Fálkinn


Fálkinn - 23.06.1944, Blaðsíða 9

Fálkinn - 23.06.1944, Blaðsíða 9
F Á L IC I N N 9 augnablik. . . . henni fannst ó- geðfellt að fara á veitingahús með ungum manni, sem hún ekki þekkti betur. En það var heldur ekkert gaman að sitja ein heima í allt kvöld.... og úr því að Rudy stóð svona á sama um hana, að hann kom ekki aftur — þá — >— — Jú, þakka yður fyrir, sagði hún brosandi. — En þegar hún kom heim aftur um kvöldið þá iðraðist hún nú samt eftir að hafa skil- ið við Rudy í vonsku, og svo símaði hún til lians. En Rudy var alls ekki í neinum sáttar- hug. TJ"VER var þessi ungi maður, ■*■ sem þú ókst með hálftíma eftir að jeg fór? spurði hann. En hann minntist ekkert á, að hann hefði komið aftur með stóran rósavönd til þess að biðja liana fyrirgefningar „fyrir hönd hundsins síns“. — Og hvers- vegna gastu ekki eins vel sagt mjer hreinskilnislega, að þú ætlaðir út með öðrum manni, í stað þess að gera þetta veður útaf kjólnum til þess að fá átyllu til að losna við Inig? — Þetta var enginn fyrirslátt- ur. Jeg liefi ekki hugmynd um, að Gordon Blyton ætlaði að koma. . . . hann var með skila- boð frá mömmu sinni. Jeg hefi aldrei sjeð hann áður. — Ekki hætir það úr skák. Jeg hjelt þú færir ekki út með karlmönnum, sem þú hefir aldr- ei sjeð áður. — Heyrðu, Rudy, við erum ekki gift. . . . — Nei, og verðum það liklega aldrei. Jeg vil eiga konu sem jeg get treyst. Og svo skelti hann heyrnatólinu á. Metu fannst því líkast og henni hefði verið gefið utan- undir. Þetta tók út yfir allan þjófabálk. Þarna símaði hún til hans til þess að eyða þykkju, og þá var hann ósvífinn. Hún fleygði sjer á legubekkinn og fór að gráta, örvæntingar harmagráli, svo að hana sveið fyrir lijartarótum. Hún sat heima allan sunnudaginn, ef ske kynni að Rudy tæki sig á, en hann gerði ekki vart við sig. Og um kvöldið grjet hún sig í svefn. TVÆETA sat við hliðina á Gor- -!■*■*■ don, sem ók út úr borg- inni á fleygiferð. Allt í einu kom hún auga á lítið klunnalegt kvikindi, með allof stuttar lapp- ir og alltof löng eyru, sem vapp- aði eftir veginum. Tohby! Hvað er hann að gera hjerna? Og er hann einn. . . . eða var hann með Rudy? — Stansið þjer, sagði hún og lagði höndina á handlegg Gor- dons. Gordon hægði á sjer og Meta kallaði liátt á Tobby. Hann þekkti undir eins röddina, sneri við að bilnum og gjammaði af gleði. Gordon snarstansaði, en samt rakst •bíllinn á hundinn. Tohby rak upp væl og lá á veginum eins og dautt hræ. Meta tók viðbragð og þaut út úr vagninum. — Tohby, sagði hún kjökr- andi — Aumingja Tohhy litli. Hún tók hann upp. Blóðið rann af einni löijpinni á hon- um niður á ljósan sumarkjól- inn hennar. En Toby var ekki dauður, þvi að nú glennti hann upp augun og reyndi að sleykja hana. — Aumingja bjáninn þinn, Tobby, sagði hún og klappaði honum. — Hvernig datt þjer í hug að vera að vepjast hjerna á veginum. Gordon var kominn út úr bílnum og kom til hennar. — Hvað er eiginlega um að vera? sagði liann ergilegur. — Hvaða meining er í því að taka þenn- an sldtuga hund upp. Við skul- um halda ófram. Nú kom gömul kona hlaup- andi út úr garði og tók fram í: — Varð hann undir bílnum, veslings