Fálkinn - 22.02.1946, Síða 2
2
F Á L K I N N
□ RflTORIIÐ ME55IA5
EFTIR HflnDEL
Tónlistarfélagið flytur um þessar
mundir óratoríið Messías eftir
Hiindel. Fyrir nokkrum árum flutti
félagið þetta sama verk, en þá við
lakari skilyrði en nú eru. Að 'þessu
sinni er óratoriið flutt í Fríkirkj-
unni og taka þátt í því hljómsveit
og kór Tónlistarfélagsins, fjórir
einsöngvarar og Páll tsólfsson dóm-
kirkjuorganisti.
Flestir sem hlýtt hafa ó Messías
nú munu á einu máli um, að það
sé hið mesta fagnaðarefni að ís-
lenskri tónmennt skuli hafa fleygt
svo fram, að slik verk séu á valdi
innlendra manna. Má sennilega full-
yrða að þessu marki hefði ekki
verið náð nema fyrir framúrskar-
andi þrautseigt og óeigingjarnt starf
Tónlistarfélagsins. Eru það ótalin
spor og snúningar, sem sumir með-
limir þess hafa lagt á sig endur-
gjaldslaust fyrir þá göfugu hugsjón
að efla tónmennt íslendinga.
Eins og kunnugt er var Georg
Handel (eða Handel, eins og hann
nefndist, eftir að til Englands kom)
þýskur að ætt og uppruna (fæddur
í Halle á Saxlandi 1685). Um þrí-
tugsaldur settist hann að í Englandi
og átti þar heima til æviloka. Var
hann þar handgenginn konunginum,
hlaut hin æðstu metorð, var aðl-
aður og bjó að mörgu leyti við hin
ánægjulegustu lífskjör. Má sjá að
tónverk eins og Messías beri þessa
talsverðar menjar, því að frá upp-
hafi til enda sindrar verkið af
þrótti og lífsfjöri, svo að þar er
hvergi bláþráður á. Verkið samdi
Handel 1743 á undra skömmum
tíma —- kringum þrem vikum! —
Þau afköst sýna, að höfundurinn
hefir unnið af logandi eldmóði að
þessu snilldarverki.
Flutningurinn á Messíasi hefir
tekist svo vel, að leikmenn í tón-
mennt verða að minsta kosti engrar
snurðu varir. Hljómsveitin gegnir
Uándel.
sínu hlutverki af mestu prýði og
söngur kórsins er svo þróttugur
og hreimmikill, að unun er að.
Um organleik Páls ísólfssonar þarf
ekki að ræða. Einsöngvarar eru:
Daníel Þorkelsson, Guðmunda Elias-
dóttir, Guðrún Þorsteinsdóttir og
Roy Ilickmann. Öll leystu þau hlut-
verk sín vel af liendi. Ef til vill er
sérstök ástæða til að samgleðjast
Guðrúnu Þorsteinsdóttur, því að
rödd hennar hefir aldrei hljómað
betur.
Dr. Victor Urbantschitsch stjórnar
verkinu. Sá maður hefir þegar unn-
ið íslenskri tónmennt ómetanlegt
gagn og á vonandi eftir að starfa
hér um langan aldur. í stjórn hans
er öryggi og festa, og ekki síst lægni.
Með þessum eiginleikum tekst lion-
um að kalla fram það besta, sem
öngavararnir og hljómsveitarmenn-
irnir, er lúta veldissprota hans, búa
yfir.
Tónlistarfélagið er eitthvert at-
hafnamesta menningarfyrirtæki í
þessum bæ. Með flutningnum á
Messíasi hefir það enn aukið hróður
sinn.
Sjötug vevöa 27. þ. m. sustkinin Sigurveig Sigurðardóttir, Stúfliolti
Iloltum, og Sigurðtir Sigurðsson, Götuhúsum, Stokkseyri.
Columbus
flutti með sér hesta til Ameríku. Það
var í fyrsta skifti þá, sem hesthófur
snerti ameríska jörð, og Indíánarnir
voru hræddir við þá, en töldu þá þó
yfirnáttúrlegar verur.
Rakasti staðurinn
í lieimi er Cherra-Pungi í Assam í
Vestur-Indlandi. Þar er úrkoman
11 metrar, eða nær tíu sinnum meiri
en hér á landi.
Einar Jóhannsson, múrarameistari,
Mánagötu 5, varð 50 ára 17. febr.
Indland
hefir nærri þvi 400 miljón ihúa.
Á tíu áruni liefir fólkinu fjölg-
að um 10 af hundraði.
„Tamburin“
er lítil og létt tromma með bjöllum,
sem spanskar dansmeyjar nota með
sérstaklega mikilli leikni. Flest
hljóðfæri breytast að lögun frá öld
til aldar, en tamburinan hefir ver-
ið alveg óbreytt í 2000 ár.
*****
Eitthvað fær VIM
að gera hér.
Berið VIM í deigan klát.
Skolið síðan vandlega.
Nú er baðkerið hreint og
gljáandi, og ekki var ná
erfiðið mikið.
VIM
Skordýrin
eru langstærsti dýraflokkurinn í ver-
öldinni. Af þeim liafa fundist yfir
sex miljón mismunandi tegundir.
eyðir blettum og óhreinind
um fljótt og vel.
X-V 439-786
REX-R0TARY
FJÖLRITARAR
REX-ROTARY
Aðalumboð:
0, K0RNERUP - HANSEN
Suðurgötu 10 — REYKJAVÍK — Sími 2606
Alltaf fyrirliggjándi:
STENSIL — STENSILFARVI, svartur og misl. — FJÖL-
RITUNARPAPPÍR — BRÉFSPJÖLD — TEIKNIÁHÖLD
AUt tilheyrandi fjölritun.
Ókeypis kennsla
og
eftirlit.
Varahlutir
og
viðgerðir.