Fálkinn


Fálkinn - 22.02.1946, Blaðsíða 6

Fálkinn - 22.02.1946, Blaðsíða 6
6 r i L K 1 M N - LITLA SAGAN - Æ, Matthildur Eftir V. M. Frá því að Matthildur var lítið forvitið barn, og þangað til hún var komin á settan aldur og orðin tuttugu og eins árs, liafði allt, sem hún hafði komið nœrri fengið á sig gullinn Ijóma Midasar konungs. Hún lærði að spila á fiðlu eins og listamaður og þýða rússnesk ljóð á skammlausa ensku. Hún átti ekki erfit með neitt. Auk þess var hún svo gædd silki- mjúku, gljáandi, gullljósu liári, stór- um, bláurn augum, sentimetra löng- um hvarmahárum og gyðjuliörundi. Náttúran hafði í sannleika verið gjöful við Matthildi. En þessar gáf- ur höfðu því miður holl áhrif á hina rómantísku hlið lífs hennar. Þrungin ástarjátning blind-ástfang- ins ungs manns fékk oft þetta snið: Joe: — Elskan inín, þú ert svo falleg, svo yndisleg. Eg tigna þig. Þú ert svo gáfuð og svo góð. Þú ert allt, sem nokkur maður getur óskað sér, svo.... Matthildur, sem hefir setið graf- kyrr með dreymandisvip í falleg- um augunum, andvarpar af unaði. En einmitt þegar Joe er að komast að kjarnanum í erindi sínu, — Matthildur, viltu verða. ... þá rétt- ir hún út liöndina, tekur penna- skaft og æpir. — Þarna kom það! Svo hripar hún hjá sér lausn á efnafræðilegri ráðgátu eða eittlivað liesskonar, á pappírsblað. Joe hverf- ur, freyðandi af vonsku. Veslings Matthildur! Gáfnaleiftr- in hennar komu alltaf yfir liana þegar verst gegndi, og lnin liafði engin tök á að ráða við þetta. — Henni skildist, að hún væri dæmd til að lifa sínu lífi i einverunni. Það átti fyrir lienni að liggja að halda áfram að ráða gátur fyrir Einstein, vinna úr gerficfnaformúl- um, hjálpa til að reka smiðshögg- ið á fjarsýnina og sjónvarpið. Hún gat ekki gert sér nokkra von um, að fá nokkurntima að njóta heim- ilislífsins með manni og börnum. En einn daginn þegar lnin fjarhuga var að blaða í vikuriti, rak lnin augun i auglýsingu: Dr. David Linton, sálnalæknir opnar stofu sina liinn 7./9. Matthildur varð fyrsti gesturinn hjá dr. Linton. Það var bágt að segja hvoru var órórra innanbrjósts, sjúklingnum eða lækninum. — Hvernig líður yður? spurði hann. Matthildur sagði lionum alla ævi- sögu sína i einni striklotu. — Hvað á ég að taka til bragðs, læknir? sagði hún svo að lokum. — Þér verðið að venja yður á að láta yður mistakast eitthvað, svaraði hann. — Reynið með ein- hverju móti að lenda í ógöngum! Matthildur sperrti upp eyrun, jiakkaði fyrir sig og fór. Hún fylgdi fyrirsögn læknisins eins nákvæm- lega og liún gat. Skrifaði einhverja endemis-langloku í stað ljóðrænu kvæðanna sinna og sendi liandritin til ritstjórans. Ilún málaði mynd með hræðilegustu litum, sem henni gátu dottið i hug og sendi hana svo málverkalistdómara, samdi tón- verk, sem ómögulegt var að nokk- ur hljómelskur maður gæti hlýtt á. — Nú hefi ég gert nákvæmlega eins og læknirinn hefir skipað mér, lnigsaði hún með sér. Viku síðar kom liún aftur til dr. Linton. — Ó, æ, herra læknir! hrópaði hún. — Eg liefi fengið tvö bréf. . Þetta tókst ekki. Listdóinarinn hrós- ar hinum nýja, frumlega stil mínum, og tónlistardómarinn segir að ég sé að vekja til lífsins alveg nýja stefnu í tónlist. Dr. Linton reyndi að hugga liana. — Við skulum biða þangað til þér heyrið eittlivað frá vikublað- inu, og gera nýja tilraun ef það bregst. Tveimur dögum síðan kom liún másandi til læknisins: — Dr. Linton! Nú skuluð þér heyra hvað hefir slceð! Blaðið seg- ir að handritið sé fyrir neðan all- ar hellur! Er það ekki yndislegt? Hún ljómaði af sælu. Það var rélt komið að honum að faðma hana að sér, en rankaði við sér á síðasta augnabliki — það væri ekki sæmandi, að læknir færi að gæla við sjúklinginn sinn í við- talstímanum. Morguninn eftir fékk Matthildur nýtt bréf. Hún þaut til læknisins eftir að lnin hafði lesið það. Tár- in hrundu niður kinnarnar á henni. Ungfrú Matthildur Darrington: Af misgáningi sendum við gður i gær hréf, þar sem við höfnuðum tilboði gðar. Við biðjum gður að afsaka þetta og leggjum