Fálkinn - 22.02.1946, Blaðsíða 7
F Á L K I N N
7
Frá Iandinu svarta.
Allir, sem hafa ferðast um námuhéruð, kannast við stóru úrgangshaugana
sem safnast smátt og smátt umhverfis námurnar og breyta landslaginu
alveg með tímanum.
í fangabúðum. — í hinum breska
hernámshluta Austurríkis, eru um
þaö bil 10.000 ungverskir hermenn
í haldi, og þeir eyða tímanum við
allskonar störf, meðan þeir bíða
eftir að komast heim til sín. Hér
sést ungverskur hermaður að starfi
við fjalhöggið, en lítil stúlka stend-
ur hjá og fylgist með verkinu af
áhuga hinum mesta.
Velkomnir heim! - Dresku hermenn-
irnir, sem bjargað var úr fanga-
búðum i Japan, fá hjartanlegar við-
tökur, er þeir koma heim til Eng-
lands frá Austur-Asiu. Þessi mynd
var tekin, þegar skip kom þaðan
til Southamton. Það er verið að
stinga sígarettupakka i vasa her-
mnnnsins.
Þessi mynd er frá belgískum námubæ og á henni sjást þessi titbúnu
úrgangsfjöll. Gamlar konur skríða þar um og safna kolaleifum, sem
þær nota til eigin þarfa eða selja öðrum.
Og hér sést hreinsunarsalurinn t einni hinna stóru kolanáma. Þegar
kolin eru komin upp úr hinum djúpu námagöngum, eru þau látin
renna eftir reim framhjá fjölda kvenna og unglinga, sem hreinsa
með æfðum höndum steina og önnur efni, sem ekki geta brunnið, og
höggvin hafa verið með kolunum.
Börge Rosenbaum, danski kvikmynda
leikarinn varð að ftýja til Ameriku
Í9//Í. Þar vann hann sér fljótt álit
og tók sér „arískara“ nafn, Victor
tíörge. Nú er hann á förum heim
til Kaupmannahafnar að finna aftur
marga gamla aðdáendur.
Frægar persónur, sem unnið hafa Nobelsverðlaun. — Myndin er tek-
in hjá dr. Svedberg i Stokkhólmi og sjást á henni talið frá vinstri:
Flemming, prófessor, dr. Chain, Mrs Florey, Mme. Sacharine og dr.
Svedberg. Mrs. Florey er að skrifa nafn sitt í nafnabók dr. Svedbergs.
Alþjóðalögreglan í Vínarborg. — Á
nóttunni er lwfuðborgar Austurrikis
gœtt af herlögreglu Bandamanna,
mönnum frá Dretlandi, fíússlandi,
Austurríki og Frakklandi. — Hér
sjást lögreglumenn ræðast við. Fán-
ar þessara fjögra þjóða blakta á
bilnum.
Óskað eftir meiri yndisleik. — í
Ameriku hafa verið settir á stofn
sérstakir skólar, sem þjálfa þernur
farþegaflugvélanna í stimamýkt og
framgöngu, svo að þær verði ómót-
stæðilegar fyrir farþegana. Iiér sést
amerísk þerna við starf sitt í lofti
uppi.
Afleiðingar ófriðarins. — Dreskar
konur hjálpa karlmönnunum ennþá
við öll þeirra störf. Hér sést hópur
þeirra hreinsa járnbrautarvél.