Fálkinn


Fálkinn - 16.11.1945, Blaðsíða 10

Fálkinn - 16.11.1945, Blaðsíða 10
10 *' Á L K I íí N VNGfflf LE/&N&yftNIR Ah Ling og drekinn l>að, sem ég œtla að segja ykk- ur núna, skeði fyrir mörguni ár- iim, og |)að gerðist í undarlegu Iandi, sem lieitir Kína. Langt inni í landinu átti fjöi- skylda heima, fátælct fólk, sem var sívinnandi — bæði maðurinn, kon- an og börnin — öll nema Ah Ling. „Það fer illa fyrir þér á lífsleið- inni,“ sagði mamma hans oft,“ þú ráfar um í leiðslu eðá leikur þér, líttu á bræður þína, eða systur l)ínar, þau eru öll iðnari en þú!“ En það dugði ekkert að jagast, því að Ali Ling var alltaf að hugsa um það sama. og gat ekki annað en hugsað: Hann vildi fljúga! „Skilurðu ekki að mennirnir geta ekki flogið!" sagði eldri bróðir hans, sem hann var að segja frá þessu einu sinni, „við liöfum enga vængi og erum of þungir!“ „En iíttu nú á — ofurlítil silki- pjatla getur flogið,“ sagði Ah Ling og lét pjötluna flögra i loftinu, „ef hún væri nógu stór, og ef ég héldi fast i hana þá....“ ,,....og ef goðin vildu gcfa þér svolitla vitglóru — þá gætirðu ef til vill orðið að manni!“ sagði bróðir hans, og skipaði honurn að fara að vinna á rísakrinum. En einn daginn hafði Ah Ling uppgötvað nokkuð, senr hann var hreykinn af. í þá daga var ekki auðvelt að ná i pappír, en liann náði í nokkrar næfurþunnar silki- pjötlur, og saumaði þær á bambus- reyr og — já, þetta var í rauninni lyrsti flugdrekinn, og það var Ah Ling, sem fann hann. Snemma morguns fór hann út tij að reyna hvort hann gæti flogið. Hann hafði feiigið stóra rjúpu af seglgarni, því að hann var hræddur um að missa þennan fallega dreka, ef hann hefði ekki taumhald á hon- um. Honum gekk ekki vel að láta liann lyfta sér, en loksins komst hann upp á lagið og nú lék liann sér að drekanum, þangað til pabbi hans kom út og sá hann. „Aldrei hcfi ég' nú séð annað eins!“ sagði gamli maðurinn, „hef- ir þú veitt einlivern furðufugl?“ Svo útskýrði Ah Ling hvernig í öllu lá, og öll fjölskyldan horfði efins á hann, eins og hún vissi ekki livort hann væri prakkari eða ofviti. „Bara að þetta séu ekki galdr- ar,“ andvarpaði amma hans, „við höfum galdramann hérna í grend- inni, karlinn í hvíta postulínsturn- inum.“ Hinumegin við ána, þar sem eng- inn mátti koma, var undurfagur garður og í lionum miðjum gnæfði turn úr skínandi postulíni, með gullnum bjöllum, sem hringdu þeg- ar vindurinn bærði þær. Þar bjó galdramaðurinn mikli, eða svo hélt fátæka fólkið, og allir voru hræddir við hann. En nú fékk Ah Ling að láta drek- ann sinn lljúga í næði, sérstaklega snemma á morgnana. Og einn dag- inn kom harin auga á stúlku, sein stóð í opnum glugga, efst í postu- línsturninum. Hún veifaði til hans í sífellu og Ah Ling þóttist vita, að liún vildi að hann léti drekann fljúga til sín. Það tókst nú ekki, lengi vel, en loks flaug liann alveg fast við turn- inn, og stúlkan gat gripið i hann. Þegar hún sleppti aftur sá Ling að eitthvað lafði við hann —- eitthvað hafði verið bundið við hann. Þegar liann dró hann til sín aft- ur sá hann að þetta var lítið bréf, en hann gat ekki lesið það, svo lærður var. hann ekki. Því að í kínversku eru yfir þúsund bók- stafir, svo að það er enginn hægð- arleikur fyrir börn að læra þá alla. En liann sagði föður sínum frá þessu og fékk honum bréfið, en gamli ^maðurinn fór með það til lærðasta mannsins í næsta kaup- stað, það var sprenglærður mandar- in, eða fræðimaður. Mandarínarnir eru tignustu menn- irnir í Kíná, cins og prófessorar og ráðherrar hjá okkur. Ah Ling fékk að fara líka, og hann bar drekann sinn undir hend- inni. Þetta var hátíðlegt ferðalag fyrir þá báða, og þeir voru í bestu fötunum sínum, og faðir Ah Lings hafði með sér stóran blævæng, því að í Kína notar ekki aðeins kvenfólkið blævængi heldur karl- mennirnir líka. „Nú verður þú að segja hinum hávelborna mandarín frá öllu, sem þú hefir upplifað," sagði faðirinn, „og mundu að hneigja þig djúpt fyr- ir honum, j)ví að mandaríninn er ógurlega tíginn maður.