Fálkinn


Fálkinn - 23.11.1945, Qupperneq 4

Fálkinn - 23.11.1945, Qupperneq 4
4 F Á L K I N N Norski stórþingsíorsetinn sem talaði máli Noregs fyrir tugum miljóna Það er alkunna hvílíkan heið- Lir Norðmenn hafa hlotið af þátttöku sinni í ófriðnum, bæði vopnaðri og óvopnaðri. Þann veg eiga þeir að þakka því, að stjórninni tóks að komast úr landi og stjórna andstöðunni iieima fyrir og framkvæmdum erlendis, með þeim ágætum, að engin smáþjóð veraldar er tal- in hafa áorkað jafn miklu um fall Þjóðverja og einmitt Noreg- ur, eða réttara sagl norski flot- inn. Enda sýndu stórveldin Nor- egi þann sérstaka heiður að útnefna sendimenn með am- bassadör-titli við hirð Noregs- konungs, en fram til þess höfðu slíkir sendimenn aðeins verið hjá æðstu stjórnum stórveld- anna og aðeins útnefndir af stórveldum. En það eru fleiri en norska stjórnin, sem hafa unnið Nor- egi gagn út á við, á undanförn- um þrengingarárum. Þeir eru margir, en fremstan ber að nefna stórþingsforsetann Carl Joachim Hamhro, er verið hef- ir einskonar „veraldarsendi- lierra“ Norðmanna, þó að ein- kum hafi hann starfað í Am- eríku. Hann hefir skrifað bæk- ur um Noreg (ein þeirra hefir komið út á íslensku) og hann hefir talað máli Noregs fyrir miljónum manna, bæði á mann- fundum og í útvarpi. Enginn var betur til þessa starfs fallinn en Hambro. Hann er frábær gáfu- og mælskumaður og liefir jafnan haft náin tengsl við hin ensku- mælandi stórveldi austan Al- lantshafsins og vestan. Hann var fulltrúi Noregs í Alþjóða- sambandinu lengst af og hélt þar jafnan fram málstað smá- þjóðanna gegn ofríki hinna stóru, svo að meira bar á hon- um i alþjóðaviðskiftum en nokkrum öðrum norrænuin manni síðan Friðþjóf Nan- sen leið. Og svo mikla ánægju vakti framkoma lians í Noregi, á hinum síðustu fundum Al- þjóðasambandsins, að norska þingið kaus hann einróma for- seta sinn, þó að sjálfur teljist liann til flokks, er var í minni- hluta (hægriflokksins). En staða stórþingsforsetans er ein mesta virðingarstaða Noregs, næst konungstigninni. Stórþings forsetinn er hærra settur en ]iingforsetar annara þjóða eru. Hamhro þingforseti stendur nú á sextugu. Hann er fæddur i Bergen, eins og margir aðrir mætir Norðmenn og gyðingur að ætt, ]ió að það blóð sé nú orðið blandað. Embættisprófi iauk hann aðeins 22 ára gamall og gerðist því næst blaðamaður — eða var réttara sagt orðinn það áður en hann lauk prófi, því að liann á fjörutíu ára blaða- mannsafmæli í ár. Hann réðst lil „Morgenbladet“ í Oslo 1905 og var aðalritstjóri þess 1913- ’20. Þá var liann fyrst kosinn á þing og siðan hafa stjórnmál- in gleypt hann. En liann hefir jafnan gefið sér tima til að þýða útlendar bókmenntir á norsku, einkum enskar, og fjölda bóka hefir liann frum- samið, þrátt fvrir lnð gífurlega mikla annríki, sem hann hefir liaft sem stjórnmálamaður og formaður ýmissa félaga og starfsmaður þeirra, svo sem hins mikla félagsskapar „Nord- mandsforbundet". Þegar Þjóðverjar réðust inn í Noreg þótti Hambro ekki til setunnar boðið. Og liann var fyrr á fótum en sumir ráð- herrariiir, aðfaranótt 9. apríl. Var það ei hvað síst snarræði Hambros að þakka, að stjórn- in og stárfhæft Stórþing komst undan frá Oslo. í skýrslu frá 3. júlí segir Vass botn þáverandi skrifstofustjóri Stórþingsins svo. „Kluklcan 3.30 um nóttina hringdi Hambro stórþingsforseti til mín og sagði að Þjóðverjar væru komnir til Dröbak (smábær skammt fyrir sunnan Oslo), og að ég vrði að kalla saman starfsfólk þings- ins, taka saman fundarbækur óg fleira, og fara til Hamar eftir nokkra klukkutíma. Þetta var gert.