Fálkinn


Fálkinn - 04.01.1946, Síða 8

Fálkinn - 04.01.1946, Síða 8
8 P Á L K I N N O. Henry: Joe Perkins kemur heim. Áttugasta og fyrsta gata! — Gex-ið svo vel að rýma fyrir þeim, sem ætla út! vældi vagii- stjórinn í bláa einkennisbún- ingnum. Hópur af ríkisborgarasauð- fénaði valt út á götuna og ann- ar valt inn. Ding dang! Gripa- vagnar L-lestarinnar á Mánhatt- an þutu af stað með braki og brestum. Og mr. Joe Perkins slangraði niður þrepin frá stöð- inni ásamt liópnum, sem hafði verið hleypt út um leið og hon- um. Hann rambaði lieim á leið, hægt og bítandi. Hægt og bitandi — því að liann var hættur að vænta nolckurs góðs í daglega lífinu. Maður, sem hefir vei’ið giftur í tuttugu ár og býr i leigxxhjalli, getur ekki vænst nokkurra ó- væntra gleðitíðinda af foi’sjón- inni. Og þarna sem hann labb- aði nú í hægðum sínum heim- leiðis, þá sá liann alveg fyrir það senx koma mundi á næst- unni: Hún Katy mundi flýta sér að taka á móti honum í gang- inum og gefa honum koss með varastiftis- og karamellubragði. Síðan mundi liann hengja af sér frakkann og setja sig á rykfrían, steinsteypuharðan dí- van og taka fram kvöldblöðin. Næst kæmi svo röðin að sínx- skeytunum og orustunum í Mansjúríu, þar senx andstæð- ingarnir reyndu eftir bestu getu að slátra hverir öðrunx nxeð glamrandi og bráðdi’epandi rit- vélum. Miðdegismaturinn mun að öllum líkindum verða laps- kássa, salad með algerlega ó- skaðlegri en lika algerlega bragðlausri sósu, rabarbara- grautur og loks lítil krukka af jarðai’bei’jasultu, sem stokk- roðnaði fyrir ábyrgðina, senx tekin var á ggeðum hennar á miðanum á glasinu, að lxún væri eingöngu gerð úr ósviknum á- vöxtum. Eftir matinn mundi konan sýna honunx tíglateppið með nýju bótinni, sem ísmað- urinn hafði klippt handa henni neðan af liálsbindinu sínu. — Klukkan hálf átta mundu þau bæði fara að bi-eiða dagblöðin út yfir öll húsgögnin, svo að gipsið, senx dytti niður úr loft- jnu eyðilegði þau ekki. Á þess- um tíma fór nefnilega digri maðurinn á hæðinni fyrir ofan að æfa Mullerskei’fið, áður en hann tæki á sig náðir. Á mín- útunni klukkan tuttugu mundu Hicky 'Og Mooney, atvinnulausu svertingjaleikai’arnir á III. liæð, við hliðina á honum, fá vægt vitleysiskast, og nxundu hlaupa í hring í stofunni sinni, í þeirri trú að Hammerstein agent væri að elta þá uppi með sýningar- tilboð, senx gæfi af sér finxnx hundruð dollara á viku. Síðan mundi gamli piparsveinninn, sem bjó i kytrunni fyrir hand- an húsagarðslioluna, fara að kvelja lífið.úr flautunni sinni. Sjálfvirku gasljósin í stigan- um mundu fara að ósa eitri. Þetta ós hafði gaman af að safnast sanian efst í ganginum. Svo mundi húsvörðurinn fleyg- ja finxm krökkunum hennar frú Zanowitaki frá öskutunn- unni, en þau gátu hvei-gi ver- ið nema þar. Og konan, sem liafði vei’ið gift og skilin ótelj- andi sinnum, mundi tritla nið- ur stigann i kampavinsgulum sokknunum sínum og líma miða með nýjasta frúarnafninu sínu á bi’éfakassann við bjölluna. I stuttu máli — kvöldið nxundi ganga sinn vanalega, vissa gang í öllu Frogmore-lixxsinu. Joe Pei’kins vissi með óbif- anlegu öruggi, að svona nxundi það fara og alls ekki öðruvísi. Hann vissi ennfrenxur að hann sjálfur — ldukkan kortér yfir átta nxundi liei’ða upp hug- ann og grípa battinn sinn — og að konan hans nxundi segja þóttalega: — Það væri gaman að vita hvert þú hefir hugsað þér að fara? — Eg ætla bara að skreppa til McCluskeys, mundi hann svara. Til þess að reyna einn billiard við gömlu félagana. Þettá hafði samámsaman orð- ið föst i’egla. Og eftir svo sem tvo tíma kom hann aftur. — Stundum var Katy þá liáttuð og svaf á sitt græna eyra. En svo sat hún líka stundum uppi, reiðubúin til að bræða burt í deiglu bræði sinnar þann snefil forgyllingar, sem enn var eftir til skrauts á stálhlekkjum hjónabandsins. Öllu slilcu á g'uðinn Amor einhverntíma að standa skil á, þegar hann einn góðan veðurdag rekst á fórn- arlömb sin ixr Frogmore-húsinu. — En í kvöld, á sama augna- blikinu senx Joe Perkins steig yfir