Fálkinn


Fálkinn - 22.02.1946, Page 5

Fálkinn - 22.02.1946, Page 5
F Á L K I N N 5 Bretar lesa mikið út eftir Jón Sveinsson á ís- lensku, eru þessar: Nonni 1922, Borgin við sundið 1923, Sólskinsdagar 1924, Nonni og Manni 1925, Æfintýri úr Eyjum 1927, Á Skipalóni 1928. Þessuni bókum þarf varla að lýsa fyrir íslenskum lesendum. Þó munu þær nú þrotnar og væri nauðsyn á að gefa þær út að nýju. Ekki getur betri lestur fyrir unglinga en þessar bækur. — Rithöfundurinn Jón Sveinsson er alveg sérstakur. Hann lætur að vísu „Nonna“ vera söguhetjuna, sem tólf ára gamall fór út í hinn ókunna heim, en liann er aðeins uppi- staðan, endurminningarnar, í- vafið og strákapörin, bæði hans og annara verða að gjörvileik og manndómi í hinum ástúðlegu frásögnum hans. Það gladdi hann sérlega, er hann ferðaðist hér um 1930, að hvarvetna sem liann kom, öld- ungur yfir sjötugt, könnuðust allir við „Nonna“. Enn er einn þáttur ævi og starfs Jóns Sveinssonar, sem síst mun Jiafa liaft minna gildi en rithöfundarliæfileikar hans: IJann þótti fyrirlesari með af- brigðum. Eftir að liann var orðinn þekktur sem rithöfund- ur, varð liann ennþá eftirsótl- ari sem fyrirlesari við skóla og aðrar slílvar stofnanir. Hann liafði fengið að erfðum sömn frásagnargáfan og „Völvan“, er liann talar um í „Sólskinsdög- um“ sinum. Hann hélt álieyr- endum sínum hugföngnum. — Hann fór sem fyrirlesari um ýms lönd Evrópu og ekki að- eins það, heldur til Ameríku og alla leið til Japan, áttræður öldungur, mun hafa ætlað að fara víðar um Austurálfu en vegna ófriðarins, sem braust út milli Kinverja og Japana fyrir nálægt sjö árum, varð liann að liraða ferð sinni lieim til Evrópu. Nonni litli norðan úr Hörg- árdal mun hafa orðið einn hinn víðkunnasti íslendingur á seinni öldum. Sorglegur þjóðflutningur Árið 1771 var það að 500 þúsund kalmúkar, sem höfðu verið leiknir grátt af rússnesku stjórninni, afréðu að flýja land heldur en að þola grimmdaræði valdhafanna. Þeir tóku saman pjönkur sínar, brendu þorpin og héldu svo af stað. Ferð- inni var heitiö til Kina, en þangað voru 5000 kílómetrar. Þetta ferða- lag tókst liörmulega, þvi að 350 þúsund manns fórust á leiðinni af kulda, liungri og sjúkdómum, eða féllu í hendur ræningja. Aldrei hafa Bretar lesið eins mikið og á undanförnum stríðs- árum, og kemur það kynlega fyrir sjónir, því að aldrei hefir þjóðin haft jafn vikið að starfa. En hins vbgar er þess að gæta, að skemmt- analífið liefir aldrei verið fábreytt- ara, og þeir sem geta þvi við kom- ið lialda sig heima. — Það eru eink- um farandbókasöfnin, sem fólk hef- ir kunnað að meta. Þeim er þannig háttað, að svo eða svo margar bæk- ur eru fluttar bæ úr bæ, og aug- lýsir bókavörðurinn á staðnum hyaða bækur séu nýkomnar og livað þær verði lengi á staðnum. Líka má panta ákveðnar bækur út á landsbyggðina frá aðalbókasafninu í næstu borg. Það voru einkum bækur um stjórn- mál og önnur þjóðfélagsmál, sem fólkið las á striðsárunum. Mikil eftirspurn var eftir bókum um fas- isma og nasisma. Fólk var í stríði við þessar stefnur, og vildi kynnast þeim til hlitar. í Bretlandi eru yfir sex hundruð aðalbókasöfn, og eru þau flest eign bæjarfélaganna, en þau stærslu eign ríkisins. Þessi bókasöfn hafa um 33 miljón bækur til útlána, og níu miljón manns af íbúum .Bretlands eru skráðir sem bókalánendur. Þetta er lilutfallslega há tala, þegar þess er gætt að íbúatalan er alls 47 milj- ónir og þar af fjpldi barna. — Á hverju ári eru um 250 miljón útlán, eða sem svarar yfir fimm bókum á livern íbúa. Það er vísbending um efnisvalið, að yfir 40 af hverjum 100 útlánsbókum eru ekki skáldsögur. Enginn bær i Bret- landi, hvort heldur er stór eða lítill, er bókasafnslaus. Bækurnar eru keyptar fyrir almenningsfé (af bæj- arsjóði), og bókasöfnunum stjórnað af nefndum, sem bæjarstjórnirnar kjósa. Það eru þessi bókasöfn, er svala lestrarfýsn almennings. Og þeim hefir fjölgað með hverju ár- inu og' vönduð hús verða reist yfir þau. Þegar bær fer að stækka, eru sett upp útbú eða útláns- stöðvar i úthverfunum. Bretar hafa misst mikið af bók- um, við loftárásir, á stríðsárunum. Þannig gereyðilagðist bókasafnið i Plymouth í loftárásinni miklu, sem gerð var á þá borg, og týndust þar 72.000 bindi af bókum. Var birt áskorun til almennings um að lijálpa safninu, og á skömmum tíma voru ])ví gefin tólf þúsund bindi. Önnur bókasöfn lánuðu líka bækur þang- að, svo að innan skamms gat bóka- safnið farið að lána út bækur á ný. Á annari myndinni sem hér fylg- ir, sést lestrarsalur útbús eins bóka- safnsins i London, í úthverfi borg- arinnar. Hin myndin er af nýtísku bókasafni í Kenton, skammt frá Harrow í Middelssex. Demantaþjófar. Fyrrum var erfitt að liafa hendur í hári demantaþjófa, er smygluðu hinum dýrmætu gimsteinum úr nám- unum, þvi að þeir gleyptu þá oft. En nú er séð við þessu. Grunsamir menn eru röntgenljósmyndaðir og sést þegar á myndinni, livort nokk- ur demantur er falin í þeim. RINSO Á ALLT SEM ÞÉR ÞV0IÐ Þvoið þvott yður varlega — með Rinso-aðferðinni. Þegav Rinso er notað er engin þörjf á slítandi nuddi eða klöppun Rinso annast þvottinn sjálft- Það þvælir úr honum óhrein- indin — hreinsar hann aj fullu og skemmir hann ekki Á mislit efni, sem hægt er að þvo, er jafn örugt að nots Rinso. Þvælið aðeins þvott- inn í Rinso-löðrinu. Rinso X-R 213/1-786

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.