Fálkinn


Fálkinn - 10.11.1944, Side 6

Fálkinn - 10.11.1944, Side 6
6 F Á L K I N N - LITLfí 5fíQfin - öuðlacff Benediktsdóttir: Andstæður Jeg kannaðist við smávöxnu dökk- hœrðu stúlkuna, sem kom inn Lauga- veginn. Við mættumst rjett innan við Barónsstíg. Hún var í daglegu tali altaf kölluð Sara litla í Kotinu. Jeg spurði aldrei að því hvers vegna „i Kotinu", fylgdi alitaf með. Mjer fanst það liggja i augum uppi, að heimilið hennar liefði einhverntíma borið þetta nafn. Sara litla var óvenju döpur á svipnn, og langt frá því að njóta góða veðursins. Hún var litið snyrti- leg, og virtist ekki gefa einu eða neinu í kring um sig, nokkurn gaum, — en þó var ekki gott að ábyrgjast, nema hún tæki eftir flestum, sem hún mætti. Mjer flaug í hug, að ganga fram- hjá henni þegjandi, en hún var svo einmanaleg, að mjer rann einstæð- ingsskapur hennar til rifja. Jeg stansaði um leið og jeg kastaði á hana kveðju. Hún breytti svo lítið um svip, um leið og hún nam staðar: — En hvað þú ert ólík mörgum sem jeg kannast við, að þú skulir heilsa. Jeg hjelt þjer fyndist það þjer ó- samboðið, að standa á götu og tala við mig! Jeg ansaði þessu engu, þó jeg færi nærri um, hvað liún ætti við. — Sjcrðu fhigvjelina þarna lengst uppi, sagði jeg. Jú, Sara kom strax auga á hana. — Jeg er liælt að hafa gaman af að liorfa á þær, muldraði liún í ólund- artón. — Síðan Bill fór út með sína flugvjel, er allt svo vitlaust. — Jeg hló, mjer fannst Sara svo uppgerðarleg. — Þú mátt hlægja, sagði hún önug. — Það er það eina sem þeir geta, sem engu þora að voga. — Jeg skil þig ekki Sara. Hún leit á mig og brosti út í annað munnvikið. Mjer sárnaði þetta tillit hennar, mjer fannst hún ekki eiga neitt til, nema þetta bros. Sjálf var hún eins og útbrunnið skar. — Þú ert eins og útbrunnið skar Sara Ii:la, sagði jeg nógu hátt til að liún heyrði það. — Það er best að jeg tefji þig ekki. — Eins og útbrunnið skar, hafði hún eftir. — Aulinn þinn þú verður að segja livað þú átt við. — Það er litlu við að bæta, ans- aði jeg. —- Þú hefir leikið þjer að öllu, sem fór þjer vel, og nú seinast hefir þú fórnað sálarró þinni. — Þú talar eins og vitlaus þorp- ari, sagði liún. — svo þú skalt sann- arlega mega gjöra svo vel, og gera grein fyrir þvi, sem þú átt við. — Gerðu þjer grein fyrir sjálfri þjer, ansaði jeg. •— Það er allt og sumt, sem jeg hefi að segja. Þú get- ur jafnvel vakið hálfkulnað líf þitt úr glæðunum, og öðlast það traust, sem hver sómakær manneskja telur sjer nauðsyn. — Mjer er alveg sama um þennan lestur, sagði Sara litla. — Það er alveg sama meining hjá þjer, eins og er hjá þeim, sem vilja gera grein fyrir lífinu og manneskjun- um sitt í hvoru lagi. Þegar maðurinn sálast deyr líftóran líka. — Víst litur þú út fyrir að vera útkulnað skar, ansaði jeg. — Jeg hefi engan tíma til að hlusta lengur á þig, og finna gust dauðans næða um mig. Jeg kýs mjer frekar raddir lífsins. — Vertu sæl Sara, og liði þjer vel. Jeg flýtti mjer í burtu, en heyrði gráthljóð að baki mjer. Jeg leit um öxl. Sara litla í Kotinu stóð í sömu sporum og snökkti. Þessi fáu skref sem jeg liafði stigið, fór jeg aftur til baka. — Hvað er nú að þjer? — Allt, ansaði Sara. — Jeg held jeg tapi þesari litlu vitglóru, sem jeg hef. Maður er verra en