Fálkinn


Fálkinn - 22.02.1946, Page 4

Fálkinn - 22.02.1946, Page 4
4 F Á L K I N N Pater Jón Sveinsson rithöfundur Hann létst í Köln á Þýska- landi í nóvember síðaStliðnum, 87 ára að aldri. Frétt um það barst ekki bingað fyrr en nokk- uð löngu seinna, skömnni áður en vopnaviðskiftum lauk. „Nonni“, en svo nefndi hann sig i bókum sínum, eins og liann liafði verið nefndur sem drengur hér heima á íslandi, fæddist að Möðruvöllum í Hörg- árdál 16. nóvember 1857, en þar var faðir lians skrifari bjá Pétri Havsteen, amtmanni (föð- ur Hannesar Hafstein ráð- herra). Þar starfaði faðir lians í 19 ár samfleytt, fluttist síðan til Akureyrar og lést þar i júlí 1869 og hefir Nonni þá verið ellefu ára gamall. Móðir hans liét Sigriður Jónsdóttir og voru bæði lijónin þingeysk að upp- runa. Sigríður, móðir Nonna fluttist síðar til Ameríku og lésl þar. Fjölmörgum Islendingum er kunnugt um æskuár Nonna af bókum lians, sem voru vinsælar með afbrigðum, er þær komu út á íslensku, þó að þá væri erfitt um bókamarkað hér á landi. En þær urðu vinsælar víðar en hér, þó að þar væri jafnvel erfiðara um bókamark- að, eins og t. d. í Þýskalandi, en bækurnar samdi bann á þýsku. Jón Sveinsson fór utan 12 ára gamall, og segir hann frá því í fyrstu bókinni „Nonna“. Franskur auðmaður bafði boð- ist til þess að kosta tvo íslenska drengi til mennta suður á Frakklandi og varð Jón Sveins- son annar fyrir kjörinu. 1— Hinn var Gunnar Einarsson, Ásmundssonar í Nesi, síðar kaupmaður bér í Reykjavík. — Þegar til Kaupmanahafnar kom, var skollinn á ófriðurinn milli Frakka og Þjóðverja, 1870 — 1871, og hafnaði Jón því i Kaupmannahöfn og bóf nám sitt þar. Af námsferli Jóns Sveinssonar er það að segja, að bann stundaði nám við ýmsa kaþólska skóla eins og upphaf- lega mun liafa verið stefnt að. Hann var við háskólanám í ýmsum löndum Evrópu og varð binn lærðasti maður eins og títt er um kaþólska mennta- menn. Að námsferli loknum varð liann kennari við kaþólsk- an menntaskóla í Olderup í Danmörku og var þar tuttugu ár samfleytt. Starfið var erfitt, og varð liann að hælta kennslu- störfum árið 1912 vegna of- þreytu. Þá sest liann að í Þýskalandi, hefir þar einnig kenslustörf með liöndum, en jafnframt hefur hann ritstörf sín og semur hinar vinsælu „Nonna“-bækur sínar, sem síð- ar gerðu bann frægan. — Hann hafði að vísu einnig unnið að ritstörfum meðan hann var menntaskólakennari í Dan- mörku, og reyndisl ekki síður þá íslendingur í anda og liugs- un en i „Nonna“-bókunum. — Árið 1906 kom út eftir bann bók 4 dönsku, sem heitir hinu fagra nafni „Islandsblomster“. Þar lýsir hann fornbókmennt- um vorum af þeim innileik og alúð, að með fádæmum má telja. Þar er bann ekki „óvitr- ungurinn ungi“, íslenski sveita- drengurinn, sem fer öllu ó- kunnugur út í óþekkt lönd 12 ára gamall, heldur kemur liann þar fram sem bókmenntafræð- ingur, vísindamaður. Máli sínu til stuðnings, birtir bann í lok bókarinnar þýðingu á Gunn- laugs sögu Ormstungu. — Þess má og geta að jafnframt kennslustöðu sinni i Olderup, bafði hann með höndum tíma- rit nokkurt, sem liét „Varden“, og liafði mest af því er í bólc- inni var, birsl sem greinar í því. — En í inngangi eða for- mála að Gunnlaugs sögu, segir hann svo : „Sem sýnishorn íslendinga- sagna læt ég hér fylgja Gunn- laugs sögu Ormstungu í heild. Eg liefi kjörið liana aðallega vegna þess, hve stutt hún er, en að öðru leyti af því, að bún er fullkomið listaverk. — P. A. Raumgartner (kaþólskur klerk- ur, er kynntist Islandi og ís- lenskum bókmenntum framar flestum öðrum), kemst svo að orði, að í nútima bókmenntum megi lengi leila að hrífandi skáldsögu og listrænna ritaðri en þessari sögu.