garmurinn, sagði hún vorkunsamlega. — Skelfing held jeg að eiganda hans taki það sárt. — Er Rudy. . . . jeg á við. . . . er eigandi hans hjer á næstu grösum? spurði Meta og náði ekki andanum. — Já, hann situr í garðinum bak við húsið þarna og er að matast .... nú skal jeg fara með hundinn til hans. — Nei — nei, það er best að jeg geri það sjálf. . . . biðið þjer ofurlitla stund eftir mjer, jeg kem strax, bætti hún við og sneri sjer að Gordon. — Kemur ekki til mála, svar- aði hann reiður. — Jeg hlusta ekki á svona viðkvæmnisvol út- af einum hundi. Látið þjer hundinn eiga sig og komið þjer nú. — Nei, jeg þekki hundinn. Einn af .... kunningi minn á hann. — Nú hvað um það. Getur hann ekki hirt um hundinn sjálfur? Komið þjer nú. — Nei, ekki fyrr en jeg hefi skilað hundinum. Meta horfði rólega á Gordon Nú gat hún ómögulega skilið hvernig hún hafði getað fengið sig til að vera með honum úti. Það lá við að henni liefði þótt hann vera laglegur. En hann var blátt áfram ljótur, þegar augun voru köld og hvöss eins og núna. — Förum við undireins eða förum við ekki? spurði hann. — Jeg fer ekki, svaraði Mela rólega. Áður en Gordon var kominn af stað var Meta kominn út í garðinn við veitingakrána. Kjóll- inn liennar var útataður í blóði og hatturinn kominn út í ann- an vangann. Það var synd að segja, að hún væri frýnileg. En augun ljómuðu þegar hún horfði á Tobby, sem hún var með í fanginu. Hún fór beint að borði Rudys. — Meta hrópaði hann, spratt upp og gekk á móti lienpi. Nú sagði Meta frá, en Rudy lilýddi hrifinn á liana. Og Rudy sagði líka frá, og Meta hlustaði hugfanginn á hann — um öll þessi skiftin, sexn hann hafði verið á leiðinni til hennar. . . . en þrisvar hefði hann sjeð gula bílinn hans Gordon standa við dyrnar hjá henni. Og Tobby hlustaði. Hann skildi ekki bops í því, sem sagt var, en hann skildi betur hreim- inn i röddum þeirra. ... og þennan hreim kunni hann vel við. Tobby hafði fengið að liggja í kjöltu Metu, eftir að hún hafði bundið vasaklútnum sínum um löppina á honum. — Legðu Tobby þarna á bekk- inn, sagði Rudy óþolinmóður. — Jeg get ekki komist að því að kyssa þig almennilega meðan þú situr með kvikindisflónið. — Reyndu að segja það aftur: kvikindisflónið, sagði hún hvasl. — Var það ekki honum að kenna að við urðum óvinir? sagði Rudy. Meta kinkaði kolli. — En það var líka lionum að þakka, að við fundum hvort annað aftur. Og svo beygði hún sig yfir Tobby — og kyssti Rudy í arás á Hamborg. Þegar breskar flugvjelar vörpuðu 2300 smálestum yfir Ham- borg á einni nóttu í fyrra, hafffi aldrei veriö gerff stærri loft- árás i veraldarsöguiuii. En nú hafa tekiff að ,,tiffkast hin breiff- ari spjótin". Hjer sjest ein af þeim flugvjelategundum, sem Bretar nota einna miest til árása sinna, en þaff eru Stirling sprengjuflugur, fjörgra hreyfla. flthugið!----------------------------- Vikublaðið Fálkinn er seldur í lausasölu í öllum bókabúðum og mörgum tóbaksbúðum, kaffistofum og brauðsölubúðum. Snúið yður þangað, eða beint til afgreiðslunnar, þegar yður vantar vinsælasta heimilisblaðið.- Uikublaðið „Fálkinn"------------------

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.