálkinn - 26.05.1944, Blaðsíða 8

Fálkinn - 26.05.1944, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N Annað hvort þeirra varð að deyja Saga frá París — Má jeg eklci fá þá ánægju að aka yður heim? Þjer náið tæplega í leigubíl í þessu veðri? Raymond Briant, rithöfundur, hafði veitt því eftirtekt, að liin fagra Evelyn Tliorpe var að húa sig til hrottferðar. Hann hafði kvatt húsmóðurina í skyndi. — Hann langaði til þess að kynn- ast Evelyn. Hún svaraði: — Þakka yður fyrir hr. Briant. En jeg bý fyrir utan borgina. Það er löng leið. Það var dynjandi rigning. Hann flýtti sjer út að bifreið sinni. Og eftir fáar mínútur hafði hann ekið að dyrum höfð- ingjaseturs Madame van Loones. Þarna hafði hann i boði frú- arinnar sjeð Evelyn í fyrsta sinn. Evelyn kom og flýtti sjer inn í bílinn. Þau óku um rennvotar götur Parísarborgar. — Madame van Loone er mjög elskuleg, mælti hún. Hann svaraði: — Já, og ágætis gestgjafi. En jeg skil það ekki, að hún, sem er svo menntuð, skuli þola öll þessi svonefndu skáld í návist sinni. Það er hryllilegt. Það ætti að banna þeim að lesa þennan „samsétn- ing“ sinn í annara áheyrn. Eins og til dæmis kvæði það er þessi Floriot las. Það mátti ekki aum- ara vera. Hún horfði á hann og mæíti: — Er dómur yðar upi stjettar- bræður yðar ekki óþarflega harður, hr. Briant? Hann mælti: — Fyrirgefið frú Thorpe. Jeg er ekki ljóðskáld. Jeg er blaðamaður og rithöfund- ur. — Mjer skildist á Maríu van Loone, að þjer væruð af móður hennar talinn ljóðagerðarsnilling- ur. Jeg var steinhissa á því, að þjer lásuð ekkert upp eftir yður. Hvort eruð þjer meiri blaða- maður eða skáld? — Jeg fengi minna efni til þess að skrifa um ef jeg væri ekki blaðamaður, svaraði hann. — Já, einmitt það. Þjer veljið efni er yður berst úr lífinu, og skrifið bækur um það. T. d. glæpi, skilnaðarmál og þess- háttar. — Þjer hafið góðan slcilning á þessu, þó að þjer aldrei hafið fengist við þessi störf, svaraði hann. Hann varð að stöðva bifreið- ina vegna þess að götunni var lokað í bili. Götuljósið fjell á Evelyn. Hún var fögur. Honum hitnaði um hjartaræturnar. — Störf yðar eru ábyggilega spennandi, mælti hún hægt. Virðist yður það ekki leiðin- legt að skapa ekki sögupersón- urnar sjálfur? Nú var gefi merki um að bill- inn mætti halda leiðar sinnar. Hún leit á hann með nokkurri þykkju — Jeg veit ekki, sagði hann. — Jeg er fljótari á þennan hátt. Og tíminn er peningar. — Auðvitað, svaraði hún. Og hún var á fremsta hlunn með að segja að það væri all óviðfeldið að nota ávirðingar manna til þess að græða fje á. — Semjið þjer einkum ástar- sögur? — Nei, jeg sem mestmegnis glæpasögur. Jeg hefi mestan áhuga fyrir þeim. Og í þeirri grein er úr mestu að moða. En vitanlega er ást og sterkar ástríð- ur að finna í sögum mínum. Hjer í Frakklandi standa flest afbrot í sambandi við ástarmál. Hann sá að það fór hrollur um hana. — Já og nei. Hún hló hryss- ingslega. — Það er ef til vill umhugsunin um að ást verður oft ástæða til glæpaverka, sem snerti mig ónotalega. Það er voðalegt, að menn gkuli vera svo veikbyggðir að láta of sterk- ar tilfinningar bera sig ofurliði. — Það er satt. En af ást erum við í lieimin borin. Eðli vort og tilfinningar eru húsbændur vorir. En þjer verðið að viður- kenna að það >Tði leiðinlegt ef allt mannkjmið væri dygðugt og rjettlátt. Já ef til vill. En það er aðeins ímyndun að ætla að svo verði. — Þjer eru ábyggilega svo kvenleg að þjer getið ekki hugsað yður, að nokkur persóna dræpi aðra af hatri eða afbrýðissemi. Ef þjer elskuðuð mann mundi ást yðar aldrei þverra eða líða undir lok. Jafnvel þótt hann berði yður og væri glæpamaður. Jú, jú þetta er rjett. Jeg er svo mikill sálfræðingur að jeg sje þetta. Þjer eruð sjaldgæf. — Hún lagði höndina á liandlegg hans. — Hjer