“ Loks komu þeir inn lil hans, þarna sat hann í hásæti sínu og bandaði blævængnuin, þvi að hon- um var heitt, og þreyttur var hann. „Eg kæri mig ekki um fleiri gesti,“ sagði þessi höfðingi, „með- an dóttir mín ér horfin — hið mönduleyga lotusblóm — hefi ég ekki þrek til að husta á bænir ann- ara. Komið þið með dóttur mína, þá skal ég hlusta á ykkur!“ „En ef til vill er hérna boð frá lotusblóminu!" sagði faðir Ah Lings hæverskur og gekk fram. „Ef liinn háeðla herra leyfir, ætlar sonur minn að segja frá því, sem fyrir hann liefir komið.“ „Tala þú!“ sagði mandaríninn, „en ef það er ekki boð frá dóttur minni mun ykkur iðru að hafa tafið mig!“ Ali Ling hneigði sig djúpt og gekk frám, sagði svo frá því, sem fyrir hann hafði komið og rétti mandaríninum bréfið, en hann las það þegar. Svo spratt liann upp og sagði: „Lotusblómið er í fangelsi lijá galdramanninum i postulínsturnin- um, sendið strax liermenn til að frelsa hana. Galdramaðurinn er ekki heima, skrifar lnin og það verður að ná í hana áður en hann kemur aftur!“ „En heyrðu!“ sagði hann svo og sneri sér að Ah Ling, „sýndu mér þennan undarlega fugl, sem hún talar um í bréfinu, en sem flaug með bréfið frá henni!“ Elskaii mín, vertu viöbúiiui að heyra miklar oy yleðilegar fréttir — við verðum bráðum að faru að leita okkur að stœrri íbúð. ar „Það er ekki fugl, hæstvelborni herra,“ svaraði Ah Ling og lineigði sig aftur. „Það er — ég veit ekki hvað ég á að kalla það — en flugdreka kalla ég það nú samt — og hérna er hann!“ Svo sýndi liann mandaríninum drekann sinn og höfðinginn skoð- aði hann í krók og kring. „Láttu hánn verða fyrirmynd, sem aðrir geta smíðað eftir. Héðan í frá skulu allir drengir leika sér að flugdrekum, það er ekki gott að segja að hvaða gagni það get- ur orðið.“ Hermennirnir frelsuðu lotusblóm- ið. Ah Ling og faðir hans fengu raustaarlég verðlaun og upp frá þessu fóru allir drengir að leika sér að flugdrekum — enginn veit livaða gagn getur orðið að þvi. Sumir hafa það fyrir sið að lileypa úr byssu í brúðkaupum. Ung stúlka, sem var viðstödd slikt brúðkaup, spurði einn skotinann- inn livað þetta ælti eiginlega að þýða. — Vitið þér það ekki, svaraði skyttan. — Nú er stríðið byrjað! Það er leiðiiilegt, góða mín, en ég á að fara út í kvöld og kem ekki heim i nótt. - Get ég verið viss um ]iað? Hjón fóru i brúðkaupsferð Og fóru í gistihús í Bergen. En ár- maðurinn vildi ekki láta þau fá herbergi. Þegar maðurinn spuvði hversvegna, fékk liann þetta svar- — Þér vitið það vel, hr. Nielsen að það er ekki leyfilegt að liafu kvenfólk með sér í herbergin. — En þetta er konan mín, sem með inér er! sagði Nielsen. —■ Hm! sagði ármaðurinn. Það segið -þér í livert skifti,' sém þér komið hingað. „Eg skal segja yður, fröken, að lœknirinn minn hefir nefnilega ráð- lafft mér að forðast allar geðs- hrœringar." t---------------------------------------------- S k r í 11 u r. • -* -----------------------------------------------1

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.