Fálkinn


Fálkinn - 23.11.1945, Page 3

Fálkinn - 23.11.1945, Page 3
FÁLKINN 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: Skúli Skúlason Pramkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Ilankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 Blaðið kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðist fyrirfram HERBERTSpre/i/ SKRADDARAÞANKAR Það er virðingarvert að íslenci- ingar liafa notað velmegun síðnstu ára til |iess að kaupa bœkur, og að þeir leggja rækt við þjóðlegar bóknienntir. En óneitanlega er það íÁ'argt í útgáfustarfsemi stríðsár- anna, sem lýsir skipulagsleysi og sáralítilli hugkvæmni. Þrátt f.vrir þann aragrúfa af bók- um, sem gefinn er út á íslensku þessi árin, stendur enn ófyllt skaro, sem öllum menningarþjóðum þykir óhjákvæmilegt að fylla. Flest fræg- Ustu rit heimsbókmenntanna eru ekki til á íslensku. í örbirgð fyrri ára voru íslendingar svo stórhuga að gefa út í þýðingu Ilionskviðu og Odissevskviðu, Paradísarmissi og Kloppstokks-Messias. Um síðustu aldamót voru jafnvel gefnar út þær bókmenntir, sem óvænlegastar þykja lil sölu, nfl. leikrit eftir Ibsen, Shakespearc og fleiri, og fyrir 30 árum þýddi Bjarni frá Vogi Faust Goethes. Nú kemur ekki neitt af slilui. Gallastríð Cæsars mun vera það síðasta af klassískum latínu- ritum, sem fengið hefir að birtast á íslensku, en að öðru leyti liefir Bómverjinn verið bannfærður á forntungu Norðurlanda, grisku skáld in eru ekki boðin þjóð Eddanna. Skáld endurfæðingartímabilsins þekkjast ekki af islenskri alþýðu og flest stórskáld síðustu aldar ekki lieldur. Aljiýðlegur fróðleikur er bann- færður. Þegar kennslubókum skól- anna sleppir, á íslensk æska eng- an kost á að kynna sér neitt af þeim stórkostlegu nýjungum, sem orðið hafa og alltaf eru að verða í þekkingu inannkynsins á veröld- inni og lögmálum náttúrunnar, nema hún kunni erlend mál. Eðlis- fræði og efnafræði, hornsteinar allr- ar nútímatækni, eru lokuð bók. Og þó viðurkenná allir, að einmitt nú sé læluiin undirstaða afkomu allra þjóða. Hinsvegar kemur þcð fyrir á liesstim siðustu árum, að útlendir reyfarar, sem að vísu hafa verið af betra taginu, liafa verið gefnir úl af tveimur aðiluni samtimis. Og nú þykja Islendingasögurnar svo ó- missandi, að þrátt fyrir gömlu út- gáfuna (Sigurðar Kristjánssonar) og Fornritaútgáfuna, sem að vísu er ekki heil ennþá, hefir Menningar- sjóður gefið út sérútgáfu af sum- um sögunum, og einstakt fyrirtæki skraut-útgáfu af einni. Og nú á enn að koma heildarútgáfa! að þar með sé talið allt, sem félagið hefir tekist á hendur. Allir kannast við Thorvaldsens Basar, sem stofn- aður var fyrir tillögu frú Sophie Hjaltested á 25 ára afmæli félags- ins, og liefii' alla tíð síðan verið rekinn á vegum þess. Það er óliætl að fullyrða að þetta verslunarfyrir- tæki liefir átt ómetanlégan jiátt i að viðhalda íslenskum heimilisiðn- aði og efla handavinnu húsmæðra hin síðari ár. Tekjur af Basarnum hafa allar gengið í Barnauppeldissjóð Thor- valdsensfélagsins, sem stofnaður var fyrir tæpum 40 árum. Einnig liefir félagið öðru livoru efnt lil skemint- ana eða annara framkvæmda til að afla fjár, sem