Fálkinn


Fálkinn - 16.11.1945, Blaðsíða 12

Fálkinn - 16.11.1945, Blaðsíða 12
12 PÁLKINN Ragnhild Breinholt Nörgaard: • • Oldur örlaganna því. Hún vildi vera ein með sínar glöðu hugsanir. Hún fór því strax út úr liúsinu og hljóp út i garðinn, þvert yfir grassléttuna að hinu hrörlega hliði við veginn, sem lág' til skógarins. Þar stansaði hún og kastaði mæðinni. Kinnar hennar voru rjóðar og" augu henn- ar ljómuðu af gleði og ánægju. Henni fannst hún aldrei liafa verið í jafn góðu skapi og þennan sólbjarta sumardag. Hún lagðist flötum beinum í grasið og blómin, og sólin verndi likama hennar. Hún fann þrótt æskunnar ólga í æðum sér og í hjarta hennar bærðust hlýjar til- finningar til alls og allra. Við bugðu á veginum sá hún í rauðmál- að kirkjuþakið. Eftir fáar ldukkustundir mundi hún ganga i þessa kirkju og bind- ast Erik því bandi, sem aldrei yrði slitið. Það fór um hana ljúfur unaður. Hún varð að klípa sig lil að trúa því að hún yæri vakandi og að þetta væri ekki aðeins draumur, lieldur uppfylling vona hennar. Bara að íiún hefði komist lijá því, að láta séra Emanúel gifta sig, hugsaði hún. Það mundi erfitt að komast í það hátiða- skap, sem hún vildi við þetta tækifæri, undir ræðu lians. En það var ógerningur að ganga fram hjá lionum. Hann myndi aldrei fyrirgefa þeim Erik, ef þau fengju annan presl til að gefa sig saman. Ingu leiddist mjög að fjölskylda Eriks skyldi ekki verða viðstödd brúðkaupið, en Erik virtist liggja það í léttu rúmi. Við neyðum það ekki, hafði hann sagt. Það er sjálfrátt hvað það gerir; getur kom- ið ef það vill, annars verið fjarverandi. Hún hafði lieldur ekki ennþá farið i fleiri heimsóknir að læknisbústaðnum. Frú Brenner hafði ekki boðið fram neinn vin- skaparvott ennþá, og Erik vissi, að hann myndi engum gera greiða með því, að hjóða Ingu aftur þangað heim. Já, hið nýja heimili, mitt eigið heim- ili, sagði Inga upp úr þurru og starði bros- andi upp í bláan sumarhimininn. Orðin hljómuðu svo undarlega í eyrum hennar. Aldrei hafði hana dreymt slika dýrð. Fall- ega gula húsið þeirra og husgögnin, sem Erik hafði keypt eftir hennar.vali! Þetta var dásamlegra en svo að hægt væri að trúa því. Allt var tilbúið á heimili þeirra. Hún hafði hafnað því að fara brúð- kaupsferð, fyrst og fremst af eftirvænting- unni að geta sem fyrst tekið til starfa inn- an veggja síns eigin heimilis. f öðru lagi fannst henni það of mikið lagt í kostnað, jiví stofnun heimilisins kostaði mjög mikið fé á hennar mælikvarða. Að vísu liafði Erik há laun hjá olíufélag- inu, sem hann vann hjá ásamt Tommy bróðir sínum. Auk jjess hafði liann feng- ið álitlega fjárhæð hjá móður sinni á 25 ára afmæli sínu, og liann fullyrti að hann hefði efni á því að fara í brúðkaupsferð umhverfs jörðina. En liún kaus heldur að fá að vera heima. Að minnsta kosti vildi hún ekki fara í meira en viku ferðalag. Meðan Inga lá þarna í grasinu i heimi drauma sinna, barst henni fótatak til eyrna. Iíún reis upp og sá mann koma gangandi eftir veginum. Þetta var roskinn maður með gleraugu í ljósgráum yfirfrakka og með ljósan hatt á höfðinu. I frakkahorn- inu bar hann blóm. Hann gekk ofurlítið lotinn og hár Iians var lekið að grána. Inga stóð upp og kippti kjólnum niður fyrir hnén. Maðurinn gekk til hennar og ávarpaði hana. — Þelta er prestsetrið, er ekki svo? Eg kom gangandi frá járnbrautarstöðinni, en af því að ég er liér ókunnugur þá. . . . — Já, þetta er prestsetrið, greip Inga fram í og tók kveðju hans brosandi. Alll i einu greip hana grunur: Það var eitthvað i augnaráði mannsins, sem minnti á Erik, eitlhvað sem. . . . — Eg er Inga Ileller, sjrstir séra Eman- úels Heller, sagði liún i fáti og horfði eftir- væntingarfull á manninn. — Eruð þér Inga! mælti maðurinn. — Eg er Per Brenner læknir, faðir Eriks, bætti liann við og þrýsti hönd liennar inni- lega. — Eg er feginn, að ég skyldi hitta yður aleina hér, svo við getum ræðst við i