Fálkinn - 10.11.1944, Qupperneq 12
12
FÁLKINM
Pierre Decourelli: 21
Litlu flakkaramir
Ranion sá, að systir hans hafði breyst,
en honum fannst hún enn fegurri en áður.
Hann varð undrandi yfir þeirri ró, er nú
hvíldi yfir henni og' live hamingjusöm hún
sýndist vera. Hann varð að játa fyrir sjálf-
um sjer að Saint-Hyrieiz hafði ekki verið
sá eiginmaður, sem syrgður yrði lengi.
Hann mundi vel að Carmen liafði alltaf
verið mótfallin giftingunni og gengið hálf-
nauðug í hjónabandið.
En hann hjelt þó ekki að hún hefði
gleymt manni sínum svo fljótt. -
Carmen gekk sorgarklædd, eftir að tím7
inn var útrunninn. Hún sagði honum frá
dauða Saint-Hyrieiz, og sári þvi er hún
hafði fengið. Daginn eftir fannst hún i kofa
þar sem hún hafði leitað skjóls, viti sínu
fjær af hræðslu. Hún lá lengi milli heims
og helju, en til allrar liamingju hafði henni
borist óvænt hjálp. Ungur liðsforingi særð-
ist hættulega í uppreisninni, móðir hans
kom til að hjúkra lionum. Hún hafði sýnt
Carmen hina mestu velvild og hjúkrað
henni af mikilli nákvæmni.
— Jeg skal kynna þig þessari konu, sagði
Carmen brosandi. — Þú verður að þakka
henni, því að það er henni að þakka að
jeg er á lífi.
— Já, jeg skal þakka henni, því að dauði
þinn hefði verið dauði minn. Mjer liefði líf-
ið verið einskisvirði, án þín.
— Hefir þú hugsað um dauðann. Jeg veit
að þú varðst fyrir þungu áfalli, þegar þú
misstir hæði harnið þitt og Helenu, sem
var svo góð, fórnfús og trygg. Jeg bið til
Guðs á hverjum degi, að hann láti mig
líkjast henni.
Ramon náfölnaði. Carmen hrópaði ótta-
slegin. — Hvað gengur að þjer?
Hún misskildi ástæðuna fyrir geðshrær-
ingu bróður síns og sagði:
— Fyrirgefðu að jeg snerti þennan streng.
En er ekki hægt að lækna þetta sár? Þú
ert ríkur og hefir mikla hæfileika. Hefir
' lífið þá ekkert að bjóða þjer framar? Þjer
er óhætt að reiða þig á, að Helena sjer
okkur, og liún vill, að þú lifir. .. .
Ramon tók fram í fyrir henni og sagði:
— Hvað heitir konan sem bjargaði þjer?
— Hún heitir d’Alboise, hún er ekkja
eftir hershöfðingja, sem fjell í orustunni
við Solferino. Hún á aðeins einn son, Robert
d’Alboise, sem gengnir störfum í þágu hers-
ins í Cayenne. Hún veit að þú ert kominn,
þessvegna kom liún ekki í dag eins og hún
er vön. Hún kemur á morgun og þá munt
þú komast að raim um hve indæl hún er.
Daginn eftir kom frú d’Alboise. Sonur
hennar leiddi hana, og það var auðsjeð
að þessi heimsókn var unga manninum
mikils virði, þvi að hann var mjög ó-
rólegur.
Carmen og Ramon stóðu úti á garðþrep-
inu, þau gengu á móti gestunum.
— Kæra frú, leyfið mjer að kynna yður
fyrir bróður mínum, Ramon de Montlaur,
sagði Carmen. — Jeg hefi svo oft talað um
hann við yður, og jeg vona að yður sje
þegar orðið hlýtt til hans.
Ramon heilsaði frúnni og þrýsti ósjálf-
rátt hönd unga liðsforingjans.
Dagurinn leið fljótt við slcemtilegar sam-
ræður.
Nú var komið kvöld og orðið þægilega
svalt. Carmen settist við hljóðfærið og spil-
aði írskt lag, sem bróður hennar hafði þótt
svo vænt um á Penhöet. Þau vissu ekki að
Helena spilaði sama lag daglega liarm-
þrungin og örvæntingarfull.
Meðan Ramon hlustaði á lagið, ljet hann
Iiugan reika til Frakklands. Tárin komu
fram í augu hans, en í sál hans var enginn
beiskja. Hugsanir hans urðu mildar. Hann
minntist hinna fyrstu daga, sem þau voru
gift.
Frú d’Alboise tók eftir tórunum. Hún
hjelt, eins og aðrir, að Ramon syrgði látna
eiginkonu, og liún reyndi að finna mild og
blíð huggunarorð, sem aðeins koma af vör-
um ástríkrar móður.
Ramon sagði þegar þau systkinin voru
orðin ein:
— Frú d’AIboise er ein bestu kvenna, er
jeg hefi kynnst og hún er eins hjartahrein
og hún er gáfuð.
— Hvernig líst þjer á hann?
— Hann er móður sinni til sóma.
Carmen ljómaði af gleði, og þó að Ramon
skeytti þvi litt, sem fram fór í kringum
hann, tók hann eftir þessu.
