Fálkinn


Fálkinn - 16.11.1945, Blaðsíða 8

Fálkinn - 16.11.1945, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN "Fj AÐ var te-tími, rétt áður en Ijósin voru borin inn. Himinninn glitraði rauður og gylltur af glóð sólarlagsins. Úr sumarbústaðnum var útsýni yfir Miðjarðarhafið, en ekki var nokk'ur gári á sjónum. Þetta var eins og óendanlegur flötur úr skínandi kopar, skær og fagur i dagsbirtunni sem var að hverfa. Tindóttu fjöllin í fjarska í vestri gnæfðu dimni og dökk við bleikrauðan grunn vesturhiminsins. Samtalið snerist um ástir, þetta æfagamla umræðuefni og maður heyrði oft athugasemdu sem sagðar höfðu verið oft áður. Hin milda angurblíða rökkursins bafði í för með sér stemningu þróttleysis og töfr- unar, tilfinninga og viðkvæmni. Orðið kærleikur var endurtek- ið hvað eftir annað, stundum af sterkri karlmannsrödd, stund- um af mjúkri kvenrödd, þetta orð virtist drotna yfir allri stof- unni, það sveif um eins og fugl og því skaut upp i samtalinu livað eftir annað. — Er mögulegt að vera trúr sömu ástinni ár eftir ár? Sumir sögðu já, en aðrir nei. Það komu fram tillögur, tak- mörkin voru dregin og sagt frá ýinsum dæmum úr daglega lif- inu. í allra luigum, bæði manna og kvenna, skaut upp margvís- legum truflandi endurmínning- um, sem titruðu á vörum þeirra, en sem fólkið þorði ekki að segja frá. Tilfinningar fólksins þarna komu fram í binum djúpa og ákafa áhuga, sem það bafði fyrir þessari algengu en þó báfleygu ástríðu, sem kölluð er ást, þessu næma og dular- fulla bandi milli tveggja sálna. Allt í einu brópaði einbver sem sat og stai’ði út í fjarskann: — Sjáið þið þarna! Hvað get- ur þetta verið? Úl við sjóndeildarhringinn sleig slórl ógreinilegt, grált brúgald upp úr liafinu. Kven- fólkið spratt upp og starði for- viða á þetta fyrirbrigði, sem jiað hafði aldrei séð áður. — Þetta er Korsika, sagði ein- hver. Eyjan sést tvisvar til þrisv ar sinnum á ári jiegar ákveðin skilyrði eru fyrir hendi i loft- inu. Þegar loftið er alveg tært, lyftast vætuskýin upp, sem ann- ars byrgja sjóndeildarhringinn að öllum jafnaði. Nú sást nokkurnveginn móta fyrir f jallatindunum og þeir sem besta sjón höfðu gátu greint snjóinn á hæstu tindun- um. Þessi snögglega tilkoma eins- konar afturgöngulands, sem reis upp úr sjónum hafði mik- GUY DE MAUPASSANT! HAMINGJA il áhrif á alla þá, sem við- staddir voru, og það greip þá einskonar óhugur og ráðaleysi. AMALL maður, sem hafði setið þegjándi, tók nú lil máls: — Þessi sama eyja, sem reis þarna upp úr sjónum, eins og hún hagaði sér eftir samtal okk- ar, minnir mig á undarlegan atburð. Það var i sambandi við hann, sem ég sá fyrst ó- rjúfandi ást, ást sem var ótrú- lega farsæl. Sagan er svona: Fyrir fimm árum kom ég til Korsíku. Jafnvel þó að hún sjó- ist endrum og eins, eins og í dag, frá strönd Frakklands, þá þekkir maður minna til þessarar viltu eyjar en til Am- eríku, og liún virðist liggja enn- þá lengra burtu. Hugsið þér ykkur heim, sem ennþá er i óskapnáðarástandi, með æð- andi hafi af fjöllum, sundur- skornum af þröngum dölum með fossandi ám. í staðinn fyr- ir slétturnar eru þessir gífur- lega stóru brekkufláar úr graníti, grónir kjarri og stór- um skógum kastaníu- og furu- trjáa. Þetta er ósnortið land, eyðilegt og óræktað, þrátt fyr- ir smáþorp hér og hvar, 'sem bafa verið sett eins og vörður á fjallatinda. Þarna er enginn landbúnaður, enginn iðnaður, engin list. Þarna sést aldrei tré- skurðarmynd eða höggmynd eða önnur arfleifð, sem gæti borið því vitni að meðal liinna gömlu Korsíkubúa hefði dafn- að list eða hagleikur, og smekk- ur fyrir því, sem fallegt er. Það er þetta sem maður tekur mest eftir i þessu stórfenglega og stranga landi: arfgengt af- skiftaleysi gagnvart leitinni að liáleitu formi .... jiessu sem við köllum list. Á Italíu er ekki aðeins hver höil full af lista- verkum, Iieldur er höllin sjálf listaverk fyrir