Fálkinn


Fálkinn - 23.06.1944, Blaðsíða 4

Fálkinn - 23.06.1944, Blaðsíða 4
4 F Á L K I N N Biskupinn og sendiherrar erlendra rikja. Mannfjöldinn safnast uö Lögbergi. stjórnin og hinir boðnu gestir til Þingvalla og komu í Valhöll skömmu fyrir hádegi. Var gestunum fram- reiddur ágœtur matur klukkan 12, en ræSuhöld voru þar engin. En sundarfjórSungi eftir kl. 1 gekk rík- isstjóri, ríkisstjórn og Alþingismenn til þingfundar aS Lögbergi. LögSu þeir leiS sína beint upp í Almanna- gjá og síSan niSur gjána aS þing- staSnum og gengu þeir fyrstir rík- isstjóri og biskup landsins. MeSan þessi skrúSganga var á leiSinni ljek hljómsveitin „Öxar viS ána“, IjóS Steingríms undir hinu vinsæla lagi Helga Helgasonar. En kl. 1% setti forsætisráSherrann, dr. Björn ÞórS- arson liátíSina. Fór nú fyrst fram stutt guSsþjónusta, sem hófst meS þvi aS sunginn var sálmurinn „Þín miskunn ó, guS“. Þá flutti biskupinn, herra Sigurgeir Sígurðsson, stutta en hjartnæma ræSu, og á eftir var sunginn sálmurinn „FaSir and- anna“. Var söngurinn undir stjórn Páls ísólfssonar og voru þaS þrjú hundruS manns, sem sungu í kórn- um, auk þeirra, sem tóku undir á víS og dreif meSal mannfjöldans. Nú verSur aS skýra nokkuS frá tilhöguninni á þingstaSnum. Þeir, sem voru á AlþingishátíSinni 1930 minnast þess, aS þá var þingmanna- pallurinn gjármegin viS Lögberg og inesti mannfjöldinn þessvegna i Al- mannagjá. Nú hafSi þingpallurinn veriS settur að suSaustanverðu og þessvegna var brekkan niður aS Öxará nú alskipuð fólki. Forseta- sætið var austast á pallinum, en til vinstri liandar forseta var ríkisstjórn ætlaður staSur, en Alþingismönnum skipaS gegnt forsetastól. En til hliS- ar við þá var erlendum sendimönn- um og ýmsum gestum öðrum ætlaS sæti. Klukkan 1.55 setti Alþingisforset- inn fund. Lýsti hann fyrst yfir gildistöku hinnar nýju lýðveldis- stjórnarskrár, meS stuttri ræðu. En að því loknu var klukkum hringt, eigi aðeins á Þingvelli heldur um land alt, í tvær mínútur, en þá þögn og umferðarstöðvun um land alt. Eftir þessa hátíðlegu þagnarstund var sunginn þjóðsöngurinn. Þá flutti forseti sameinaðs Al- þingis, Gisli Sveinsson, ræðu, en að lienni lokinni fór fram kjör forseta íslands. Því miSur bar þing- menn ekki gæfu til að vera jafn ein- huga um forsetakjörið og þeir höfðu orðið um afnám sambandslaganna og lýðveldisstjórnarskrána á föstu- daginn var. Var ríkisstjóri Sveinn Björnsson kjörinn forseti með 30 atkvæðum. Jón SigurSsson skrif- stofustjóri Alþingis lilaut 5 atkvæði en 15 seðlar voru auðir. Tveir Al- þingismenn, þeir Gísli Guðmuncís- son og Skúli Guðmundsson voru fjarverandi vegna veikinda. Nú undirskrifaði hinn nýkjörni forseti eið sinn að stjórnarskránni og að því búnu hjelt hann ræðu þá, sem fer hjer á eftir: ÁVARP FORSETA ÍSLANDS. Herra alþingisforseti! Háttvirtir alþingismenn! Jeg þakka fyrir það traust sem mjer hefir verið sýnt, með því að kjósa mig forseta íslands nú. Er jeg var kjörinn ríkisstjóri í fyrsta skifti fyrir rjettum 3 árum síðan, lýsti jeg því, að jeg liti á það starf mitt framar öllu sem þjónustu við heill og Iiag íslensku þjóðarinnar. Og bað Guð að gefa mjer kærleika og auðmýkt svo að þjónusta mín mætti verða ísiandi og íslensku þjóðinni til góðs. Síðan eru liðin þrjú ár, sem hafa verið erfið á ýmsan liátt. En hugur minn er óbreyttur. Jeg tek nú við þessu starfi með sama þjónustu hug og sömu bæn. Á þessum fornlielga stað, sem svo ótal minningar eru bundnar við, um atburði sem markað hafa sögu og lieill þjóðarinnar, vil jeg minn- ast atburðar sem skeði hjer fyrir 944 árum. Þá voru viðsjár með mönn um sennilega meira en nokkru sinni fyrr þau 70 ár, sem þjóðveldið hafði starfað þá. Og ágreiningsefnið var nokkuð sem er öllum efnum við- kvæmara og hefir komið á ótal styrj- öldum í heiminum. ÞaS voru trúar- skoðanir manna. Fo'rfeSur vorir höfðu lialdið fast við hina fornu trú, Ásatrúna, sem fluttist með þeim til landsins. Nú var boðaður annar átrúnaður, kristindómurinn. Lá við fullkominni innanlandsstyrjöld milli heiðinna manna og kristinna. Alþingi tókst að leysa þetta mikla

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.