— Þú virðist láta þig miklu skifta álit
mitt um þetta atriði. Þú virðist vera glöð yfir
því mikla áliti sem jeg hefi á þeim mæðg-
inum.
— Já, auðvitað gleðst jeg yfir því, að þjer
skuli litast vel á þá, sem jeg ann næst þjer.
Samtalið varð ekki lengra. Þetta rólega
og friðsæla líf hafði undarleg áhrif á Ramon.
Hann lirökk stundum upp af værum blundi
á nóttunni og sagði við sjálfan sig:
— Jeg elska hana. Jeg get ekki neitað þvi.
Jeg elska þá sem hefir svikið mig ítryggðum^
og þrái barnið sem annar er faðir að, en jeg
á þó fyrsta bros og fyrsta koss þess....
Hann grjet af reiði yfir því að geta ekki
losnað við þessar myndir úr hjarta sjer.
Stundum hvíslaði rödd í brjósti hans:
— Ætti jeg ekki að reyna að finna þau
aftur?
En hefnigirnin fjekk aftur yfirhöndina.
Hann ætlaði að hefna sín rækilega. Svo hófst
sálarstríð hans aftur.
Hann hafði elskað hana svo heitt. Það leið
ekki á löngu áður en hin nývakta ástarþrá
hans óx að miklum mun, því að hann tók
eftir að Robert d’Alboise og Carmen felldu
hugi saman. Hann sá augnaráðið, sem þau
sendu hvort öðru og roðann sem allt í einu
hljóp fram í kinnar þeirra. Þannig höfðu
þau Helena verið í gamla daga á Penhöet.
Carmen talaði alltaf með aðdáun um mág-
konu sína og Ramon hafði tekið þann kost
að þegja og láta sem hann tæki ekki eftir
því, orð hennar höfðu eigi að síður mikil
áhrif á hann.
— Hún hefir verið voðalegur hræsnari,
hugsaði hann með sjer. — Henni hefir tek-
ist að blekkja þau eins og hún blekkti mig.
Róbert og Carmen skildu hvorugt, hve
sorgbitinn Ramon var oftast. Nú voru sjö
ár liðin frá dauða Helenu. Þannig fannst
þeim það nógu langur tími fyrir Ramon að
jafna sig, og það var ekki laust við að
hryggð þeirra yfir sorg hans væri blandin
eigingii-ni. Hvað mundi Ramon segja og
hugsa ef Carmen ætlaði að giftast á ný
eftir svo stuttan tíma frá andláti manns
hennar. Samþykki hans var nauðsynlegt,
ekki þó eftir lögunum, heldur eftir erfða-
venjum ættarinnar.
Robert vildi umfram allt segja, hvernig
í öllu lá. Hann vildi segja Romon frá sam-
bandi þeirra, barninu og ástinni, sem knúði
hann til að leita hennar í ókunnu landi. —
Hann vildi útiloka allt er skyggt gæti á
sambúð þeirra hjeðan i frá.
Carmen var slíkri játningu mótfallin.
Hún þeklcti skaplyndi bróður síns. Hún
vissi að hann mundi aldrei fyrirgefa þeirn
þá yfirsjón, nje heldur veita samþykki siit
til hjónahands, sem stofnað var til í mein-
um.
— Smánarblettur verður aldrei þveginn
burt. Carmen hafði oft heyrt hann segja
þessa setningu. Ef til vill gengi hann svo
langt að hann skipaði þeim að hittast ekki
framar.
Hversvegna ættu þau að gera þessa játn-
ingu. Róbert gat sagt að Marcel væri á-
vöxtur æskuyfirsjóna, sem eklci hefði ver-
ið hægt að bæta úr með giftingu.
Drengurinn unni Carmen sem móður og
kallaði hana líka mömmu, eftir að hún fór
að taka þátt 1 uppeldi lians. Þetta var alt svo
eðlilegt, að Ramon mundi ekki gruna hið
minnsta. Róbert samþykkti ráðagerð þessa
eftir langt þóf.
Þau sátu kvöld eitt niður við hafið og
voru öll hálf angurvær í huga; þá tók Ro-
bert til máls:
— Kæri Montlaur, sagði hann. — Systir
yðar hefir falið mjer að reka erindi, sem
mjer er mjög ljúft að gera. Jeg elska hana
eins heitt og nokkur kona liefir verið elskuð
og jeg er þess fullviss að hún ann mjer
engu siður. En við viljum bæði leita sam-
þykkis yðar. Jeg leyfi mjer því að spyrja
yður: Viljið þjer gefa mjer lrönd systur
yðar?
— Hvernig ætti jeg að vera því mótfall-
inn, sem Guð lrefir áreiðanlega ákveðið
fyrirfram, sagði Ramon og brosti vingjarn-
lega. Þjer elskið Carmen og hún elskar yður.
Þjer óskið þess að jeg veiti samþykki mitt.
Það geri jeg hjer með. Berið höfuðið ætíð
hátt. Þið hafið ekkert að ásaka ykkur fyrir.
Fögur framtið bíður ykkar. Cai'men verður
trú þeim manni, sem hún heitir tryggðum,
því að Montlaurarnir svíkja ekki loforð
sín. Jeg óska ykkur af öllu hjarta til ham-
ingju.
Róbert fór hjá sjer við síðustu orð Ram-