sig. Á Italiu vitn- ar inarmarinn, tréð, bronse, járn, málmar og steinn allt um snilld mannsandans, og jafn- vel lítilfjörlegustu fornleifar frá frægðaröldinni lýsa jiessari guðdómlegu fegurðarþrá. Ital- ia er okkur öllum lieilagt og elskað land, af því að hún sýn- ir okkur á svo sannfærandi liátt orkuna, stórleikann, kraft- inn og sigurhrósið hjá liinni skapandi sál. Og skamt undan strönd henn- ar er hin villta Korsíka, í al- veg sömu mynd eins og í upp- hafi vega sinna. Þar lifir mað- urinn sínu eigin frumstæða lífi i lélegum kofa, og lætur sér standa á sama um allt, sem ekki kemur lionum eða fjölskyldu- þrætum hans við. Og Korsiku- búinn á ennþá galla og kosti, sem frumstæðir menn hafa. Hann er ástríðufullur, hefni- gjarn, sannast að segja blóð- þyrstur, en um leið er hann gestrisinn, örlátur, tryggur og hreinskilinn. Hann opnar ó- kunnugum allar sínar dyr og endurgeldur livert vinarmót með tryggð og vinfesti. I heilan mánuð hafði ég reikað þarna um þessa til- komumiklu ey, og mér fannst einhvernveginn að ég væri kom- inn á heimsenda. Þarna voru engin veitingahús, engar krár, engir vegir. Upp að smáþorp- unum liggja múldýraslóðar; þau hanga á klettasyllunum yfir þröngum dölunum, en meðan úr þeim heyrist niður- inn í ánni. Ferðamaðurinn ber að dyrum á einhverju húsinu og biður uin að lofa sér að vera. Hann sest við fábreyti- legt matborð húsbóndans, sef- ur undir lágu þaki hans, og daginn eftir fylgir húsbóndinn gesti sínum út fyrir þorpið og þar kveðjast þeir með handa- bandi. Eilt kvöld, eftir tíu tíma göngu kom ég að litlu afskektu búsi efst uppi í dal, sem einni mílu neðar snarlækkaði niður að sjónum. Dalurinn var eig- inlega ekki annað en venjuleg gjá með hrjóstrugum fjöllum, sem risu brött á báðar hliðar og uxu þar runnar og tré en víðast var gljóturð. Við kof- ann var nokkuð af vinviði og lítill garður, en nokkru fjær uxu stórar kastaníur. Þetta var nóg til að viðhalda lífinu, og mátti lieita að það væri fjársjóður á þessari hrjóstrugu eyju. Eg hitti gamla konu, strang- lega og alvarlega yfirlitum, þokkalega að sjá. Maðurinn hennar stóð upp úr stól með strásetu, lmeigði sig fyrir mér og settist aftur án þess að segja eitt einasta orð. — Þér verðið að bafa bann afsakaðan, sagði konan. Hann er heyrnarlaus — hann er átta- tíu og tveggja ára. Mér kom á óvart að heyra að hún talaði frönsku alveg eins og Frakkar gera. — Þér eruð elcki innfæddur Korsíkubúi? spurði ég. — Nei, við erum frá megin- landinu, en við liöfum átt heima bérna í fimtíu ár. Það var eins og brotsjór skelfingar skylli yfir mig við tilhugsunina um þessi fimtíu ár, sem þau höfðu dvalið i þessari skuggalegu gjá, svo langt frá bæjunum og þeim stöðum, sem mennirnir lifa á. Gamall smali kom inn og við settumst öll við borðið til að snæða kvöldmat; þetta var eiginlega einn réttur: súpa með kartöflum, fleski og káli, sem soðið var saman. Þegar við höfðum matast settist ég út við dyrnar. Eg var eins og hálf dasaður að sjá þessa auðn fyr- ir augum mér, og það kom yf- ir mig þessi angurværð, sem stundum grípur ferðamanninn á leiðinlegu kvöldi þar sem ömurlegt er umhorfs. Tilfinn- ing um að lokin séu að nálg- ast, lok tilverunnar — að heimsendir sé i nánd. Allt- í einu streymir meðvitundin um liina ógurlegu eymd lífsins inn yfir okkur; tómlætið yfir öllu, liinn dapurlegi einstæðingsháttur hjartans, hjartað sem er gabb- að og dregið á tálar af sinni eigin ímyndun fram á sjálfan grafarbakkann. Nú kom gamla konan lil mín og með þeirri forvitni, sem finnst í breinustu sáluni fór hún að spyrja mig spjör- unum úr. Svo að þér komið frá Frakklandi ? — Já ég er að ferðast til að bressa mig eftir veikindi. Þér munuð vera frá París? — Nei, ég er frá Nancy. Þegar bún lieyrði þetta var eins og hún kæmist i ákafa geðshræring en samt get ég ekki lýst eða skýrt hvernig eg

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.