Fálkinn


Fálkinn - 23.11.1945, Side 2

Fálkinn - 23.11.1945, Side 2
2 F Á L K I N N LIÍTMIANNAÞIAIG FÁAR ÚTGÁFUHUGMYNDIR munu hafa mætt almennari vinsældum en útgáfa Helgafells á erlendum úrvalsritum, sem hafa í heild hlotið réttnefnið „Listamannaþing“. / safni þessu eru 10 heimsfræg skáldverk, valin og þýdd af okkar mál- snjöllustu mönnum. VERKIN, sem fyrir valinu hafa orðið, eru: NÓA NÓA, sjálfsævisaga franska málarans Paul Gaugu- ins frá þeim árum, er liann bjó á eyjunni Tahiti. Tómas Guðmundsson hefir þýtt bók- ina af mikilli snilld, og skrifar hann langan formála um höfundinn. 1 bókinni eru um 30 myndir. BIRTINGUR (Candide) eftir frægasta skáld Frakka, Voltaire — og hans besta verk. Ein íslenslc bók, Heljar- slóðarorusta eftir Benedikt Gröndal minnir nokkuð á þetta verk, sem er í senn broslegt og þó fullt af lífsspeki. Ilalldór Kiljan Lax- ness hefir valið sér þetta verk, sem er eitt- hvert erfiðasta rit, sem er að finna til að þýða á íslensku. Margar teikningar eru í bókinni. JÖKULLINN er frægasta rit Johannes V. Jensen, en hann hlaut, eins og kunnugt er, bókmenntaverð- laun Nobels á fyrra ári. Sverrir Kristjánsson sagnfræðingur, þýddi bókina. MARTA OULIE er ein af hinum lítt þekktu bókum norska Nobelsverðlaunahöfundarins Sigrid Undset. Kristmann Guðmundsson er nákunnugur frúnni, og var liún ein þeirra, sem ruddu Kristmanni braut í Noregi með rnjög eftir- tektarverðum dómum. Mun Kristmann vel vita, hvað liann er að gera með vali þessarar bókar. BLÖKKUSTÚLKAN. Enska Nobelsverðlaunaskáldið Bernhard Shaw hefir haldið því fram, að Blökku- stúlkan sé eitt sitt besta verk. Er það saga svertingjastúlku, sem er að leita að Guði, og því, sem hún kynnist í þeirri ferð. í bók- inni eru heimsfrægar teikningar. — Ólafur Ilalldórsson hefir þýtt bókina. KAUPMAÐURINN I FENEYJUM er ein frægasta bók, sem slcrifuð hefir verið. Ilún er eitt þeirra verka Shakespeares, sem gagnslaust er að sjá einungis á leiksviði. Sigurður Grímsson þýddi bókina, og skrifar hann ásamt Lárusi Pálssyni leikara, sem sá um fyrstu sýningu á Kaupmanninum hér, formála. 1 bókinni eru margar myndir, þar á meðal frá frumsýningu hér i Reylcjavík. * Á AÐ HAUSTNÓTTUM telja margir fegursta verk Hamsuns. 1 þýð- ingu Jóns Sigurðssonar frá Kaldaðarnesi er hún frábært snilldarverk og ógleymanleg í sinni fegurð og stílsnilld. MIKJÁLL FRÁ KOLBEINSBRÚ eftir von Kleist, er bók, sem að vísu á erindi til allra tíma, en ekld hvað síst þeirra, sem við lifum á. Bókin lýsir því, hvernig réttlæt- ið heyir þrotlausa baráttu við sjálft sig í ýmsum gerfum. Gunnar Gunnarsson, sem lxefir valið þessa bók til að kynna fyrir þjóð sinni, hefir látið svo um mælt, að þetta væri ef til vill merkasta bókin, sem hann hefði kynnst. SALOME eftir Oscar Wilde er talið vera eitt frábærasta listaverk, sem skrifað hefir verið. Hefir Sig- urður Einarsson lagt margra mánaða vinnu í þýðinguna, enda erfitt verk. SÍMON BOLIVAR eftir van Loon. HoUendingurinn Hendrik van Loon hefir skrifað um tvo tugi bóka, og hafa 6 þeirra, þar á meðal Frelsisbarátta manns- andans og Saga skipanna, orðið metsölubæk- ur í heiminum. Síðasta bókin, sem van Loon skrifaði, en hann lést á s. I. ári, var ævisaga frelsishetju Bolivíu, Símonar Bolivar. Árni frát Múla hefir þýtt bókina. ÞESS ER mjög skamml að bíða, að lokið verði áskrifta- söfnuninni að Listamannaþinginu. Bækurnar verða alls ekki seldar í lausasölu. — NÁIST SÚ íiskrifendatala, sem forlagið hefir ætlað sér að ná, geta áskriféndurnir átt von á að fá á næsta ári tilboð, sem er svo ótrúlegt, að engan gæti grunað að slíkt væri unnt i jafn fá- mennu landi. EF ÞÉR hafið ekki þegar gersl áskrifandi, ættuð þér að gerast það strax í dag. íjdgoM 4ðal§træti 18 — 8inii 1053

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.