hérmeð ritlaun fgrir söguna. Olckur væri mjög kært að fá fleiri sögur frá gður. Virðingarfgllst W. Drown, ritstjóri. Æ, Matthildur! andvarpaði lækn- irinn. Þetta er ólæknandi sjúkdóm- ur. — En ........... mér væri það ekki á móti skapi að fá tækifæri til að athuga sálarlíf yðar og liug- renningar í lengri tíma.... utan viðtalstimans. Gætum við ekki byrj- að með að fara og dansa á ein- hverjum skemmtilegum stað í kvöld? Hún leit glettnislega til lians, hló og svaraði undirgefin: — Það er ekki nema sjálfsagt, læknir! Naglahlífar sem hægt er að leggja yfir neglurn- ar á fingrunum, og sem falla alveg að þeim, hafa lengi verið notaðar af skrifstofu- og verslunarstúlkum, sem vilja hlífa sinum eigin nögl- um við sliti. Theodór Árnason: Merkir tónsnillingar Nelchmr F. 1890. Líklega liefir enginn Norðurlanda- söngvari átt jafn glæsilegan listaferil og danski hetjutenórinn Lauritz Melchior, en hann er fæddur i Kaupmannahöfn hinn 20. mars 1890, en dvelur nú í New York og nýtur þar mikillar virðingar og visælda. Söngmenntun sína hlaut hann að- allega í Kaupmannahöfn, en síðan í Þýskalandi. Að loknu námi á Kgl. óperu-skólanum þreytti liann frumraun sína í Kgl. leikhúsinu í Kaupmannahöfn 1913 og var þegar vel fagnað, enda hafði hann þá þeg- ar mikla rödd og glæsilega og þótli tilvalinn að syngja hlutverk í Wagn- ers-óperum. Hefir svo verið jafnan síðan, að hann hefir flesta sigra sina hlotið fyrir fagran og glæsi- legan söng í óperum Wagners og hefir sungið aðal tenórhlutverkin í þeim öllum i flestum helstu óperuleikhúsum heims. Á meðan hann var við dönsku óperuna, söng hann þráfaldlega við ágætar undir- tektir víðsvegar i stórborgum Þýska- lands og í Covent Garden í Lund- únum var honum jafnan vel fagnað. Þar þreytti hann frumraun sína í hlutverki Siegmunds, sumarið 1924, og hefir síðan verið kvaddur þang- að margoft til þess að syngja Wagner-hlutverk. En i New York liefir hann dvalið langdvölum og aflað sér mikilla vinsælda þar, sem meðal annars má marka á því, að hann hefir verið kjörinn lieið- ursforseti Richards Wagners-sam- bandsins í Bandarikjunum. Það er, meðal annars, mjög dáð hjá Melchior sem söngvara, hvílíkt feykna þol hann hcfir. Mælt er að aldrei verði vart nokkurrar þreytu hjá honum er liann syngur hin erfiðustu og lengstu hlutverk, og sé söngur hans í lilutverkum Sieg- munds og Siegfrids jafn hressileg- ur síðast og fyrst á hverju leik- kvöldi. Um meðferð hans á lilut- verki Tristans (i Tristan og Tsolde) Lauritz Melchior. er þess getið í nýjustu útgáfu af Grove’s tónfræðilexikon, að hana megi telja með svo miklum ágætum að þar sé Melchior tvímælalaust í fremstu röð söngvara ef ekki allra fremstur, ekki aðeins að því er snertir raddfegurð og raddmagn, lieldiir og hvað stórbrotinn leik snertir. Melchior vandar að jafnaði mjög meðferð teksta og öðrum söngv- urum fremur og er öll framkoma hans hin virðulegasta og tígulegasta. Nú er ekki svo að skilja, þó að Melcliior hafi mikla frægð lilotið fyrir Wagner-hlutverk, að hann hafi ekki reynt fleira. Hann hefir sem sé einnig sungið fjöldann allan af tenórhlutverkum í ítölskum óp- erum og gert þeim ágæt skil. Og er einkum til þess tekið að hon- um láti vel að syngja Othello Verdis. En söngstíll lians er þó jafnan fyrst og fremst þýskur. Melchior hefir lilotið margt heið- urslitla og merkja. Hann var sæmd- ur titlinum „I4gl. hirðsöngvari“ af Kistjáni tíunda, riddari er hann af Danebrog og riddari hinn- ar frönsku lieiðursfylkingar. En hann er Wagner-dáandi og þess- vegna þykir honum ekki hvað síst heiður að þvi, að vera heiðurs- forseti Wagners-sambandsins i U. S. A. 7 I spurningar 1. Eftir livern er lagið „Ó, Guð vors lands“? 2. Eftir hvern er lcvæðið „Man ég grænar grundir“? 3. Hvenær var Skotland innlimað í England? h. í lwaða landi er hlaðið „Pravda“ gefið út? 5. Hvað er einn mgriameter margir metrar? 6. Hvað heitir forsætisráðherra Portugal? 7. Hvenær fæddist Beethoven? Svör á blaðsíðu 14.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.