Fálkinn


Fálkinn - 23.06.1944, Blaðsíða 3

Fálkinn - 23.06.1944, Blaðsíða 3
FÁLKIN'N 3 t VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkvjt/óri: Svavar Hjalteoted Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavik. Simi 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 BlaðiÖ kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðis fyrirfram HERBERTSprenf. Lýðveldishátfðin mikla SKRADDARAÞANKAR Hrifningaralda hefir gengið yfir landiÖ undanfarna daga. Hin lang- þráða stund er runniii upp, stund sú sem beðið hefir verið eftir og barist fyrir í hundrað ár. Það er skemmtileg tilviljun, að síðasta skrefið i sjálfstæðismálinu skuli vera stigið á því ári er hundrað ár voru liðin frá endurreisn Alþingis og þingfnenskubyrjun Jóns Sigurðs- sona^. En þó að Jón Sigurðsson yrði þjóðhetjan, sem mestan bjarma lagði af þá var hann engan vegin frum- höfundur íslenskrar sjálfstæðisbar- áttu. Margir voru á undan gengnir. Eggert Ólafsson var einn í flokkn- um, Skúli Magnússon annar, Bald- vin Einarsson, Tómas Sæmundsson, Jónas Hallgrímsson og fleiri. Og fleiri. Og eftir daga Jóns Sigurðs- sonar á ísland einnig syni, sem eigi verður gengið fram hjá jjegar endurheimt sjálfstæðisins er minst. Hvernig er hægt að minnast barátt- unnar á þessari öld og loka hinnar fyrri án þess að nefna Benedikt Sveinsson sýslumann, Hannes Haf- stein, Björn Jónsson, Bjarna frá Vogi og Skúla Thoroddsen. Og þegar frá líður mun nafn sumra þeirra, sem stóðu í eldinum á lokahriðinni verða letrað i sögu. Það er hollt ungri þjóð að kunna að meta sina bestu menn og minn- ast þeirra. Það eru þessir menn, sem hafa sett svip á þjóðina áður, og það eru nýir og nýir arftakar þeirra, sem eiga að setja svip á þjóðina í framtiðinni um allan aldur. Þjóðin þarf að þekkja þessa menn og kynna sjer starf þeirra. En hún þarf einnig að kynnast mönnunum úr flokki Gissurar jarls, og láta sjer vítin að varnaði verða. Framtíð íslands er og verður alltaf komin undir sonum hennar og dætrum. Þeir sem óttast um fram- tið íslands vegna þess að landið sje ekki nógu gott og jsjóðin svo litil, mæla eigi af rjettum skilningi. Það er margsannað, að vegur þjóðar byggist ekki fyrst og fremst á höfðatölunni heldur undir mann- gildi einstaklinganna í þjóðfjelaginu. íslendingar hafa löngum þótt vel af guði gefnir, og það hafa þeir fengið tækifæri til að sýna, þar sem þeir hafa lifað í þjóðfjelagi með sjer fjölmennari ættbálkum annara þjóða. Forseti íslands undirskrifar eiffstafinn. Hans Petersen Forsetinn ávarpar þingheim aff Lögbergi. Hans Petersen Siðan Fálkinn kom út siðast hafa gengið um garð merkustu dagar, sem eigi aðeins núlifandi kynslóð heldur jafnvel allar kynslóðir ís- lenskrar þjóðar hafa lifað. Miklar vonir voru tengdar við þessa daga' og þær hafa allar ræst, og betur cn það. Og minningin um jjessa daga mun lifa, eigi aðeins hjá núlifandi kynslóð heldur berast í sögunni til ókominna kynslóða um aldir fram. • Þó var veðrið sem svo mikið er undir komið, alls ekki hagstætt þann daginn, sem mest reið á, nfl. á Þingvallahátíðinni 17. júní. Dag- urinn rann upp með rigningu, en hægviðri var, svo að eigi var liægt að segja, að veðrið væri siæmK Þetta varð til þess að ýmsir settust aftur, sem ætlað höfðu sjer á hátíð- ina. Samt var mannfjöldinn meiri á Þingvöllum, en nokkurn hafði órað fyrir. Nákvæmar tölur er ekki hægt að segja, en fullyrða má að milli 20 og 25 þúsund manns hafi verið saman komið ó Þingvelli, eða fullt eins margt og á Alþingishátíðinni þegar flest var. Yfir 1500 tjöld, stór eða smó voru i tjaldborginni á efri völlunum, handa fólki, sem fór á hátíðina á föstudaginn og gisti þar nóttina fy^ir eða eftir. Sýnir þetta hve almennt það er orðið að fólk liafi tjöld og viðleguútbúnað og gætir jjar áhrifa frá hinni miklu ferðamennsku, og útileguhreyfingu, sem svo vel liefir dafnað síðustu fimtán árin. 1930 hefði ekki verið hægt uð gera slíkt, en þá barg við málum, að Alþingishátiðarnefndin hafði tjöld til leigu. — Annað var eftirtektarvert í sambandi við þetta: hve mjög bifreiðakostur landsmanna hefir aukist siðan 1930. Þá liefði alls ekki verið hægt að flytja nærri eins margt fólk til Þingvalla á jafnskömm- um tíma og nú var gert. Og þess má geta sem gleðifrjetta, að ekki varð eitt einasta bílslys til þess að draga úr ánægjunni yfir hátíðinni. Eitthvað af bifreiðum heltist að visu úr lestinni í ferðinni, einkanlega á veginum niður í Grímsnes, en slys urðu engin og meiðsli ekki teljandi. Hátíðin hófst i Reykjavík með þvi að forseti Sameinaðs þings, Gísli Sveinsson lagði krans á fótstall líkn- eskis Jóns Sigurðssonar á Austur- velli. Hafði rikisstjóri, ríkisstjórn, Alþingismenn og erlendir sendi- menn safnast saman i Alþingisliús- inu og gengu þeir klukkan 9 árdeg- is út að styttunni, með ríkisstjór- ann og Alþingisforsetann í farar- broddi, en ó eftir koniu sendiherr- arnir, sem fylktu sjer á suðvestur- reit Austurvallar, en þingmenn voru á suðausturreitnum. Alþingisforset- inn mintist með fáum orðum af- reksmannsins Jóns Sigurðssonar og þýðingar hans fyrir það málefni, sem nú væri að komast í fram- kvæmd. í lok ræðu sinnar lagði hann blómsveiginn á fótstall líkneskisins, en tveir stúdentar afhentu hann, í nafni Stúdentafjelags Reykjavíkur. En ó eftir ljek Lúðrasveit Reykja- víkur undir stjórn A. Klalin „ó, Guð vors lands.“ Klukkan 9% til 10 fóru ríkis- Viff stgttu Jóns Sigurðssonar 17. júní, forseti Alþingis talar. Ríkisstjóri tit hægri. Lögbergsgangan. Fremstir fara rikisstjóri og biskup. Hans Petersen

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.