hundeltur, allir dæma mann, og svo margt fleira. Nú grjet veslings Sara alvarlega. — Jcg náði henni aðeins úr um- ferðinni. , — Vertu elcki að gráta Sara min, sagði jeg. — Farðu að vinná og treystu á sjálfa þig, þá sannar þú til, að þú færð jafnvægi í þig aftur. Það er svo slæmt, að ganga stöðugt aftur á bak, þennan stutta tima sem við erum á þessari jörð. — Já, ansaði hún. — En það var þetta með hann Bill. Jeg var búin að hugsa mjer hann fram yfir alla hina. En fyrst hann fór, þá breytt- ist þetta allt saman, þá varð jeg ein, og geri mjer ekki vonir um neitt. — Sara þú gerðir mjer mikla ánægju, ef þú vildir koma heim til mín og spjalla við mig. Hún leit einkennilega á mig og sagði: — Mjer þætti vænt um að mega það. Jeg verð hjá konu til klukkan tíu i kvöld. Má jeg koma snöggvast um leið og jeg kem frá henni? — Já, gerðu það Sara inín. Þá tök- um við til betri tíma til að hittast á. Jeg var að vísu boðin út til kvöld- verður, en hvað gerði það til, jeg mundi verða komin heim, fyrir þann tíma, sem Sara tiltók. Við kvöddumst og gengum hvor sina leið. Við kvöldverðinn voru engir utan fjölskyldunnar nema jeg. 'Mjer leið vel, innan um þetta fólk, en hugur minn reikaði til Söru. Það var svo misjafnt fyrir fólkið að vera til, misjafnt hvernig jiví tókst að Iifa lífinu, án þess að spilla ágæti þess. Beint á móti mjer við borðið, voru hrein og fögur barnsandlit, — betur að Guð gæfi þeim hamingju til að fara vel með allt, sem lagt verður í litlu hendurnar þeirra. Jeg var ennþá á valdi þessara hugsana, þegar staðið var upp frá borðum, og farið inn í aðra stofu. Það var talað samanum daglega við- burði.— Þá varð jeg þess vör, að komið var við öxlina á mjer. Jeg sá hvar hjá mejr stóð eldri kona, dökkhærð og fríð. Hún laut aðeins niður að mjer og sagði: — En hvað mjer þykir vænt um að þú skyldir koma og sjá börnin. Já, jeg sá börnin. Ennþá einu sinni leit jeg til þeirra. En þá sá jeg einnig meira, en jeg átti von á. Á veggnum beint á móti, var yndis- legt barnshöfuð. Það var stúlku- barn, með lokka niður á axlir. Það geislaði úr hreinum augum hennar. Mjer liálf vöknaði um augun af saknaðartilfinningu, en livað barnið var fallegt. Fólkið í stofunni var að lala um börnin, að þau færu svolitið á skið- um, og hvað það elsta væri ástund- unarsamt i skólanum. — En barns- myndin á veggnum horfði með sín- um hreinu augum og rólegum svip á fólkið, sem var innj. Mjer fannst allt Vera sveipað helgiblæ, sem þessi augu litu. — Guð blessi barnið, sagði jeg í hljóði. — Höfðu þau sem þarna voru inni, ekki einnig fundið nær- veru barnsins, þó að Jiau sæju Jiað ekki? Ennjiá var komið við öxlina á mjer. Það var konan, jeg hafði gleymf lienni i svipinn. — Hún er blessun heimilisins, sagði konan, og benti á barnsand- litið á veggnum. Mjer Jiótti svo vænt um þessi orð. En hvað jeg vildi að hitt fólkið í slofunni liefði getað heyrt það líka. Það voru ekki of margir, sem máttu koma auga á geislandi gullkorn lifsins. En nú vissi jeg, að Jietta var svar- ið við söknuðinum og tárunum. Jeg var viss um hver liún var, lietta elskulega barn, því hjónin sem jeg var stödd lijá, áttu litla dóttur, sem var dáin. — Og þó lienni auðnftðist ekkj að lifa lijá þeim, Jiá var hún samt sterkasti tengiliðurinn í hjört- um foreldra sinna í framtíðarheim- inum. Um kvöldið þegar jeg var að koma heim til mín, sá jeg hvar bíll stóð fyrir utan húsið, en hann var ekki íslenskur, heldur einn af litlu setuliðsbílunum. — Niður tröppurn- ar kom stúlka. Það var engin önnur en Sara. —- Ágætt, sagði liún, — að jeg hitti þig. — Rjett eftir að jeg mætti þjer, þú veist, fjekk jeg nýjan „chance“. Mjer er nær að lialda að hann sje ekki verri en Bill. Hann situr Jiarna i bílnum. — og nú ekur maður af stað.