Fálkinn


Fálkinn - 22.02.1946, Side 8

Fálkinn - 22.02.1946, Side 8
s F Á L K I N N SÁNDOR hunyady: ÁST OG HREYFILBILUN Borðið var dúkað á svölun- um — silfur og kristall en lit- auðugt, ódýrt postulín, Hús- bóndinn settist til borðs, votur í hárinu og í baðslopp. Hann gerði sig hátíðlegan og sagði: Afsakið, dömur mínar og herrar. Hefir nokkur nokkuð að athuga við klæðaburð minn? Enginn hafði það. Gamli greifinn settist, feitur, votur og rauðdílóttur á hörund eftir kalda steypuna. Það brakaði í garðstólnum undir þessum hundrað og tíu kílóum. Kitty, heimasætan, kom í síð- um buxum og livítri skyrtu. Greifafrúin, móðir hennar, tók vindlinginn út úr munnin- um, setti upp gleraugun og at- hugaði útganginn, á Kitty . — Farðu í pils, Kitty. Kitty andæfði: — Hversvegna ertu alltaf að nöldra útaf þessu, mamma? Það er svo þægilegt að ganga svona. Hún settist ofur tilgerðarlega og krosslagði fæturna. Öklarn- ir á lienni voru ljómandi falleg- ir. Grannir og sólbrenndir. — En það getur einliver kom- ið, svaraði greifafrúin hátt, einhversstaðar innan úr reykjar- mekkinum af vindlingnum. Þau litu öll út á þjóðveginn, yfir blómabeðin i garðinum. Þar flögruðu fiðrildin letilega í sumarhitanum, vegurinn lá í júlírykinu fyrir handan bliðið. — Áttu kanske von á ein- hverjum? Það hefir ekki verið nokkurt iífsmark með síman- um í dag. Nei, það kemur áreið- anlega enginn hingað til að trufla svefninn hérna á heim- ilinu. Greifafrúin, — þetta var at- gerfis kona — var nú ekki viss um það. — Hvernig væri að við fær- um til Lulus i kvöld? — Lulu táknaði annað óðal, sem var þrjátíu til fjörutíu kílómetra undan. Þangað var ágætur vegur. Þau höfðu oft ekið þangað á hálfum þriðja tíma. Það var þó alltaf hægt að síma þangað! Ef þau færu klukkan sex, mundu þau koma þangað á réttum tíma. Og um miðnætti yrðu hestarnir búnir að hvíla sig. Og þú gætu þau verið komin í rúmið klukkan þrjú. Kitty leist vel á þetta. Það voru alltaf gestir hjá Lulu. Hver veit nema það yrði dans- að? — Og svo var það líka hagræði útaf fyrir sig, að hugs- ast gat að vakað yrði til morg- uns. En nú fór greifafrúin að hafa aftur á. Fjórir timar i vagni — það var vafasöm ánægja. Og' hún fór að velta því fyrir sér livort það borgaði alla þessa fyrirhöfn að fá að rabba dá- litla stund við Lulu. En þá fór hún að hugsa um spilin. Greifafrúin elskaði bridge. Hún varp öndinni létt — hún var á krossgötum tveggja mögu- leika. Grannur piltur stóð allt í einu upp af stól á svölunum. Hann var óvandlega klæddur — skyrtan opin í hálsinn, bræk- urnar ópressaðar og blettótt- ar. Hárið ógreitt, en drengur- inn annars aðlaðandi og fullur af fjöri og lífi eins og lirein- ræktaður úrvalshvolpur. — En ég þá? Ottí frænka hefir gleymt að ég liefi bifreið- ina mína liérna. Eg þarf ekki annað en athuga hana ofurlítið og þá get ég hæglega ekið þrjá- tíu kílómetra á rúmum klukku- tíma. Geifafrúin gaut grunsemdar- augum til piltsins. Hann var frændi hennar. Sumargestur — og þó eiginlega ekki alveg. — Hann taldist til fjölskyldunnar, en var samt sem áður það mik- ið karlmenni í augum frúar- innar, að hún taldi, að dóttur- inni stafaði yfirvofandi hætta af honum. Það byrjaði með því að greifinn komst á snoðir um eitthvað. Gamli aðalsmaðurinn var ekki málugur, nei, alls ekki; og hann vildi ekki gera neiít veður út af þessu. En það gus- aðist bara út úr honum alveg óviljandi, einu sinni þegar frúin heyrði: — Eg er hræddur um að það sé eitthvað á milli krakkanna. Eg sá ekki betur en að þau kysstust í garðinum i rnorg- un. Upp frá þeirri stundu um- hverfðist liin elskulega frænka í afbrýðisama norn. Hún sagði ekki neitt, því að hún taldi það ekki samboðið virðingu sinni. En hún liafði strangar gætur á