Fálkinn


Fálkinn - 15.02.1946, Blaðsíða 11

Fálkinn - 15.02.1946, Blaðsíða 11
Theodór Árnason: FÁLSINN 11 Merkir tónsnillingar Beniamino Gigli f. 1890. Söngvarar „af Guðs náð“ slíkir sem hinn heimskunni og vinsæli ítalski tenor-söngvari Beniamino Giffli eru harla fágæt fyrirbrigði, — svo fágæt, að það má heita ör- læti af hálfu náttúrunnar, ef hún gefur hverri kynslóð einn slíkan eða svo. Okkar kynslóð, eða sú kynslóð, sem þekkir Gigli og dáir hann, og krýnt liefir hann, sem „konung söngvaranna“, á bágt með að fallast á, að nokkurntíma liafi til verið jafn dásamlegur tenor- söngvari og hann. Eldri kynslóðin heldur þvi hinsvegar fram, að Caruso, (1873 - 1921) sem einnig var ítali, hafi verið Gigli fremri. Og þetta mun vera sannleikur. Báð- ir höfðu þeir afburða fagra rödd. Báðir voru þeir frábærlega vel þjálfaðir. En ýmsa yfirburði mun Caruso þó hafa liaft fram yfir Gigli, smáa og stóra. Áberandi munu þeir yfirburðir þó einkum liafa verið í sjón. Caruso var miklu meiri „per- sóna“ en Gigli, framkoma hans öll fágaðri og að honum hefur sópað á leiksviði, meira en Gigli. Og enn er „teknik“ Carusos talin að hafa ver- ið meiri. Þp er það nú svo, að „teknik“ Giglis er harla aðdáunar- verð. Það er t. d. sagt um hann, að þegar licnn beitir sér sem mest á háum, sterkum tónum, þá finnist áheyrendum lians jafnan, að enn muni hann eiga talsvert eftir af þrótti, eða með öðrum orðum: svo gott vald liefir hann á sinni fögru og glæsilegu rödd, að hann lætur aldrei verða þess vart, að hann sé nálægt þrotum. Að þessu er mik- ið dáðst vegna þess, hvernig háttað er skapgerð hans. Þvi að þótt hann sé ekki talinn leikari, þá kemst hann venjulega í slíkan æsing í hlutverkum sínum, „að á leiksvið- inu verður liann oft líkastur æstum slagsmála-hana, og er þá eins og hann syngi með öllum Iikamanum.“ Sagt er að tilburðir hans séu þó oft ærið skringilegir, því að hann er maður smávaxinn (5 fet og 5 þuml. á hæð). Og menn furðar á því, að þrátt fyrir hinn mikla geð- ofsa, skuli honum aldrei skeika eða fatast. Hann er fæddur í borginni Re- canali á Ítalíu, 20. mars 1890, og var faðir hans skósmiður. í drengja- kór dómkirkjunnar þar i borginni var hann tekinn kornungur. Hann mun þá þegar hafa verið talinn söngvaraefni og fékk nokkra undir- stöðutilsögn í söng þar heima. En svo fór snáðinn á flakk og komst til Rómaborgar. Þar reyndi hann að fá upptöku í söngskóla Sixtinsku kapellunnar, en var vísað frá. En tilsögn fékk hann engu að siður í Róm, hjá góðum kennara (Agnesi Bunocci) og komst siðar i ágætan skóla, Liceo Musicale (sem nú nefn- ist Conservatorio di S. Cecilia) og naut þar Lilsagnar merkra kennara (Cotogni og Rosati). Það þótti þá engum vafa bundið, að hann mundi geta orði afbragðs söngvari, því að honum var svo frábærlega mikið gefið af náttúrunnar liendi, röddin dásamlega fögur og hæfileikar til söngnáms svo góðir og miklir sem verða mátti. Létu kennarar lians sér því ant um, að gera hann sem best úr garði, enda bar söngur lians þess vitni siðan, að svo vel hafði verið „unnið úr“ hæfileikum hans, að eindæmi þykja. Þó háði það Gigli, og er talið að hái honum enn, t. d. ef hann er að einlxverju leyti illa fyrir kallaður, að hann var að öðru leyti ómenntaður maður, — hrjúfur alþýðumaður, og átti erfitt með að semja sig að siðum þess fólks, sem hann varð nú að umgangast, og málfar lians reyndist einnig erfitt að fegra, og enn er sagt að því bregði fyrir i söng hans, þegar liann er kominn í æsing. Árið 1914 tók hann þátt i alþjóð- legri söngvarakeppni, sem fram fór í Parma og hlaut þá fyrstu verð- laun úr sjóði, sem Elísabeth Mac Cormick stofnaði og 