Fálkinn


Fálkinn - 23.11.1945, Síða 8

Fálkinn - 23.11.1945, Síða 8
8 PÁiKINN H. Handkin: Röddin í útvarpinu Saga tveggja nútímasálna, viðkvæm, sönn og átakanleg. — Öll ung hjón geta margt af henni lært. — TÓMATAR og fiskur, kaffi, brauð og smjör. . . . Tóm- atar, fiskur og brauð, lnigsaði L'illv Ramsén með an hún tróðst fram bjá stéttar- systrum sínum, sem streymdu eins og fljót í mörgum álum út úr stórverslununum i aðalgötu New York. Þetta var klukkan fimm síðdegis, skrifstofutíminn útí, frítíminn að byrja. Ja - svei! Kanske hjá öðrum, en ekki hjá henni. Það voru tómatar, fisk- ur og' brauð. . . . Henni tókst að fá afgreiðslu í grænmetisbúð. Svo kom að fiskinum — og öllu hinu. Það tók sinn tíma. Klukkan var sex þegar hún kom heim. Svo að hún liafði ekki nema hálftíma til að búa til miðdegismatinn —- Jolin kom heim í síðasta lagi kl. kortér fyrir 7 og hann vildi ógjarnan bíða eftir matnum. Og svo var það að hún hafði ekki haft tíma til að þvo upp í morgun. Nú jæja, hún gæti gert það meðan kartöflurnar væru að soðna. Hún í'lýtti sér að setja upp eldhússvuntuna og svo hringdi síminn. Það var maðurinn hennar. . — Halló, Lilly — það er ég. Eg ætlaði bara að láta þig vita, að hún mamma kemur með mér í miðdegismatinn i dag. Við komum eftir hálftíma. Við fáum víst eittlivað aukalega..? — Aukalega? Heyrðu, John, það verður enginn tími til þess — og ég er iirædd um að fisk- urinn verði lítill líka. Eg keypti bara handa tveimur. En....... — Skrepptu þá út og kauptu i viðbót! Það hlýtur að vera hægt. . Við sjáumst eftir Iiálf- tima! Hún lagði frá sér símatólið og leit á klukkuna. Nei, hún hafði ekki tíma lil Jtess að fara út og kaupa meiri fisk. Annars var hún svo þreytt að hún íiafði enga matarlyst. Og svo tengdamamma — rétt einu sinni! Hún setti kartöflupottinn yfir eldinn og fór að þvo upp, hreinsa fiskinn, taka til saladið og leggja á borðið. Leit aftur á klukkuna — kanske yrði hún búin i tæka tíð samt. . . . Dyrabjöllunni var hringt. Það var John. Hann liringdi þó að hann hefði lykil sjálfur — það var hægara. Lilly flýtti sér að þurrka af höndunum á sér, strauk hárið og flýtti sér að opna. John var ólundarlegur. Það er laglegt að láta okkur standa hérna og bíða, þegar maður hefir unnið allan dag- inn á skrifstofunni og kemur þreyttur heim! sagði hann. — Afsakaðu en ég átli svo annrikt, svaraði liún. Hann vék til liliðar fyrir stórum skugga. Það var frú Ramsen tengdamamma, sem lagði það á sig að kyssa tengda- dótturina. — Hirtu ekki um Jivað Jolm segir, Lilly, sagði hún. — Hann er svo þreyttur eftir langan vinnudag,' veslingurinn. En ég þá, hugsaði Lilly, sem vinn allan daginn á skrifstof- unni þó að ég sé gift, og liefi svo húsmóðurstörfin i ofaná- lag. Það var eins og John liefði lesið hugsanir liennar. Hann sagði ofur vingjarnlega: — Bíddu hæg, Lilly, þangað til skriður er kominn á versl- unina - það er orðið talsvert betra núna en var fyrir miss- iri — og nú skaltu sjá till Þegar Lilly hvarf aftur fram í eldhúsið fór liann inn í dag- stofuna og opnaði útvarpið. Það var Iians yndi. Og svo fór hann að útmála fyrir móður sinni, live stórfenglegt það yrði, þégar sjónvarpið kæmi líka. — Finnst þér þetta ekki góð- ur hátalari, mamma? En mamma lieyrði ekki hvað hann sagði. Hún stóð í eld- húsdyrunum og var að líta yfir allt-. " — Þér finnst belra að sjóða kartöflurnar með hýðinu, Lilly? sagði hún. — Eg hafði ekki tíma til að afhýða þær, tengdamamma. — En þið eigið heima svo nærri skrifstofunni þinni. — Eg