ávalt hefir verið látið renna í þennan sama sjóð. Barnauppeldissjóðurinn nemur nú 300 þúsundum króna. Þessu fé á að verja til byggingar barnalieimilis og eru góðar vonir uin að fram- kvæmdir geti hafist i því máli i mars næstkomandi. Féiagið liefir þegar tryggt sér Jóð undir barna- heimilið í Ártúnsbf-ekkunni við Ell- iðaár. Hér hefir aðeins verið drepið á það lielsta i starfsemi félagsins, en hún hefir verið mjög víðtæk, enda hefir stofnunin ávalt verið reiðu- búin til að rétta fram hjálpandi bönd, þegar um mannúðarmál liefir verið að ræða. Thorvaldsénsfélagið átti 70 ára afmæli síðastliðinn mánudag. Þóra Pétursdóttir, biskuþs, síðar kona Þorvaldar Tlioroddsen, er talin liafa átt uppástunguna að stofnun félags- ins, og jafnframt mui) hún liafa lagt drjúgan skerf til starfsenii þess liin fyrstu ár. Frú Þórunn Jónassen, landlæknisfrú, var kosin fyrsti for- maður félagsins og gegndi hún því starfi til cjauðadags 1922, eða sam- fleytt í 47 ár. Núverandi stjórn skipa: Svanfríð- ur Hjartardóttir, formaður, Rósa Þórarinsdóttir, gjaldkeri, Sigurbjörg Gðniundsdóttir, ritari, Sophie Hjalte- sted og Franziská Olsen. Þ'ví miður er liér ekki rúm til að rekja sögu þessarar merku stofn- unar eins ítarlega og verðugt væri, en jiess skal gctið að væntanlega verður gelin út bók um félagið inn- an skamms, og þá gefst okkur læki- færi til að kynnast allri sögu jiess frá upphafi. Knútiir Arngrímsson mun sjá um útkoniu bókarinnar. Eyill Jónasson, útgérðarm., Njarð- vik, Ytri-Njarðvíkum verður 50 árn 26. nóvember. Guðmiindur Pétursson, Sjafnargötu 3, verður 80 ára 25. j>. m. Thorvaldsensfélagið sjötugt Núverandi stjórn Thorvaldsensfélagsins. Sitjandi: Sophie Hjallested, Svanfríður Hjartardóttir, Franziska Olsen. Standandi: Sigurbjörg Guð- mundsdóttir og Rósa Þórarinsdóttir. Fyrir rúniuni sjötíu árum var minnisvarði Thor-valdsens afhjúp- aður á Austurvelli í Reykjavik. Þann sama dag var lagður grund- völlur að myndun einnar merkustu líknarstofnunar hér á landi. Nokkrar ungar konur, sem unnu að skreytirigu vallarins í tilefni af hinni hátiðlegu athöfn, urðu á- sáttar um að Jiindast samtökum sín á milli til að skipuleggja hjálpar- starfsemi (jl handa bágstöddu fólki, fátæklinguiri og öryrkjum. 1 þá daga voru þifengingatímar á íslandi; fjölskyldur almúgamanna skorti flestar algengustu lífsnauðsynjar; liungur og harðrétti voru eitt aðal- einkenni þjóðlífsins. Það iná því nærri geta, hvort likn- ars|arfsemi Thorvaldsensfélagsins hefir ekki komið í góðar þarl'ir. Á jólunum fóru að * berast gjafir a heimili liinna snauðu: matyæli, föt og fjármunir; góðar gjafir og nyt- samar frá konuin, sem létu sér annt um hag samborgara sinna og unnu með óeigingjörnum áliuga að jiví að hjálpa þeim, er miður máttu sin. Thorvaldsensfélagið liefir frá önd- verðu notið mikilla vinsælda og virðingar lijá allri alþýðu inanna. Meginþátturinn í starfsemi jiess hef- ir að jafnaði verið tengdur jólun- uni. Félagskonur liafa á eigin kostn- að útbúið jólagjafir handa fátækum og gengist fyrir jólaskemmturium fyrir fátæk börn. En fjarri fer því,

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.