Fálkinn


Fálkinn - 16.11.1945, Blaðsíða 4

Fálkinn - 16.11.1945, Blaðsíða 4
4 F Á L K I N N KLAUSTRIÐ A ÚTSTEINI ;; ÚTSTEINS ER VÍÐA GETIÐ HJÁ SNORRA STURLUSYNI, ENDA ;; VAR KONGSGARÐUII ÞAR TIL FORNA. ÞAR HAFÐIST HARALDUIÍ i; HÁRFAGRI VIÐ Á STUNDUM OG ÞAR í GRENND IÍÉÐST ÓLAFUR o HELGI Á ERLING SKJÁLGSSON FRÁ SÓLA OG GEKK AF HONUM DAUÐUM, 1028. FIMM ÁRUM SÍÐAR FÉLL TRYGGVI, SEM TALINN J; VAR SONUR ÓLAFS TIÍYGGVASONAR, í SJÓORUSTU VIÐ ÚTSTEIN. ;; EN UM MIÐJA 13. ÖLD VAR KLAUSTUIl SETT Á ÚTSTEINI, SEM Á ;; SÉR FRÆGA SÖGU, OG STENDUIÍ MIKID AF VEGGJUM ÞESS ENN. f MIÐJU mynni Boknfjarðar, milli Stafangurs og Hauga- sunds, er eyjaklasi, sem einu nafni heitir Mostur- liérað. Þar er Otsteinsklaustur, en það á sér merkilega sögu og miklar menjar frá liðnum öldum. -— Stórbýlið Otsteinn, eða Klaustrið, sem svo er kallað í daglegu tali er heitið eftir skeri einu vestan við klaustureyna. _Er Otsteinn 15 km. frá Staf- angri og' er útsýni þaðan liið fegursta yfir eyjarnar ög fjörð- inn. Er eyjan frjósöm mjög, enda höfðu ýmsir fornkonung- ar Noregs þar setur, en þeir voru ekki vanir að velja sér jarðir af verri endanum. Þarna sat Haraldur hárfagri löngum. Og skammt frá Útsteini var það, sem Ólafur helgi, eða rélt- ara sagt Áslákur Fitjaskalli <lrap Rygjahöfðingjann Erling Skjálgsson frá Sóla. Um þann atburð segir svo í Ólafs sögu lielga: „Þá mælti konungr: „Viltu á hönd ganga, Erlingr?“ „Þal vil elc“ segir hann. Þá tók hann hjálminn af liöfði sér og lagði niðr sverðit ok skjöldinn ok gekk fram i fyrirrúmit. Kon- ungr slakk við honum öxarhyrn unni í kinn lionum ok mælti: „Merkja slcal dróttinsvikarann“. Þá hljóp al Áslákr Fitjaskalli og' hjó með öxi í höfuð Er- lingi, svá at stóð í lieila niðri; var þat þegar hanasár; lét Erlingr þar líf sitt. Þá mælti Ólafr konungr vit Áslák: „Högg þú allra manna armastr; nú hjóttu Noreg ór hendi mér.“ Árið 1033 var sjóorusta liáð við Otstein og féll þar Tryggvi, sem talinn var sonur Ólafs Tryggvasonar. Saga klaustursins á Otsteini verður rakin til miðrar þrett- ándu aldar, en eigi er víst um stofnár klaustursins. Líklegt þykir þó, að klaustrið hafi verið stofnað í líð Magnúsar lagabætis, en liann var kon- ungur í Noregi 1263-1280. Dr. Ilarry Fett fornmenjavörður telur, að það liafi verið Áskell Jónsson Stafangursbiskup, sem einkum liafi átl lilut að stofn- un klaustursins, en hann var mikill vinur Hákonar Hákonar- sonar konungs og komínn af rikum ættum í Harðangri. — Hversvegna Ágústínustarreglan var valin handa klaustrinu vita ínenn ekki heldur, en líldega mun hún Iiafa verið frjálslynd- ust allra munkareglna þá, og síst einstrengingsleg. Klaustursins sést fyrst getið árið 1286, en síðar í arfleiðslu- skrá Gauts frá Tolgum. Fyrsti ábótinn á Otsteini var Arnbjörn eða Ambjörn, sem uppi var um miðja 13. öld. í byrjun 14. ald- ar er getið ábótanna Finns og Erlends á Otsteini. Eiríkur hét fimti.