“ „Jæja,“ ansaði jeg, með svo und- arlega tómahljóð. Vantaði mig ekki eitthvað? Tómleikinn vafðist svo fast um mig. — En allt í einu fannst mér jeg horfa inn í tvö geislandi barnsaugu. „Blessun heimilisins,“ tautaði jeg. „Guð blessi hana.“ En út í húmið kallaði jeg góða nótt,“ til súlkunnar, sem hvarf inn i bílinn. Merkileg bók HVER E R MAÐURINN? íslendingaævir. Brynleifur Tobi- asson skrásetti. Fagurskinna — (Guðm. Gamalíelsson) gaf út — Reykjavik 1944. Með öllum þjóðum er það orðið tiska, að gefnar sjeu út bækur, sem geyma nöfn þeirra manna, sem að einhverju leyti hafa þótt bera liöfuð og herðar yfir fjöldann, og almenn- ingur vill Jiessvegna vita nokkur deili á. Með frændjijóðunum á norð- urlöndum geyma þessar bækur sem svarar 1-2 nöfnum á hverja Jiúsund ibúa, en hlutfallslega færri eru nöfnin í bókum stórjijóðanna. Það má heita furða að hjer í landi ættfræðinnar og ættarsögunn- ar skuli bók sem þessi eigi hafa verið til, jafn mikið og lijer er skráð og prentað. En nú er bókin komin og nefnist „Hver er maðurinn?. Það er Guðmundur Gamalíelsson, sein átt hefir frumkvæðið að útgáfunni, en Brynleifur Tobiasson sagnfræð- ingur hefir haft með höndum rit- stjórn bókarinnar og samningu. Og Jietta er ekkert smáræðisrit — tvö stór bindi, um 800 bls. og þó öll prentuð með Jijetlu smáletri. Enda geymir bókin nöfn 2355 nú- lifandi íslendinga og 1380 látinna, eða alls 3735 nöfn. Hinir látnu voru allir á lifi 1. febrúar 1904, er stjórn- in fluttist inn í landið. Hlutfallslega eru nöfnin 30 sinnum fleiri en í hliðstæðum bókum frændþjóðanna. Bókin er stórkostleg fróðleiksnáma og mun verða auðfúsagestur flest- um, en mörgum ómissandi handbók, ekki síst blöðunum og öllum þeim, sem á ókomnum tímum fást við sagnfræðileg og æftfræðileg vísindi. Hefir samning hennar lilotið að vera ærið verk. Hjer er fyrst um það að ræða, að velja nöfnin, sem taka skuli í bókina. Enginn einn maður getur það svo vel fari, því að enginn er svo kunnugur landslýð öllum. Verð- ur útgefandinn því að njóta ráða manna í diverju hjeraði eða jafn- vel hverri sveit, en mat þeirra getur aldrei orðið fyllilega samstætt. Og þó svo væri þá verður Jiað jafnan Frh. á bls. 11. 3 einfaldar lelðir íil aö spara yðar dýrmæta LUX 1. MÆLIÐ LUX Ein sljettfull matskeið af Lux í 1 lítra af vatni er nóg til að gefa gott löð- tr 2. MÆLIÐ VATNIÐ Ef J)jer notið meira vatn en þjer þurfið fyrir þvott- inn, verðið þjer að nota meira Lux lika. 3. SAFNIÐ 1 ÞVOTTINN Það er miklu hagsýnna að þvo blúsur, ullarföt, nærföt, sokka o. s. frv. alt í einu. Þvoið fyrst nærfötin svo ullarfötin og svo sokkana. Á þann hátt nýtist Lux- pakkinn vður bezt. LUX EYKUR ENDJtNGU FATNAÐARINS X-LX 620-786 A LEVER I'RODUCT ♦

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.