14. október s. á. þreytti hann frumraun sina sem óperusöngvari i „La Gioconda“ eftir Ponchielli (í Rovigo). Árið 1915 söng hann Faust-hlutverkið i „Mefistofele“ eftir Boito, bæði í Bologne og Neapel og þótti takast með ágætum. En á Spáni hlaut hann hina fyrstu viðurkenningu utan ít- aliu, árið 1917. Upp frá því fór hróður hans sívaxandi og er talið að hámarki sínu hafi frægð hans á þessu skeiði listaferilsins náð með glæsilegum sigri lians í Faust- hlutverkinu á Scala-leikhúsinu i Mil- ano, er „Mefistofele“ var leikinn þar, undir stjórn Toscaninis 26. des. 1918. Hefst síðan nýtt tímabil í sögu Giglis, með þvi að hann fer til Suður-Ameríku og syngur þar í ýmsum stórborgum 1919 - ’20 við hinn glæsilegasta orðstír, og hinn 26. nóv 1920 þreytti hann frumraun sýna i Metropolitan-leikhúsinu i New York og tókst svo vel, að síð- an voru endurnýjaðir við hann samningar ár eftir ár og söng hann samfleylt 12 leikár á Metropolitan við vaxandi vinsældir. Um Mið- Evrópu og Norðurlönd ferðaðist hann árið 1929, og allsstaðar var sömu söguna að segja: „Hann kom, sá og sigraði.“ En árið 1930 söng hann i fyrsta sinn i Covent Garden í Lundúnum, og siðan hefir hann sungið þar oftar en einu sinni (t. d. 1931 og 1938). Árið 1932 sleit hann samningum við óperuna í New York vegna þess að hann vildi ekki ganga að kaup- lækkun sem þá var farið fram á við alla söngvara og leikara. En laun lians voru þá 20 þús. sterlingspund fyrir leikárið. Gigli varð um skeið mjög vinsæll í Lundúnum. Hann efndi til svo- nefndra „alþýðu-hljómleika“ nokkr- um sinnum (fyrst í marz 1933) sem urðu ákaflega vel sóttir. Hann giftist ungur og gekk að eiga umkomulitla stúlku af verka- fólki komna og eiga þau tvö börn, dreng og stúlku, Enso og Rina. Sagt er að árum saman hafi Gigli haft að meðaltali 50 þús. punda árstekj- - TizKiiinTiDm - Sir JOHN ANDERSON. Framhald af bls. G. Sir John þykir ekki alúðlegur í viðmóti. Það sem fólki gremst mest við hann er hve viss hann þykist ávalt í sinni sök og hve gersam- lega hann lætur sér standa á sama um gagnrýni og blaðaskammir. — Hann á fáa vini en góða. Þeir spara ekki að hæla lionum, og ef allt sem þeir segja um liann er satt, þá hlýtur sir Jolin að vera maður fyr- ir sinn hatt. Og þó að ekki sé nema helmingurinn sannleikur þá er hann áreiðanlega einstakur afreksmaður. ur. Skrauthýsi eitt mikið hefir hann látið reisa sér skamt frá fæðingari borg sinni, og er sagt að þar séu hvorki meira né minna en 60 her- bergi. Turgenjef sagði: „Ættjörðin getur verið án hvers okkar, sem vera skal, en enginn okkar getur verið án ættjarðarinnar. Vei þeim, sem enga ættjörð á. Heims- borgarahátturinn er ótæti. Heims- borgarinn er núll. Utan þjóðernis- ins er livorki til list, sannleikur eða líf — þar er ekki neitt“. Carlyle sagði: „Það er dökkur blettur i sólskin- inu þínu — gættu að livort það er ekki skugginn af sjálfum þér!“ Einfaldur kvöldkjóll. — Á meðal margrc, ngjunga i hausttískunni er þetta snotra snið með leðurblökn ermum, V-mynduðu hálsmáli með hornum og lóðréttuni. ídrætti, sem tekur treyjuna saman að franmn. Ágætur léttur höfuðbúnaður. Hinn litli hollenski hattur er í miklum metum- í ár og er sýndur ýmist í rúðóttum, röndóttum eða rósóttum gerðum — hér dílóttur, léttur og liðugur og fer vel við dökka hárið. Frá París. — Það er ekki að sjá að efnið sé spc,vað í þennan fallega Ijósa regnfrakka. Eftirlíking stúdentshúfu. — Urn þess- ar mundir er húfan vinsælli en nokkurníma áður. Þessi húfc, er komin frá London, þar sem ein- kennishúfan er lögð niður og þörfin er fyrir eitthvað nýtt i staðinn.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.