Fálkinn


Fálkinn - 15.02.1946, Blaðsíða 6

Fálkinn - 15.02.1946, Blaðsíða 6
6 P Á L K I N N Maðurinn, sem veit allt um kjarnorkusprengjuna - LITLA SAGAN - Ást við fjrrsta sfn Eftir M. S. Eftir að hafa fengið fimm hrygg- brot á minna en tuttugu mínútum tókst Eliot Price loksins aö fá rauðhærðu stelpuna til að ganga með sér út á svalirnar. — Heitið þér Rita? spurði liann. — Rita Gage? — Já, svaraði hún lilæjandi. — Eg man ekki til að við höfum ver- ið kynnt. — Trúið þér á ást við fyrstu sýn? Hún starði á hann. -— Þetta var undarleg spurning? — Svarið þér! sagði hann þráa- fullur. Hún sá dimmt andlitið á honum, alvarlegt í tunglsljósinu, og það lá við að hún yrði hrædd. — Eg. ... ég veit ekki. Hvers- vegna spyrjið þér? — Yegna þess að ég eiska yður. Eg veit að yður finnst þetta flóns- lega sagt. Þér vitið ekki einu sinni hvað ég heiti. Eg heiti Eliot Price. Einhverntíma skuluð þér verða konan mín. Rita komst i uppnám. Aldrei hafði nokkur maður leyft sér að tala svona við hana. Hún var ekki nema nítján ára. Tveimur vikum síðar fór hún með foreldrum sín- um til Flórída í bílferð. Þriðja kvöldið héldu þau kyrru fyrir við Southern Pines. Eftir miðdegisverð- inn á gistihúsinu rakst hún á Eliot. Hann virtist hafa verið að leita að henni. — Er það sem mér sýnist? hróp- aði liún, — og ég sem hélt að þér væruð í New York! — Eg var það, en svo frétti ég að þér hefðuð ekið suður, og þá elti ég .... Eg vildi vera viss um að þér hefðuð ekki gleymt. — Gleymt? át Rita eftir. — Gleymt hverju? Þremur vikum síðar, þegar Rita kom niður i baðfötunum í Miami -— fann hún Eliot sitjandi þar. — Mér tókst að útvega mér hálfs- mánaðar frí, sagði hann afsakandi. — Svo ég fór hingað til að hitta yður. — Þetta er sú mesta frekja, sem ég........ — Þér — þér hafið víst ekki orðið ástfangin — af neinum öðrum meina ég.... vonandi? — Sei, sei, nei, það er flónslegt að verða ástfangin. Hann horfði rannsóknaraugum á hana. — Takið þér aldrei neitt í alvöru? —- Eigið þér við að ég ætti að taka yður alvarlega? hló hún. Hann svaraði ekki, — þóttist að- eins sæll og lieppinn að fá að vera nærri henni. Þau átu miðdegis- verð saman. Daginn eftir var hann horfinn. Rita var að hugsa um hann. Hún var nú talsvert upp með sér yfir því hve hrifinn hann var af henni. En svo hætti hún að hugsa um hann, en hugsaði um George Richards í staðinn. Það var kátur og skemmti- legur piltur. Foreldrar lians ætluðu að verða samferða Ritu og henn- ar fólki á heimssýninguna, og þar ætluðu þau að hitta George. En áður en George kom, skaut Eliot upp enn einu sinni. Rita hafði nærri því gleymt honum, en þótti auðvitað gaman að sjá hann aftur. — Eg liefi legið veikur, sagði hann. — Þér liafið vonandi ekki orðið ástfangin? Rita beit á jaxlinn. — Er það George Richards? spurði hann. — Þekkið þér hann? — Hann er engin fyrirmynd. Þér verðið aldrei sæl með honum. Svo kom George Ricliards. Eftir viku fór Rita að skilja, hversvegna Eliot var lítið um hann. Henni þótti vænt um þegar foreldrar liennar afréðu að fara vestur. Á leiðinni til Arizona var hún að hugsa um Eliot. Hún braut heil- ann um, livort hún mundi nokkurn- tíma sjá hann aftur? Hversvegna hafði hún látið hann halda, að sér þætti vænt um George? Þau stóðu við i E1 Tóvar í sex daga, án þess að hún yrði vör við Eliot. Rita var í slæmu skapi, en hún vildi ekki kannast við það fyrir sjálfri sér, að þetta stafaði af því, að undarlegi ástfangni mað- urinn var hvergi nálægur. Eitt kvöldið fór hún í göngu til þess að skoða eitt fegursta nátt- úrufyrirbrigði veraldarinnar, Grand Canyon. Hún sat þar grafkyrr, yfir- buguð af jiessari tignarlegu sýn. Þá heyrði lnin fótatak. Án þess að hún liti við vissi hún fyrir víst að þetta var Eliot. Hann kom og settist hjá henni. —• Þér hljótið að halda að ég sé ekki með öllu mjalla, að elta yður svona á röndum, sagði liann eftir dálitla stund. En ég vildi að þér mynduð eftir mér. Og ég vissi að einliverntíma mundi sá tími koma að þér hugsuðuð dálítið al- varlega til mín, og þá langaði mig til að vera nærri. — Þetta hefir verið svo róman- tískt og spennandi, sagði hún. — Eruð þér ástfangin af