ábóti klaustursins; átli liann löngum í útistöðum við biskupinn í Stafangri. Var á- bótinn sakaður um að mis- þyrma munkunum, svo og um hneykslanlegt líferni og sleifar- lag á stjórn klaustursins. Otsteinsklaustur lá undir Stafangursbiskup, og árið 1333 kom hann þangað í vísitasíu- ferð. En klaustursdyrnar voru læstar og urðu biskupsmenn að brjóta þær upp. Eiríkur á- bóti var kallaður fyrir rétt’ og vikið fró embætti um stundar- sakir. Og á kirkjufundi í Nið- arósi komu fram alvarlegar upplýsingar um þennan léttúð- uga preláta. Hann hafði lifað í svalli og saurlifnaði með ungri aðalskonu. Munkunum hafði liann refsað með „boltum og járni“ og látið þá liggja í járn- um dögum saman án þess að þeir fengi vott eða þurrt. — Einnig var hann sakaður um að hafa rofíð leynd skriftamála og oftsinnis selt korn og silfur, sem klaustrið átti og stungið andvirðinu i eigin vasa. Mestan óhug vöktu þó refsiaðgerðir lians gagnvart „þráafullum reglubræðrum“. Ábótinn skaut máli sínu til páfans, en hann vísaði málinu frá sér. Enn þann dag i dag lifa, á vörum alþýðu, margar sögur af Eiriki ábóta og hermdarverkum þeiih, sem eiga að liafa gerst í fanga- turni klaustursins i hans við- urvist. Næstu tvær aldirnar fara litl- ar sögur af klaustrinu, en í byrjun 16. aldar er þess aftur getið, en þó eigi að góðu. Hóf- ust þá að nýju deilur milli ábót- ans og biskupstólsins í Staf- angri. Og 1515 var ábótinn fang- elsaður og fluttur til Stafang- urs. Svo komu siðaskiftin og á- rásirnar á kirkjueignirnar, og hinar fornu stofnanir kaþólsku kirkjunnar tóku að riða. Siðasti ábótinn á Útsteini hél Jörgen Hansson. Allar munka- reglurnar í Noregi voru upp- leystar og lagðar niður, en ein- stakir menn tóku við klaustur- eignunum. Þrándur ívarsson hét sá, sem fékk Útsteinsklaust- ur, hann var fógeti í Jamta- landi; tók liann við ldaustrinu með þvi skilyrði að hann fæddi munkana. Næst fék Jörgen Daa klaustrið að léni, og síð- an ýmsir danskir aðalsmenn, hver fram af öðrum, uns Frið- rik III. seldi klaustrið árið 1665 sjö dönskum aðalsmönn- um, en meðal þeirra voru Niels Trolle og Holger Vind, fyrir 22.946 rikisdali — eða um 90 þúsund norslcar krónur, og var það mikil fjárliæð á þeirra tíma vísu. Enda lágu 139 býli í Roga- landi undir klaustrið og að auki margar lóðir í Stafangri. Árið 1706 seldi Ilerluf Trolle Jóhanni Frimann klaustrið, en dóttir hans giftist inn í Gar- mannsfjölskylduna í Bergen og hefir klaustrið siðan haldist í þeirri ætt. Þegar Garmann júst- itsráð dó, 1779, erfði sonur hans Útstein, og síðan sonarsonur. Ilann dó 1844. Afkomendur lians gerðu sitt til að bæta jörð- ina eftir langa niðurniðslu og um aldamótin síðustu hafði eig- andinn. Eilert Garmann Sch- Kirkjan og tvilyfUi álman á Úlsteini. Álman er frá siðustu öhl en ldrkj- an frá þrettánd’u.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.