þröskuldinn, upplifði liann algera lífs-venjubreytingu frá því sem verið bafði. Þarna var engin Katy til að taka á móti honum og gefa honum rauðan, sætan og sykraðan koss. í lxer- bergjunum þremur var allt á rúi og stúi. Garmarnir lxennar voru þarna liátt og lágt. Skór á miðju gólfi, krullutöng, hár- spennur, xnorgunkjólar og púð- urpelsar, lá allt í einum hrærigraut livar senx litið var. Þetta var svo ólíkt konunni hans. Meðan liugurinn var að falla niður í núll starði liann dapur á greiðuna, sem enn hélt dálitlu af hinum brúnu lokkum hennar nxilli tannanna. Hún hlaut að hafa flýtt sér óvenu- lega mildð. Þvi að venjulega var lxún mjög passasöm með að liirða allt það lxár, sem rotnaði af lxenni að geynxa það i bláu krukkunni á arinhillunni, í von um að það nxundi einhverntíma endurfæðast. Á gasstjakanum á veggnum liékk samanbrotin pappírsörk á mjög áberandi stað. Joe Per- kinks greip hana. Þetta voru nokkrar línur frá konunni lxans og hljóðuðu svo: „Kæri Joe: — Eg hefi fengið símskei/ti og hún mamma er ósköp veik. Eg verð að fara með lestinni kl. b.30. Bróðir minn ætlar að sækja mig á stöð- ina. Það er köld kóteletta í kæliskápnum. Eg ætla bara að vona að það sé ekld andatepp- an, sem hún hefir fengið. Fáðn mjólkurmanninum 50 cent. í fyrravor var hún svo skelfing eftir sig eftir hana. Gleymdu ekki að síma á gasstöðina útaf mælinum. Heilu sokkarnir þínir eru í efstu skúffunni. Eg skrifa aftur á morgun....... / mesta flýti þín Katy. í þessi tvö ár, sem liann og Katy höfðu verið gift, liöfðu þau ekki verið fjarverandi hvort fi-á öði-u eina einustu nótt. Hann las bréfið aftur án þess eiginlega að grípa inni- haldið. Það var algei’ð upp- reisn frá liinum venjulega þaul- troðna slóða hjónabandsins, svo að hann tók andköf þegar hann fór að hiigsa unx þetta. Yfir þvert stólbakið liékk treyjan hennar með rauðu díl- unum. Hún var svo ömurlega tónx og formlaus. Hún var vön að vera í lienni þegar hún var að nialla nxatinn. Iiún hafði fleygt af sér fötunum — svo mikið hafði lienni legið á! — Lítill pappírspoki með uppá- halds karamellununx hennar lá þarna ólxi’eyfður með gúmnxí- bandi utan um. Dagblað lá á gólfinu. Það var gat á því, þar sem bi’au taráætlunin hafði ver- ið. Allt i stofunni bar þess vitni, að það sem mestu varðaði var horfið á burt — að lífið og sál- in var liorfin. Joe Perkins stóð innan unx þessa dauðu . hluti og var svo einkennilega dapur og hugsandi. Svo fór hann nú að reyna að taka til eftir hana, eins vel og hann gat. í hvert skifti sem hann snerti við einhverju fata- plagginu af lienni, þá fór skjálfti uixi hann, eins og liann kendi einhverskonar skelfingar. Hann hafði aldrei lagt þá spurn ingu fyrir sjálfan sig hvernig sér mundi líða ef lxann missti Katy. Ilún var orðin svo fast- ur liður í tilveru hans, að liann gat eiginlega helst líkt henni við loftið, sem hann andaði að sér. Það var nauðsynlegt, en maður gei’ði sér ekki sérstak- lega grein fyrir því. Og nú var hún horfin! Fyrirvaralaust. Var horfin svo gersanxlega allt i einu, að það var lílcast að hún hefði aldrei verið til. Auðvitað var þetta ekki nenxa i nokkra daga, i mesta lagi eina viku, eða kanslce tvær, en honum fannst eins og sjálfur dauðinn Iiefði bent á lians dyggu en ó- meðvituðu baráttu! Joe sótti köldu kótelettuna fram í skápinn, hitaði sér kaffi og settist að hinni einmanalegu kvöldnxáltíð sinni, augliti til aug litis við liið ósvil'na vottorð unx hreinleika j arðai’berj asultunnar Meðal horfinna lífsins gæða sá hann allt í einu fyrir sér aftur- göngu af lapskássu og salad með skósvertusósu íxieð nxikl- unx gljáa. Heinxili hans var í uppnámi. Inflúeixsa tengdanxóð- ur Iians lxafði lióstað því í ó- tal tætlui’. Eftir þessa ömurlegu máltíð settist hann við glugg- ann og góndi út. Hann liafði ekki einu sinni rænu á að kveikja sér í sígar- ettu. Fyi’ir xitan öskraði borgin. Hún lokkaði hann til þess að taka þátt í dansi sínunx og dára- liætti. Hann átti nóttina sjálfur.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.