Fálkinn - 15.02.1946, Blaðsíða 2
2
F A L K I N N
*
Ljósmyndarafélag Islands
20 ára
Stjórn félagsins. Talið frá vinstri: Sigurður Guðmundsson, Guðm. Hann-
esson og Óskar Gíslason ásamt heiðursfélögunum Jóni J. Dahlmann og
Árna Thorsteinsson.
Þann 7. janúar síðastliðinn varð
Ljósmyndarafélag íslands 20 ára. •—
AðalhvatamaSur að stofnun þess var
Carl Ólafsson og átti hann sæti í
hinni fyrstu stjórn þess ásamt þeim
Magnúsi Ólafssyni og Ólafi Magnús-
syni.
Tilgangurinn með stofnuninni var
fyrst og fremst sá að fá ljósmyndun
viðurkennda sem lögbundna iðn-
grein, og fékkst sú viðurkenning
næstum undir eins. Auk þess var
það ofarlega á stefnuskránni að
stuðla að aukinni menntun ljós-
myndara, koma fastara formi á
launin og tryggja skynsamlegri til-
högun vinnutímans. Öll þessi áform
komust í framkvæmd eftir stuttan
tima, og varð að þeim mikil hags-
munabót fyrir ljósmyndara.
Frá upphafi hcfir starfsemi fé-
lagsins verið með ágætum. Auk
hinna ýmsu hagsmunamála, sem
það hefir hrundið í l'ramkvæmd,
hefir það gengist fyrir skemmtun-
um og ferðalögum víða um land.
Á seinni árrnn hafa miklir örðug-
leikar verið á útvegun nauðsyn-
legra tækja og efna til ljósmyndun-
ar, en innflutningsdeild, sem starf-
ar á vegum félagsins, liefir oftast
getað komið í veg fyrir, að veru-
legur hörgull yrði á þessum nauð-
synjum.
Núverandi formaður félagsins, Sig.
Guðmundsson, telur, að hér á landi
sé margfalt meiri samheldni meðal
ljósmyndara en þar sem til þekkist
erlendis, enda hafi árangurinn af
starfi félagsins ávalt verið mjög
góður.
Meðlimir félagsins eru nú 22.
Stjórnina skípa, auk Sigurðar, þeir
Guðmundur Hannesson, gjaldkeri og
Óskar Gíslason, ritari. Heiðursfélag-
ar eru þeir Árni Thorsteinsson,
Jón J. Dahlmann og Sæmundur Guð-
mundsson.
Pavl C. Ammendrup, klœðskera-
meistari, varð 50 ára 7. þ. m. Um
þessar mundir á hann einnig 25
ára dvalarafmæli liér á landi.
Julius Schopka, fgrv. konsúll,
Shellveg 6, verður 50 ára í dag
(15. febr.).
Séra Kristinn Daníelsson, Útskálum
við Suðurlandsbraut, verður 85 ára
18. þ. m.
Þórður Magnússon, bókbindari, ísa-
fold, verður 65 ára 17. þ. m.
Guðmundur Illíðdal, pósl- og síma-
málastjóri, varð 60 ára 10. febrúar.
Ermenrekur Jónsson, trésmiðam.
Laugav. )2, verður 70 ára 16. þ. m.
Frú Ólöf Halldórsdóttir, Butru i
Fljótshlíð, verður 65 ára 18. þ. m.
Guðmundur Markússon, skipstjóri,
verður 55 ára 20. þ. m.
Albínóar
heita þeir, sem alhvítir eru á hár
og hörund — og meira að segja
mikið til hvítir i augunum — vegna
þess að litarefni vantar i þá. En
það eru fleiri en menn, sem eru
svona, og kemur þetta fyrirbrigði
fyrir hjá flestum dýrategundum.
Margir hafa séð alhvita hesta, glas-
eygða. Jafnvel lirafnar, sem þó eru
svartari en allt, sem svart er, geta
verið alhvítir, en það er fátítt,
enda segir máltækið að það séu
sjaldséðir hvítir hrafnar. Margir
munu vilja halda því fram að þeir
væru alls ekki til, en svo er það
nú samt.
*****
Menning.
Um 1910 voru um 30.000 rikksjá-
ar — léttivagnar, sem menn draga
— til í Tokíó, en aðeins 10 bif-
reiðir, tuttugu og fimm árum sið-
ar hafði skift svo um, að þá voru
í höfuðborg Japana 25.000 bifreið-
ir en aðeins 2000 rikksjáar.
Safnari.
Læknisfrú ein í Portland, Oregon,
hefir tekið upp á því að safna —
skeiðum. Á liún nú orðið stærsta
skeiðasafn heimsins, eða 2457 skeið-
ar alls, og eru engar tvær þeirra
eins.