“ Thorsholt ritari á skrifstofu Stórþingsins segir í sinni skýrslu dags. 20. mai 1940 að hann hafi mætt á skrifstofunni kl. 4y2 og lieldur áfram: „Hambro stór- þingsforseti kom augnabliki síðar. Hann sagði að þýsk flotadeild væri við Oscarsborg á leið til Oslo, og að krafist væri að borgin gæfisl upp kl. 9. Skipaði skrifstofunni að ná til allra þingmanna og segja þeim að vera ferðbúnum til Hamar með aukalest kl. 7.15“. Og í bók Halvdans Kohts, þá- verandi utanríkisráðherra — „Norge neutralt och överfallet“ stendur svo: „Þegar ég kom aftur til ráð- lierranna eftir þetta stutta sam- tal (við Braiier sendiherra Þjóð verja), var C. J. Hambro stór- þingsforseti kominn þangað. Hann liafði vakað alla nóttina og frétt af inrirásinni. Hann var mjög hræddur um að Þjóð- verjum tækist að komast til Oslo og handsama konunginn. Stórþingið og stjórnina, með þeim afleiðingum að öllum lög- legum yfirvöldum landsins yrði kippl úr leik. Hann hafði þeg- ar gert ráðstafanir til að senda Stórþingið á öruggan stað, nú stakk hann upp á að konungur- inn og stjórnin færi úr höfuð- staðnum líka. Hann lagði til að öll æðstu stjórnarvöld lands- ins skyldu hittast á Hamar, um 130 km. inni í landi. Stjórn- in var í vafa, en viðurkenndi að undir þessum krignumstæð- mn yrði fyrst og fremsl að gæta öryggisins, og það var á- kveðið að aukalest til Hamar skvldi verða til taks kl. 7.“ Hér verður að bæta við ofur- lítilli klausu úr bók Hambros sjálfs: — „I Saw it Happen in Norwav“. Þar segir hann: „rTil þess að fyrirbyggja að- finnslur, sem síðar kvnnu að koina fram um það, að þessi ráðagerð væri ekki að réttum lögum, þar sem stórþingsfor- setinn hefir tæplega umboð til Jiess að lneyta samkomustað þingsins upp á eigin eindæmi bað ég um konunglegan úr- skurð í samræmi við 68. gr. stjórnarskrárinnar, um það að þingið skyldi koma saman á Hamar.“ — Hann segir énn- fremur frá því að verkamála- ráðherrann liafi símað á járn- lirautarstöðina og skipað að setja saman aukalest, og að hann hafi sjálfur látið skrif- stofu þingsins kalla þingmenn- ina saman. Sjálfur sendi hann Carl Joachim Ilambro. siinskeyti til -Kongsvinger um að láta stöðva varaforsetann, Magnus Nielsen, og biðja hann að koma til Hamar en ekki Oslo, en Nielsen var á lieim- leið frá Stokkhólmi. Hann endar ];essar línur þannig: „Eg l'ór svo lil Hamar til þess að gera nauðsynlegan undirhúning og' bað bílstjórann að aka eins lnatt og liann gæti.“ Þetta eru fyrstu skjalfestu skýrslurnar uin hvernig það at- vikaðist að konungur, stór- þingsmenn og .stjórn Noregs komust frá Oslo morguninn 9. apríl og komust á þann liátt lijá því að ganga í greipar Þjóð- verja. Það var líka Hambro, er á stórþingsfundinum samdi umboðið handa Nygaardsvold- stjórninni, og sá um að það héldi gildi þó að stjórnin yrði að dvelja erlendis. Þannig er það verk Ilambros, að fyrirætlun Þjóðverja um að liandtaka konunginn og stjórnina fór út um þúfur. Það gerði gæfu muninn i baráttu þjóðarinnar, og þessvegna gátu Quislingar og Þjóðverjar ekki byggt landið með lögum heldur aðeins eytt það með ólögum og lagabrol- um. Þannig varð Hambro for- seti í fyrstu atrenriu bjarg- vættur þjóðar sinnar. Hann svaf ekki á verðinum — hann vakti aðfaranótt 9. apríl 1940. Um þetta segir Koht prófessor í bók sinni: „Án þess að nokkr- um sé órettur ger, má segja að Ilambro forseti hafi þenn- an dag ekki aðeins stjórnað fundum stórþingsins heldur líka stjórnaði liann áliti fulltrúa þjóðarinnar og sameinaði þá. Dirfska hans, þrek hans, skarp- skygni og þinghæfni voru eig- inleikar, sem gerðu fært að ná fljótum og einhuga ályktunum á þessum vandastundum.“ --------Þingið flutti sig svo til Elverum en þaðan fór Ham-

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.