næði. Erik veit ekki að ég fór hingað og jiað er enginn, sem hefir grun um j>að. Eg gat ekki hugsað mér annað. — Það var fallega gert af yður að koma, Brenner læknir. Þetta mun ekki gleðja Erik minna en það gleður mig, sagði Inga og augu liennar ljómuðu af ánægju. Læknirinn tók undir hönd henni og þau fóru að ganga um í garðinum og ræða sín einkamál eins og væru þau gamlir kunningjar. Ingu féll Brenner læknir mjög vel í geð. Hann var jafn elskulegur og hlýlegur við hana og frú hans hafði verið henni kulda- leg. — Mér leiðist að ég skuli liafa komið af stað ófriði milli Eriks og móðir hans, sagði Inga eftir nokkrar samræður. — Það var j)ó ekki ætlun mín, ég vona að þér trúið því, Brenner læknir. — Það veit ég mjög vel, væna mín, sagði læknirinn. — Konu minni fellur j)að illa, að hún fékk ekki að vera með i ráðum í konuvali Eriks. En j)ó að ég sé eklci búinn að þekkja yður lengi, veit ég að Erik hefir valið sér góða stúlku og nú get ég af heilum hug óskað lionum til ham- ingju, þegar vígslunni er lokið. — Eg var lieldur aldrei liræddur um að Erik mistæki sig neitt í þessu efni; hann er greindur og hefir skarpa dómgreind. Eg veit að hann hefir verið mjög lánsam- ur. — Eg er það líka, svaraði Inga g'laðlega. En nú er ég víst búin að gleyma mér. Eg verð að fara heim. Þér komið með og' heils- ið upp á bróður minn! — Séra Emanúel! sagði Brenner læknir og leit brosandi til Ingu. Já, bróðir minn er dálítið undarlegur, bætti liun við hlægjandi. Þér megið ekki taka hann alltof hátíðlega. Eg á við að þér megið ekki móðgasl af framkomu hans. Hann kemur dálítið kynlega fyrir, ekki síst við ókunnuga. Ilann vill fræða og siða alla, og láta menn taka tillit til kenninga sinna. —- Það er ástæðulaust fyrir yður, Inga, að bera kvíðboga fyrir samkomulagi okk- ar, ég skal vera auðmjúkur við liann, sagði Brenner læknir brosandi. En þegar ég liefi hitt hann, ætla ég að ganga spölkorn aftur mér lil skemmtunar, veðrið er svo gott. Eg hefi sjaldan tækifæri til lystigöngu, og hefi því bara gott af j)ví nú. Þegar fólk býst til að ganga til kirkju, mun ég koma, en þér skulið ekki geta um komu mína við Erik. Eg vil gjarnan koma honum á óvart. Og nú skulum við ganga inn til „fræðimannsins“ og sjá hvort ég get nokkuð af honmn lært. Séra Emanúel var ekki lítið undrandi, þar sem hann stóð vi'ð gluggann, og' sá Iivar ókunnugur maður gelck við hlið Ingu upp garðinn. Ilann stóð eins og þvara og rýndi á manninn og þegar Inga kallaði glaðlega til lians kipptist hann við, en átl- aði sig brátt og setti sig í virðulegar stell- ingar og heilsaði komumanni hæverkslega og kynnti sig og bauð honum síðan inn eftir að hann vissi hver liann var. — Eg gal heldur ekki trúað því, mælti séra Emanúel, að ekkert af tengdafólki Ingu vildi vera viðstatt brúðkaupið. Það gleður mig unglinganna vegna, brúðlijón- anna á ég við, að þér skylduð koma. Eg má bjóða yður vindil? Þetta er mín beslu tegund. Hann rétti vindlakassann að lækninum, en Brenner afþakkaði boðið brosandi. — Þökk fyrir, ég vil ekki reykja núna. Eg ætla að ganga áfram úti í góða veðrinu um stund, en svo kem ég aftur, þegar komið er að þeim tíma, sem á að fara í kirkju. Yerið þér nú sælir á meðan. — Yerið þér sælir, sagði séra Emanúel og fylgdi lækninum til dyra. Hann stakk vindlakassanum undir liend- ina og létti sýnilega við það, að sér skyldi sparast einn hinna tólf ágætu vindla, sem hann átti eftir. Þegar séra Emanúel kom inn aftur, kallaði hann á konu sína og sagði henni frá komu læknisins og þeim afleiðingum sem hún hefði í för með sér. Nú yrði ein- uin manni fleira til borðs hjá þeim í kvöld og að sjálfsögðu mundi það gera rugl i reikninginn. Eg skil ekki livernig ég á að gela staðið ein í þessu öllu saman, mælti frú Ileller önuglega. — Inga hefir ekki rétt mér hjálparhönd í allan dag; og þó er allt þetta tilstand hennar vegna.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.