unglingunum. Þetta var ekki gaman fyrir systkinabörnin. Á sælutímabil- inu áður en grunur greifafrú- arinnar vaknaði, voru þau vön að hittast á einhverjum leyni- legum stað, minnst tíu sinnum á dag, til þess að kyssast, og gæla livort við annað. En nú var ómögulegt að liafa neinn leynifund. Greifafrúin var allt- af á stjái með rjúkandi vind- linginn í munninum og sauma- körfuna í hendinni. Og miss Boyd, vindþurrkaða, enska kenslukonan hafði tekið að sér að njósna fyrir greifafrúna. Ungu hjónaleysin gátu ekki talað eitt orð saman í trúnaði. í livert sinn, sem annað þeirra leit á hitt gátu þau lesið úr hvors annars augum spurning- arnar: — Hvað hefir komið fyrir? Hvað eigum við að gera? Hvernig fer þetta? En svona ferðalag gæti ef lukkan væri með gefið þeim færi. Eða þá að eitthvað nýtt kæmi til sögunnar — enginn gat giskað á. Og nú grolibaði drengurinn af gamla Fordinum sínum — hóstandi blikkdós, sem var háfætt eins og folald. Kitty tók í sama strenginn. — Eg skil ekki hvað þú ert lirædd við, mamina! Lutzi er bráð- fimur ökumaður. Lutzi bætti við, skrambi i- bygginn: — Eg vann önnur verðlaun í kappakstrinum i fyrra! Greifafrúin mældi piltinn með augunum, ekki laus við grun: — Þú ekur nú bara útaf með okkur! Svo þagði hún. En undirmeð- vitund hennar starfaði af kappi og varð allvel ágengt — hún sá fallega hákarla í spaða og ljómandi góð, liárauð hjörtu. . — Jæja, úr því að þið viljið þá er best að við förum. Hún sneri sér svo að manninum sín- um: — Ætlar þú að koma líka? Gamli greifinn svaraði liirð- mannlega: — Eg vil milclu heldur vera heima, góða mín. Og liann liugs- aði með ánægju til súrmjólkur- disksins síns, krossgátunnar og þess, að úr því að hann yrði einn heima þá slyppi hann við að klæða sig. Ferðin var skemmtileg. Sam- kvæmið líka. Þau dönsuðu, þau spiluðu bridge. En það var sama hvernig systkinabörnin fóru að; þau fengu aldrei tæki- færi til að gera neitt án þess að aðrir sæju. Greifafrúin hafði nánar gætur á öllu, jafnvel þarna i annara manna húsum. Hún neyddi Lutzi til að spila bridge við sama borðið og hún var sjálf, meðan Kitty var að dansa eftir granimófónmúsik inni í borðstofunni, þar sem rýmt liafði verið til á gólfinu. Þau þökkuðu fyrir sig rétt eftir lágnættið. Lutzi ók blikk- dósinni sinni upp að forstof- unni og setti svo upp stóra hanska. — Komdu og setstu fram í lijá mér, Kitty! Þau andvörpuðu bæði. Það er stundum í mannlífinu að mæðurnar eru kvalræði, hugs- aði Kitty með sér. Gamla lcon- an bröllti upp í bifreiðina. — Þjónarnir breidiu hlýjuvoð yf- ir hnén á henni. Við fætur hennar settu þeir þrjá kassa af kartöflusalati, það var sér- grein frú Lulu að búa til kart- öflusalat, — og þetta var end- urgjald fyrir gjöfina, sem gest- irnir böfðu liaft með sér — umslag með stjúpmóður blóma- fræi. Litli Fordinn skjögraði niður trjágöngin, frá aðaldyrunum og niður á veginn. Ivitty sneri sér við til að veifa til vinafólksins síns, sem stóð á svölunum og beið eftir því að ljósin á bíln- um kæmust í livarf er hann beygði við. Tungsljós var ekkert, en þetta var heiðskír og hlý nótt, sem varð dýpri og dimmari af stjörn um, er voru í svo miklum fjarska. Þarna var engin sál á kílómetra svæði. — Bara litli tæringarveiki lireyfillinn, sem hóstaði sig áfram af kappi, upp og ofan sofandi ásana. Kitty sagði ekki neitt. Hún var fokreið við allt og alla. Hún var lielst á því, að ef Lutzi hefði ekki verið sá erkiklaufi að láta negla sig við spila- borðið, liefði þau getað dans- að saman, og þá hefði eigi verið alveg óliugsandi að þau hefðu getað laumast út á svalirnar eða í eittlivað afdrep. Greifafrúin var að hugsa um livað hún liefði verið sniðug, GAMANSAGA

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.