bý jeg. Þetta er hreiðr- ið mitt. Hann stöðvaði bílinn við hlið- ið. Húsið var nær hulið vegna trjágróðurs. — Erum við komin alla leið ? — Já, við vorum fljót, mælti hún. — Jeg vildi gjarnan frjetta meira um störf yðar. En þjer verðið að lofa mjer tvennu: að þjer ritið ekki um okkur bók, og hitt er að þjer álitið það ekki óviðeigandi að jeg býð yður inn. Þjer eruð vafalaust svo laus við sjervisku að þjer teljið það ekki athugavert að drekka te eða whisky með mjer einni. — Jeg þakka, þjer eruð einnig sálfræðingur. Jeg óskaði eftir þessu tilboði með sjálfum mjer. — Þjónustumeyjan hefir frí í kvöld, sagði frúin er þau voru komin inn í húsið og farin úr yfirhöfnunum. — Jeg verð því sjálf að ganga um beina. Hvað má jeg bjóða yður? Hann litaðist um mjög hrifinn. Allt er svo smekklegt. Augu þeirra mættust og hún roðnaði lítillega. - Þakka - stamaði hann. — En hvað þetta er inndæl stofa. — Nei, nei, verið nú ekki skáldlegur. Setjist þarna og reyk ið ef yður þóknast, og liugsið um hvaða bækur eða viðburði þjer ætlið að segja mjer frá. Jeg verð að fara og setja ketilinn yfir eldinn. Viljið þjer kex? . . Hún fór fram í eldhúsið, eftir að hann hafði hælt henni i'yrir hve fallega hún talaði frönskuna. Honum fannst hún alltaf girnilegi’i og girnilegri. Eiginlega vildi hann gjarnan fá hana fyrir konu. Hún var fögur, kven- leg, menntuð, greind, viljastei’k, ekki Ijettúðug, eins og margar konur eru. Hún hlaut að vera efnuð. Um það báru vott klæði hennar, skartgripir og heimili. — Jæja, sagði hún um leið og hún kom með skutil og kökufat á, er hún setti á borðið. Hjer eru kökur. Þjer þurfið ekki að óttast hið hvita duft sem á þeim er. Það er hveiti. Og það finst ekki hragð af því eftir að kökur- ar liafa verið smurðar með smjöri. — Þetta er skrítið brauð. En hragð þess er ágætt, mælti hann er hann hafði borðað köku. — Það er heilnæmt, sagði hún og settist á móti honum. Segið mjer frá síðasta skáldverki yðar. Eða nennið þjer því ekki?’ — Jú, jú, það sem jeg nú fæst við, eða liefi á prjónunum verð- ur mest spennandi af öllu því, sem jeg hefi ritað eða samið. Og jeg vil einmitt fá álit yðar um það hvernig jeg á að haga mjer í þessu efni. — En góði minn, jeg hefi enga hæfileika til þess að gefa yður ráð. — Jeg vil fá álit yðar. — Svo, jeg skal þá vera hrein- skilin og svo útásetningasöm og mjer er auðið. — Jeg hefi fengið afar spenn- andi efni. Það er morðmál — eiturmorð. Það var drýgt fyrir tveim árum. En það varð aldrei nægilega upplýst. En nú hefi jeg sönnunargögnin. Jeg verð sem löghlýðinn borgari að fara til lögreglunnar. En jeg ætla jafnframt <ið skrifa sögu um þetta. Þetta er ágætt efni. En jeg veit ekki livort heppilegra er að rita söguna áður en jeg geri lögreglunni viðvart, eða eftir að hún liefir fengið að vita j allan sannleikann. Þetla er spurning sem jeg hefi ekki ennþá svarað. Henni brá, eins og hún hristi einhver óþægindi af sjer. — Yður finnst ef til vill skrít- ið að jeg skuli vilja slá mjer upp á svo hryllilegum glæp? — Já, í sannleika sagt, sagði hún og horfði líkbleik á lit út í loftið. — Fyrirgefið mjer. Við skulum tala um eitthvað annað skemtilegra, mælti hann, þó að honum þætti afar gaman að ræða þetta mál. —- Nei, nei, jeg verð að venja mig við að tala um þvílik mál, svaraði hún brosandi. — Segið mjer nánar um þetta. — Jæja, þetta var hygginn morðingi. Það var kona, og hún var sýknuð vegna ónógra sann- ana. Hún myrti mann sinn. Þetta morð vakti mikla athygli fyrir tveimur árum. Þessi frú Arthur Lockdale drap mann sinn mjög lævíslega. En hún var sem sagt sýknuð og erfðl hinar mildu eignir lians.. Briant var með hugann við morð ið og sá ekki live frúin stirnaði og kreysti augun aftur, er hún

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.