Fálkinn


Fálkinn - 22.02.1946, Blaðsíða 15

Fálkinn - 22.02.1946, Blaðsíða 15
FÁLRINN 15 H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS: Aðalfundur Aðalfundur Hlutafélagsins Eimskipafélag Islands verð- ur haldinn i Kaupþingssalnum í liúsi félagsins í Reylcja- vík laugardaginn 1. júní 1946 og liefst kl. IV2 e. h. DAGSKRÁ: 1) Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og framkvæmd- um á liðnu starfsári og frá starfstilliöguninni á yfir- standandi ári og ástæðum fyrir henni og leggur til úrskurðar endurskoðaða rekstrarreikninga til 31. des- ember 1945 og efnahagsreikning með athugasemdum endurskoðenda, svörum stjórnarinnar og tillögum til úrskurðar frá endurskoðendum. 2) Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um skipt- ingu ársarðsins. 3) Kosning fjögurra manna í stjórn félagsins í stað þeirra, sem úr ganga samkvæmt félagslögum. 4) Kosning eins endurskoðanda í stað þess, er frá fer, og eins varaendurskoðanda. 5) Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem upp kunna að verða borin. Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngumiða. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa í skrifstofu félagsins í Reykjavik dagana 28. og 29. maí næstkomandi. Menn geta fengið eyðublöð fyrir umboð til þess að sækja fundinn í aðalskrifstofu félagsins i Reykjavík. Reykjavík, 5. febrúar 19^6 STJÖRNIN. Frá Fiskimálanefnd Fiskimálanefnd hefir aflað tilboða og annara upplýs- inga um ýmsar niðursuðuvélar frá Noregi, Svíþjóð, Dan- mörku, Englandi og Bandaríkjunum. Þeir, sem áhuga hafa á því að koma upp niðursuðu- verksmiðjum, geta því snúið sér til nefndarinnar og feng- ið upplýsingar um verð og gerðir slíkra véla. Ennfremur geta þeir, sem byggja vilja verksmiðjur, fengið ýmsar aðrar tæknilegar upplýsingar varðandi niðursuðu og aðstoð við skipulagningu verksmiðja. Fyrst um sinn verður sérfræðingur nefndarinnar á skrifstofunni til viðtals um þessi málefni á laugardög- um kl. 9—12 fyrir hádegi. Litur loftsins er mismunandi, eftir því úr hve mikilli hæð maður horfir á það. Hefir þetta sannast við ferðir þær, sem vísindamenn hafa farið upp í háloftin. Frá 8.500 til 21.000 m. hæð breytist liturinn úr bláu í fjólublátt, en í meira en 22.000 m. hæð, er hann svarlur eða svartgrár. Slippfélag'ið í Reykfavík li.f. Símar: 2309 — 2909 — 3009. Símnefni: Slippen. FYRIRLIGGJANDI: Áragaflar Heflar (Stanley) Skrúfur Áttavitar 4” Hengilásar (galv., kopar, Bandsagablöð Hjólsagablöð galv., nickel). Bátshakar Kalt lím Stálbik Blý Lamir, allsk. Stálborar Brýni Maskínuboltar Tengur Borðaboltar Málning allsk. Hrátjara Cubrinol Málningapenslar Koltjara Dekkboltar Rilar Tin Drifakker Skápaskrár Twistur Fernisolía Skóflur V atnstrekk jarar Franskar skrúfur Sköfur Vatnspappír Galv. Boltajárn Smergilléreft Þjalir Gúmmístakkar Skífur Hampur Smekklásar 0. m. fl. Þorskanetagarn 4-þætt Hrognkellsanetagarn 4-þætt úr ítölskum hampi. Einnig von mjög bráðlega á Laxanetagarni 5—6-þættu Selanótagarni 8-þættu GEYSIR h.f. Veiðarfæradeildin Yfirkokkurinn á Hotel Astor i New York, Francis O’Connor, er mikill safnari. En hann safnar ekki málverkum eða fri- merkjum, heldur — matseðlum, og mun hann eiga hest safn veraldar i þeirri grein. Hann á 12.000 mat- seðla og eru sumir þeirrá fágætir og merkilegir. Þar á meðal er mat- seðillinn úr brúðkaupsveislu Hol- landsdrottningar, annar er úr veislu austurlandafræðinga á alheimsþingi i Stokkliólmi, er hann útflúraður með arabísku letri og allur í Ijóð- um. Þá er matseðill úr smkvæmi, sem haldið var i Hyde Park i Lon- don og átu gestirnir á hestbaki. Einn matseðillinn er úr veislu, sem haldin var inni í frelsisstyttunni fyrir utan New York. ♦ * * ♦ * Hnefaleikari í þýska bænum Ossweil varð frægur fyrir það afrek að berja sjálfan sig niður. I-Iann ætlaði að greiða and- stæðingnum högg og hitti ekki, en missti fótanna og datt svo illilega á hrammana, að hann gat ekki risið upp i tíma. Á ítalíu voru fyrir striðið uppi ráðagerðir um að gera Tiber skipgenga til Róm og gera höfn skammt frá Péturskirkjunni. Hugmyndin er göm- ul. Frá tæknilegu sjónarmiði er ekkert því til fyrirstöðu. Það þarf ekki annað en grafa niður árfarveg- inn og setja í hann nokkrar flóð- gáttir og skipastiga.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.