“ — Þýðingin á sögunni er ekki eftir Jón Sveinsson sjálfan, heldur eftir N. M. Petersen, endurskoðuð af Verner Dablerup og Finni Jónssyni. Jón Sveinsson vildi ganga svo frá þvi, að liann færi ekki með neit fleipur. Meðan Jón starfaði við áð- urnefndan menntaskóla, fékk bann ein góðan veðurdag fyrir- mæli um að liann ætti að fara til íslands og nota tveggja mán- aða sumarleyfi sitt til þess að ferðast um landið. (Þess má geta að menn í lians stöðu urðu í hvívetna að fara eftir fyrir- mælum yfinnanna sinna). — Þetta var árið 1895, þ. e. eftir 25 ára dvöl erlendis. Með hon- um fór einn nemandi hans, tólf ára drengur, Frederik að nafni, (sonur hins þekkta sagn- fræðings Troels-Lund). — Um þessa ferð ritaði liann bók, „Et Ridt gennem Island“. En hún kom þó ekki út fyrr en 1908. Útgáfan var hin prýðilegasta, skreytt þrem litmyndum eftir enska málarann Collingwood, sem ferðaðist liér um og gerði fjölmargar myndir, aðallega af sögustöðum. Þessi ferð Jóns hefir án efa liaft mikið gildi fyrir hann, þegar liann bóf að rita „Nonna" bækurnar. Þrjátíu og fimm árum þar á eftir, eða 1930, kom hann öðru sinni heim lil Islands, að mestu leyti á vegum ríkisstjórnarinn- ar, en fyrir atbeina útgefanda bóka lians hér, Ársæls Árna- sonar. Um þá ferð ritaði bann bók á Þýsku, „Die Feuerinsel im Nordmeer“ (Eldeyjan í norð- urhöfum). Þá var mikið að snúast hér og var honum því ekki sint sem slcyldi, en hrifinn varð bann af förinni, eins og hann lýsir með sínum einlæga bætti í bókinni. M. a. getur hann þess, sem einkenni fyrir Islendinga, að sjálfur forsætis- ráðherrann, Tryggvi heitinn Þórhallsson, liefði, þrátt fyrir mikið annríki, samið ættartölu hans og rakið ættina til fornra höfðingja í Noregi, og gefið honum að skilnaði. Bæjarstjórn Akureyrar sýndi honum þann sóma að gera hann að heiðurs- borgara Akureyrar. Þessar bækur, sem nú bafa verið nefndar, liafa ekki komið út á íslensku. Og enn er ein bók eftir bann, rituð á þýsku, „Die Geschichte des kleinen Guido“ (Saga Guidos litla), og kom hún út 1930, „Frásögn handa kaþólskri æsku“ eins og á titilblaðinu stendur. Fjallar hún um franskan dreng af bá- um stigum, sem dó ungur, en þótti undrabarn á kaþólska vísu. Hún befir heldur ekki komið út á íslensku. Allar liinar eiginlegu „Nonna“ bækur bafa komið út hér, sum- ar með nokkuð annari niður- röðun en í þýslui útgáfunum. En það var gert að ráði liöfund- arins. Honum þótti alveg sér- staklega vænt um að þær komu út á íslensku, og ekki síður um það, hverjar vinsældir þær hlutu hér. Bækurnar sýna það sjálfar, hve oft liugurinn hefir dvalið hér, við bernskustöðv- arnar og bernskuminningarnar, þó að liann ætti þess ekki kost að koma hingað nema tvisvar sinnum eftir tólf ára aldur. Bækur þær, sem komið hafa

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.