losnaði svo seint i dag, húsbóndinn þurfti að láta mig skrifa bréf á síðustu stundu, og .... — Maður á aldrei að vinna yfir skrifstofutima. Æjá, það var auðvelt fvrir tengdamömmu að segja það. Hún liafði aldrei unnið á skrif- stofu, hugsaði Lilly, en hún sagði ekki neitt. — Þetta er skrambi lítið eld- lms, liéll frú Ramsen gamla áfram. — Hversvegna fáið þið ykkur ekki stærri íbúð? Það er ekki erfitt að fá laglegar í- búðir með góðu eldhúsi fýrir það sama, sem þið borgið liér! — Eg get ekki átt lieima lengra frá skrifstofunni en þetta. Jolm mundi áreiðanlega ekki þykja gott að verða að bíða eftir miðdegismatnum.... — Þú ættir að þvo stórþvott- inn þinn sjálf, Lilly. — .Tá — ef ég befði tima til þess. Lilly liristi bara höfuðið. Það voru auðsjáanlega engin tak- mörk fyrir kröfum þeim, sem hægt er að gera tíl tengdadætra. Þegar .Tohn gat setið i makind- um og hlustað á útvarp, varð hún að stoppa sokka og bæta föt. En það þýddi ekki að minn- ast á þetta —- bún hafði blátt áfram hvorki tíma né þrek til að rökræða það. Hún bar inn matinn. — Gerðu svo vel, John. Mat- urinn er tilbúinn. En Jolin var eins og bergnum- inn af dægurlaginu í útvarp- inu. Lilly tók liattinn hans af stól og lieng'di hann út í and- dyrið. Svo settist hún þreytl og með liöfuðverk við matborðið. Ilún sá að tengdamamma mældi dúkinn með augunum. -— Eins og ég sagði áðan, Lilly, þú ættir að þvo sjálf. Þvottahúsin gera það svo illa. Sjáðu hvað dúkurinn er ó- bragglegur! — Þó að ég reyndi að þvo sjálf þá liefi ég engan stað til að þurrka þvottinn á, tengda- mamma, sagði Lilly og varð að kalla til þess að orðin Iieyrðust yfir gjallandann í út- varpinu. — Góða barn, eins og þú gæl- ir ekki strauað liann, þangað tíl hann verður þurr. Það gerði maður í mínu ungdæmi. Hvernig sem því var nú var- ið — hún varð alltaf að* liafa síðasta orðið. Loks kom John og settist við borðið. Fiskur, sagði hann — ég' vil ekki fisk! og svo ýtti hann frá scr diskinum. Það er svo langt síðan við hofum haft fisk, sagði Lilly og beil á vörina. Ef tengdamamma hefði ekki verið viðstödd, liefði hún áreiðanlega farið að gráta. — Borðaðu nú fiskinn þinn! sagði móðir hans. — Hann hefði kanske verið betri soðinn en steiktur — en borðaðu hann nú samt. Hann er góður. Jolm nartaði i fiskinn. Lillv snerti varla við sínum diski. En frú Ramsen gamla át með bestu lyst. Eftir miðdegisverðinn settist John aftur við útvarpið, en móðir hans settist í hæginda- stólinn og blundaði yfir dag- blaðinu. Lilly vakti hana með. kaff- inu tveir bollar á skutli. Hún ætlaði að hressa sig á sínum eigin bolla meðan hún væri að þvo upp. En þegar hún kom fram i eldliúsið varð hún svo lasin. Hendurnar skulfu eins og í köldukasti. En hún var ekki veik. Bara svo skelfing þreytt. Hún fann að hún mundi missa fyrsta diskinn, sem hún snerti á — og þá mundi tengda- mamma undir eins koma fram. En að sitja þarna inni undir allri aðfinnslunni og meinleg- um ráðleggingum það þoldi liún ekki í kvöld. Hún læddist inn í svefnherbergið eftir öðr- um kjól og fór í liann i bað- klefanum. Svo fór hún fram í ganginn og í kápuna. Þá heyrði hún rödd manns- ins síns innan úr stofunni. — Ertu að fara út, Lilly? hrópaði hann undrandi. Já, sagði liún, ég ætla að ganga ofurlitla stund. Eg þarf hreint loft. — Loft? át liann eftir, eins og hann væri að tala um pól- ferð. — Já, svaraði hún, ég ætla að ganga svolitla stund. Tengdamamma hraut svo hátt að hún yfirgnæfði útvarp- ið.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.