nokkr- um ennþá? spurði hann. Hún kinkaði kolli. Augu hennar ljómuðu þegar hún leit út í sjón- deildarhringinn, þar sem sólin var að hverfa, eins og glóandi, rauður hnöttur. Svo sneri hún sér að hon- um. — Þetta er svo yndislegt að mað- ur getur ekki skilið það eða skýrt það, hvíslaði hún. Eliot horfði fast í augu henni og skildi. Hann laut fram og tók hana í faðm sér. Sovjetríkin hafa beðið aljjjóða-lijálparsamband hinna sameinuðu þjóða, UNRRA, um 700 miljónir dollara til hjálpar- og endurreisnarstarfsemi í Sovjet- Rússlandi. /V/V/V/V/V Sir John Amlerson Sir John Anderson er maðurinn, sem veit allt um nýju sprengjuna. Þegar tilraunirnar byriuðu með þetta geigvænlega vopn var hon- um falið að samræma allar rann- sóknir, sem sérfræðingarnir höfðu með höndum, viðvíkjandi orku- lausn frumeindanna. Og nú þeg- ar stríðinu er lokið og farið verð- ur að beisla orku frumeindanna í þágu friðsamlegra starfa, mun sir John koma við þá sögu! Hann hefir sem sé verið skipaður formaður nefndar þeirrar, sem hefir þelta mál með höndum í Bretlandi. Fáir menn í opinberri stöðu hafa sætt jafn miklum árásum i blöðun- um og sir John Anderson. Þær lióf- ust jiegar hann var ráðunautur landstjórans i írlandi um; 1920 og héldu áfram 1932, er hann varð fylkisstjóri í Bengal. Það yrði of langt mál að tíunda allar þær stöður, sem sir John hefir gegnt í þau 03 ár, sem hann hefir lifað, svo að hér verður a.ðeins stiklað á þvi stærsta. Að loknu liá- skólanámi i Edinborg og Leipzig varð þessi skoti starfsmaður ný- lendustjórnarinnar og sendi hún hann til Nigeriu. í fyrri heimsstyrj- öldinni gerði Lloyd George hann að vararáðherra í siglingaráðuneytinu og fól honum að fá ný skip í skarð- ið fyrir þau, sem Þjóðverjar sökktu. Hann leysti það starf svo vel al' liendi, að hann var gerður að sir eftir stríðið. Eftir veru hans í írlandi, en þar tók liann þátt i því að bæla niður uppreisnir Sinn-feinn, varð hann fastur vararáðherra innanríkismála- ráðuneytisins í sainfleytt tíu ár. Ráðherrar og vararáðherrar koma og fara, en fastir vararáðherrar sitja, eins og landritarinn gerði liér á landi meðan það embætti hélst. Þeir eru öllum hnútum kunnugic og starfa í kyrrþey. Á þeim árum var enginn maður spurður eins mik- ið og sir John Anderson. Eftir þessa eldraun var liann sendur til Bengal og gerður fylkis- eða landstjóri þar. Nú varð hann frægur fyrir það, að enginn maður varð fyrir eins mörgum hanatil- ræðum og hann, enda var hann kallaður „lifandi skotskífa hryðju- verkamanna". Þegar liann kom til Bengal logaði allt þar í uppreisn og ofstopa, enda var óáran mikil í atvinnumálum. Sir John svaraði þessu með því að beita lögreglunni miskunnarlaust. En liann beitti ekki eingöngu harðneskju. Hann liófsl lianda um stórfelldar framkvæmdir til að bæta úr atvinnuleysi og jafna misrétti, sem fyrirrennarar hans höfðu látið viðgangast. Þegar liann fór frá Bengal var meiri friður þar en verið hafði i marga áratugi, og stjórn sir Johns var kölluð „stjórnarfarslegt meistarastykki af bestu tegund.“ .Bengalsbúar gerðu i fyrstu allt, sem í þeirra valdi stóð til þess að drepa landstjórann, en þ'rátt íyrir ÖIl tilræðin fékk sir John aldrei skrámu. Alvarlegasta tilræðið var gert 1934 í Darjeeling, en þangað liafði sir Jolin farið ásaint ungri dóttur sinni til þess að vera við- staddur kappreiðar. Fjórir menn ruddust að stúku lians og skutu úr skambyssum sínum á þau feðgin úr fárra metra fjarlægð, en þau sakaði ekki. Tilræðið vakti afar mikla gremju, jafnvel í indverskum blöð- um, ]ivi að Bengalbúar voru farnir að sjá að sir John var þarfur mað- ur og aðdáunarverður, þó Breti væri. Skömniu eftir að hann kom aftur til Bretlands, 1937, var liann kos- inn á þing fyrir skosku háskólana, eftir Ramsay McDonald, og liaustið 1938 varð hann loftvarnaráðherra. Nú hófust blaðaárásirnar á ný. Ráð- herra, sem stjórnar loftvörnunum og flytur miljónir manna nauðugar af lieimilum sínum, eignast marga um- vandara. En í september 1943 varð hann fjármálaráðherra eftir sir Kingsley Wood, og kom flestum það á óvart. Frnmhald ú bls. li. °&AI3o(uri

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.